Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 N or ður landahúsið — helsta og virkasta miðstöð menningarlífs í Færeyjum Rætt við Hjört Pálsson forstjóra hússins — eftir Eðvarð T. Jónsson Ekki leið langur tími frá opnun Norræna hússins í Færeyjum, Norðurlandahússins, sem Færey- ingar nefna svo, þegar ljóst var, að þetta dýra og glæsilega mann- virki, sem ýmsir héldu að yrði að- eins eitt innantómt tákn í viðbót um norræna samvinnu, var orðin helsta og virkasta miðstöð menn- ingarlífs í Færeyjum. Með þessu húsi eignuðust allskyns félög, klúbbar og áhugamannasamtök, sem höfðu menningarmál í víðri merkingu orðsins á dagskrá sinni, þak yfir höfuðið, virðulegan og miðlægan samastað. Sem dæmi má nefna, að húsið hafði aðeins verið opið í fáeina mánuði, þegar guðfræðingar af Norðurlöndum söfnuðust þar saman til að minn- ast 500 ára dánarafmælis Lúthers með fyrirlestrum og umræðum. Síðan hefur húsið verið vettvang- ur fyrir menningarhátíðir, list- sýningar, sinfóníuhljómleika, ráðstefnu friðarsamtaka, kóra af öllum Norðurlöndum, jasshátíðir, kvikmyndasýningar og margt fleira. Nú fyrir skömmu lét Dan- inn Steen Cold, sem gegnt hafði stöðu forstjóra Norðurlandahúss- ins, af störfum eftir að hafa unnið meira og minna að húsinu í 11 ár, og Hjörtur Pálsson, dagskrár- stjóri Ríkisútvarpsins, var ráðinn í hans stað. Hjörtur er fyrsti ís- lendingurinn, sem gegnir þessu starfi. Starf forstöðumanns Norð- urlandshússins er lykilstarf í fær- eysku menningarlífi vegna þeirrar óvenjulega sterku stöðu, sem hús- ið hefur þegar fengið í færeysku þjóðlifi, og því axlar forstjóri hússins á hverjum tíma þunga ábyrgð. Morgunblaðið hitti Hjört að máli fyrstu vikuna í nóvember, en Hjörtur hafði þá nýlokið við að ganga frá vísnakvöldi með visna- söngkonunni Bergþóru Árnadótt- ur, sem var fyrsti íslendingurinn, sem þar hefur komið fram eftir að hann tók við starfi forstöðu- manns. Vísnakvöldið hafði þó ver- ið ákveðið áður. Ekki bara „fínkúltúr“ Við spurðum Hjört fyrst að því að hvaða þáttum í starfsemi Norð- urlandahússins hann hefði éin- beitt sér á þeim stutta tima, sem hann hefur verið í Færeyjum. „Starfsemi Norðurlandahússins og svipaðra stofnana er þannig háttað, að hún er alltaf skipulögð töluvert fram í tímann," sagði Hjörtur. „Þegar nýr maður tekur við, erfir hann sitthvað, sem búið er að undirbúa og smám saman bætir hann öðru við. Það kemur í minn hlut þessa fyrstu mánuði að fylgja því eftir, sem búið er að ákveða, og sjá um að það takist eins og til var stofnað. Eg vinn að því núna aö gera dagskrá yfir væntanlega starfsemi, og reyna að átta mig á því sem búið er að skipuleggja fyrir næsta ár. Þetta er nauðsynlegur grundvöllur til að hyggja á framtíðaráætlanir um starfsemi hússins. Ég hef líka not- að tímann til að kynnast húsinu sjálfu, starfsfólkmu og öllu fyrir- komulagi hér. Svo hef ég verið að koma mér fyrir á nýjum stað með öllu því umróti sem því fylgir. Við hjónin búum í nýlegu timburhúsi í vesturbænum, Orkneyjarvegi 11, en það er hús sem leigt er fyrir forstöðumann Norðurlandahúss- ins.