Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 í tilefni af því að elsta barn sænsku konungshjónanna, krónprinsessan Victoria, var að byrja i fyrsta bekk barnaskólans nú i haust, var haft viðtal við konungshjónin sem vakið hefur mikla athygli hér í Svíþjóð. Konungshjónin ræddu þar vítt og breitt um skólamál, grunn- skólann sérstaklega, og kom þar fram að þau höfðu ýmislegt til málanna að leggja. Þau vildu auka þátt húmanísku fræðanna í skólanum, svo og trúarbragða og kristinfræðikennslu. Ennfremur vildu þau fleiri einkaskóla og fjölbreyttara framboð á skólum á öðrum hug- myndafræðilegum grundvelli en hin ríkisrekni grunnskóli. Kon- ungur kvaðst fullviss um að slík- ir skólar yrðu vel sóttir. Þau lögðu áherslu á það að styðja ætti við bakið bæði á þeim sem eiga erfitt með námið, en einnig og ekki síður þeim sem skara fram úr. Drottningin kvað upp úr með það, „að hlúa þyrfti að þeim gáfuðustu, ef Svíþjóð eigi að geta selt tækni sína og þekk- ingu á alþjóða markaði." Viktoría var feimin og hélt fast í höndina á pabba. Sænska konungs- fjölskyldan og grunnskólínn — eftir Pétur Pétursson Skiptar skoðanir um einkunnir En það sem vakið hefur upp skoðanaskipti út af þessu viðtali eru þau ummæli konungs að einkunnagjöf sé æskileg á öllum stigum grunnskólans. Hér eru eiginlegar einkunnir ekki gefnar fyrr en í efstu bekkjum grunn- skólans, en konungur vill að einkunnagjöf verði tekin upp aftur þegar í fyrstu bekkjunum. „Börnin vilja fá að sjá plúsa á spjaldinu sínu þegar þeim vegn- ar vel,“ sagði hann, „þau þurfa einnig að fá að vita hvernig þau standa miðað við skólafélaga sína.“ Samkvæmt þeim stjórnarlög- um sem í gildi eru frá 1969 er konungurinn algerlega valdalaus aðili um stjórnun ríkisins, en við ýmis tækifæri kemur hann fram sem fulltrúi þjóðarinnar og rík- isstjórnarinnar. Perðalög hans erlendis eru meðfram notuð sem auglýsingaherferðir fyrir sænsk- an iðnað og tækniþekkingu og eru talin bera góðan árangur. Konungdómurinn gerir því gagn á þeim vettvangi. En það er hefð að konungurinn tjái sig ekki um þau mál sem eru pólitísk á hverjum tíma og hefur Carl Gustav viðhaldið þeirri hefð dyggilega síðan hann „komst til valda“. Einkunnagjöf í skólum hefur af og til orðið hitamál í stjórn- málum hér síðastliðin 15 ár eða svo. Þeir umbótamenn í skóla- málum, sem mestu hafa ráðið varðandi fyrirkomulag skyldu- námsins, hafa haldið því fram að einkunnir ættu sinn þátt í að festa í sessi það misrétti og að- stöðumun sem börnin eiga við að búa utan skólans og hindruðu „Mönnum fannst það hart ef hans hátign mætti ekki hafa skoðun á þessu máli og væri frjálst að láta hana í Ijós eins og hver annar.“ jafnvel persónu- og félagslegan þroska skólabarna. Aðrir hafa aftur á móti óttast það að erfið- ara væri að halda uppi lág- markskröfum varðandi grund- vallarþekkingaratriði þegar það aðhald sem einkunnir veita hverfur. Margir leiðandi menn í skóla- málum innan jafnaðarmanna- flokksins halda fram fyrri stefn- unni. Aðalritari þess flokks, Bo Thoresson, lét hafa það eftir sér í fjölmiðlum, strax daginn eftir viðtalið við konungshjónin, að það væri mjög óviðeigandi af konungi að tjá sig um svo við- kvæmt pólitískt deiluefni. Menntamálaráðherrann sagðist ekki vera á sömu skoðun og hans hátign í þessu máli, en fagnaði þó áhuga hans á skólamálum að öðru leyti. Fjöldinn allur lét til sín heyra í lesendadálkum blað- anna og flestir virtust styðja málstað konungs. Mönnum fannst