Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Símamynd/AP. Reyk leggur út um glugga byggingarinnar, þar sem sendiráð Líbýu í London var áður til húsa. f dyrum byggingarinnar má sjá lögreglumenn búna reyk- köfunartaekjum á leið inn í húsið. Eldur í líbýska sendiráðinu Græningja- flokkur í Danmörku — vill greiða þeim borgaralaun sem ekki óska eftir því aö vinna Kaupmannahöfn, 20. nóvember. Frá Ib Björnbak, fréttaritara Mbl. í?TOFNAÐUR hefur verið umhverf- ismálaflokkur sem bjóða mun fram til næstu kosninga til þjóðþings Danmerkur. Hefur flokkurinn af- hent innanríkisráðuneytinu 23.000 undirskriftir, en í dönsku kosn- ingalögunum er ákvæði um að 19.000 undirskriftir þurfi til að flokkur fái að bjóða fram til þjóð- þingskosninga. Umhverfissinnarnir kalla flokk sinn „De Grönne“ og ætla þeir sér nú að reyna að ná fótfestu í dönskum stjórnmálum á sama hátt og skoðanabræður þeirra hafa nýlega gert í Vestur-Þýska- landi. I Finnlandi hafa umhverf- isverndarmenn einnig viða náð oddaaðstöðu eftir sveita- stjórnarkosningar sem nýlega voru haldnar þar í landi. De Grönne í Danmörku hafa reykbann á fundum hjá sér. Þeir ætla að berjast á móti umhverf- isspjöllum, fá land sitt út úr NATO og greiða þeim, sem ekki óska eftir að vinna, borgaralaun. Þá vilja þeir auka lýðræði í nán- asta umhverfi fólks og berjast fyrir afvopnun, auk þess sem þeir eru andvígir kjarnorkuvopnum og vopnavaldi yfirleitt. lAindúnum, 20. nóvember. AP. ELDUR kviknaði í byggingu við St. James-torg í Lundúnum í nótt, í sömu byggingu og líbýska sendiráð- ið var til húsa, eða þar til að Bretar slitu stjórnmálasambandi við Líbýu í aprfl á þcssu ári. Jarðhæð hússins skemmdist mikið í eldinum, en talsmaður lögreglunnar sagði það ekki ljóst á þessu stigi hvað hefði valdið brun- anum. „Ikveikja er þó ofarlega á grunsemdalista okkar," sagði tals- maðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Húsið hefur verið lokað og læst síðan umsátrinu í apríl lauk. Um- sátrið stóð í tíu daga eftir að sendiráðsmenn höfðu hleypt af skotum út um glugga hússins að mótmælagöngu andstæðinga Gaddafis Líbýuleiðtoga og drepið unga lögreglukonu. Sendiráðs- menn fóru úr landi undir lögreglu- fylgd og er talið að morðvopninu hafi verið smyglað til Líbýu. Hins vegar fannst mikið vopnabúr inn- an veggja hússins. Danmörk: Verður kosið um utanríkisstefnuna? Kaupmannahöfn, 20. nóvember. AP. DANSKA stjómin ákvað í dag, í blóra vió vilja meirihluta þjóöþings- ins, að greiða atkvæði með öðrum NATO-löndum og hafna tillögu austantjaldslandanna hjá Samein- uðu þjóðunum, en tillagan kveður á um, að allar þjóóir skuldbindi sig til að verða ekki fyrri til að beita kjarnorkuvopnum. Efni tillögunnar stríðir á móti hinni svokölluðu fráfælingar- stefnu NATO. Var það krafa vinstri flokkanna á danska þing- inu, svo og stuðningsflokks stjórnarinnar, Radikale Venstre, að tillagan yrði samþykkt eða setið yrði hjá við atkvæðagreiðslu um hana. „Það var óhjákvæmilegt að greiða atkvæði á móti tillögunni," sagði danski utanríkisráðherr- ann, Uffe Ellemann-Jensen, „að öðrum kosti hefðum við glatað trausti bandamanna okkar." Þetta er í fyrsta sinn frá því stjórn Poul Schluters tók við völdum 1982, sem hún neitar að láta undan þrýstingi stjórnar- andstöðunnar í öryggismálum, en jafnaðarmenn hafa hvað eftir annað haft forystu um að fá þing- meirihluta fyrir samþykktum, sem gengið hafa á svig við opin- bera stefnu NATO. í morgun krafðist meirihluti utanríkismálanefndar þess að danska sendinefndin sæti hjá við fyrrnefnda atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu þjóðunum, en það voru Austur-Þýskaland, Ung- verjaland og Kúba sem stóðu fyrir tillöguflutningnum. Að loknum ríkisstjórnarfundi voru sendinefndinni send fyrir- mæli um að greiða atkvæði á móti tillögunni. Er það gert án tillits til þess, hverjar afleiðingar það kann að hafa, þegar málið kemur til umfjöllunar á danska þinginu í desemberbyrjun. „Eftir umræðurnar í næsta mánuði getur verið að ríkis- stjórnin verði að athuga sinn gang,“ sagði Schlúter í ræðu í gærkvöldi. Sagði hann, að „dagur dómsins" kynni að vera nærri að því er ríkisstjórn hans varðaði og gaf þannig í skyn, að hann kynni að boða til kosninga í því skyni að láta kjósendur taka af skarið í utanríkis- og öryggismálum landsins. „Það væri alvörumál, ef meiri- hluti þjóðþingsins gæfi tilefni til þess, að einhver vafi léki á um þátttöku Danmerkur