Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 1 u Hvaða bækur ættum við að lesa fyrir jólabókaflóðið? texti: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Joe McGinniss: FATAL VISION Útg. Signet — New American Library 1983. Fyrir fimmtán árum gerist hörmulegur atburður á heimili læknisins Jeffrey R. MacDonalds i Forth Bragg, Norður-Karólínu. Ung, vanfær kona hans og tvær ungar dætur voru myrtar á hinn svívirðilegasta hátt og i fyrstu þótti sem morðunum svipaði til Sharon Tate-morðsins sem þá var mönnum enn í fersku minni. Grunsemdir beindust síðan að lækninum sjálfum og fóru fram réttarhöld i máli hans, þar sem hann var á endanum sýknaður. Ákæruvaldið vildi þó ekki una þessum málalyktum og raunar komu til sögunnar nú ættingjar eiginkonunnar og á endanum hóf- ust réttarhöld á ný og stóðu öðru hverju til ársins 1982, en þá var MacDonald dæmdur i ævilangt fangelsi fyrir morðin. Sjálfur hefur hann aldrei játað á sig verknaðinn og skömmu áður en síðustu réttarhöldin stóðu fyrir dyrum réð hann rithöfundinn Joe McGinniss til að fylgjast með mál- inu með það fyrir augum að McGinniss ritaði um það bók og færði sönnur á sakleysi sitt. Frásögnin er dramatísk og þrungin spennu nánast frá upp- hafi til enda. Rithöfundurinn virð- ist vinna verk sitt af mikilli sam- vizkusemi og reynir að kanna þetta mál frá öllum hugsanlegum og óhugsanlegum hliðum. í upp- hafi ferðar er augsýnilegt að McGinniss trúir á sakleysi læknis- ins. Síðan eiga margar ótrúlegar uppljóstranir eftir að verða, vitn- isburður sem er með ólíkindum og rithöfundurinn leiðir lesandann víða út á yztu nöf. Þessi bók er hátt á sjö hundruð blaðsíður og efnistök höfundar eru þvílík, að mér fannst beinlínis erfitt þegar ég þurfti að leggja hana frá mér um hríð. Einhver átakamesta og áhrifamesta bók um mannlega grimmd, breyskleika og þversagn- ir mannsins, sem ég hef lesið í háa herrans tíð. Panny Junor: MARGARET THATCHER — Wife — Mother — Politician. Útg. Sidgwick & Jackson 1983. Þessi bók kom út í fyrra, mig rámar í að hafa lesið eitthvað um hana þá. í fyrsta lagi finnst mér eftir lesturinn að það ætti að birta undirfyrirsögnina í öfugri röð við það, sem gert er á kápu. Höfund- urinn fer svo sem aldrei í neina launkofa með það, að Margaret Thatcher hafi lítið sinnt móður- hlutverkinu og í reynd ber bókin öll þess vitni, að stjórnmál eru ær og kýr þessarar konu. Hér segir frá uppvexti hennar og skólagöngu, það er fróðlegur kafli. Hversu erfitt hún á með að ná til fólks á þeim aldri, eignast varla vini, er erfið viðskiptis, þeg- ar öfgakennd og verður snemma gripin áhuga á stjórnmálum. Svo segir frá klifri hennar upp þann pólitíska metorðastiga, ferli hennar eftir að upp er komið og framgöngu hennar sem forsætis- ráðherra. Ég hef á tilfinningunni, að Penny Junor telji kosti Margaret- ar Thatcher vera slíka: þraut- seigja, úthald, kraftur, dugnaður, klókindi, að þeir eigi að vega upp á móti þeirri hreinskilnislegu og umbúðalausu umfjöllun sem mætti kannski flokkast undir galla. Bókin er í hvívetna læsileg og allrar athygli verð. En persón- an — að ekki sé nú minnst á póli- tíkusinn — Margaret Thatcher höfðar ekki til mín meir eftir lest- ur þessarar bókar en fyrr. Michael Hartland: DOWN AMONG THE DEAD MEN Útg. Sheere Books 1983. í Nepal er kínverskur njósnari myrtur þegar hann er að reyna að Margaret Thatcber komast í samband við brezka sendiráðið í Kathmandu. Er þetta hefðarmorð? Eða er þetta angi af alheimssamsæri í Suðaustur- Asíu? Grunsemdir