það hart ef hans hátign mætti ekki hafa skoðun í þessu máli og væri ekki frjáls að láta hana í ljós eins og hver annar. Sem foreldrar við þetta tækifæri væri ekkert eðlilegra en að kon- ungshjónin hefðu sínar skoðanir varðandi skólann. Krónprinsessan í venjulegan skóla Konungshjónin ákváðu eftir nákvæma yfirvegun að láta dótt- ur sína ganga í almennan skóla ekki langt frá höllinni Drottn- ingholm. Þau leggja áherslu á að hún fái að upplifa skólagönguna á sem líkastan hátt og jafnaldr- ar hennar. Ekki verður þó svo að öllu leyti því vopnaðir öryggis- verðir verða jafnan í fylgd með henni og gæta skólans þó svo lít- ið beri á. Fyrsta skóladag prins- essunnar voru þeir við öllu við- búnir og héldu forvitnum blaða- mönnum, ljósmyndurum og öðr- um í hæfilegri fjarlægð. Viktoria litla, sem hlakkað hafði mikið til, og sjálfsagt líka kviðið fyrir eins og önnur börn við slikt tækifæri, var heldur feimin og hlédræg — fannst vissara að halda fast i höndina á pabba og mömmu. Skólastjóranum og kennaran- um er uppálagt að ávarpa hana „prinsessan Victoria" en skólafé- lagar hennar hafa ekki farið ná- kvæmlega eftir reglum siða- meistara hirðarinnar og fundu strax hentugt viðurnefni, „Vick- an“, og ekki er annað að heyra en krónprinsessan sjálf kunni því mæta vel. í áðurnefndu viðtali var kon- ungurinn spurður að þvi hvað honum væri minnisstæðast frá fyrsta skóladegi sínum. Hann svaraði því að það hefðu verið fréttamennirnir og ljósmyndar- arnir sem voru að brölta yfir stóla og bekki í skólastofunni og óskaði hann þess að dóttir hans yrði sem minnst vör við slíkt. Þó svo að hún sleppi ekki alveg undan hinum óboðnu gestum frá fjölmiðlunum eru allar likur á því að þeir verði ekki til trafala til lengdar. Yfirleitt er gott sam- starf milli sænsku hirðarinnar og fjölmiðla og konungur hefur oftar en einu sinni haft orð á tillitssemi sænskra blaðamanna í sinn garð og fjölskyldunnar. Pétur Pétursson er doktor í íé- lagsfræói. Hann starfar rið rann- sóknir og kennslu rið Hiskólann í Lundi — oger fréttaritari Mbl. þar. Upphaf og afdrif Bænaskrá Vestfirðinga — á Kirkjuþingi — eftirLárusÞ. Guðmundsson Undanfarna daga hef ég oft ver- ið spurður að því, hvers vegna ég lagði fram þingsályktunartillögu á síðasta kirkjuþingi um stuðning við „Bænarskrá Vestfirðinga til Ríkisstjórnar íslands" og hvers vegna ég dró hana til baka við seinni umræðu. Morgunblaðið spurði mig reyndar ekki, þegar það fjallaði um málið. Ég vildi þó gjarnan upplýsa fólk um þetta og bið því Mbl. að koma svari mínu á framfæri. Skylda kirkjunnar Ég er þeirrar skoðunar að kirkj- an eigi að taka virkan þátt í allri umræðu varðandi málefni og at- hafnir líðandi stundar í þjóðfélag- inu. Kirkju Krists eru lagðar þær skyldur á herðar að hafa árvaka yfirsýn yfir lífið, sem hún er hluti af og hjálpa til við ákvörðun í sið- ferðilegum vandamálum. Kirkjan má ekki bregðast þess- ari köllun sinni, því hún gerir sig með því „stikkfría" í allri verald- legri umræðu. Hún á að bæta það þjóðfélag, sem hún starfar í. Eins og Alkirkjuráðið segir: „Kirkjan á að vera salt þjóðfélagsins en ekki spegill þess.