Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 — eftir Eyjólf Halldórs Við lifum að sagt er í óreiðu- þjóðfélagi. Raunveruleikaskyn ís- lendinga er orðið bjagað eftir ára- tuga líf í verðbólguþjóðfélagi þar sem ekki er einu sinni hægt að reiða sig á einföldustu hluti eins og verð á mjólkurlítra. Ef litið var undan hækkaði eitt í verði og ann- að lækkaði að verðgildi. Það þarf ekki að leita til kenn- inga innan sálarfræði sem sýna hvernig tvöföld skilaboð úr um- hverfinu og fljótandi gildismat getur gert einstaklinga firrta: þetta er einföld staðreynd sem blasir við hverjum þeim sem hefur fyrir því að hugsa út í þessi mál. í framhaldi af þessu hefur kviknað sú hugmynd hjá mörgum að íslensk stjórnmál séu skrípa- leikur. Sama hverjir stjórna, þetta er allt sama tóbakið, segir fólk. Og nú er svo komið að þeir hljóta oft á tíðum mesta virðingu sem geta talað sem trúverðugast gegn fyrri sannfæringu. Ábyrgð er hugtak sem er út i hött, alvara aðeins eitthert yfirbragð sem er dregið upp sem áhersluauki og undir- strikun á leikinni auglýsingu. Stjórnmálamenn hafa komið sér upp einhverju orðasaladi svipuðu „Doublespeak" starfsbræðra sinna í 1984, þar sem gróði þýðir tap, sameining þýðir sundrungu og sannleikur lygi. Ef staðreyndir, gömul loforð og fyrri athafnir eru reknar undir nefið á þeim, flissa þeir eins og skólastrákar og gefa í skyn að þetta þýði nú ekki alveg það sem það virðist þýða, það séu fleiri fletir á málinu, sé það skoð- að í þessu eða hinu samhenginu o.s.frv., o.s.frv. Það er síður en svo að ég sé að gefa í skyn að þessir stjórnmála- menn séu skúrkar eða tómir eigin- hagsmunaseggir sem eru að beita fólkinu í landinu fyrir kerru sína. Vafalaust eru þetta allt saman bestu menn sem vilja þjóð sinni allt hið besta. Gallinn er bara sá að þeir virðast haldnir þeirri ranghugmynd að fólk sé grund- vallarlega heimskt eða illa upplýst og það þurfi að beita leikhús- brögðum til þess að teyma það áfram að einhverjum þeim punkti þaðan sem hægt er að byrja raun- verulegar aðgerðir. Nú hefur þjóð- in fylgt nokkrum sjálfskipuðum Mósesum í gegnum nokkrar eyði- merkurgöngur þar sem stefnan hefur ýmist verið afturábak eða áfram, til vinstri eða hægri. En því miður hefur Kanaanslandið ekki verið sjáanlegt þar til hugs- anlega nú upp á síðkastið. En hvað gerist? Loksins þegar árangur er í sjón- máli, raunverulegur árangur, þá fer skjálfti um visst fólk sem virð- ist ekki geta þolað að öðrum skuli hafa tekist það sem það sjálft hef- ur baslað við án árangurs. Það þarf ekki einu sinni að halda áfram með líkinguna og tala um dans í kringum gullkálfinn: staðreyndir tala skýru máli, stað- reyndir sem við þekkjum öll. Og baráttan heldur áfram. Og baráttan tekur nýja stefnu. Áróð- ursmeistarar allra tíma hafa allt- af vitað hvernig er best að ala á úlfúð, óöryggi og sundrungu. Ein- hver annar hefur það svo miklu betra en þú, milliliðir mata krók- inn, staðreyndum er haldið frá ykkur. — Þeir finna hagstæða blóraböggla, vitandi að það er „Loksins þegar árangur er í sjónmáli, raunveru- legur árangur, þá fer skjálfti um visst fólk sem virðist ekki geta þolað að öðrum skuli hafa tekist það sem það sjálft hefur baslað við án árangurs.“ mikið auðveldara að sameina fólk á sameiginlegu hatri en sameig- inlegri hugsjón. Og hver skyldi verða vinsælasti skotspónninn? Á einhvern undarlegan hátt holdgerist „óvinur fólksins" í Al- bert Guðmundssyni og tvímælgi ársins 1984 fær loksins almenni- lega flutningsmenn. Ef Albert segir sannleikann þá er það athugavert. Ef Albert segir að allir, sam- herjar jafnt sem stjórnarandstæð- ingar, geti öllum stundum haft beinan aðgang að bókhaldi þjóðar- búsins þá er það áróðursbragð. Ef Albert bendir á þá einföldu staðreynd að það sé ekki hægt að búa til eitthvað úr engu, falla viss- ir menn í trans og tala órætt og spámannlega um aðra vissa menn, hina nýuppfundnu milliliði, sem að því er virðist maka krókinn á öllu sem við gerum. Það er orðið eins konar brandari að