Morgunblaðið - 24.11.1984, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.11.1984, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984 Traustið vex stöð- ugt á fjölskyldu Ceaucescu forseta Bákamit, 23. móyembrr AP. MIKLAR breytingar hafa veriA gerðar á skipan miðstjórnar rúm- enska kommúnistaflokksins en fundi hennar lauk í Búkarest í gær. 200 miðstjórnarmenn, um 45% þeirra allra, voru ekki endurkjörnir og aðrir valdir í þeirra stað. í opinberum tilkynningum heita þessar breytingar „endur- nýjun og ynging" og „tilflutning- ur félaga“ en almennt er hallast að því, að nýliðarnir séu meiri jábræður Ceaucescu, forseta, en þeir, sem voru látnir víkja. Fund- inum lauk með einhuga endur- kjöri Ceaucescu auk þess sem ættingjum hans þremur var trú- að fyrir enn valdameiri stöðum. Nicu, yngsti sonur Ceaucescu, var hækkaður í tign og gerður að aukafulltrúa í framkvæmd- anefndinni en frami hans hefur verið með ólíkindum á síðustu ár- um. Hann er eðlisfræðingur að mennt en gerði í því starfi stutt- an stans og hellti sér út í pólitík- ina. Kona hans, Poliana Crist- escu, hefur einnig áhuga á stjórn- málum og tókst nú að ná kjöri i miðstjórnina ásamt bróður Ce- aucescu, Ilie. Elena, kona Ceauc- escu, sem er fyrsti aðstoðarfors- ætisráðherra og formaður vís- inda- og tækniráðsins, á sæti bæði í miðstjórninni og fram- kvæmdanefndinni. Miðstjórnarmönnum var fjöl- gað að þessu sinni um 21 og segir, að það sé gert til að endurspegla verulega fjölgun félaga í komm- únistaflokknum. Fórnaöi fætinum fyrir hund sinn Nu Diego, Kaliforafa, 23. mór. AP. FIMM mánuðum eftir að Cole McFarland stökk fyrir aðvífandi járn- brautarlest til þess að bjarga hundi sfnum burt af brautarteinunum, segist hann alls ekki sjá eftir þvf að hafa misst annan fótinn til þess að geta bjargað hundinum. „ÞetU er spurning um gildismat,“ segir hann. „Ef ég á um það að velja að vera sá maður, sem heldur báðum fótum sínum, en lætur lest drepa hundinn sinn eða hitt að missa annan fótinn og bjarga hundinum mínum, þá kýs ég heldur síðari kostinn.“ McFarland hefur sfðan orðið fremst viljað tjá mér, hversu að nota gervifót og staf, en von- ast til þess að geta sleppt stafn- um eftir fáeinar vikur. Hann er búsettur í San Diego í Kalifornfu og segir það hafa gert hlutskipti sitt léttbærara, hve mikia hvatn- ingu og uppörvun hann hefur hlotið að af hálfu bandarískra samborgara sinna. Ég hef fengið mörg hundruð bréf,“ segir McFarland. „Flestir bréfritaranna hafa fyrst og snortnir þeir væru.“ McFarland, sem er 34 ára gamall piparsveinn og hunda- temjari, stökk fyrir járnbrautar- lest í júnf sl. til þess að bjarga fimm ára gömlum hundi sínum af frsku kyni (Irish setter). McFarland segist ekki hafa gert þetta ósjálfrátt. „Ég hafði ráð- rúm til þess að hugsa,“ er haft eftir honum. Bretar boða úrsögn úr UNESCQ: Ákvörðunin mælist misjafnlega fyrir Londðo, 23. nÓTember. AP. SÚ ÁKVÖRÐUN brezku stjórnarinnar að fara að fordæmi Bandaríkjamanna og draga sig út úr menningar-, mennta- og vísindastofnun Sameinuðu þjóð- anna, UNESCO, hefur bæði mælst vel fyrir og verið gagnrýnd. Eldward Heath fyrrum forsæt- isráðherra sagði við umræður í þinginu að ákvörðunin væri hörmuleg og órökrétt. Heath, sem var forsætisráðherra 1970—74, sagði að áhrif Breta á alþjóða- vettvangi myndu þverra með úr- Grænland: Kvótaskiptingartil- lögu EB illa tekið Grcaludi, 23. mórembrr. Fré NUm Jörgen Braun. FRAMKV/EMDANEFND Evrópubandalagsins hefur sent ráðherranefnd bandalagsins tillögu um, hvernig haga skuli kvótaskiptingu á veiðisvæðum við Grænland á árinu 1985. Hefur tillögugerð þessi mætt harkalegum viðbrögðum í grænlensku landstjórninni, sem telur, að þama hafi framkvæmdanefndin skipt sér af því, sem benni komi ekki við. sögn úr UNESCO. Stjórn Thatch- er væri nær að taka höndum sam- an við önnur ríki Evrópubanda- lagsins, EB, og krefjast umbóta á stofnuninni, „sem engum dytti i hug að segja að væri gallalaus". Af hálfu