Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 57 Hjónaminning: Halldór Jóhanns- son og Guðrún Guðmundsdóttir Fædd 19. júlí 1900 Diin 26. október 1984 Fæddur 20. júlí 1895 Diinn 5. mars 1982 Það var á haustdegi er leið okkar lá vestur yfir fjallið, á þeim dögum er ferð í dalinn var mikið ferðalag. Veðrið var einstaklega gott. Nokkrir dagar í röð sem höfðu endað í kyrru og hlýju hausthúmi, þegar nóttin verður aldrei köld. Dagar, sem skapa hár- fína titrandi stemmningu og auka á eftirvænting unglings er gengur á vit þess óræða, er fylgir göngum og réttum. Leiðin lá í Stafnsrétt. í rétt réttanna, gamla og virðulega, hlaðna úr torfi og grjóti. Með hreina íslenska sál eins og fólkið, sem árvisst kemur til rétta hvert haust mann fram af manni. Móðir mín réði ferðinni. Við pabbi höfð- um hægt um okkur því mamma var að fara heim. Heim í dalinn sinn, á bernskuslóðirnar. Það var tilhlýðilegt að heilsa upp á vini, frændfólk og gamla nágranna. Beygt var heim að Bergsstöðum. Sómafólkið Halldór og Guðrúnu varð að heimsækja. Við sóttum ekki vel að. Halldór veikur og Guðrún til lækninga niður á Hér- aðshæli. Hvorugt hafði ég séð. Það var sérstök tilfinning að ganga í háreistan þiljaðan torfbæinn sem greinilega var orðinn gamall og lúinn, rétt eins og Halldór bóndi, þar sem hann lá í rúmi sínu í suð- urstofu. Móttökurnar voru hlýjar og góðar. Það var rétt eins og mamma væri að koma í foreldra- hús. Gamla Skottastaða-fólkið var samt við sig. Frændsemin og vin- áttan hin sama. Engir þræðir slitnir þó langt væri liðið frá sið- ustu samfundum. Margt var skrafað og stundin leið hratt og Stafnsrétt breið. Stóðið var réttað seinni hluta dagsins og dansað á grundinni sunnan réttarinnar, við harmonikkur og bílljós. Það var líf í dansinum og nóttin var heit. Áliðið var er farið var til náttstaðar. Það var loforð að koma við í bakaleiðinni að Berg- stöðum. Svona voru mín fyrstu kynni af vinum mínum Halldóri og Guðrúnu. Ég hafði gengið á vit sveitar þeirra og menningar er há- marki sínu nær í töfrum réttar- dagsins. Þetta var þeirra heimur, þeirra tilvera er þau lifðu við, og sá rammíslenski jarðvegur er þau voru sprottin úr. Mig óraði ekki þá, að þetta heiðurfólk ætti lang- an lífsferil framundan og yrði að mínum bestu vinum og velgerðar- fólki. Áratug síðar flutti fjöl- skylda mín tímabundið til Blöndu- óss í sömu götu og Halldór og Guðrún bjuggu í, en þá höfðu þau brugðið búi nokkrum árum fyrr. Við urðum nágrannar, stutt milli húsa. Þau tóku okkur opnum örm- um og áttu í okkur hvert bein. Samgangurinn milli heimilanna varð daglegur. Starf mitt leyfði að ég heimsækti þau áfram, þegar við fluttum alfarin frá Blönduósi norður yfir fjallið, á Krókinn. Og ég mátti koma við hvenær sem var, jafnt að nóttu sem degi, ef á þurfti að halda. Alltaf voru sömu höfðinglegu móttökurnar. Sextán sortir á borðum og ég sagði Guðrúnu frænku minni að þetta hreint dygði ekki, en í þeim efnum var engu tauti við Gunnu mína komið. Halldór brosti bara og tók svolítið í nefið, yppti dálítið öxlum og hafði engin afskipti af. Gamla ís- lenska sveitagestrisnin er söm við sig og fylgir gömlu kynslóðinni allt til grafar, eins og reynslan hefur nú kennt mér. Síðustu árin sem Halldór vann hreinsaði hann rusl af girðingum suður af sýslu- mannshæðinni á Blönduósi, en þjóðbrautin lá þar á þeim tíma. Það var oft í kalsaveðrum er hann var við iðju sína, er ég keyrði fram á hann. Keikur í baki sagðist hann fást við þetta svo lengi sem þrekið dygði, og það dugði lengur en mig grunaði. Jafnframt þessum verk- um sínum bar hann oft Ijá