Morgunblaðið - 24.11.1984, Side 10

Morgunblaðið - 24.11.1984, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 264. þáttur inni: Bókin var tekin (af mann- inum), og má nú ekki misskilja viðbótina sem í sviganum er. Hins vegar verður að vekja at- hygli á því, að sumum hættir nú til að búa til kynlausa þolmynd, hafa lýsingarháttinn alltaf í hvorugkyni, en gæta þess ekki að laga kynið eftir kyni frumlagsins. Þess konar kynlaus þolmynd væri: Bókin var tekið, eða þó öllu heldur: það var tekið bókina. Ég hef séð: Honum var gefið lausan tauminn í staðinn fyrir: Hon- um var gefinn laus taumurinn, og heyrt hef ég: Mér var gefið góða köku í staðinn fyrir: mér var gefin góð kaka. Enn dæmi um kynlausa þolmynd: Merk- ing sú sem lagt er í orðið, í staðinn fyrir Merking sú sem lögð er í orðið. ★ Að lokum svofellt bréf sem ég þakka kærlega fyrir: Kæri Gísli! Smá athugasemd við 260. þáttinn um íslenskt mál í Mogganum. Þú ert þar að leita skýringa á nafninu Jósafat. Það kemur fyrir í ættartölu Jesú í 1. kafla Mattheusar- guðspjalls, og er það rétt hjá þér, að hann hafi verið kon- ungur í Júdeu, reyndar fimmti maður frá Davíð konungi. Skýring nafnsins er svo gef- in í spádómsbók Jóels, 3. kafla 7. versi, það er á bls. 923 í nýj- ustu útgáfu Biblíunnar. Neð- anmáls þar segir: „Jósafat merkir Drottinn dæmir." Frá Jósafat segir í fyrri Konunga- bók 15.24 og síðari Kronikubók 17,—21.1, það er nokkuð ítar- leg og skemmtileg frásögn. Með bestu kveðjum og stöð- ugu þakklæti fyrir þættina um íslenskt mál. Þinn einlægur Jón Bjarman P.S.: Heimilisfang umsjónar- manns er nú Grundargerði 1D Akureyri. P.pjs.: í síðasta þætti varð vondur ruglingur, sem er um- sjónarmanni einum að kenna. Maður hlakkar til, en mann langar til. Lesendur eru beðnir að hyggja að þessu. Athugasemd vegna fréttar um skuldir útgerðar við olíufélögin í FRÉTT Mbl. f ger af umræðum um olíuverð á aðalfundi LÍU er vitnað í það sem ég sagði um skuldir útgerðar- innar við olíufélögin. Þar sem tilvitn- unin er tekin úr samhengi við upphaf sitt og endi og er þar að auki breytt kemur í hana falskur tónn og þvf óska ég þess að þessi athugasemd verði birt óbreytt. Það sem ég sagði var þetta: „Það mátti lesa þá fyrirsögn f dagblaði fyrir ekki löngu að olíufé- lögin væru að mergsjúga útgerðina og síðan kom undirfyrirsögn um hrikaiegar olíuskuldir útgerðarinn- ar. Það er hugsanlegt að rökstyðja megi að olfufélögin hafi með fjár- mögnun á undirverði á gasolfu og svartolíu og með annarri lánastarf- semi til útgerðar og með konverter- ingu viðskiptaskulda og með af- slætti af vöxtum, haldið lífinu i út- gerðarfyrirtækjum sem ekki er hægt að skapa rekstrargrundvöll og ættu því að vera úr leik eða yfirtek- in af bæjarfélögum eða Samband- inu. Ef svo er þá verðum við auðvit- að að bíta úr nálinni meö það eins og þeir ykkar sem þau örlög eru bú- in. En við höfum okkur það til máls- bóta að við höfum lánaö