“ — Á hvað hefur þú hugsað þér að leggja áherslu við skipulagn- ingu starfsins hér? „Ég er staðráðinn í að gera allt sem ég get til þess að þær dag- skrár, sem verða í húsinu, verði ekki eingöngu „fínkúltúr", heldur verði húsið miðstöð fyrir marg- víslega menningarstarfsemi, t.d. fundahald, ráðstefnur og nám- skeið í sambandi við atvinnulíf, stjórnmál, o.s.frv. Hér var t.d. námskeið I september-mánuði, sem nefndist „Heilbrigðismál og samfélag", og nú er verið að opna hér sýningu um orkumál. Þetta verður því ekki eingöngu hús, þar sem haldnar verða listsýningar og tónleikar og sýnd leikrit, lesið upp, sýndar kvikmyndir o.s.frv. Hér á ekki bara að rúmast list í þrengstu merkingu orðsins, heldur list í breiðri merkingu og ýmiskonar upplýsingamiðlun og fræðslu- starfsemi. Ilúsið á að gegna sama hlutverki og Norræna húsið í Reykjavík, þ.e.a.s. það verður í rauninni skóli, fundarstaður og upplýsingamiðstöð. Húsið heitir Norðurlandahúsið í Færeyjum, það á ekki bara aö þjóna Þórs- hafnarbúum, heldur á að reyna að laða fólk utan úr eyjunum hingað að húsinu og dreifa list og upplýs- ingum frá húsinu út í eyjarnar. Húsið hefur reynt að senda lista- menn og fyrirlesara þangað, þótt það hafi stundum verið erfiðleik- um bundið og þó að ekki hafi verið stöðugur straumur fólks hingað í húsið utan úr eyjum, þá hefður það komið hingað og lagt sitt af mörkum. Núna stendur til dæmis yfir sýning á handavinnu barna og handavinnukennara víðsvegar úr Færeyjum og í tengslum við hana heldur Handavinnukennarafélag Færeyja námskeið fyrir félaga sína, þar sem reynt er að meta stöðu greinarinnar í Færeyjum og með fyrirlesara úr Danmörku. Þetta er gott dæmi um hvernig má nota húsið og hvernig við ætlum að nota það i framtíðinni." Skemmtilegt og eggjandi — Svo vikið sé að húsinu sjálfu, hvernig líst þér á það sem vinnu- stað? „Norðurlandahúsið er mikið listaverk, þaö er augljóst öllum sem hingað koma. Sumir arkitekt- ar virðast hafa á því gott lag, að láta húsin sín falla vel inn í um- hverfið og þetta hús er ágætt dæmi um það. Þetta er eins og álfhóll, líkt og ein klettaborgin hér hafi verið holuð innan og mað- ur sjái inn í hana á kvöldin, þegar búið er að kveikja. Húsið er bjart, efniviðurinn í anddyrinu steinn og gler, sem gefur mikinn svip, en torfþakið veldur því, að það fellur inn f umhverfið og sker sig ekki úr. Það býður upp á marga mögu- leika, hljómburður er góður og stóri salurinn sérstaklega vel til þess fallinn að halda þar konserta og stórar leiksýningar. Leikhús- fólk, sem hingað hefur komið, seg- ir, að Ijósabúnaðurinn sé með því fullkomnasta, sem þekkist á Norð- urlöndum og þótt lengra væri leit- að. Svo er annar minni salur hér frammi, „klingran“ (hringurinn) svonefnda, sem er sérlega skemmtileg fyrir kvöldvökur með visnasöng og upplestri, fyrir litla kammersveit og minni samkomur, íslendingar fagna þar t.d. 17. júní. Salinn á kjallarahæð hússins, „dansistovuna“, er hægt að nota til fyrirlestrahalds, lítilla sýninga, og sem danssal. Gólfið var sér- staklega styrkt með það fyrir aug- um, að þar væri hægt að stíga færeyskan dans og „Havnar- -dansifelag“ hefur haldið nám- skeið þar í færeyskum dansi fyrir skólabörn." — Hvernig er þér innanbrjósts, er þú tekur við svo ábyrgðarmiklu starfi í svo ólíku umhverfi sem Norðurlandahúsið er miðað við skrifstofu dagskrárstjóra á Skúla- götunni? „Ég finn vitanlega til þess að þetta er mikil ábyrgð og það veld- ur mér óneitanlegum vissum áhyggjum. En um leið hlakka ég til að takast á við það. Þetta er skemmtilegt og eggjandi starf og ég vona, að mér takist í góðri sam- vinnu við Færeyinga og aðra, sem hingað koma og hér starfa, að gera húsið að þeirri menningar- stofnun, sem því var ætlað að vera.