í gras Gunnar Axels- son - Minning Fæddur 8. mars 1930 Dáinn 7. október 1984 Fregnin um andlát okkar góða vinar og starfsbróður Gunnars Axelssonar 7. okt. sl. var reiðar- slag. Það varð ljóst síðla vetrar að Gunnar gekk ekki heill til skógar. Hann gekkst undir hjartaaðgerð í London í sumar og virtist hinn hressasti er hann hóf kennslu á ný nú í haust en ekki má sköpum renna. Gunnar fæddist í Reykjavík 8. mars 1930. Foreldrar hans voru hjónin Stefanía Stefánsdóttir og Axel Gunnarsson. Gunnar var næstelstur fjögurra systkina. Tónlistaráhugi kom snemma i ljós hjá Gunnari. Árið 1944 hóf I Sem ung stúlka réðst hún til foreldra minna og bjó hjá þeim um árabil. Á sumrin fór hún heim í átthagana, sem voru henni svo kærir. Það er með fyrstu bernsku- minningum mínum þegar Kata fór austur á vorin og hafði Halldór bróður minn með sér, en við hann tók hún sérstöku ástfóstri. Það urðu líka miklir fagnaðarfundir þegar þau komu heim aftur á haustin. Ekki spillti það gleðinni þegar gullastokkurinn með renni- lokinu kom í ljós. Hann var fullur af völum, það voru ærnar, en legg- ir og kjálkar voru hestar og kýr. Fallegir voru líka litlu útskornu ýsubeinsfuglarnir. Fyrir borgar- barn voru þetta hreinar gersemar. Árin liðu og að því kom að Kata fór frá okkur austur á Stöðvar- fjörð til Vilfríðar Bjarnadóttur og Ándrésar Karlssonar. Með þeim fluttist hún nokkrum árum síðar aftur til Reykjavíkur. Þá réðst hún til Lilju Kristjánsdóttur, Laugavegi 37. í skjóli hennar fólks bjó hún þar þangað til fyrir rúmu ári að hún veiktist af lungnabólgu og fór á Landspítalann. Þaðan fór hún á Rauða kross-heimilið og upp úr áramótum siðustu á Elliheimil- hann nám við Tónlistarskólann i Reykjavík og lauk burtfararprófi í píanóleik árið 1950. Kennari hans var hinn þekkti og fjölhæfi tón- listarmaður Wilhelm Lansky- Otto. Á árunum 1951—1953 starfaði Gunnar sem skólastjóri við Tón- listarskólann í Vestmannaeyjum. Árið 1954 gekk hann að eiga eftir- lifandi konu sína Hjördfsi Þor- geirsdóttur og eignuðust þau þrjár dætur, Aðalbjörgu sem er meina- tæknir, Stefáníu sem er snyrti- fræðingur og Sigrúnu sem er menntaskólanemi. Fyrstu hjú- skaparár sín bjuggu þau Hjördís og Gunnar í Reykjavík. Þau réðust í húsbyggingu í Kópavogi og fluttu ið Grund. Þar andaðist hún 13. þ.m. Katrín var svo lánsöm að vera heilsuhraust nær alla sína ævi. Hún lá heldur ekki á liði sínu og var sívinnandi. Þegar hún settist niður í stólinn sinn og hlustaði á útvarpið tók hún prjónana sér í hendur. Ófáir voru þeir leistar er hún prjónaði á litla fætur. Katrín giftist ekki, en hún batt tryggðaböndum við frændfólk sitt og vini, hjartarúm hennar var nægilega stórt fyrir okkur öll. Kannski fann ég það aldrei bet- ur en þegar ég, sem unglingur, missti móður mína, hvað hún vildi vera mér góð. Þegar árin liðu lét hún sér ekki nægja að sýna mér vinarhug heldur fjölskyldu minni allri, manni mínum, börnum okkar og barnabörnum. Fyrir þetta viljum við þakka og biðjum guð að blessa minningu hennar. Við hjónin sendum eftirlifandi systur hennar, Þuríði, innilegar kveðjur, einnig öðrum ættingjum. Þuriði vil ég ennfremur þakka hlýhug og ljúfar minningar frá æskuárunum. Sigrún Sigurþórsdóttir þangað 1959. Á þessu tímabili starfaði Gunnar sem píanóleikari og einnig við verslunarstörf i nokkur ár. Árið 1963 ákvað Gunnar að hasla sér völl á ný sem tónlistar- kennari. Til undirbúnings innrit- aðist hann í tónmenntakennara- deild Tónlistarskólans í Reykjavík og lauk tónmenntakennaraprófi 1965. Sama ár hóf hann kennslu við Tónlistarskóla Kópavogs og var jafnframt settur