útgerðinni olíu í góðri trú um að stjórnendur kerfisins gerðu sér grein fyrir því á hverju við lifum í þessu landi og sköpuðu útgerðinni skilyrði eða grundvöll til þess að greiða sínar skuldir, olfuskuldir sem aðrar, jafn- framt þvf að ná endum saman f rekstri sfnum. Sá grundvöllur verð- ur að gera ráð fyrir því að útgerðin greiði rétt verð fyrir þá olfu sem hún notar og þá meina ég greiði en ekki fái lánað." Ég vil leggja áherslu á að ég er með ofangreindu að svara þeim ásökunum á olfufélögin, ekki bara það félag sem ég starfa hjá heldur öll olfufélögin, aö fjárhagsleg vandamál útgerðarinnar séu olfufé- lögunum að kenna vegna þess hve Tónleikar í Austur- bæjarbíói MARGARETA Haverinen, sópran, og Colin Hansen, píanó- leikari, halda tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í dag, laug- ardag, í Austurbæjarbíói klukk- an 14.30. Á efnisskránni verða sönglög eftir Mozart, Fauré, Liszt og Rachmaninov. þau hafa lánað útgerðinni mikið. Auðvitað hafa olfufélögin með þessu verið að rétta útgerðinni hjálparhönd, enda fer það ekki á milli mála að útgeröarmenn hafa sótt fast að fá olíu lánaða þegar þeir hafa ekki getað greitt hana. Þar er ekki við olfufélögin að sakast heldur þá staðreynd að rekstrargrund- völlur útgerðar hefur hreinlega ekki verið fyrir hendi. Það er stóra mein- ið sem ég var að benda á f ræðu minni á aðalfundi LÍÚ. Þórður Ásgeirsson, forstj. Margareta Haverinen í Orðabók Menningarsjóðs segir svo á bls. XIII: „Miðmyndarendingin st (zt) í nýmáli er til orðin úr ending- unni sk í fornmáli en hún var komin af afturbeygða fornafn- inu sik (í nýíslensku sig). í fyrstu persónu eintölu var endingin þó mk, í fleirtölu sk; síðar kom sk i stað mk í ein- tölu. Á siðari hluta 13. aldar var miðmyndarendingin z orðin al- geng og virðist tákna ts-hljóð. Á 14. öld virðist framburður- inn hafa verið orðinn st eins og nú, en oft ritað zt eða zst. Dæmi: ek kollumk > köllumz > köllumst > kallast; þú, hann kallask > kallaz > kall- ast; vér kollumsk > köllumz > köllumst, þér kallisk > kalliz > kallist, þeir kallask > kallaz > kallast." Jón Helgason prófessor seg- ir í Handritaspjalli (bls. 19) að elstu handrit af íslandi, þau sem ætla má að skrifuð séu nálægt aldamótunum 1200 og þar á undan, hafi ýms skýr auðkenni sem greini þau frá öllum öðrum. Meðal þeirra auðkenna er þetta: „Miðmyndarending er -sk (eða -sc) og munur á nafnhætti at iþrasc (iðrast) og hluttaks- orði (hafa) iþratsc." ★ Miðmynd er þá þannig til komin, að afturbeygða for- nafninu sik (nú sig) hefur verið skeytt við sögnina, einkum til þess að tjá hvað einhver gerir við sjálfan sig. Með orðum dr. Bjarnar Guðfinnssonar er þetta þannig, er hann tilfærir helsta merkingareinkenni miðmyndar: „Sá, sem fram- kvæmir verknaðinn og verður fyrir honum, er sami maður- inn.