brezku leyni- þjónustunnar eru vaktar og David Nairm fer á stúfana og setur af stað rannsókn sem spannar þenn- an stóra heimshluta. Hann ræður til sín stúlkuna Ruth. Áður höfðu þau unnið saman í Vínarborg og meðal annars tekið þar á móti sov- ézkri konu, sem skipt var á fyrir njósnara sem hafði setið í brezku fangelsi. Ruth er fædd og uppalin í Hong Kong, hún tekst verkið á hendur með samvinnu við Benja- min Foo, sem er kínverskrar ætt- A STUNNINO Nova Of FAR EASTERN ESPIONAGE BV A MAJOR NEW THRILLER WRmNG TALENT |fl)WN nMÖNG feDE\D MEN Told with grcar skill... a fascinating plot thar ^ kept mc guessing to thc vcry iast page’ ^ ar, en ber hatur í hug til kommún- istastjórnarinnar í Peking. Að minnsta kosti bendir allt til að hann geri það. Ruth kemst í krappan dans í Hong Kong og eft- ir ferð út á Macau er henni rænt og sleppur lifandi eftir að hafa verið pyntuð á hinn hroðalegasta hátt. Gæti verið að þetta tengist á einhvern hátt fangaskiptunum í Vínarborg á árum áður? Og þá hvernig? Og hvað er njósna- og glæpahringurinn að makka? Sögusviðið er Hong Kong, Bangkok, London og Vínarborg og atburðarásin er hröð og flókin, en þó ekki svo að lesandi nái ekki átt- unum. Ágætis saga úr þessum ótrúlega heimi njósna og gagnnjósna þar — Gömlu lummurnar — Bergman og Grant saman Myndbond Árni Þórarinsson Hún var frekar bæld leikkona; yfir henni vottur af skandinavísku þunglyndi, einhver tregi skyggði á fegurð hennar, sem var þykk og ekki fínleg. Áhorfandi skynjar alltaf að Ingrid Bergman átti ekki auðvelt með að leika; þvert á móti virðist hún hafa valið sér fag sem kvaldi hana andlega, jafn mikið og það var henni sífelld ögrun og sannur lífgjafi. Þessi innri tog- streita er ævinlega til staðar í bestu leikafrekum þessarar mikil- hæfu en undarlega ósjarmerandi sænsku leikkónu. Hann var algjör andstæða — breskur galgopi, með yfirbragð æðruleysis, ef ekki æruleysis; hinn vörpulegi séntilmaður með jafna skammta af hlýju og hæðni í glaðbeittu brosi og alltaf eins og hann hefði eins gaman af að hlæja að sjálfum sér og að hégóma ver- aldarvafstursins í kringum sig. Cary Grant hafði alveg einstakan leikstíl, óviðjafnanlegt tímaskyn í látæði og tilsvörum, sem ýmsir hafa reynt að líkja eftir, þ.á m. ágætir Hollywoodleikarar seinni tíma eins og James Garner og Burt Reynolds. Imynd Grants er maðurinn sem takur það alvarlega að taka ekkert alvarlega. Sundur eru þessar andstæður, Bergman og Grant, tveir frægustu kvikmyndaleikarar aldarinnar. Saman gerðu þau tvær bíómyndir sem báðar má fá á myndbanda- leigunum hérlendis. Indiscreet er yngri, gerð 1958, og jafnframt sú síðri. Þetta er róm- antísk gamanmynd, gerð af Stan- ley Donen sem gert hefur margar myndir af þessari sort og flestar prýddar vandvirkni og fágun. In- discreet hefur víða sömu einkenni, en samt er eins og leikstjórinn finni ekki púðrið í handriti Nor- man Kasna. Ástæðan er trúlega sú að púðrið vantar í handritið. Krasna vinnur það úr eigin leik- riti, Kind Sir, og segir þar frá ást- arævintýri bandarísks diplómats, leikinn af Grant, og evrópskrar leikkonu, leikin af Bergman. Grant er óforbetranlegur pipar- sveinn og skíthræddur við hjóna- band og til að firra sig vandræð- um skrökvar hann því að Bergman að hann sé giftur. Út á þessa blekkingu gengur sagan og dugir engan veginn til að koma í veg fyrir að áhorfanda leiðist á köfl- um, þrátt fyrir það að það þau Bergman og þó einkum Grant fari á kostum. Annað er uppi á teningnum I hinni myndinni