“ — Hvernig hefur fyrrverandi forstjóri hússins, Steen Cold, stað- ið sig í stykkinu, að þínu mati? „Ég get lítið dæmt um það af eigin raun, því ég þekkti hér ekk- ert til fyrr en í sumar sem leið, en af því sem mér hefur skilist á mönnum hér hefur Steen Cold unnið hér mjög gott starf af mikl- um dugnaði og brennandi áhuga. Hitt er rétt að hafa í huga þegar verið er að dæma um starfsemi hússins hingað til, að það var opnað almenningi áður en það var í rauninni fullbyggt. Steen Cold hafði starfað á menningarmála- skrifstofu Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn og í mennta- málaráðuneytinu danska og vegna starfa sinna þar hafði hann fylgst með undirbúningnum að byggingu hússins eiginlega alveg frá upp- hafi og var einn af þeim, sem mót- uðu hugmyndirnar um hvernig þetta hús ætti að vera. Þegar hann kom hingað sem fyrsti forstöð- umaður hússins var það sam- kvæmt sérstöku samkomulagi, sem stjórn hússins gerði við hann um að koma hingað til Færeyja og fylgja húsinu eftir á síðasta bygg- ingarstigi þess. Það var því aldrei ætlunin að hann yrði hér nema takmarkaðan tíma. Nú er ég fyrsti forstöðumaðurinn, sem ráðinn er til fjögurra ára, og það hlýtur þá að koma í minn hlut, að byggja á þeim grundvelli, sem hann lagði, breyta því sem okkur kann meö tíð og tíma að þykja ástæða til að breyta og halda áfram að móta þessa starfsemi, því það sem gert hefur verið hingað til er fjölbreytt og margþætt, en það er þó ekki nema brot af þvf sem menn geta hugsað sér að gera. Þegar verið er að meta störf Steen Cold, þá er rétt að hafa í huga, að húsið hefur nánast verið eins og byggingar- vinnustaður fram undir þetta. Ennþá er eftir að ganga frá og finpússa ýmislegt, en það var ætl- un hússtjórnar, að þegar nýr mað- ur tæki við, væri þetta byggingar- skeið á enda. Það kemur í minn hlut að fylgja eftir ýmsum verk- um, sem þarf að ljúka, jafnframt því að móta starfsemina og stjórna henni. Húsið er prýðilega fallið til tónleikahalds og leiksýn- inga, eins og ég nefndi áðan, og ýmiskonar fundi er hægt að hafa hér, en hér er enginn einn salur, sem beinlínis er ætlaður til list- sýninga. Hér er ekkert bókasafn, eins og í Norræna húsinu heima. Á þessu var mér gefin sú skýring, að þegar verið var að undirbúa byggingu hússins, hafi færeysku fulltrúarnir í stjórninni tekið það fram, að vegna þess að nýbúið væri að byggja Landsbókasafn f Þórshöfn, vildu þeir að annað væri látið ganga fyrir f þessu húsi og ég ímynda mér, að þeir hafi þá til dæmis verið með góðan tónleika- sal í huga. Hér hafa samt sem áð- ur verið settar upp málverka- sýningar og sýningar af öðru tagi og ég hlakka til að fást við það verkefni, því mér finnst gaman að sjá hvað hægt er að gera á þessu sviði, þótt enginn salur sé sér- staklega til þess byggður. Og sýn- ingar eru þess eðlis að þæð má oft hafa jafnframt annarri starfsemi eða sem ramma utan um eða i tengslum við hana.