Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Skólaútgáfa af Önnu frá Stóru-Borg ÚT ER komin frí Forlaginu ný .skólaútgáfa af skáldsögunni Anna fri Stóruborg eftir Jón Trausta. Út- gáfa þessi er einkum ætluð nemend- um í efri bekkjum grunnskóla, en hentar jafnframt framhaldsskóla- nemendum. Tveir kennarar, þ«r Heiðdís Þorsteinsdóttir og Svandís aldadóttir, annast útgáfuna. frétt frá útgefanda segir, að fáar íslenskar skáldsögur á þess- ari öld hafi notið slíkrar hylli sem Anna frá Stóruborg, ástarsaga al- þýðustráksins og yfirstéttarkon- unnar. Þessari útgáfu af sögunni fylgir stuttur og greinargóður formáli, nemendum til fyrstu glöggvunar og jafnframt er að finna orðskýringar við söguna. Þá er i bókinni kort af sögusviði, tfmatal og skrá yfir rit, sem ungir lesendur geta sótt fróðleik i. Bók- ina prýða einnig myndir eftir Jó- hann Briem, listmálara. Þá hefur einnig verið gefið út kennsluhefti við söguna, sem um- sjónarmenn útgáfunnar hafa tekið saman og ætlað er kennurum. í kennsluheftinu er ritgerð um sög- una og höfund hennar, fjallað er um sögulegar fyrirmyndir verks- ins, formgerð þess og lýst er ís- lensku samfélagi á 16. öld. Einnig er í heftinu langur verkefnalisti. Anna frá Stóruborg er 183 blað- siður, Prentsmiðjan Oddi prent- aði. Reyðarfjörður: Bræðsla hafin á ný RejiarfirM, 19. BÓTember. SÍLDARSÖLTUN lauk bér á Reyð- arfirði mánudaginn 12. nóvember. Hæsta söltunarstöðin, Verktakar hf., söltuðu 8.500 tunnur, Kópur sf. 6.315, Austursfld hf. 4.030, GSR 2.800 og söltunarstöðin Hraun salt- aði í 422 tunnur. Söltunarstöðin Hraun er hér úti í sveit og er fjöl- skyldufyrírtæki, en eigandi er Há- varður Bergþórsson bóndi. Þá hafa verið saltaðar samtals 22.067 tunnur hér á Reyðarfirði. Þann 6. nóvember sl. kom fyrsti báturinn með loðnu til síldar- verksmiðju ríkisins. Það var Sæ- björg VE sem landaði 579 tonnum. Síðan var hlé þar til i gær, 18. nóvember, þá lönduðu þrír bátar 1.800 tonnum af loðnu og í dag eru hér tveir bátar til viðbótar með um 1.200 tonn, það eru Skarðsvík- in og Gísli Árni. Löndun úr þeim lýkur í kvöld. Búist er við fleiri bátum á þessum sólarhring. Lönd- un gengur mjög vel. Nú hafa milli 30 til 40 manns atvinnu við sfldar- verksmiðjuna og eftir nokkra daga hlé var byrjað að bræða strax í nótt. Einmuna tíð hefur verið hér i haust. Þó hefur rignt talsvert en snjór hefur ekki sést og allir vegir færir. Gréte. n Dale Carneg námskeiðið Kynningarfundur veröur í kvöld, miöviku- daginn 21. nóvember, kl. 20.30, aö Síöu- múla 35, uppi. ALLIR VELKOMNIR NÁMSKEIÐIÐ GETUR HJÁLPAÐ ÞÉR: • Aö öölast meiri trú á sjálfan þig og hæfileika þína. • Aö byggja upp jákvæöara viöhorf gagnvart líf- inu. • Aö ná betri samvinnu viö starfsfélaga, fjöl- skyldu og vini. • Aö þjálfa minniö á nöfn, andlit og staöreyndir. • Aö ná betra valdi á sjálfum þér í ræöumennsku. • Aö eiga auöveldara meö aö hitta nýtt fólk og mæta nýjum verkefnum. • Aö ná meira valdi yfir áhyggjum og kvíöa í daglegu lífi. • Aö meta eigin hæfileika og setja þér ný , per- sónuleg markmiö. 