“ Annars verður hún fúinn farkostur, sem ekki er trausts verður. Kirkjan væri ekki trú köllun sinni, ef hún andmælti ekki vígbúnaðarkapphlaupinu, sem er sóun á gjöfum Guðs. Krist- inn maður er ekki trúr ráðsmaður yfir sköpunarverkinu ef hann verndar það ekki og viðheldur. Með framkominni hugmynd um byggingu ratsjárstöðvar á Vest- fjörðum erum við knúin til að gera upp hug okkar til þessa vígbúnað- arkapphlaups. Ábyrgðin er okkar. Aldrei fyrr í sögu mannsins hef- ur það verið jafn ljóst hve háð við erum hvert öðru sem einstakl- ingar og sem þjóðir. Ógæfa einnar þjóðar þýðir allra ógæfu. Þrátt fyrir ótta, sem við berum í brjósti, fljótum við sofandi að feigðarósi, af því að við höldum að við eigum ekki og megum ekki taka afstöðu til vígbúnaðarmála. Okkur öllum hefur verið talin trú um af vopnaframleiðendum og kjarnorkuveldunum að við þurfum ekki og getum ekki tekið ákvörðun út frá samvisku okkar. Grundvöllur ógnarjafnvægisins, sem viðhaldið er af kjarnorkuveld- unum, er einmitt óttinn. Páll post- uli segir í Hebr.: „Óttinn dæmir menn í ævilanga þrælkun." „Vertu þú sjálfur“ — Iðunn gefur út nýja bók eftir Wayne W. Dyer BÓKAÚTGÁFAN Iðunn hefur sent frá sér bókina, „Vertu þú sjálfur“, eftir bandaríska sálfræðinginn, Wayne W. Dyer. Álfheiður Kjartans- dóttir þýddi. Dr. Wayne W. Dyer er kunnur bandarískur sálfræðingur og hafa bækur hans orðið metsölubækur í Bandaríkjunum og víðar. { fyrra kom út á íslensku bók hans „Elsk- aðu sjálfan þig“ sem hlaut góðar viðtökur íslenskra lesenda. Með „Vertu þú sjálfur" kemur Dr. Dyer enn til liðs við þá lesendur sem vilja stunda sjálfskönnun, efla sjálfstraust sitt og auðvelda sér listina að lifa og njóta þess. Á bókarkápu er bókinni gefin einkunnarorðin: „Bók handa öllum þeim sem fylgja vilja eigin sann- færingu og stjórna lífí sinu sjálf- ir.“ Þar segir ennfremur: „„Vertu þú sjálfur“ fjallar um að ná tökum á sjálfum sér og Iífi sínu. Hún er skrifuð handa þeim sem meta eig- ið frelsi og fylgja vilja eigin sann- færingu í stað þess að láta stjórn— ast af skoðunum annarra. Að vera frjáls táknar ekki að þú hunsir ábyrgð þína gagnvart vinum og fjölskyldu. Það felur f sér frelsi til að ákveða sjálfur eigin ábyrgð. Frjálsastir allra í heiminum eru þeir sem hafa öðlast innri frið. Þeir stjórna eigin lífi í kyrrþey en hlaupa ekki eftir dyntum annarra. Þessi bók fjallar um að velja sjálf- ur. Hún byggir á þeirri meginfor- sendu að þú hafir rétt til að ákveða hvernig þú viljir lifa lífinu svo framarlega sem þú gengur ekki á rétt annarra. Þú getur verið ábyrgur og frjáls. Þú getur staðið á þínu án yfirgangs eða sektar- kenndar. Þetta er þitt líf og þú einn getur lifað þínu lífi.“ Bókin er prentuð í Odda hf. Kápa hönnuð í auglýsingastofunni Ocavo. Skákþing UMSK um næstu helgi SKÁKÞING UMSK verður haldið 24. og 25. nóvember nk. í félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi. Hefst taflið kl. 13.00 báða dagana. Tefldar verða 6 umferðir eftir Monrad-kerfi í tveimur flokkum, 16 ára og yngri og 17 ára og eldri. Um- hugsunarfrestur er 45 mín. á mann. Vegleg verðlaun eru í hvorum flokki, sem gefin eru af sveitarfé- lögunum á Kjalarnesi og í Kjós. Rétt til þátttöku hafa allir þeir sem eru félagsbundnir í einhverju af aðildarfélögum UMSK eða eiga lögheimili á sambandssvæðinu, sem er: Bessastaðahreppur, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mos- fellssveit, Kjalarnes og Kjósar- hreppur. Þátttökugjald er kr. 50 fyrir yngri flokk og kr. 100 fyrir eldri fíokk. Frestur til að skrá inn keppendur á mótið rennur út þann 22. nóvember nk. Hægt er að tilkynna þátttöku og afla nánari upplýsinga á skrifstofu sambandsins að Mjölnisholti 14 i síma 16016 og hjá Kristni G. Jóns- syni, Brautarholti í síma 666044.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.