“ Ekki aöeins norrænt hús — Treystirðu þér á þessu stigi málsins til að bera saman stöðu norrænu húsanna hér og á íslandi í menningarlffi þjóðanna tveggja? „Þegar íslendingar hugsa til Norðurlandahússins hér finnst ef- laust mörgum að það muni vera nákvæmlega samskonar stofnun og Norræna húsið í Reykjavík. En þetta er ekki allskostar rétt. Húsið hér á nefnilega að gegna samskon- ar hlutverki og Norræna húsið heima, þ.e.a.s. vera menningar- miðstöð, þangað sem látnir eru berast ýmsir straumar frá Norð- urlöndum til Islands og öfugt, en þegar Norræna húsið í Reykjavík var byggt, og upp frá því, er búið að byggja svo margar menning- arstofnanir á íslandi. Við höfum Þjóðleikhúsið og f raun réttri Borgarleikhús fyrir utan aðra Ieikstaði, bæði á Reykjavíkur- svæðinu og annars staðar. Við höfum Sinfóniuhljómsveit, sem æfir og heldur hljómleika f Há- skólabiói og við höfum sýningar- sali eins og Kjarvalsstaði, Lista- safn ASL Listasafn rfkisins o.s.frv. Þessu er ekki til að dreifa hér f Þórshöfn. Þegar byggt er hér stórt og veglegt hús eins og Norðurlandahúsið, sem hefur stóra sali til leiksýninga og tón- leikahalds og margskonar annarr- ar menningarstarfsemi, þá verður það auðvitað sjálfkrafa sú miðstöð í bænum, sem notuð er til allra þessara hluta. Þess vegna gegnir húsið hér f raun og veru miklu margþættara hlutverki en Nor- ræna húsið í Reykjavík og hefur enn meiri þýðingu fyrir menning- arlíf þjóðarinnar. Það er norrænt hús með þá starfsemi, sem menn þekkja frá Norræna húsinu heima, en auk þess er það aðalleikhús, tónleikasalur og menningarmið- stöð Færeyinga. Margir hér óttuð- ust í upphafi, að þetta hús mundi skyggja á aðra menningarstarf- semi og gera henni erfiðara fyrir, en mér heyrist á flestum, sem ég hef kynnst og talað við, að þeir telji að nú sé ekki ástæða til að óttast þetta lengur. Ég held að það hafi tekist að ná góðri samvinnu við samtök listamanna hér i Fær- eyjum, leikfélög og önnur þau fé- lög og samtök, sem eru potturinn og pannan i menningarlífinu hér. Mesta áhugamál mitt er að eiga gott samstarf við alla þessa aðila svo húsið geti áfram notið krafta þeirra og skotið í staðinn skjóls- húsi yfir starfsemi þeirra á nýjum stað, þar sem tækni og möguleikar eru betri en á þeim stöðum, sem þeir höfðu fyrir, þótt þeir haldi þar jafnframt áfram starfsemi sinni, t.d. í Sjónleikarhúsinu." Heimamaður á ekki hægara um vik — Þegar staða forstöðumanns Norðurlandahússins var auglýst, sóttu allmargir Færeyingar um hana og það vakti nokkurt umtal, að útlendur maður var ráðinn í stað heimamanns. Hefur þú nokkrar skýringar á þessu? ^Nei, ég hef engar skýringar á þvi og vil ekkert um það segja, því ég veit ekki á hvaða forsendum stjórnir húsanna byggja ákvarð- anir sínar um mannaval hverju sinni. Við vitum hinsvegar að það er staðreynd að hingað til hefur enginn íslendingur gegnt stöðu forstjóra Norræna hússins á Is- landi. Steen Cold var sérstaklega falið að koma starfseminni hér af stað því hann þekkti svo vel til aðstæðna og undirbúnings. Það stendur ekkert um það í reglum húsanna, að heimamenn geti ekki gegnt þessum störfum. En vel má ímynda sér, að þarna liggi að baki sú hugmynd, að heimamaður sé ófrjálsari gagnvart menningarlíf- inu í eigin landi, ekki síst í fá- mennum samfélögum, og háðari aðstæðum heima fyrir, en maður sem kemur utan að og á aðeins að gegna stöðunni í 4 ár, því það er alveg ákveðið að ráðningartíma- bilið verður ekki lengra. En þetta eru bara mínar vangaveltur, ég get ekki svarað fyrir stjórnir hús- anna. Steen Cold fyrsti forstjóri Norðurlandahússins og Hjörtur Pálsson. Morgunblaði#/lngi Samueisen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.