Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Guðni Jóhannes- son — Minning Mánudaginn 12. nóvember síð- astliðinn andaðist tengdafaðir minn Guðni Jóhannesson eftir skamma en stranga legu. Þar með er síðasta systkinið af tíu horfið okkur héðan úr heimi. Guðni fæddist 20. mars 1893 og var því að verða 92 ára er hann lést. For- eldrar hans voru Jóhannes Páls- son formaður í Bolungarvík af Arnardalsætt og kona hans Þóra Steinunn Jónsdóttir hreppstjóra á Hóli. Jóhannes var með afbrigðum veðurglöggur maður, og til marks um það getur Jóhann Bárðarson þess í Áraskipum á þessa leið: Eitt sinn býst Jóhannes til róðurs með hálfstálpaða syni sína með sér. Hvass vestanvindur var. Menn töl- uðu við Jóhannes að óráðlegt væri að fara á sjó í svona veðri með tvo óharðnaða unglinga. Því svaraði Jóhannes að þetta væri allt í lagi, því austan kaldi myndi skýla þeim heim aftur í kvöld, sem og rættist. Guðni var annar þessara drengja, og sýnir það að snemma hefur hann þurft að taka til hendi. Strax og Guðni komst á fullorð- insár varð hann eftirsóttur til sjó- mennsku og fiskverkunar. Hnff átti Guðni, sem hann vann í verð- laun fyrir flatningu í keppni sem haldin var á fsafirði, og sýnir það hvílíkur afburða flatningsmaður hann hefur verið, því margir voru þeir góðir fiskverkunarmennirnir á ísafirði 1 þá daga. Á ísafirði kvæntist Guðni konu sinni Svövu Lovísu Jónsdóttur 15. október 1921 og bjuggu þar uns Svava andaðist 1. janúar 1933. Þau eignuðust 7 börn, 5 dætur og 2 syni. Af þeim eru tvær dætur látnar. Þetta var afar mikið áfall fyrir Guðna, því leysa varð upp heimilið og ætt- ingjar og vinir tóku börnin í fóstur utan yngsta soninn. Ráðskonu fékk Guðni, Kristínu Sigfúsdóttur frá Syðri-Völlum. Hún treysti sér ekki til að taka nema yngsta son- inn, en reyndist honum sem besta móðir. Árið 1947 tók Guðni svo upp sambúð við Jónu Tómasdótt- ur. Reyndist hún Guðna sem besta eiginkona. Þau eignuðust eina dóttur, Svövu Vilhelmínu. Þau bjuggu allan sinn búskap í vestur- bænum og bjuggu á ýmsum stöð- um, en lengst af á Sólvallagötu 58. Guðni vann aðallega við fiskverk- un eftir að hann kom til Reykja- víkur, lengst af í Fiskhöllinni og ísbirninum. Svava dóttir þeirra lærði hjúkrun áður en hún giftist, en hennar maður er Stefán Hólm Jónsson, veggfóðrarameistari, fluttu þau til Hafnarfjarðar þegar aldur færðist yfir þau Guðna og Jónu, tók Svava þau til sín og þar var Guðni við frábært atlæti þar til hann flutti á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Guðni var heilsuhraustur fram á síðustu ár utan sjón og heyrn var farin að dofna. Hann lést svo klukkan 8 á mánudags- morgni, en talaði við Svövu dóttur sína hálftíma fyrir lát sitt. Guðni var jarðsettur í kyrrþey að ósk hans sjálfs. Megi Guð geyma sálu hans. Hallgrímur Kristjánsson. Að morgni dags 12. nóvember síðastliðinn, lést á Hrafnistu i Hafnarfirði, Guðni Jóhannesson fyrrverandi sjómaður. Hann fæddist 20. mars 1893 í Bolungar- vík. Foreldrar hans voru hjónin Þóra S. Jónsdóttir og Jóhannes Pálsson formaður í Bolungarvík. Guðni ólst upp í Bolungarvík til 15 ára aldurs. Þaðan fór hann til ísafjarðar og var þar við sjó- mennsku um árabil. Árið 1922 fluttist hann til Reykjavíkur og stundaði þar áfram sjómennsku, bæði á bátum og togurum. Meðan Guðni bjó fyrir vestan var sóst eftir að hann spilaði á harmonikkuna á böllum. Það var ekki hægt að halda böll nema Guðni spilaði á nikkuna enda var hann mjög músikalskur og naut þess að spila fyrir dansi. Eftir að hafa stundað sjóinn af miklum