Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 9 Takið eftir! Krossgátu- % DROTTNING \ ársins 1985! 10.000.- kr. verðlaun! Vegna fjölda áskorana og verkfallsins hefur skilafrestur verið framlengdur til 1. des. Verið með frá byrnuní Heimilis- KROSSGÁTUR '(Q'PúTGÁFAN SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 Baldur Hermannsson skrifar grein í DV sl. mánudag þar sem fjallað er um andstööu Kvennalistans við nýgeröan samning um hækkun orkuverðs til ÍSAL, sem færir Lands- virkjun 400 m. kr. hreinar viöbótartekjur á ári. „Staöreynd- in er sú,“ segir höfundur, „aö þær kynna sér ekki málin nógu vel áöur en þær fara aö rausa um þau í ræöustólum og rétta upp hendur í atkvæöagreiöslum.“ Hærra en orkuverð til ál- vera í Noregi Rakiur Hermaniisson segir í nýlegri blaðagrein um andóf Kvennalistans gegn nýjum fSAIrsamning- um; .„Sigríóur Dúna veit til dæmis ekki: að orkuverðið sem um var samið er miklu hærra en orkuverð til ál- vera í Noregi. • að orkuverðið er aðeins örlítið lægra en það sem tíðkast nú í Vestur-Evrópu almennt • að álverið i Straumsvík er gamallar gerðar og ekki mjög hagkvæmt f rekstri, en við rösklega stækkun mætti fá mun hærra orku- gjald. • að stóriðjuver eru eftir- sóttir vinnustaðir og þykja að mörgu leyti betri en gengur og gerist í þjóðfé- laginu, þó að kvennalista- konur og Steingrímur Her- mannsson haldi annað (sbr. yfirlýsingar forstöðu- manns Vinnueftirlits ríkis- ins). • að stóriðjuver greiða hærrí laun en venja ber um sambærileg störf. • að framleiðslukostnað- ur á orku til ÍSAL er nærri 9 millidalir á kflóvattstund, en ekki 16 millidalir eins og hún hefur básúnað út í fávisku sinni. • að meðalkostnaður ork- unnar er að sjálfsögðu breytilegur, fer eftir þvf hvað íslendingar ráðast f fjárfrekar virkjanir, en ekkert fyrirtæki f heimin- um, hvorki innlent né út- lent, tæki í mál að semja upp á orkuverð sem lyti öll- um slíkum breytingum. • að meðalframleiðslu- kostnaður á fiskafurðum er á sama hátt háður því, hvernig fslendingar haga sfnum sjávarútvegi, en hvaða heflvita manni dett- ur í hug, að fiskkaupendur erlendis létu verðlagið ráð- ast af slíku? • að framleiðslukostnað- ur orkunnar myndi stór- hækka ef rikisstjórnin skikkar Landsvirkjun til þess að taka við Kröflu- virkjun, en bverjum dettur í hug að útlendir stóriðju- höldar séu boðnir og búnir að taka á sig verðhækkanir af þeim sökum?“ Þúsund manns starf- andi við stóríðju Baldur Hermannsson heldur áfram að tína til röksemdir fyrir máli sfnu: • að hinn almenni neyt- andi, ég, þú og Sigrfður Dúna, hefur aldrei þurft að greiða niður orkuverð til ISAL — þvert á móti er margbúið að reikna út og sanna það svart á hvítu að við böfum öll sömul stór- grætt á þcssu fyrirtæki. • að orkusala til stóriðju er að ýmsu leyti hagkvæm- ari en orkusala til almenn- ingsveitna, og þvf fá stór- iðjuverin sanngjarnan af- slátt, rétt eins og fyrirtæki veita magnafslátt á vörum, ferðaskrifstofúr á hópferð- um, flugfélög á Ijölskyldu- ferðum og svo framvegis. • að orkuverð til stóriðju- vera i Grikklandi er alger- lega ósambærilegt við orkuverð á fslandi vegna þess að 80% orkunnar þar er framleitt úr olíu og brúnkohun og kostar að jafnaði yfir 40 millidöhim f framleiðslu. • að orkuverð til álvers í Grikklandi er 19,5 millidal- ir samkvæmt gerðardómi sem gildir í þrjú ár en óvist er um framtíð álvinnslu þar af þessum sökum. • að orkusamningurinn til Ghana er heldur ekki sam- bærilegur vegna ólíkra að- stæðna og margs konar fyrirvara — orkuverðið þar hefur verið (og er kannski enn) mun lægra en til ÍSAL, og verður ekki veru- lega hærra nema við alveg sérstakar aðstæður. • að orkuverð til ÍSAL er nú 15 millidalir á kfló- wattstund en hækkar eða lækkar um aflt að þremur millidölum í samræmi við álverð í heiminum. • að þessi þriggja milli- dala sveifla nemur aðeins 20% og er það miklu minni sveifla en fslendingar hljóta að sætta sig við á verði á fiski og öðrum afurðum erlendis. • að orkusalan til fSAL er bráðum búin að greiða upp allan kostnað af Búrfells- mannvirkjum og eru þó skattar og vinnulaun f Straumsvík ekki meðreikn- uð en þau hafa vitaskuld verið fslendingum drjúgur búhnykkur. • að hátt í þúsund manns, flestallt karlmenn, starfa nú við stóriðju hér og við erum að efla þessa at- vinnugrein eftir mætti til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi meðal karl- manna á næstu árum." Vondar konur og góðar „Öll þau atriði sem hér eru rakin hafa margsinnis verið rækilega kynnt í fjöl- miðlum og Sigríður Dúna hefði sem hægast getað fengið um þau allar stað- reyndir ef hún hefði nennt þvf og reynt að skilja að staðreyndir skipta meira máli en offors og drembi- læti. Þessi atriði sanna líka að Kvennalistinn er vont afl og óheilbrigt í þjóðlíflnu og nær væri fósturlandsins Freyju að efla til áhrifa skörungskonur í almenni- legum stjórnmálaflokkum. En fyrst og fremst sanna þessi atriði auðvitað að Sig- riður Dúna Kristmunds- dóttir hefur enga burði til þess að sitja á þingi og ráða ráðum fslendinga — hennar staður er bara f eldhúsinu og þar ætti hún að hakla sig framvegis." lialdur Ilermannsson. Barnamyndatökur ri AMCI Jeep Eigendui Veturínn er genginn í garö. Fyrírbyggiö óþœgindi. Mótorstíllum. Yfiríörum bílinn og bendum á hvaö þurfi aö lagfœra. Mótorstilling dregur verulega úr bensíneyöslu. Pantiö tíma hjá verkstjóra í síma 77756 og 77200 YFLR HÁLFA ÖLD EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiöjuvegi 4c - Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.