Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 111 Tönn Ginu metm á 3 milljónir New York, 9. nóvember. AP. DÓMSTÓLL í New York kvað í morgun upp þann úrskurð, að kvikmyndaleikkonan Gina Lollobrigida skyldi frá sem svarar 2,8 millj. ísl. króna í skaðabætur fyrir tönn sem brotnaði er hún var að eta á veitingahúsi í fylgd með tann- lækni sínum fyrir fjórum árum. Leikkonan sagði að þau hefðu verið að borða rækju þegar þetta gerðist. Sagði hún tannlækninum, Marc Ben Huri, hvað gerzt hefði og hún kveldist mikið. Héldu þau taf- arlaust til tannlæknastofu hans til bráðabirgðaaðgerðar. Lollobrigida sagði að vegna þess að viðgerð og smíði nýrr- ar tannar hefði síðan tekið svo langan tíma, hefði hún misst af samningum sem hefðu kostað hana mikið fé. í úrskurði dómarans var farið hörðum orðum um út- búnað matarins á nefndu veitingahúsi og hvatt til að þeir bættu ráð sitt snarlega. Skotinn inna landa- mæra Austurríkis Víd. 8. nórenber. AP. LEOPOLD Gratz utanríkisráð- herra sagði í dag, að tékkneskir landamæraverðir hefðu skotið mann Austurríkismegin landa- mæranna. Kvaddi hann sendi- herra Tékkóslóvakíu í Prag á sinn fund og mótmælti „alvar- legasta óhappi“ sem orðið hefði við landamæri landanna um ára- bil. Á mánudag fannst 33 ára gam- all Tékki Austurríkismegin landa- mæranna, um 90 km norðaustur af Vín. Hafði hann verið skotinn í bakið, og við hlið líksins fundust kúlur, sem talið er að skotið hafi verið úr tékkneskum vélbyssum. Fulltrúi Tékka í sameiginlegri landamæranefnd landanna hélt því fram, að maðurinn hefði verið skotinn áður en hann fór yfir landamærin. Leopold Gratz utanríkisráð- herra kvaðst hafa sagt Marek Venuta sendiherra að þeir hefðu sannanir fyrir því að atvikið hefði gerst innan landamæra Austur- ríkis. „Ég sagði sendiherranum að við mótmæltum þessum atburði harðlega og gæti hann orðið til að stofna jákvæðu sambandi landa okkar í hættu. Vestur-Berlín: Notaði stiga við flóttann Berlín, 9. nóvember. AP. Austur-þýskum verkamanni tókst fyrir nokkrum dögum að flýja yfír til Vestur-Berlínar og þykir það helst í frásögur færandi við fíóttann, að hann notaði stiga til að komast yfír múrinn. Það voru bandarískir hermenn, sem fyrst urðu á vegi Austur- Þjóðverjans eftir að hann komst yf- ir múrinn heill á húfi og án þess að vekja á sér athygli austur-þýsku varðmannanna. Notaði hann tveggja og hálfs metra langan stiga við flóttann, sem hann hafði skipu- lagt mjög vel. Er hann sjötti Austur-Þjóðverjinn, sem flýr til Vestur-Berlínar á þessu ári. Tveim- ur dögum áður hafði 17 ára gömlum ungling tekist að klífa múrinn þrátt fyrir ákafa skothríð varðmann- anna. Varð hann ekki fyrir skoti en tognaði á ökkla þegar hann kom niður vestan megin. ian Bonde Nielsen í flugvélinni i leið heim fri London. Jan Bonde Nielsen snýr til Danmerkur Kaupmannaböfn, 9. nóvember. AP. DANSKI iðnrekandinn Jan Bonde Nielsen, sem eitt sinn var stjórnandi skipasmíðastöðvarinnar Burmeister og Wain, er nú kominn aftur til Dan- merkur af fúsum vilja, eftir að hafa dvalist í Bretlandi í þrjú ár. Hann yfírgaf heimaland sitt þegar hann var sóttur til saka fyrir fjársvik sem námu rúmlega 146 milljónum danskra króna. Nielsen, sem er 46 ára að aldri, er sakaður um að hafa fengið eitt af mörgum iðnfyrirtækjum, sem hann stjórnaði, til að kaupa hluta- bréf Burmeister og Wain, sem þá var að verða gjaldþrota. Kaupend- urnir vissu ekki að gjaldþrot væri yfirvofandi. SLGLUFJÖRÐUR HUSAVIK 'KUR AKUREYRI \ \ ; v yhit/ \ REYÐARFJÖR VATNAJÖKULL AVIK VIÐ FJOLGUM VIÐKOMUHOFNUM ÚR FJÓRUM í ÁTTA! Enn aukum við þjónustu við landsbyggðina og einföldum vörustreymi milli dreifbýlis og þéttbýlis. Tíðari ferðir, stærri skip og fjórar nýjar viðkomuhafnir greiða til muna fyrir flutningum milli byggðarlaga og ekki síður milli landa, því beinn flutningur inn- og útflytjenda á landsbyggðinni verður nú mun auðveldari. Við hefjum nú fastar siglingar á REYÐARFJÖRÐ, SAUÐÁRKRÓK og PATREKSFJÖRÐ auk þess sem við önnumst afgreiðslu Herjólfs til VESTMANNAEYJA og tengjum strandflutningaþjónustuna alþjóðlegu flutningakerfi okkar þar sem fullkomin aðstaða í Sundahöfn er miðpunkturinn. Þú getur treyst þjónustu Eimskips. TÍÐARI SIGLINGAR-STÆRRI SKIP BEIN TENGSL VIÐ ALÞJÓÐLEGAR SIGLINGALEIÐIR EIMSKIP *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.