Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 21.11.1984, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 1984 Theódór Daníels- son - Kveðjuorð Ég vissi ekkert um Theódór Daníelsson fyrr en haustið 1947, en þá frétti ég, að nýr kennari væri kominn að barnaskólanum í Glerárþorpi, og það fylgdi með fréttinni, að hann væri vestan frá Breiðafirði. Ég var þá kennari við Barnaskóla Akureyrar, en þangað réðst Theódór 1950. Urðum við samstarfsmenn þar í 6 ár og hið sjöunda við nýstofnaðan barna- skóla á Oddeyri. Eitt sinn, þegar Theódór var enn í Glerárþorpinu, fór ég göngu- ferð með „bekkinn" minn út fyrir Glerá og fékk þá að koma inn í kennslustund í skólanum, þar sem hann var að kenna. Ég bað hann að segja börnunum eitthvað frá eigin brjósti. Hann brást vel við og sagði frá selum og lífi þeirra, en það þekkti hann vel frá bernskuárunum í Hvallátrum á Breiðafirði. Mér er þessi stund minnisstæð kannski einkum vegna þess, að það sem hann sagði, var nýr fróðleikur fyrir mig. Ég var daladrengur alinn upp langt frá sjó og vissi mjög lítið um líf sela. Þarna var því eldri kennarinn í námi hjá þeim yngri. Þarna varð upphaf kunnings- skapar okkar og vináttu, sem hélzt æ síðan. Hver var rót þeirrar vin- Minning: Fædd 8. febrúar 1919. Dáin 14. nóvember 1984. Og núna, þegar þaustar og hníga blóm og falla, þá heldur þú í burtu og vegir skilja um ðinn, og ef ég gæti handsamað himins geisla alla, ég hnýtti úr þeim sveig að skreyta veginn þinn. (Jón frá Ljárskógum) Mín kæra mágkona Fanney Eggertsdóttir hefur verið kölluð til æðri heimkynna þar sem ljós og eilífur friður ríkir. Fanney giftist ung að aldri Har- aldi Oddssyni málarameistara sem svo margir Akureyringar þekkja, bæði af starfi hans svo og félagsskap. Þau hafa búið svo að segja alla sína löngu sambúð að Sólvöllum 2 hér á Akureyri. Eignuðust þau 2 syni, þá Eggert, sem er stöðvarstjóri Pósts og síma á Patreksfirði en hann var giftur Sigrúnu Friðriksdóttur og eignuð- ust fjögur börn, og Hauk, bygg- ingatæknifræðing sem starfar hér á Akureyri og er giftur Halldóru Ágústsdóttur, Jónssonar, bygg- ingameistara hér í bæ. Þau eiga þrjú börn. Fanney er sjötta bam af níu sem kveður þennan heim. En for- eldrar þeirra voru hin mætu hjón Stefanía Sigurðardóttir og Eggert Guðmundsson byggingameistari, sem áreiðanlega margir af eldri Akureyringum muna vel og það af öllu góðu, bæði af ötulu starfi sínu svo og félagsskap, en þau voru mjög virkir félagar í Góðtempl- arareglunni, enda gerði hún þau að heiðursfélögum þar á efri ár- um, sem þakklætisvott fyrir þeirra mikla starf þar að bindind- ismálum. Fanney var mjög félagslynd og starfaði mikið að félagsmálum og þá mest að ég hygg í kvenfélaginu Hlíf, þar sem hún m.a. átti sæti í stjórn um margra ára skeið. Þá var hún og góður félagi í Oddfellow-reglunni og starfaði þar meðan heilsa og kraftar henn- ar leyfðu. Annars var hennar mesta hugsun að hlúa sem mest og best að þeirra yndislega heimili að Sólvöllum 2 hér í bæ, enda bar fallegi garðurinn þeirra með öllu áttu er mér ekki vel ljóst. Að vísu vorum við samstarfsmenn um skeið, en það eitt er ekki næg skýr- ing. Við vorum að mörgu leyti ólíkir. Hann var einhleypur mað- ur, sem svo er kallað, ég átti konu og barn og hafði lifað fjölskyldu- lífi um mörg ár. Um margt greindi okkur á og fyrir kom, að við deild- um, en ætíð gættum við þó hófs. Nei, ég get ekki gefið neina sér- staka ástæðu fyrir vináttu okkar, en hún var staðreynd engu að síð- ur. Haustið 1958 fluttist ég frá Ak- ureyri, en hann átti eftir að vera þar tvö ár, og ég taldi víst, að hann mundi halda áfram kennslu við Oddeyrarskólann, enda fannst mér hann una því allvel. Ég varð því undrandi, þegar við hittumst hér í Reykjavík haustið 1960,og hann sagði mér, að sér stæði til boða að gerast skólastjóri í Ólafsvík. Þetta var ekki