Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 27
og þeirra manna sem bera þær uppi. Það færi vel á því að alþingi tæki af tvímæli um þetta atriði. Við vitum að þingheimur og stjórnvöld stríða og hafa lengi strítt við skæða barnasjúkdóma ungs dvergríkis, fjármálalegs eðl- is, en sú glíma skýrir ekki sinnu- leysið um fjöregg þjóðarinnar, málið, viðgang bókmenntanna. Al- mennar menningarvarnir. Upp- gjöfina fyrir lágmenningarfárinu — og vanræksluna í uppeldis- og skólamálum. VI Að lokum eitt skot. Ekki púð- urskot. Fast skot: „Úr bókmenntum, trúarlífi og pólitísku lífi annarra þjóða hafa borist hingað straumar, sem flætt hafa yfir sveitir og kaupstaði landsins og hrifið ýmsa með sjer, þótt margir þeirra hafi verið bæði grunnir og gruggugir. Það er ekk- ert leyndarmál, að vald kirkjunn- ar yfir hugum manna fer síþverr- andi, en í staðinn leita menn sjer farborða í andlegum efnum eptir því sem verkast vill. Aðra, sem meir hugsa um veraldleg efni en andleg, dreymir stóra drauma um veraldlega siðabót og þykir útsýn- ið hvergi fegurra en úr loptköstul- um útlendra byltingarmanna. Á stjórnmálasviðinu hafa og á þess- um árum mörg fyrirbrigði gert vart við sig, sem sýna, að þótt vjer sjeum ekki ennþá hærri í loptinu en svo, að barnasjúkdómar geta lagzt þungt á oss, þá er þó barna- sakleysið vendilega úr sögunni. Af þessu öllu saman og mörgu öðru hafa sprottið þau hin kynlegustu veðrabrigði, sem nú eru i andlegu lífi þjóðarinnar. Engin kenning er svo fáranleg, að einhverjir ljáist ekki til fylgis við hana, engin stað- hæfing svo vitfirringsleg, að hún hitti ekki einhversstaðar fyrir góðan jarðveg. Flest er hjer nú ýmist í ökla eða eyra: stórgróði og gjaldþrot, ofstækí og stefnuleysi, reigingslegur þjóðarmetnaður og nagandi óvissa um mátt þjóðar- innar til þess að ráða fram úr vandamálum sínum. Það er því engin furða, þótt mörgum manni sje órótt innan- brjósts um þessar mundir og sum- ir verði með öllu áttavilltir. Vjer sjáum strauma útlendrar menn- ingar og ómenningar streyma yfir þjóðlifið, og vitum að margt það, sem vjer áttum verðmætast og bezt, er nú í veði. Jeg minnist þess, að fyrir 21 ári sagði Viggo Stuckenberg, að það væri von sín, að íslendingar hefðu yfirburði til þess að færa sjer í nyt öll andleg og verkleg menningartæki nútím- ans, án þess að grundvöllur hinnar fornu íslenzku menningar haggað- ist. Þá sömu von hafa auðvitað all- ir góðir íslendingar, því að annars væri til einskis barizt. Það er hamingja og æviraun vorrar kyn- slóðar, að hún hefur lifað mikil aldahvörf. Þess er sagt dæmi, að þegar kristni var lögtekin, hafi fornar ættarfylgjur reiðst og flúið brott. Vjer vonum að gamlar ís- lenzkar kynfylgjur hverfi ekki úr landi, þrátt fyrir öll siðaskipti. Það er sögulegt hlutverk þeirra manna, sem nú eru á ljettasta skeiði, og þeirra, sem eru að vaxa úr grasi, að fleyta þjóðarfarinu yf- ir þau blindsker og boða, sem allir vita að fram undan eru. Vjer verð- um að bera byrðar aldamóta- mannsins. Og vjer verðum dæmdir eptir þvi einu, hvort vjer höfum burði og menningu til þess.“ Ofangreind tilvitnun er úr rit- smíð þess snilldarmanns, Árna heitins Pálssonar prófessors, Al- damót, sem hann skrifaði fyrir tæpum sextíu árum, eða 1926. Árni lætur þess getið í sömu rit- smíð að ýmislegt sem sé ankanna- legt í fari íslendinga megi heim- færa undir barnasjúkdóm, en prófessorinn bendir jafnframt á að barnasjúkdómar geti verið banvænir. Mér segir svo hugur, að mætti Árni heitinn Pálsson líta uppúr gröf sinni í dag — þá þætti honum við vera komnir á fremstu nöf. Jáhannes Helgi er þjóAkunnur rít- höíundur. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 27 Samningar Dags- brúnar samþykktir NÝGERÐIR kjarasamningar voru samþykktir á almennum félagsfundi í Verkamannafélaginu Dagsbrún á sunnudaginn. Liðlega eitt hundrað félags- menn sátu fundinn og var yfirgnæfandi meirihluti fylgjandi samþykkt samn- inganna. Bók um Guð- mund Kjærne- sted skipherra BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur sent frá sér bókina Guðmund- ur skipherra Kjærnested skráða af Sveini Sæmundssyni, blaðafulltrúa. Á bókarkápu segir: „Hver er eiginlega þessi comm- ander Kjærnested? Hver er þessi maður sem berst við ofureflið eins og það sé ekki til og gefst aldrei upp? Þannig spurðu erlendir blaðamenn sem voru hér staddir um það leyti sem baráttan um 50 og síðar 200 mílna fiskveiðilög- sögu íslendinga stóð sem hæst. Það voru fleiri en blaðamenn sem spurðu um Guðmund Kjærnested. Sjóliðarnir á freigátunum, sem ekki gátu orða bundist yfir áræðni Guðmundar, þreki hans og stað- festu. Hann gafst aldrei upp við að verja fiskveiðilögsöguna. Þetta var þeim undrunarefni. Það er ekki fjarri sanni að segja að Guðmundur hafi á þessum ár- um verið átrúnaðargoð æði margra, sem áttu í baráttu við kúgunaröfl, því fregnir um at- hafnir hans fóru víða. En hver er þá þessi maður, sem vakti virð- ingu og aðdáun þeirra sem studdu málstað íslendinga og ýmissa þeirra sem háðu baráttu við ofur- efli og magnstola reiði þeirra, sem níddust á Htilmagnanum? Saga Guðmundar er baráttu- saga allt frá barnæsku. Saga sem hann segir skrásetjara sínum, Sveini Sæmundssyni, og lesendum án allrar tilgerðar og tæpitungu, hvort heldur það snertir hann Dagbók úr Is- landsferð 1863 ÚT ER komin hjá Erni og Örlygi bókin „Framandi land“. Um er að ræóa dagbók Charles H J. Anderson úr íslandsferð árið 1863. í bókinni er fjöldi teikninga eftir höfundinn og hafa þær ekki birzt áður. Árið 1981 eignaðist Böðvar Kvaran handrit ferðabókar sem borist hafði til fornbókaverslunar í Bretlandi það ár. Við athugun kom í ljós að hér var um að ræða dagbók Sir Charles H.J. Anderson úr íslandsferð hans og sonar hans árið 1863. Sir Charles kom ásamt syni sínum hingað til lands til þess að kanna nýjar, óþekktar slóðir, leita á fund hinnar lítt snortnu íslensku náttúru og hríf- ast af mikilleik hennar og furðum. Ýmsir athyglisverðir staðir eru nefndir svo og bæir, sem staldrað er við á, og þá að sjálfsögðu rætt við heimamenn. Þýðandi bókar- innar, Böðvar Kvaran, lætur víða fylgja skýringar á atriðum sem höfundurinn hefur punktað niður og minnst á án þess að gera þeim ítarleg skil. Hér er á ferðinni bók sem lýsir vel þeim áhrifum sem erlendir ferðamenn urðu fyrir er þeir sóttu ísland heim á öldinni sem leið. ís- land var þeim svo sannarlega framandi land. Útgefandi er Bókaútgáfan örn og Örlygur hf. Hönnun bókarinnar annaðist Sigurþór Jakobsson. Litgreining var gerð hjá Prent- mótastofunni Brautarholti, en prentun og band var unnið hjá Odda hf. sjálfan eða helstu ráðamenn þjóð- arinnar." f bókinni eru 32 myndasíður og eru margar myndanna hinar sögu- legustu. Kápu bókarinnar hannaði Sigurþór Jakobsson en myndataka var framkvæmd af fmynd. Setn- ing og prentun var unnin hjá Prentstofu G. Benediktssonar en bókband hjá Arnarfelli hf. Á fundinum voru samþykktar tvær ályktanir. Sú fyrri er svo- hljóðandi: „Félagsfundur í Verkamannafé- laginu Dagsbrún varar ríkis- stjórnina við að beita hömlulitlum gengislækkunum og verðhækkun- um til að taka af launafólki þann kaupmátt, er náðist fram með síð- ustu kjarasamningum. Fundurinn bendir ríkisstjórninni á, að slíkar aðgerðir hljóta að kalla fram harkaleg átök á vinnumark- aðnurn." Þá samþykkti Dagsbrúnarfund- urinn svohljóðandi ályktun: „Fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún fagnar nýframkomnu lagafrumvarpi fjármálaráðherra á Alþingi þess efnis, að menn sem láta af störfum fyrir aldurs sakir geti dregið að fullu frá skattskyld- um tekjum sínum hreinar launa- tekjur síðustu tólf starfsmánuð- ina.“ Nýgerðir samningar hafa einnig verið samþykktir í verkalýðsfélög- unum Stjörnunni á Grundarfirði, Iðju í Reykjavík, Verkalýðs- og sjómannafélagi Akraness, Fram á Sauðárkróki og Sókn í Reykjavík. { Sókn greiddu 333 atkvæði með samningunum, 19 voru á móti og 4 seðlar voru auðir, skv. upplýsing- um Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur, formanns félagsins. JETTA PÝSKUR KOSTAGRIPUR FRÁ VOLKSWAGEN Hannaöui sem heíðbundinn heimilisbíll en hefur til að bera þœgindi og aksturseiginleika lystivagnsins. 5 GERÐIR HREYFLA EFITR VAU MA TURBO DIESEL Verö írá kr. 364.000.- wuw 6 ára ryóvamaiábyrgö [hIHEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 21240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.