maður sem er kosinn í umboði fólksins til að hafa stjórn á fjár- málum þjóðarinnar vilji gera það út frá sinni bestu sannfæringu og vilji ekki kaupa sér eða öðrum Er heiðarleiki hætt- ur að vera dyggð? liggi sú staðreynd á borðinu að ... vinsældir með innistæðulausum ávísunum í einni eða annarri mynd. — Vill fólk virkilega at- hyglis- og valdaþurfandi veislu- stjóra í stað ábyrgs fjármála- ráðherra? Plástra eða klór í stað bata? Og þegar Albert heldur opnu sambandi við fólk og leitast við að greiða götu þess sem ekki á frænku í hirðinni eða vini á valda- stöðum, þá er það kallað fyrir- greiðslupólitík með niðurlæging- aráherslu. Vafalaust þykir það vænlegra til árangurs á ýmsum stöðum að hanga inni í fíla- beinsturnum og tæla fólk í gegn- um slagorð og skrumskælingu á veruleikanum. Ekki er öll vitleys- an eins ... Hvernig stendur á því að fjár- málaráðherra, sem samkvæmt stöðu sinni er einn hluti af heild, er allt í einu orðinn tákn og óformlegur talsmaður þessarar heildar? Hvað veldur því að hann stendur út úr og er gerður að holdgervingi þess sem tiltekin rík- isstjórn stendur fyrir samkvæmt skilgreiningu andstæðinga og gagnrýnenda? Hér komum við að meginmál- inu: Einn maður talar um vandann. Einn maður neitar að fela tilvist hans. Einn maður neit- ar að leika kamelljónaleiki ís- lenskra stjórnmála og haga stefnu og „sannfæringu" eftir vindi. Slík- ur maður er auðvelt skotmark og það hefur svosem áður gerst að menn haldi að losni þeir við manninn sem bendir á vandann þá losni þeir og við vandann sjálfan. Þarf enn og aftur að fara í sömu gömlu leikina þar sem menn eru teknir fram yfir grundvallarmál, þar sem ábyrgðarlaust gaspur þykir betra en tímabundin festa eða aðhald. Fólk á ekki að einblína á „stað- reyndir" eins og þær eru mat- reiddar hverju sinni, heldur að horfa til verkanna og framhjá orðagjálfri og bjagaðri fram- reiðslu á hentugheitaveruleika þeirra sem vilja völd hvað sem það kostar. Þarf virkilega að minna fólk á verk Alberts Guðmundssonar og þau stefnumál sem hann hefur sett fram? Hvað með mál eins og: Endurskoðun á verslunarálagn- ingu, — fólki í hag. Hjálp til þeirra sem minna mega sín, sér í lagi aldraðra. Launahækkun til hinna lægst launuðu, þ.e. ekki vísitöluhækkun sem í gegnum hefðbundnar keðju- verkanir setur allt í sömu gömlu klossuðu stöðuna — eins og allir ættu að þekkja út frá reynslu síð- ustu áratuga. Skattalækkunarleið sem skilar raunverulegum kjarabótum og einnig að þurf að finna leið til réttlátrar innheimtu á sköttum. Ekki síst, niðurskurð á ríkis- bákninu sem gefur svigrúm og raunverulega fjármuni til að skila út í þjóðfélagið til þeirra sem þurfa þess mest með. Þetta eru staðreyndir. Það er líka staðreynd að ýmsum hefði þótt það þægilegt að það hefði ver- ið þagað yfir óþægilegum stað- reyndum: og þar með hefði verið gengið inn í samkomulagsveru- leika íslenskra stjórnmála og þar með hefði verið haldið á lofti gamla samtryggingarkerfinu sem segir að það sé ýmislegt sem okkur sé ekki ætlað að skilja fyrr en eftir dauðann, — eða þegar við erum komin út í pólitík. Það er kominn tími til að fólk treysti eigin skynsemi og þiggi ekki línur frá öfundarmönnum og hentugleikurum. Það er líka kominn tími til að heiðarleiki og traust fái uppreisn æru og séu ekki eitthvað sem telst fyndið eða fáránlegt í þjóðfé- lagsmálum. Ekki síst er kominn tími til að fólk átti sig á eigin ábyrgð og sé tilbúið til að axla hana án skömmustutilfinningar. Að fólk neiti að taka þátt í upp- setningu gamanleikja og harm- leikja í stjórnmálum þjóðarinnar. Leyfum Þjóðleikhúsinu að vera á sínum stað, Alþingishúsinu á sin- um og að síðustu: Rétta menn á réttum stöðum. 