fullráðið og hann vildi heyra álit mitt. „Ég veit hverju ég sleppi en ekki hvað ég hrepp“i, sagði hann. Það var augljóst, og ég þorði ekki að hafa áhrif í þessu máli. Nei, hann vissi ekki hvað hann mundi hreppa — vissi ekki, að í Ólafsvík mundi hann hreppa dýr- asta hnoss lífs síns, konuna sína, blómaskrúðinu þess greinilega vott, þó að sjálfsögðu hafi bæði hjónin átt þar hlut að máli. Þá er eigi síður ástæða til að minnast hinnar miklu umhyggju sem hún bar fyrir velferð sona sinna og tengdadætra, að ógleymdri þeirri miklu umhyggju sem hún bar fyrir barnabörnunum, sem hún unni svo mikið, og þau munu aldr- ei gleyma. Já, hún var sannarlega góð amma, sem hún sýndi á svo margvíslegan hátt. Að lokum skal þess getið að þá er hún var á besta aldursskeiði herjaði á hana hinn mikli „böl- valdur" þjóðarinnar — berkla- veikin, en hún barðist gegn henni af hetjuskap miklum og vann þar sigur eftir mikið stríð og þján- ingar. Þó er ég viss um að hún bar þennan sigur aldrei að fullu frekar en aðrir, sem börðust við þennan „bölvald" mannkynsins og þá oftast á besta aldursskeiði ævinn- ar. Að lokum þökkum við hjónin Fanneyju og Haraldi af alhug vin- áttu alla og þá eigi sist þau skemmtilegu ferðalög um landið í hana Hallveigu Jónsdóttur. Ég mætti þeim hér á Laugaveginum sumarið eftir þennan Olafsvíkur- vetur, og hann kynnti konu sína fyrir mér — mig langar til að segja — með hógværu stolti. Var það ekki eðlilegt? Hann var fimm- tíu og tveggja ára og var nú í viss- um skilningi að byrja nýtt líf. Hann fór ekki aftur til Ólafsvík- ur en gerðist nú kennari við Breiðagerðisskólann í Reykjavík. Þau hjónin eignuðust íbúð nærri skólanum, svo að kennarinn gat gengið til vinnustaðar. Sumarið 1962 fæddist þeim dóttir. Hún heitir Lára María eftir ömmum sínum. Nú er hún 22 ára og á heima í Kópavogi. Auðvitað var sumarleyfum okkar sem við ávallt minnumst með gleði og ánægju. Að endingu vil ég segja: Ég bið Guð að blessa öll hennar góðu og miklu störf hér í þessum heimi, og ég er viss um að það hefur verið yekið vel og ástúðlega á móti henni er hún fluttist yfir landa- mærin, bæði af hennar nánustu og öðrum vinum hennar. Við hjónin vottum manni henn- ar, sonum, tengdadóttur og börn- um þeirra öllum, einlæga hlut- tekningu í þeirra sáru sorg. Guð blessi minningu Fanneyjar Eggertsdóttur og Drottinn gefi dánum ró, og hinum líkn sem lifa. Maríus Helgason hún sólargeisli foreldra sinna. Þau eignuðust ekki fleiri börn. Lára er vel gefin stúlka og sér- staklega traust. Hún hefur unnið á sjúkrahúsum sem sjúkraliði, en er nú í fóstrunámi. Lífið hefur veitt henni eldskírn og ekki farið um hana mjúkum mundum. Þegar hún var um 10 ára aldur, veiktist faðir hennar snögglega og varð að hætta kennslu og fjórum árum síðar missti hún móður sína. Mér er það minnisstætt, er ég kom í Landakotsspítalann haustið 1977. Þar hafði Hallveig legið lengi og beið nú endalokanna, en Theódór hafði verið lagður þar inn vegna hjartakasts. Hann fékk slík köst nokkrum sinnum og gat þá alltaf búizt við að síðasta stundin væri í nánd. Það var átakanlegt að sjá þessa 15 ára stúlku ganga milli fársjúkra foreldra sinna. Faðirinn átti afturkvæmt um sinn en móð- irin ekki. Þau feðgin bjuggu nú saman í góðri íbúð á Njálsgötu 59. Þar kom ég nokkrum sinnum og síðast 6. júlí 1980. Þá voru þau í þann veg- inn að flytjast í heppilegri íbúð. En „á skammri stund skipast veð- ur í lofti". Skömmu síðar frétti ég, að Theódór hefði verið fluttur í Borgarspítalann og þar hitti ég hann mikið lamaðan og mállaus- an. Það liðu full fjögur ár, ég kom alloft til hans, en við gátum ekki talað saman. Það var stundum nokkuð óþægilegt, en hann þekkti mig og aðra, sem heimsóttu hann og honum voru kunnugir, það gat hann látið í ljós með ýmsum _____________________________59_ hætti. Hann heyrði og naut þess, sem sagt