“ Dæmi af þessu tagi er: Mað- urinn klæddist •= maðurinn klæddi sjálfan sig (sig sjálfur) eða: Stórveldin hervæddust = hervæddu sig. Dr. Björn talaði réttilega um helsta merkingareinkenni miðmyndar, þegar hann lýsti henni með þeim orðum sem að framan greinir. Honum var auðvitað kunnugt um að miðmyndin hefur einnig ann- ars konar merkingu, þótt sjaldgæfari sé. Er þá fyrst til að taka hvað menn gera hvor við annan. Dæmi: Mennirnir börðust = mennirnir börðu hvor annan, eða: Systkinin kysstust = systkinin kysstu hvort annað. Er þá sagt að miðmyndin hafi gagnvirka merkingu. Þá er ógetið hins þriðja. Miðmynd er stundum notuð í merkingu þolmyndar. Ef við segjum til dæmis, að hljóðið heyrist ekki eða hesturinn finn- ist ekki, þá meinum við að hljóðið „verði ekki heyrt" og hesturinn „verði ekki fund- inn.“ Hljóðið og hesturinn eru þarna „þolendur" þess verk- naðar sem um er að ræða. Enn getum við sagt með svipuðu tali: Dyrnar lokast, hurðin opnast. Ég vona að þetta síð- asta verði ekki til að vekja upp deilurnar um hurð og dyr. Eg hef ekki löngun til að fjalla um þær núna. ★ Ending miðmyndar hefur nú breyst í st úr sk, eins og að framan segir. En breytingin hefur ekki numið staðar. Nú er t-hljóðið í þessari endingu áreiðanlega í hættu. Ég heyri það á tali fólks og sé það á riti þess. Ég hef séð: Mér skils, þeim finns, hann sagóis, þau faras hjá. Ekki veit ég hversu mikið er um þetta, en fleiri hafa veitt því athygli. Jóhann S. Hannesson kvað: Þaó er ýmislegt að í Caracas, en af öllu er þetta samt lakas': þeir sem tala þar bes’ sleppa t eftir s, en það tjáir ekki um það að sakas’. ★ Þetta var lítils háttar um miðmynd, og umsjónarmann langar til að auka smáræði við um þolmynd. Hugsum okkur fyrst einfalda gjörmyndar- setningu: Maðurinn tók bók- ina. Sé þessu snúið í þolmynd, verður það með því að nota hjálparsögnina að vera og lýs- ingarhátt þátíðar af aðalsögn- Opið í dag frá 12—15 Nýtt á skrá m.a.: Stóragerði 3ja herb. rúmg. 90 fm ib. Tvö mjög stór svefnherb., ein stór stofa, suöursvalir. Mjög snyrtil. íb. og sameign. Gott útsýni. Verö 1850 þús. Flúðasel 110 fm 4ra herb. íb. meö aukah. í kj. Búr og þv.herb. innaf eldh. Laus strax. Verö 2-2,1 millj. Atvinnuhúsnæði Verslunarhúsnæöi Nálægt miöbænum viö mikla umferöargötu, 180 fm, í endur- nýjuöu húsnæöi. Iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði 120 fm á jaröh. með innkeyrslu- dyr, lofthæö 5,5 m, mögul. að gera milliloft. Nær fullbúiö húsn. Afhending strax. ★ Auk þess emm við moð mikið úrval eigna af öllum stærðum og gerðum bæði i höfuðborgar- svæðinu og eins úti i landi. it Hringið og litið skri ykkur i kaupendaskrina og tiið alltaf frittir af nýjum eignum i skri. * Vantar Höfum kaupendur aö ýmsum stæröum fasteigna, m.a.: # 2ja—3ja herb. íbúöum ná- lægt miöbæ. # 3ja—4ra herb. íbúö nálægt Landspitala. # 3ja og 4ra herb. íbúö í Fossvogi eöa Háaleiti. # sórhæð í vesturbæ m. bilsk. e 4ra herb. ibúö á Högum eöa Melum. e 4ra herb. íbúö á Seltjarnarn. e aérhæö í Hlíöum noröan Miklubr., heist