dugnaði hóf Guðni störf í landi. Hann starfaði hjá Stein- grími í Fiskhöllinni i nokkur ár og tæp tuttugu ár i ísbirninum. Guðni þótti góður vinnukraftur bæði vandvirkur og afkastamikill og fékk t.d. sérstök verðlaun fyrir flatningu, enda hafði hann alla ævi mikla ánægju af að vinna og varð vinnudagurinn því oft lang- ur. Guðni kvæntist 15. október 1921 Svövu Lovísu Jónsdóttur frá Hvítadal i Saurbæ. Þau eignuðust sjö börn, sex komust til fullorðins- ára. 1. janúar 1933 varð hann fyrir þeirri miklu sorg að missa Svövu t Eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi, HARALDUR Á. SIGUROSSON, lézt aöfaranótt 20. nóvember. Guörún Ólafia Siguröason, Þórdis Sigurðsson Aikman, John Aikman, Inger Anna Aikman, Haraldur Ásgeir Aíkman Skorri Andrew Aikman Minning: Björgvin Árni Hrólfsson + Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma, FANNEY EGGERTSDÓTTIR, Sólvöllum 2, Akureyri, andaöist i Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri miövikudaginn 14. nóvember. Jaröarförin hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Haraldur Oddsson, Eggert Haraldsson, Egillna Guömundadóttír, Haukur Haraldason, Halldóra Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t EINAR RAGNAR GUDMUNDSSON, Krosseyrarvegi 14, Hafnarfiröi, lést i St. Jósefsspftala 19. nóv. Jaröarförin auglýst siöar. Börn, tengdabörn, barnabörn og mágkona. Fæddur 14. október 1919 Dáinn 23. október 1984 Þegar góður vinur og náið skyldmenni kveður þennan heim setur mig alltaf hljóðan. Þó bjóst ég við því að frændi minn Björg- vin Árni Hrólfsson ætti ekki langra lífdaga auðið, eftir allt það veikindastríð sem hann hefur þurft að búa við síðustu árin. Sælt er þreyttum að sofna, og gott að vita af góðum vini í návist kærra vina handan þessa lífs í guðs hendi. Björgvin Árni fæddist á Hallbjarnarstöðum í Skriðdal og var hann fimmta barn sæmdar- hjónanna Guðríðar Árnadóttur og Hrólfs Kristbjörnssonar, en þau bjuggu á þeim bæ alla sína bú- skapartíð. Hann ólst upp í stórum systkinahópi og dvaldi við sitt heimili fram undir tvítugt, en þá fór hann í bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og lauk þaðan búfræði- prófi vorið 1941. Þó að tilgangur Björgvins að Hólum væri að vísu búfræðinám, þá heillaði smíðahúsið hann meira en allt annað nám, enda maður vel laginn og hafði gott auga fyrir allri smíöi. Það kom líka á daginn að smíðavinna átti eftir að verða hans ævistarf en ekki beinn land- búnaöur. í garði þeirra hjóna má þó glöggt sjá að hæfileikar til landbúnaðarstarfa voru fyrir hendi, því garðurinn ber vott um framúrskarandi hugkvæmni og smekkvísi. Björgvin var með þeim fyrstu sem settist að í Egilsstaðakaup- túni og byggði hann sér þar gott og vandað hús. Hann kvæntist Jónínu Salnýju Óladóttur frá Þingmúla í Skriðdal þann 29.04. 1942, hinni mestu myndar- og ágætismanneskju. Jónína Salný reyndist honum hinn besti föru- nautur í gegnum lífið, en hún lést bara alltof fljótt og varð það Björgvini þungbær sorg enda þau hjón sérlega samrýnd. Þau hjón eignuðust þrjú börn, Margréti f. 19.04. 1944 en hún er gift og búsett á Neskaupstað og á 5 böm, Sigurð Óskar f. 4.08. 