í NATO,“ sagöi Schlúter í ræðu sem hann hélt eftir ríkisstjórnarfundinn í dag. Haft var eftir Uffe Ellemann- Jensen utanríkisráðherra, að það væri rangt við haft, ef Danmörk greiddi atkvæði með tillögu sem að hans áliti væri „einber áróður" og eingöngu flutt til þess að stofna til óeiningar innan NATO. ERLENT Trygve Bratteli var einn af áhrifamestu stjórn- málaleiðtogum Noregs Með Trygve Bratteli er genginn einn af áhrifamestu stjórnmála- leiðtogum Noregs á undanfornum áratugum. Hann var í mörg ár for- sætisráðberra lands síns á síðasta áratug og gegndi einnig öðrum ráð- berraembættum í öðrum ríkis- stjórnum. Þannig var hann um skeið fjármálaráðherra og í annan tíma samgöngumálaráðherra. Trygve Bratteli var fjórði í röð ellefu systkina og hafði ekki að- stöðu til þess að afla sér langrar skólamenntunar í æsku. Hann hóf afskipti af stjórnmálum 1934 með því að gefa út lítið flokksblað í bænum Kirkenes í Norður- Noregi og var síðan fljótlega kjörinn í forystuhóp ungra jafn- aðarmanna í landinu. Eftir að Þjóðverjar hernámu Noreg í síð- ari heimsstyrjöldinni, lagðist stjórnmálastarfsemi þar niður að sinni og vann Bratteli þá í bygg- ingarvinnu um skeið. En árið 1942 var hann handtekinn og dvaldist síðan i fangabúðum Þjóðverja til stríðsloka. Var hann fyrst í fangabúðum i Noregi en var svo fluttur til annarra fanga- búða í Þýzkalandi. Þessar búðir voru í Elsass og þegar leið að lok- um stríðsins, voru þar um 500 Norðmenn. Aðeins um helmingur þeirra átti afturkvæmt heim til Noregs, hinir dóu úr sulti og vinnuþrælkun. Vinnan í þessum búðum var mjög erfið og sjálfir kölluðu Þjóðverjar búðirnar „Nacht og Nebel“ (nótt og þoku). Bratteli var sleppt úr haldi rétt fyrir stríðslok og kom hann til Noregs um Svíþjóð þann 15. maf 1945, viku eftir að búið var að frelsa Noreg. Eftir stríð varð Einar Ger- hardsen forsætisráðherra í Nor- egi og Bratteli varð fljótt náinn samstarfsmaður hans. Þegar Gerhardsen lét af embætti 1965, varð Bratteli formaður Verka- mannaflokksins, en flokkur hans beið ósigur í kosningum þá um haustið og við tók stjórn borgara- flokkanna. Bratteli varð þá leið- togi Verkamannaflokksins á þingi og þegar stjórn borgara- flokkanna leystist upp 1971 varð hann forsætisráðherra og gegndi því embæíti, þar til hann sagði af sér í kjölfar þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild Norðmanna að Efnahagsbandalagi Evrópu I september 1972. Bratteli varð síðan aftur for- sætisráðherra lands síns að lokn- um kosningunum 1973 þar til í janúar 1976, en þá tók Oddvar Nordli við af honum. Til íslands kom Bratteli fyrst árið 1957, en kom hingað oft síð- an, meðal annars á þjóðhátíðina 1974. Hann hætti afskiptum af stjórnmálum 1981. Enda þótt Bratteli hafi oft gengizt fyrir róttækri stefnu í fé- lagsmálum I Noregi, var hann um margt fastheldinn á þjóðlegar hefðir. Þannig vildi hann t.d. halda fast við konungdæmið í Noregi. Þegar hann var spurður að því eitt sinn, hvort hann teldi rétt að leggja konungdæmið nið- ur og stofna lýðveldi í Noregi, svaraði hann: „Ég held, að flestir Norðmenn Forsætisráóherrarnir Geir Hallgrímsson og Trygve Bratteli. Mynd þessi var tekin á þingi Norðurlandaráðs 1975. ■; u » mLr ■ í \■»' • HIC Lj IjpklB ttf j fái ■ .f, i % ÉÉfiÉiíifP U •< «L <- fj\ Frú Randi og Trygve Bratteli. Mynd þessi var tekin á Hótel Sögu í Reykjavík, er þau hjónin heimsóttu ísiand í júlí 1976, en þá var Trygve Bratteli formaður þingflokks norska verkamannaflokksins. Forsætis- ráðherra Noregs var Bratteli fyrst 17. mara 1971 til 18. október 1972 og síðan aftur 16. október 1973 til 15. janúar 1976. Hann var 74 ára að aldri er hann lést. séu því andvígir að leggja niður konungdæmið. Konungurinn hjá okkur er ekki eins og konungur í ævintýrasögum og Norðmenn líta ekki á konungdæmið I mjög róm- antísku ljósi. Konungurinn er fyrst og fremst æðsti embættis- maður þjóðarinnar, sem innir af hendi verkefni, er ella yrði að fela öðrum. Ef stofnað yrði lýðveldi, fengi forsetinn ekki meiri pólitísk völd en konungurinn hefur nú. Það hefur heldur ekki verið neitt til umræðu að stofna for- setaembætti með auknum völdum á líkan hátt og tíðkast í Frakk- landi og Finnlandi, enda hefur það verið svo í Noregi allt frá 1905, að konungurinn hefur engin afskipti haft af stjórnmálum." Trygve Bratteli að laxveiðum { Elliðaánum. Mynd þessi var tekin 1976.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.