182411 i EinKalevti á íslandi dale cmnegie| stjórnunarskoli n n namskeiðin Konrað Adolphsson ________Í_______________________ ie Helgi og Ásgeir Þór efstir í Eyjum Skák Margeir Pétursson 26. helgarskákmot Tímaritsins Skákar og Skáksambands íslands fór fram í Vestmannaeyjum helg- ina 9.—11. nóvember sl. Þetta er annað helgarmótið sem fram fer í Eyjum, hið fyrra var haldið haustið 1980. Þá sigraði Helgi Ólafsson og sama varð uppi á teningnum nú, en Helgi gekk einmitt sín fyrstu skref á skákbrautinni þegar hann bjó sem unglingur í Vestmannaeyjum. Að þessu sinni varð Helgi aö láta sér nægja að sigra á stigum, en jafn honum að vinningum varð Ásgeir Þór Árnason, sem náði þar með sínum bezta árangri í langan tíma. Þeir Helgi og Ásgeir hlutu sex vinninga af sjö mögulegum, en hálfum vinningi minna hlutu þeir Guðmundur Sigurjónsson, Jón L. Árnason, Guðmundur Halldórsson og Jón Hálfdánar- son. Kvennaverðlaunin hlaut Berglind Steinsdóttir. öldunga- verðlaunin hreppti Sigurgeir Gíslason. Veitt voru þrenn ungl- ingaverðlaun: í flokki 20 ára og yngri urðu þeir Georg Páll Skúlason, Ragnar Valdimarsson og Stefán Sigurjónsson hlut- skarpastir. Þeim Georg og Ragn- ari var sérstaklega boðið til mót- sins fyrir frábæra frammistöðu sína á sviði mótsblaða (bulletin) útgáfu, en þeir hafa bjargað mörgum snilldarskákum frá glötun. 1 flokki 17 ára og yngri sigraði Þráinn Vigfússon og bróðir Þráins, Hannes Hlífar Stefánsson, varð hlutskarpastur í flokki 14 ára og yngri. Fyrir beztan árangur skák- manna úr dreifbýlinu hlaut Bjarni Einarsson frá Akranesi verðlaun, en beztum árangri Eyjarskeggja náðu þrír, þeir Sigmundur Andrésson, Sigurjón Þorkelsson og Kári Sólmundar- son. Keppendur á mótinu voru 44 talsins, þar af einn stórmeistari og tveir alþjóðlegir meistarar. Mótið fór í alla staði vel fram, að sögn Jóhanns Þóris Jónssonar, mótsstjóra, en það var teflt í Safnahúsinu i Eyjum. Salar- kynni þar henta einkar vel til skákmótahalds og munu Vest- manneyingar nú stefna að því að halda alþjóðlegt skákmót í maí næstkomandi. Búnaöarbankinn sigrar Akureyringa Fimmtán manna skáksveit frá Búnaðarbanka íslands sótti ný- lega Akureyringa heim og háði keppni í bæði kappskák og hraðskák við úrvalslið heima- manna. Svo fór að bankamenn sigruðu á báðum vígstöðvum, að vísu naumlega í kappskákinni 8-7, en 137)4-118% í hrað- skákinni. Einstök úrslit í kapp- skákinni urðu sem hér segir: Báutarbaakiaa — Skákfélaf Akareyrar Miigrir Péturso. — Aokell öni Káraoou I—0 Bragi Krátjáanon — Gylfl ÞórhullMoa 1—0 Jón Krwtin»on - Jón G. Vitaranl 1—0 Hibnar Karkwon — Þór Valtýmoo 'A—'A Goómoodnr Halldóra - Jón Bjtfrgriiu 0-1 Leifnr Jóeteiae - Hjtfrleifór Halldóra 'A-'A Témag Bjtfrnanoa — Jón Árai Jónason 0—1 Stefáa Þ. Guómundn — Arnnr Þornteinn 1—0 Gnájóa Jóhannaaon — Atli Benediktmon 