1945 hann býr á Egilsstöðum, á 3 börn og er húsasmiður eins og faðir + VIGFÚ8 GUDMUNDSSON frá Seli, Ásahreppi, andaöist aö heimili sinu, Hátúní 10 A, 19. nóvember. Synir hina látna. + Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, Framnssvegi 50, Raykjavfk, sem lést I Borgarspitalanum 14. nóv. veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 23. nóv. kl. 13.30. Jón Kolbrún Jónsdóttir, Magnús Jónsson, Valgeröur Jónsdóttir, Jón H. Jónsson, Karl Jónsson, Tryggvi Guómannsson, barnabörn I. Grlmsson, Bergur Guönason, Jóhanna Kristjánsdóttir, Óli Ingvason, Helga Ólafsdóttir, Ásta Skaftadóttir, g barnabarnabörn. + Maöurinn minn, GUDNI JÓHANNESSON, áöur tll heimilis aö Sólvallagötu 58, Reykjavík, andaöist í Hrafnistu, Hafnarfiröi, 12. nóvember sl. Jaröarförin hefur fariö fram i kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir tll hjúkrunarfólks og starfsliös hjúkrunardeildar Hrafnistu, Hafnarfiröi, fyrir góöa umönnun. Jóna G. Tómasdóttir. + Þökkum auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og útför systur okkar og mágkonu, SÓLVEIGAR ELÍSABETAR JÓNSDÓTTUR frá Stóra-Sandfelli, Hátúni 12. Hermann Jónsson, Guórún Jónsdóttir, Dagrún Jónsdóttir, Þórarinn Árnason, Jóna Jónsdóttir, Magnús Stefánsson, Gróa Jónsdóttir. konu sína af barnsförum. Þá var elsta barnið 10 ára og það yngsta að fæðast. Það var erfitt fyrir Guðna að standa uppi einn með öll börnin, því þá var litla félagslega hjálp að fá. Enginn vildi taka að sér heim- ilið með sjö börnum og heimilis- föðurnum alltaf úti á sjó. Þetta voru erfiðir tímar en ætt- ingjarnir brugðust vel við. Eign- uðust börnin öll góð heimili. Guðni var ákaflega þakklátur þessu fólki sem ól börnin hans upp. Árið 1947 hóf Guðni sambúð með Jónu Tómasdóttur. Eignuðust þau eina dóttur, Svövu. Svava hef- ur ætíð verið augasteinn föður síns þvi hana hafði hann alltaf hjá sér. Hin síðari ár hefur hún hugs- að um föður sinn af mikilli prýði og vil ég því færa henni þakkir okkar eldri systkinanna. Síðastliðin 4 ár dvaldi Guðni á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar undi hann hag sínum vel og vann við hnýtingar fram á síðasta ár að heilsan fór að bila. Síðustu þrjár vikurnar var Guðni þungt haldinn og þráði orð- ið hvíldina. Hann lést á Hrafnistu 12. þessa mánaðar eins og áður sagði. Að lokum vil ég fyrir hönd okkar systkinanna þakka starfs- fólki DÁS fyrir alla þá hlýju sem það sýndi föður okkar. Blessuð sé minning hans. Markúsína Guðnadóttir hans, Einar Björgvinsson var yngsta barn þeirra hjóna, fæddur 26.02. 1949. Hann var rafvirki að mennt, en lagði síðan stund á flug og stundaði þá atvinnu einvörð- ungu síðustu æviárin. Það var í einni flugferð sinni um norðaust- urland sem hann lést og lét hann eftir sig eiginkonu og 3 börn. Frá- fa.ll Einars varð Björgvini mikið áfall og var hann miður sín lengi á eftir. Eftir að Björgvin og Jónína fluttust í Egilsstaðakauptún helg- aði hann smíðalistinni alla sína krafta, enda góður smiður og vandvirkur í öllum störfum. Hann fór í iðnskóla eftir að hann var orðinn fulltíða maður og tók sveinspróf og síðan fékk hann meistararéttindi í húsasmíði. Björgvin var einn af stofnendum byggingarfélagsins Brúnás og var þar meistari í sínu fagi svo lengi sem heilsan leyfði. Björgvin var bráðduglegur til allra verka, prúðmenni í allri um- gengni og drengur hinn besti og því hvers manns vinur sem honum kynntist, munu verk hans og sam- starfsmenn bera honum það. Otför Björgvins fór fram frá Egilsstaðakirkju föstudaginn 2. nóv. sl. Þar kvöddu vinir og sveit- ungar góðan samherja og vin. Við skyldmenni og vinir hér á Suður- landi, sendum börnum hans, fjöl- skyldum þeirra og öðrum ættingj- um okkar dýpstu samúðarkveðjur. Eg þakka honum sérstaklega fyrir ágæt kynni og vináttu frá fyrstu tíð og minnumst þess að orðstír góðs manns mun aldrei gleymast. Finnur Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.