tónmenntak- ennari við Kársnesskóla og star- faði þar til 1978. Við tónlistarskól- ann hafði Gunnar starfað lengur en nokkur annar. Hann gerði sér ætíð far um að fylgjast með nýj- um viðhorfum varðandi kennslu og sótti fjölda námskeiða um það efni. Einlægni, hjálpsemi og glað- lyndi átti Gunnar í ríkum mæli. Hans er sárt saknað af öllum sem störfuðu með honum og nutu til- sagnar hans og vináttu. í dagsins önn kemur okkur oft í hug minn- ingin um Gunnar og við finnum að þar er skarð fyrir skildi. Fjölskyldu Gunnars sendum við innilegustu kveðjur frá samstarfs- mönnum hans og vinum við Tón- listarskóla Kópavogs. Fjölnir og Kristinn fyrir hina og þessa, og svo var unnið í sláturhúsinu á haustin. Árin liðu eitt af öðru, allt var hið sama, en þó kom loks að elli lét sig fyrir dauðanum og kærkomin hvíld fékkst. Halldór vinur minn lést fyrir rúmum tveimur árum, háaldraður, og Guðrún frænka mín 84 ára gömul, södd lífdaga. Hún var til moldar borin 3. nó- vember sl. og lögð til hinstu hvílu við hlið manns síns í Bergstaða- kirkjugarði. Alhvítt var í dalnum og stilla. Sólin sendi geisla sína nokkra stund inn um kirkjuglugg- ana á meðan á útförinni stóð. Sól- in minntist við Guðrúnu sína eins og svo oft áður í túninu á Berg- stöðum. Það fylgir því sérstakur blær er karlaraddir sjá um söng- inn við útfarir og svo var við þetta tækifæri. Hljómur raddanna var djúpur og mildur yfir troðfullri kirkjunni af fólki. Kirkjugestum var öllum boðið til kaffidrykkju í Húnaveri að athöfn lokinni. Eftir salnum endilöngum voru þrjú langborð, þéttsetin fólki, með kræsingum og þeim myndarbrag sem ætíð einkenndi höfðingsmót- tökur Guðrúnar og Halldórs. Börn og afkomendur þeirra hjóna sáu auðvitað um allan viðurgjörning. Eplin falla sjaldnast langt frá eik- inni. Mér og fjölskyldu minni þótti afskaplega vænt um þessi heið- urshjón, sem endalaust gátu miðl- að af þeim takmörkuðu efnum er þau bjuggu lengst af við, þó ætíð hefðu þau nóg fyrir sig og sína að leggja. Slíku fólki verður aldrei fullþakkað, en þau söfnuðu stöð- ugt í sjóði andiegra verðmæta, sem þau sannarlega geta gengið ómælt í, á grænum teigum himna- valla. Fari Halldór og Guðrún frá Bergstöðum í friði. Friður Guðs þeim veri ætíð með. Öllum að- standendum sendum við okkar bestu samúðarkveðjur. í vetrarbyrjun 1984, Hörður Ingimarsson og fjöl- skylda, Sauðárkróki. Markmið: Á námskeiðinu er lögð áhersla á að gera grein fyrir skipulagi og uppbyggingu fyrirtækisins sem stjórnunareiningar. Gerð er grein fyrir mikilvægi mark- miðasetningar, skipulagningu verkefna og rætt um hvernig takast á við skipulags- og stjórnunarvandamál sem upp koma í fyrirtækjum. Efni: Fjallað verður um: — Stjórnskipulag og tegundir — Verkefnaskiptingu — Valddreifingu — Verkefnastjórnun — Skipulagsbreytingar — Upplýsingastreymi, ákvarðanataka — MBO; stjórnun eftir markmiðum — Hvað er stjórnun? — Samskipti starfsmanna — Samskipti yfirmanna og undirmanna Þátttakendur: Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem hafa mikil, bein samskipti við samstarfsmenn sína, bæði yfirmenn og undirmenn og þeim sem annast skipulagningu og stjórnun á atvinnustarfsemi og tíma- bundnum verkefnum. Leiðbeinandi: Höskuldur Frímannsson rekstrarhag- fræðingur. Lauk prófi frá viðskiptadeild Háskóla íslands 1977 og stundaði síðan framhaldsnám í rekstrarhag- fræði við University of Bridgeport í Bandaríkjunum. Starfar nú hjá Skýrsluvélum ríkisinsog Reykiavtkurborg- | ar- Tími: 1984: 26.-29. nóvember kl. 14.00 — 18.00. i Námseiningar: 1.5 TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.