ríkisstjórna Sviss og Vestur-Þýzkaland var tilkynnt að ríkin tvö myndu beita sér fyrir breytingum á starfi UNESCO „innan frá“, þ.e. með áframhald- andi aðild. Bæði ríkin segjast sammála Bretum og Bandaríkja- mönnum um að breytinga sé þörf, en meiri von sé um árangur með því að stuðla að breytingum á vettvangi stofnunarinnar. Æðstu menn UNESCO kváðust harmni slegnir og rfkisstjórn Hollands varaði við því að ákvörð- unin kynni að skaða stofnunina al- varlega. Ríki EB lögðu hart að brezku stjórninni að ganga ekki úr UNESCO því með aðild gætu Bret- ar fremur knúið á um breytta stjórn og starfshætti og hið sama gerðu Samveldisríkin. Hin opinbera fréttastofa Líbýu, Jana, sagði Breta og Bandaríkja- menn krefjast þess að UNESCO yrði breytt úr „menningarstofnun er þjónaði hinum friðelskandi þjóðum heirns" og ætluðust þeir til að „stofnunin starfaði i anda heimsvaldastefnunnar“. En stuðningsmenn Margaret Thatcher heima fyrir fögnuðu og sögðu UNESCO dæmi um gagns- lausa alþjóðastofnun, sem væri hreiður pólitfskrar spillingar, og kröfðust afsagnar forstjórans, Senegal-búans Amadou Mahtar M’Bow. Sir Geoffrey Howe utanríkis- ráðherra sagði að skoða bæri ákvörðun stjórnarinnar sem hót- un um úrsögn, en ekki sem bind- andi ákvörðun, þvi málið yrði endurskoðað að ári f ljósi árang- urs af þingi UNESCO haustið 1985. Lars Emil Johansen, sem fer með fiskveiði- og atvinnumál i land- sstjórninni, sagði i viðtali við grænlenska útvarpið, að halda mætti, að framkvæmdanefnd Evr- ópubandalagsins væri ókunnugt um, að Grænland yfirgæfi banda- lagið um nýár ’85 og ákvæði þvi eitt og sjálft hvað hverjir veiddu á grænlenskum miðum. Samkvæmt tillögu framkvæmda- nefndarinnar skal skiptingin vera eftirfarandi: Við Vestur-Grænland fá Vest- ur-Þjóðverjar að veiða 9.230 tonn af þorski og Bretar 2.770 tonn. Við Austur-Grænland fá Vestur- Þjóðverjar 10.000 tonn og Bretar 1.500 tonn. Við Vestur-Grænland fá Vest- ur-Þjóðverjar að veiða 5.295 tonn af karfa og Bretar 105 tonn. Við Austur-Grænland fá Frakkar að veiða 410 tonn, Bretar 270 tonn og Vestur-Þjóðverjar 57.140 tonn. Nefndin úthlutar Dönum og Frökkum 405 tonnum af rækju, hvorri þjóð, á veiðisvæðum við Vestur-Grænland. Og sömu þjóðir mega veiða 440 tonn af rækju við Austur-Grænland. Þá á nefndin eftir að úthluta 490 tonnum af rækju við Vestur-Grænland og 2.170 tonnum við Austur-Græn- land. Eins og fyrr sagði hefur þessi til- laga nefndarinnar vakið sterk viðbrögð i Grænlandi. Lars Emil Johansen segir, að embættismenn í Brussel verði að sækja til Græn- lands um leyfi tii fiskveiða á græn- lenskum hafsvæðum. — Við vitum ekki einu sinni hvað fiskifræð- ingarnir segja; hversu mikið þeir telji óhætt að veiða við Grænland, segir þingmaðurinn. Grænlenska landstjórnin samdi um það við EB, þegar landið sagði sig úr bandalaginu, að EB-löndin mættu veiða þann fisk, sem Græn- lendingar gætu ekki veitt sjálfir. Og fyrir þann samning lýsti banda- lagið sig reiðubúið til að greiða 217 milljónir d.kr. á ári. Mexíkó: Sprengjusvæði breytt í garð Mexíkóborg, 23. mirember. AP. ENN er leitað að fórnarlömbum gassprengingarinnar og vítiseldsins, sem fylgdi í kjölfarið, í fátækra- hverfi í Mexíkóborg á mánudag og er tala látinna komin upp ( 346. Ákveðið hefur verið að ryðja svæðið og breyta þvf í almenningsgarð. Ennþá eru í sjúkrahúsi 500 menn og slösuðust margir þeirra lífshættulega. Láta mun nærri að 100.000 manns hafi misst heimili sitt. Pekingönd með prjónum KÁRE Willock, forsætisráðherra Noregs, hefur að undanförnu verið á ferðalagi í Kínverska alþýðulýð- veldinu, þar sem hann er opinber gestur. Hér snæðir hann Pekingönd að kínverskum hætti í Alþýðuhöll- inni i Peking og er sessunautur hans Zhao Ziyang, forsætisráðherra Kína. Carl ÓÁFENG VÍN VÖRUKYNNING Kynnum í dag frá kl. 10.00—16.00 vinsælu óáfengu Jung-vínin frá Rínarhéruöum Þýskalands. HVÍTVÍN KAMPAVÍN Vörumarkaðurinn hf Eiöistorgi. /

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.