var. Ég dáðist að því, hvað Lára var dugleg að heimsækja pabba sinn, þótt hún hefði oft lítinn tíma, þar sem hún bæði vann og stundaði nám. Fyrir kom að hún fékk leyfi til að taka hann með sér i stutta ökuferð, ef veður var gott, og á aðfangadagskvöld hafðu hún hann heima hjá sér stundarkorn. Síðastliðinn vetur átti hann 75 ára afmæli. Þá kom hann heim til dóttur sinnar — var borinn upp á aðra hæð. Nokkrir gestir voru viðstaddir, er hann kom, og hann virtist þekkja alla og það leyndi sér ekki að hann gladdist. Theódór Daníelsson er okkur horfinn. Líf hans hér var ekki ein- göngu Ijúft og létt — ekki skein sólin alla daga. En hún skein stundum glatt og vermdi. Er ég hugsa til síðustu áranna, þegar hann lá ósjálfbjarga dag og nótt, kemur mér í hug Hvernig hefði honum liðið, hefði hann alla ævina verið einn? LíFið er gáta, sem fæstir geta ráðið. Vinur minn var vel gefinn, greindur og dugandi. Hann var vel skáldmæltur, þó að ekki sé til ljóðabók eftir hann, hins vegar hafa þó birzt á prenti nokkur tækifæriskvæði, sem sýna, að hann var liðtækur vel á því sviði. Það var mér ávinningur að kynnast honum og eignast hann að vini. Lára mín, ég þakka þér okkar kynni og óska þér góðrar framtíð- ar. Eiríkur Stefánsson. t Þökkum innilega auösynda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTUINGJALDSDÓTTUR frá Auösholti, Biskupstungum. Hallur Guðmundsson, Súsanna Guömundsdóttir, Guöjón Guömundsson, Jóna Einarsdóttir, Sigriöur Guömundsdóttir, Ólafur Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega vináttu og hlýhug viö andlát og útför KRISTJÖNU P. HELGADÓTTUR Issknis. Finnbogi Guömundsson, Halga Laufay Finnbogadóttir og systur hinnar látnu. SVAR MITT eftir Biliy Graham Stórborg heimsótt Fyrir nokkru hélduð þér aftur samkomuherferð í New York. Hvers vegna eruð þér sífellt að heimsækja þessar stórborgir, þó að margir aðrir staðir bíði eftir yður og þarfnist yðar? Er eitthvað nauðsynlegra að fara til New York en annarra staða? Ég hafði verið í New York ári áður. Þá helguðu þúsundir manna líf sitt Jesú Kristi, og aðrar þúsundir fylgdust með í sjónvarpi. Prestar og leikmenn, sem stóðu fyrir herferðinni, voru mjög á þeirri skoðun, að við ættum að koma aftur, meðan áhuginn væri svona mikill. Við getum aðeins sinnt litlum hluta þeirra beiðna, sem okkur berast. Þess vegna reynum við að ná til sem flestra á sem skemmstum tíma. New York er sú borg, þaðan sem við getum komizt í snertingu við þjóðina. Ef þér vissuð, hvílík kvöl það er að gera upp hug sinn um, hvert halda skal, munduð þér skilja betur vanda okkar. New York hefur átt við stórvaxin félagsleg vanda- mál að stríða. í sumum borgarhverfum hafa glæpir aukizt svo, að engin ráð virðast duga. Það er gömul saga, að með boðun fagnaðarerindisins um Jesúm eru reistar skorður við sívaxandi afbrotum, og sendiboðar Krists hafa sýnt hugprýði með því að fara með þetta „læknandi fagnaðarerindi" til þeirra staða, þar sem þörfin var mest. Ég er ekki að gefa í skyn, að nú séu öll vandamálin horfin eftir heimsókn okkar. En kannski hafa nokkur hundruð manns til viðbótar í þessari miklu borg eign- azt lifandi samfélag við frelsarann, og þá vonum við, að það stuðli að því að breyta andrúmsloftinu í þá átt, að réttlæti, kærleikur og umburðarlyndi einkenni sam- skipti fólksins í ríkari mæli en reyndin hefur verið. Mörg þúsund manns báðu fyrir heimsókn okkar til hinnar miklu borgar. Okkur þætti vænt um, ef allir þeir, sem lesa þennan dálk, vildu taka þátt í að biðja fyrir predikunarferðum okkar. + Þökkum samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, JÓNS B. BJÖRNSSONAR. Áata Siguröardóttir, Svandfs Jónsdóttir, Birgir Vigfússon, Björn R. Jónsson, Anna Ólafsdóttir, Árni R. Jónsson, Steinunn Jónsdóttir og barnabörn. Fanney Eggerts- dóttir, Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.