'yjólfur Halldórs er deildarstjóri í ’tregsbankanum. Nýjungar í atyiimumálum — II.: Er raforkan hér — eftir dr. Jónas Bjarnason f fyrstu grein minni um nýjung- ar í atvinnumálum fjallaði ég nokkuð almennt um efnaiðnað og forsendur hans. í þessari grein verður leitast við að skoða nánar möguleika á lífrænum efnaiðnaði á fslandi og forsendur hans. Orkufrekur líf- rænn efnaidnaður Einu sjáanlegu og hagstæðu forsendur til lífræns efnaiðnaðar á íslandi eru ódýr orka, jarð- varmaorka og raforka. Menn eru að vísu ekki á eitt sáttir hvort raf- orka sé hér svo ódýr þegar öllu er á botninn hvolft. Nýjar virkjanir framleiða rafmagn, sem kostar frá 18 til 20 millidollara (mills) um þessar mundir. Hvort þessar for- sendur séu nægilegar eða ekki ti) að vega upp á móti ýmsu öðru óhagræði á Islandi eins og t.d. litl- um markaði, engum innlendum kolefnishráefnum, lítilli þekkingu, mjög takmörkuðu stuðningsiðnaði og engri reynslu, er hin stóra spurning. Hvaða framleiðsla kæmi helst til greina? Það er framleiðsla efna, sem krefjast mikillar orku við fram- leiðslu án þess að mikið af ókost- um fylgi með. Sem dæmi má nefna: l.Framleiðsla eldsneytis á farartæki, þ.c. bensín, úr innfluttum kolum og rafgreindu vetni. „Umrætt svið getur haft þýðingu fyrir ísland í framtíðinni. Með því að sérhæfast nokkuð í lífrænni efnafram- leiðslu, sem er háð raf- magni, eru verulegar líkur á því, að unnt verði að detta niður á gagnlega hluti. Það á við um efni, sem hafa raf- magnskostnað sem stór- an lið í framleiðslu- verði.“ Utreikningar sýna, að slfkt bensín er ca. þrisvar sinnum dýr- ara en innflutt miðað við áður- greint raforkuverð og hagstæð- asta kolaverð, sem unnt er að fá (1983). Bensínið yrði ódýrara með því að nota kol til þess að fram- leiða vetni, sem yrði síðan notað með kolunum til að framleiða bensín og sleppa þannig notkun á íslensku rafmagni. Hvar er þá ís- lenska forsendan? Annars eru margar leiðir til í þessum efnum og útreikningar eru flóknir. Sem dæmi má nefna Mobil-aðferð (MTG), sasol (Fishcer-Tropsch), Gulf-aðferð (SRC-II), Exxon- aðferð (EDSS) og gömlu þýsku að- ferðina frá stríðsárunum. En þeg- ar nánar er að gáð, standast ekki íslenskar forsendur til að gera þetta dæmi jákvætt. Þótt olía ódýr? hækki mikið á heimsmarkaði, er heldur ekki víst hvort dæmið gengur upp, því virkunarkostnað- ur á íslandi hækkar þá einnig mikið og rafmagnsverðið um leið. Rafmagn er nú einu sinni eitt dýr- asta form orku og það er eitthvað bogið við þá útreikninga, sem sýna, að það borgi sig að framleiða ódýrara form úr dýrara formi. Framleiða menn smjörlíki úr smjöri, þótt það sé hægt? 2. Framleiðsla lífrsenna efna með electrolysis eða „rafefnasmíð" Efni eins og lífræn karbónöt má framleiða með rafefnasmíð, en þau eru notuð í plastefnaiðnaði. Adiponitril er nú framleitt með slíkurn aðferðum i stórum stíl, en það efni er notað í nælonfram- leiðslu. Ýmis freónefni (kælimiðl- ar, rokefni fyrir „spray“-brúsa), polyesterar, þvagefni og ýmis fleiri efni má framleiða á þennan hátt. Um það bil 10 efni eru nú framleidd í stórum stíl (þúsundir eða tugir þúsunda tonna) með Iíf- rænni rafefnasmið. Talið er, að þetta svið eigi góða framtið í Bandaríkjunum. Umrætt svið getur haft þýðingu fyrir ísland í framtíðinni. Með þvi að sérhæfast nokkuð i lifrænni efnaframleiðslu, sem er háð raf- magni, eru verulegar líkur á því, að unnt verði að detta niður á gagnlega hluti. Það á við um efni, sem hafa rafmagnskostnað sem stóran lið í framleiðsluverði. 3. Alkoholframleiðsla með gerjun Alkohol er mjög ódýrt í ýmsum löndum og heimsmarkaðsverð á iðnaðarspíra er lágt, en spirinn er að mestu leyti unninn með gerjun úr korni, kartöflum eða öðrum ódýrum mjölva. í Brasilíu eru uppi stórkostleg áform um kornræktun og sykurreyrsræktun til alkohol- framleiðslu, en ætlunin er að nota alkohol sem eldsneyti á bíla. Alkoholframleiðsla á íslandi kemur ekki til greina nema unnt verði að nota jarðvarma til eim- ingar spírans og að unnt verði að kaupa erlendis mjög ódýrt gerjan- legt efni. Hérlendis er ekkert ódýrt gerj- anlegt mjölvaefni og tæpast kem- ur til greina að rækta kartöflur, rófur eða eitthvert korn til gerj- unarinnar. Fóðurkorn á heimsmarkaði er of dýrt til framleiðslunnar. Hins Mynd úr efnaiðnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.