Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 3 Hugmynd- ir uppi um veitinga- hús í Öskjuhlíö Bók um Victor Sparre Morgunblaðinu hefur borizt bók- in „Victor Sparre“ eftir Tore Stubb- ard. Bókin er gefin út í tilefni 65 ira afmælis listamannsins þann 4. nóvember sl. Bókin skiptist í allmarga kafla, og með öllum birtar margar myndir af verkum listamannsins Drömmen om at bli helgen, Glass, tro, lys, Pieta í slakterbut- ikken, Det politiske maleri og Modernitetens ikoner. Þá er birt staðreynda ágrip um ævi Sparre og síðan er kaflinn Möter med Victor Sparre, hugleiðingar, ljóð eða upprifjanir ýmissa skálda sem tengjast Sparre. Þessir höf- undar eru Arnold Eidslot, Johan Starfsfólk í veitinga- húsum kolfelldi samning FÉLAG starfsfólks í veitingahúsum kolfelldi nýgerðan kjarasamning ASÍ og VSÍ i félagsfundi i minudagskvöldið. 57 voru i fundinum og greiddu allir nema fjórir atkvæði gegn samningnum, að því er Sigurður Guðmundsson, formaður félagsins, sagði í samtali við blm. Mbl. ( gær. Victor Sparre B. Hygen, Matthias Johannessen, Edward Kuznetsov, Peter Kank- onen, Haakon Lie, Pál Skjönberg, Alexander Solshenitsyn, Erling Stordal og Káre Verpe. Bókin er í stóru broti, prentuð á myndpappír og alls eru í henni ljósmyndir af 69 verkum Sparre. Þá fylgir henni myndaskrá og Tabula Gratulatoria. Það er Aventura sem gefur bókina út. „Það var greinilegt að það sauð í fólki vegna gengisfellingarinnar, sem var tilkynnt skömmu áður en fundurinn hófst,“ sagði Sigurður. „Ég held að það hafi haft veruleg áhrif á niðurstöðuna. Svo skiptir hitt jafnvel meira máli, að meiri- hluti okkar félagsmanna er á lág- markslaunum, sem samningurinn gerir ráð fyrir að séu 14.075 krónur á mánuði. I okkar félagi er það fólk, sem fær minnst út úr samningun- september sl. Sigurður sagði að á fundinum hefði verið kosin nefnd til að fjalla um san \inga og undir- búa viðræður. „Við /iljum fá leið- réttingu á fleiri atri 'um en launa- liðunum í þeim samningaviðræðum, sem framundan eru,“ sagði hann. Ekki tókst að ná tali af talsmanni Sambands veitinga- og gistihúsa- eigenda í gær. — í tengshim við bygg- ingu hitaveitutanka HITAVEITA Reykjavíkur hefur haf- ið undirbúning að uppsetningu nýrra hitaveitutanka í Öskjuhlíð, en gömlu tankarnir eru nú taldir ónýtir, enda morknaðir og farnir að leka. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaösins hafa í því sambandi verið viðraöar gamlar hugmyndir um staðsetningu veitingahúss á milli tankanna. Að sögn Þorvalds S. Þorvalds- sonar, forstöðumanns Borgar- skipulags, hafa hugmyndir af þessu tagi skotið upp kollinum af og til og væru nú aftur til umræðu í tengslum við uppsetningu nýrra tanka í Öskjuhlíð. Þegar tankarn- ir voru byggðir á sínum tíma komu fram hugmyndir um að byggja veitingahús ofan á þeim, og var ein hugmyndin sú að þar yrði veitingahús, sem snerist á möndli, svipað og tíðkast i borgum víða um heim. Sagði Þorvaldur að nú væru uppi hugmyndir um að tengja tankana saman með gleri og nýta miðjuna sem myndast á milli þeirra, þannig að þar yrði yfirbyggt svæði sem mætti m.a. nýta undir veitingahús. Hug- myndir þessar eru nú til umfjöll- unar hjá Hitaveitunni, en engar ákvarðanir hafa verið teknar