1-0 Krmtiaa Bjanuaon — Smári Ólafaaon 1—0 Bjtfrn Sigoróaaon — Jóhann Snorraaon 'A—'A Árni Þ. Kriatjána — Margeir Steingrfnu 0-1 Knatjáa Soorraaon — Haratdnr Óiafaa. V4— 'A Srerrir Sigfúanoa — Sreinn Pálaaon 0—1 Kjartao P. Eiaara - Jakob Þ. KrMjáaa 0-1 Jóhann Hjartarson, Islands- meistari, gekk til liðs við Búnað- arbankann i hraðskákinni og átti stóran þátt i öruggum sigri llollandspistill eftir Egger| II. Kjartansson íslenskir hestar í Hollandi HolUndi, neftenber. Annan apríl 1959 eða fyrir rúmlega 25 árum var stofnað hér í Hollandi félag eigenda ís- lenskra hesta. í tilefni af þessum tímamótum ákvað Nederlandse Stamboek voor IJslandse Paard- en (N.S.IJ.P), eða hollenska ætt- bók íslenska hestsins eins og fé- lagið heitir, að halda alþjóða- mót. Þetta mót var 10.—16. sept- ember í Ermelo. Félagið Fyrsti íslenski hesturinn sem var fluttur inn til Hollands kom frá Þýskalandi. Skömmu síðar var talan orðin hundrað og áhuginn um að vita meir um þennan litla hest jókst. Þessi áhugi stafaði einnig af þvi að mikill munur var á þeim hestum sem hingað komu og greinilegt var að því miður voru aðrir „gæðingar" á ferðinni en kaup- endur hér höfðu í huga, þegar þeir pöntuðu frá Þýskalandi eða íslandi svo vægt sé tekið til orða. Menn komu saman og ákváðu að stofna ræktunarfélag og frá stofnun þess hefur ræktuninni farið mikið fram þó greinilegt sé að enn eiga menn hér langt í land. Ræktunartækninni fer þó hratt fram um þessar mundir og bilið fer minnkandi að sögn þeirra sem fara með þessi mál hér. Það sem er m.a. athyglisvert við þetta hollenska félag er að innan þess eru starfandi ýmsar landshlutadeildir sem mynda eins konar lítil hestamannafé- lög. Þau skipuleggja sameigin- lega reiðtúra og tilkynna það í ’t Stamboekje (Ættbókinni) sem kemur út sex sinnum á ári. Einn- ig eru mót og fyrirlestrar skipu- lagðir í samvinnu við stjórn fé- lagsins, og ef litið er á félagið sem heild er um ansi starfsamt félag að ræða. I gegnum tíðina hefur sam- bandið verið ágætt við ísland og öðru hvoru kemur það fyrir að íslenskir hestamenn svo sem Reynir Aðalsteinsson eru fengn- ir til þess að halda námskeið fyrir hestaeigendur og knapa. Einnig var Gunnar Bjarnason ráðunautur hér stundum á ferð- inni og hélt fyrirlestra. Heim- sóknir frá íslandi gera hesta- mennskunni hér mikið gagn. Um það eru forráðamenn félagsins á einu máli. Áhugi félagsmanna er nefnilega mikill og þá ekki síst um það hvaða stefna er í rækt- unarmálunum á íslandi auk þess sem þeir hafa áhuga á að vita meira um það umhverfi og þær aðstæður sem þetta fjórfætta uppáhald ólst upp í. Þetta mót, sem haldið er til þess að minnast 25 ára afmælis félagsins, var viðamikið og margt var á dagskrá. Þannig var auk kappreiða, ráðstefna um ræktunina, sýning um sögu ís- lenska hestsins sem fengin var frá Sviss og íslandi að öðru leyti gerð dálítil skil. I samvinnu við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.