sem þetta par lék í saman — Notorious, gerð af Al- fred Hitchcock árið 1946. Bergman leikur konu með vafasama fortíð sem tekur að sér hættulegt verk- efni fyrir bandarísku leyniþjón- ustuna: Hún á að komast í kynni Cary Grant, Alfred Hitchcock og Ingrid Bergman halda upp á afmæli þess fyrstnefnda á meöan á tökum Notorious stóð. við háttsettan nazistaforingja sem flúið hefur til Brasilíu og lifir i vellystingum í Rio de Janeiro. Grant leikur fulltrúa leyniþjón- ustunnar á staðnum. Notorious er fyrsta flokks Hitchcock með fyrsta flokks handrit Ben Hecht að bakhjarli, þar sem spenna, rómantík og jafnvel húmor eru í ómótstæðilegri blöndu. Claude Rains er einnig afbragðs góður í hlutverki nazistans sem verður fórnarlamb þeirra Bergman og Grant. Stjörnugjöf: Indiscreet ** Notorious CIARE FRANCIS sem engum virðist að treysta og ekki leysist endilega allt um síðir. Clare Francis: NIGHT SKY Útg. Warner Books 1983. Hvað skyldu hafa verið gefnar út margar bækur, sem annað hvort gerast í seinni heimsstyrj- öldinni eða eru á einn eða annan hátt tengdar henni. Þetta væri verðugt rannsóknarefni til úttekt- ar fyrir fræðinga. Og enn erum við að. Hér er á ferð mikill doðrantur, Night Sky, sem hefst í Englandi nokkrum ár- um fyrir heimsstyrjöldina. Clare Francis leiðir fram persónur og fjölskyldur bæði í Englandi, Frakklandi og Þýzkalandi. Fram- an af, eða svona þrjú-fjögur hundruð fyrstu blaðsíðurnar fær maður ekki séð að þessar persónur tengist á einn eða annan hátt og er hér alltof langorð frásögn áður en höfundi tekst að prjóna saman persónurnar og örlög þeirra. En þá fer líka eitthvað heldur betur að gerast. Neðanjarðarstarfsemin í Frakklandi tengist stúlkunni frá Englandi og fjölskyldan í Þýzka- landi tengist þessu hvoru tveggja og síðan spinnur höfundur lopann aldeilis endalaust. Svo fá vondu mennirnir makleg málagjöld. Það var nú gott. Og góða fólkið verður líklega hamingjusamt. Ekki var það nú verra. Góðir bitar Hljomplotur Siguröur Sverrisson Diana Ross Swept away Capitol/ Fálkinn Diana Ross virðist hreint óþreyt- andi þegar kemur að því að senda frá sér breiðskífur. Þær koma frá henni í stríðum straumum og ekki kæmi á óvart þótt þessi væri ein- hver staðar í röðinni á bilinu 12—15 eftir að hún sagði skilið við Supr- emes hér á árum áður. Swept away heitir nýjasti gripur- inn hjá Ross og á honum kemur aldrei betur í Ijós en hve erfitt hún virðist eiga með að skjóta rótum í einhverri ákveðinni stefnu tónlist- ar. Hún velkist um á milli ballaða, rokks, diskós, souls og jafnvel fönks þegar svo ber undir. Þannig hefur það reyndar verið um margra ára skeið. Þótt Swept away sé ákaflega ósamstæða plata um flest verður því aldrei neitað að Diana Ross er hörkumikil söngkona og fer létt með það sem hún er að fást við. Hér syngur hún lög eftir hina og þessa en á meðal höfundanna eru ekki ómerkari menn en Lionel Richie, Bob Dylan og Daryl Hall svo nokkr- ir séu nefndir. Fjöldi lagahöfunda er sennilega fyrst og fremst skýr- ingin á þessari ósamstæðu plötu. Fríður hópur aðstoðarmanna leggur hönd á plóg viö gerð þessar- ar plötu og því verður ekki neitað að vinnubrögðin eru ekki neitt hálf- kák. Hins vegar fer litið fyrir heild- armyndinni og fyrir vikið verður heitið Swept away kannski enn meira áberandi en ella. Platan hreinlega sópast úr minninu á skömmum tíma því hún er án and- lits. Hins vegar eru í henni ýmsir góðir andlitsdrættir. Þeir duga bara ekki til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.