m. bílsk. e einbýlia- eöa raöhúa í Foss- vogi, m.a.k. 6 svefnherb. e lítiö einbýli m. bílsk. í vestur- bæ og á Seltjamarn. Johann Daviðsson. /•’ Agust Guömundsson Helgi H. Jonsson. viðskiptafr. Garðastræti 45 Símar 22911—19255. Höfðabakki — lönaðarhúsnæði Um 240 fm iön.húsnæöi. Gæti selst i tvennu lagi. Húsbyggjandi lánar 1.200 þús. til 5 ára. Vanfar Okkur vantar allar stærdir og gerðir eigna i söluskrá Jón Arnon tögmaður, m 1 m,,|— ^^ — a — mamuiningi og laiieignHstiia. Kvðid- og h«la«r»(ml aðliMttðra 76136. Sðlumonn Lúðvik Ölafvvon --==----A« »X æægrai emsomivt 29555 Opið frá 1—3 2ja herb. íbúðir Efstihjalli. 2ja herb. 65 fm íb. á 2. hæö. Verö 1450 þús. Kambasel. 2ja—3ja herb. íbúö á jaröh. með sérinng., mjög glæsil. innr. Sléttahraun. 2ja herb. 65 fm íb. á 3. hæö. Bílskúrsróttur. Verð 1450—1500 þús. 3ja herb. íbúöir Eyjabakki. 3ja herb. 90 fm íb. á 1. hæö. Þvottur og búr innaf eldhúsi. Aukaherb. í kj. Verð 1800—1850 þús. Álagrandi. 3ja herb., 85 fm, íbúö á jaröh., nýjar innr. Verö 1950—2000 þús. Vesturberg. 3ja herb. 80 fm íb. á 4. h. í lyftublokk. Verö 1600- —1650 þús. 4ra herb. íbúðir Stelkshólar. 4ra herb. 110 fm íb. á 3. hæö ásamt bílskúr. Mjög vandaöar innréttingar, glæsileg eign. Verö 2,4 millj. Kleppsvegur. 4raherb. 110 tm íb. á jaröh. Verö 1800— 1850 þús. Lindargata. 100 fm sérhæö auk 50 fm bilskúrs. Losnar fljótl. Verö 1900 þús. Krummahólar. 4ra herb. 110 fm ib. á 5. hæö. Bílsk. réttur. Hellisgata. 2 X 50 fm hæö og ris, sem sk. í 2 saml. stofur og 4 svefnh. Verö 1850—1900 þús. Langholtsvegur. 4ra herb. 120 fm ibúö á 1. hæö. Skipti á minni eign æskileg. Sléttahraun Hf. 4ra herb. 110 fm íbúö á 3. hæö. Bílskúrs- réttur. Laus nú þegar. Verö 1850 j>ús. Víðimelur. 120 fm sórh. á 1. h. 35 fm bílsk. Verö 3,1 mlllj. Laugarnesvegur. 4ra—5 herb. 124 fm íb. á 3. hæö. Möguleg skipti á minni eign. Verð 2.4 millj. Granaskjól. 140 fm sérhæö á 1. hæö. 40 fm bílskúr. Verö 3.3 millj. Gaukshólar. Giæsii. 135 fm íb. á 6. h. Mikiö útsýni. Þrennar svalir. Bilsk. Verö 2,6 millj. Mögul. aö taka minni eign upp i kaupverð. Miðleiti. Glæsil. 110 fm endaíb. á 1. hæö í litlu samb. húsi. Mikil og glæsil. sameign. Sérgaröur til suöurs. Bílskýli. Einbýlishús og raðhús Langagerði. 230 fm einbýi- ishús, sem er tvær hæöir og kjallari. Stór bílskúr. Skipti á minni eign koma til greina. Verö 5 millj. Keilufell. 150 fm einb. á 2 hæöum auk 30 fm bílsk. Mjðg skemmtil. eign. Verö 3-3,2 millj. Vantar allar stærðir og gerðir eigna i söluskrá ki>ilynilin EIGNANAUSTi Bóistaöarhlið 6,105 Raykjavik. Símar 29555 — 29558. Hrólfur Hjaltason. viðskiptatræðingur J Til sölu í Fossvogi Neöri hæö, 155 fm, ásamt rúmgóöum bílskúr, sem innangengt er í. íbúöin er sérgerö fyrir fatlað fólk, hún er nú tilbúin undir tréverk en getur veriö fullgerö og tilbúin til afh. í janúar nk. Kaupendaþjónustan, sími 30541. Örn Isebarn, sími 31104.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.