Morgunblaðið - 24.11.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984
3
Morgunblaftid/Árni Sœberg
Góðir gestir
Kvenfélagasamband fslands efnir um þessar mundir til námskeiós f Morgunblaóið síðdegis i g*r. Myndin er tekin þegar gestirnir voru í
fjölmiðlun fyrir forystukonur innan sinna vébanda. Hópurinn heimsótti hönnunardeildinni og skoðuðu skipulagsteikningu af blaðinu i morgun.
Áframhald-
andi viðræður
við ALCAN
FULLTRÚAR kanadíska álhringsins
ALf’AN voru bér á landi í vikunni til
viðræðna við stóriðjunefndarmenn
og til áframhaldandi athugunar á að-
stæðum hér til byggingar álvers.
Meðal annars fóru þeir til Akur-
eyrar til að líta á aðstæður. í
ALCAN-hópnum voru meðal ann-
arra einn af framkvæmdastjórum
fyrirtækisins og framkvæmda-
stjóri markaðseildar fyrirtækisins
í Evrópu. Héldu þeir utan f gær og
fóru fulltrúar frá stóriðjunefnd _
með þeim, meðal annarra Birgir
fsleifur Gunnarsson alþingismað-
ur, sem er formaður nefndarinnar.
Verða þeir nokkra daga í Kanada
til áframhaldandi viðræðna um
möguleika á þátttöku ALCAN i
byggingu álvers hér á landi.
Ný steypu-
verksmiðja
í Garðabæ
Ný steypuverksmiðja, Ós hf. hef-
ur tekið til starfa í Suðurhrauni 2 í
Garðabæ. Steypuverksmiðja þessi
er að sögn forráðamanna hennar
hin fyrsta sinnar tegundar á ís-
landi og hefur kostnaður við að
koma henni upp numið 80 til 90
milljónum króna. Forráðamenn
stöðvarinnar segja að steypuverk-
smiðja af þessari gerð sé hið full-
komnasta í Evrópu og framleiðir
hún steypu og margs konar for-
steyptar einingar.
Stjórnarformaður Óss hf. er
ólafur Björnsson og segir hann
m.a. um stöðuna: „Vegna þess
hversu tæknilega fullkomin og
afkastamikil verksmiðjan er,
mun hún ekki aðeins auka til
muna úrval af steypuvörum hér
á landi, heldur verður einnig
unnt að lækka verðlag á þessu
sviði.
Nánar verður skýrt frá verk-
smiðjunni í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins, sem kemur út
síðdegis í dag.
INNLEN'T
þess, að Guðrún Helgadóttir al-
þingismaður hefur mælt fyrir
þingsályktunartillögu um áskorun
til Alþingis um að veita 10 millj-
ónir króna á næstu fjárlögum til
Hallgrímskirkju, svo takast megi
að ljúka sem fyrst því mikla verki
sem bygging hennar er.
Að sögn Harðar Áskelssonar,
organista í Hallgrímskirkju, er
það samdóma áiit sérfræðinga, að
Hallgrímskirkju hæfi best orgei
með um 70 röddum. Myndi slíkt
orgel hafa 4 hljómborð og pedal,
yfir 5000 pípur og væri lengsta
pípan 10 metrar. Yrði það lang-
stærsta orgel landsins, en til sam-
anburðar má geta þess, að stærsta
orgel á íslandi í dag er í Akureyr-
arkirkju og hefur rúmlega 40
raddir og 3 hljómborð. Hörður
sagði að upplýsinga væri nú leitað
meðal sérfræðinga um hentugustu
staðsetningu orgelsins, bæði hvað
varðar hljómburð og innri frágang
kirkjunar. Ekki hefur verið tekin
ákvörðun um hvaða orgelsmiður
verður fyrir valinu, en tilboð hafa
borist frá Þýskalandi, Danmörku
og Ameriku. Afgreiðslufrestur
orgels af þessari stærð er um 2 til
3 ár og kostnaður vart undir 15
milljónum króna miðað við nú-
gildandi verðlag.
Sumt getur bara ekki
beðið jólanna
Bíddu ekki eftir sérstöku tækifæri til
að gefa einhverjum Parker. Penninn sjálfur er
sú ástæða sem þarf.
Við bjuggum hann til í einum tilgangi:
til að skrifa með; skrifa fallega.
Ekki svo að skilja að allt sé fyrirfram
sagt um pennana okkar. Parkergjöf hefur orðið
innblástur ótal ritgerða, snjallra athugasemda
og meistaralegra orðatiltækja. Það er engu líkara
en að hæfni leiði til hæfni.
Gefðu einhverjum svolítinn innblástur á
næstunni. Þiggjandinn mun aldrei gleyma hver
gaf honum Parkerinn sinn.
tPARKER
8
05