enn sem komið er. Morgunblaöið/Júlíus. Litla stúlkan í fangi sjúkraflutningamanns eftir slysið á Nesvegi í gær. Sjö ára stúlka á leið í skóla fyrir bifhjóli SJÖ ára gömul stúlka á leið í skóla varð fyrir bifhjóli á Nesvegi til móts við Melaskóla um eittleytið f gær. Foreldrar barna í Melaskóla hafa þungar áhyggjur af miklum hraða ökutækja við skólann, einkum á Nes- vegi og hefur verið bent á, að Melaskólinn sé eini grunnskólinn í Reykja- vík þar sem engar tálmanir séu til þess að draga úr umferöarhraða. Þær raddir hafa heyrst, að nauðsynlegt sé að takmarka um- ferðarhraða og þá með því að setja upphækkanir á Nesveginn til móts við Melaskóla. Litla stúlkan sem varð fyrir bifhjólinu hlaut sem betur fer ekki alvarleg meiðsl, en varð eðlilega skelkuð. Hún var flutt í slysadeild Borg- arspítalans til rannsóknar. Tónlistarhús í Reykjavík: Borgarráð mælir með þremur lóðum um. Þá skiptir það einnig máli i þessu sambandi," sagði Sigurður Guð- mundsson, „að ákvæði um sameig- inlega uppsögn ASÍ-félaganna virk- ar á marga okkar eins og verið sé að afsala samningsréttinum I hend- urnar á Alþýðusambandinu. Það er að sjálfsögðu ekki verjandi.” Félag starfsfólks í veitingahús- um, sem í er ófaglært starfs- og aðstoðarfólk, alls um 600 manns, hafði ekki sagt upp launaliðum áð- ur gildandi samninga frá og með 1. BORGARRÁÐ hefur mælt sérstak- lega með þremur lóðum, sem til greina koma fyrir byggingu nýs tón- ILstarhúss í Reykjavík, og voru þær kynntar á fundi í fulltrúaráði Félags áhugamanna um byggingu tónlist- arhúss i gærkvöldi. Þær lóðir sem hér um ræðir eru I Vatnsmýrinni, vestan í Öskjuhlíð og í Laugardal. Þorvaldur S. Þorvaldsson, arki- tekt og forstöðumaður Borgar- skipulags, kynnti tillögur borgar- ráðs á fundinum, og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að aðrar hugmyndir um staðsetningu tónlistarhússins væru ekki útilok- aðar, þótt þessir staðir hefðu verið sérstaklega nefndir nú. Þorvaldur sagði, að vitað væri að áhugi fé- lagsmanna væri mjög mikill fyrir lóð á Laugarnestanga, en borgar- ráð hefði að svo stöddu ekki getað mælt með staðsetningu tónlist- arhússins þar. * hKí fl \9W 0 Þegar sólin á Kanarí leggur sig að loknum annasömum sólbaðsdegi tekur kallinn í tunglinu við. En það er næstum eins og hann falli í ,,skuggann“ fyrir ljósadýrðinni á Playa del Ingle’s og í Puerto Rico, því næturlífið er rétt að byrja. Það byrjar í rólegheitum á kaffihúsi, færist svo yfir á næsta veitingahús, þjóðlegt eða alþjóðlegt og endar í ærlegum snúningi á góðu diskóteki. Skipulagðar næturklúbbaferðir og grísaveislur, eru löngu orðnar heimsfrægar á Kanarí og hér heima, en menn fara í spilavítið á eigin ábyrgð. Það má með sanni segja að þegar sólin sest spretta allir aðrir á fætur og einbeita sér að þeim hluta lífsins sem stendur langt fram yfir sólsetur. Verð frá: Leiguflug 3 vikur kr. 28.747,- Áætlunarflug 1 vika kr. 20.633,- Brottfarir: Leiguflug: 19. des., 9. jan., 30. jan., 20. febr., 13. mars og 3. apríl. Áætlunarflug: alla miðviku- daga frá og með 31. október. flug, gisting í 2ja manna stúdíóíbúð, akstur til og frá flugvelli á Kanarí og íslensk fararstjórn. Innifalið:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.