Morgunblaðið - 24.11.1984, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984
21
Barentshaf:
Norðmenn og
Rússar semja
Sovétmenn fá að veiða 385.000 tonn af
kolmunna við Jan Mayen og Noreg
Mi, 23. nÓTember. AP.
Norðmenn og Sovétmenn hafa
komíst að samkomulagi um fiskveið-
ar í Barentshafi á næsta ári og
kvótaskiptinguna. Norðmenn fá
meiri þorskkvóta en í ár en Sovét-
menn mega aftur á móti veiða meira
af karfa og kolmunna.
Heildarþorskkvótinn á næsta
ári verður um 260.000 tonn en þar
af eru 80.000 tonn þorskur, sem
veiddur er við norsku ströndina og
Murmanskþorskur. í fyrstu at-
rennu var hvorri þjóð úthlutað
120.000 tonnum og 20.000 tonn tek-
in frá fyrir þriðja aðila en þar sem
Sovétmenn gáfu eftir sinn kvóta
að nokkru komu loksins 185.000
tonn í hlut Norðmanna en 55.000 í
hlut Sovétmanna. Á móti fengu
Sovétmenn að veiða 65.000 tonn af
100.000 tonna karfakvóta Norð-
manna og 385.000 tonn af kol-
munna á Jan Mayen-miðum og á
norska landgrunninu.
Loðnukvótinn f Barentshafi
verður lítill eins og við var búist
eða 1,1 milljón tonna. Pá Norð-
menn 60%, Sovétmenn 40% og
skiptist veiðin jafnt milli sumar-
og haustveiða og vetrarveiða.
Sovétmenn hafa ekkert ákveðið
með hrefnuveiðikvótann í sinni
lögsögu nema það, sem Alþjóða-
hvalveiðiráðið hefur lagt til, og
þykir augljóst, að þeir vilja ekki
standa að lokum uppi sem eina
hvalveiðiþjóðin.
Við samningaviðræðurnar lýstu
Sovétmenn enn einu sinni áhyggj-
um sínum af ofveiði Norðmanna á
þorski í Barentshafi og i norskri
lögsögu en á þessu ári mun hún
nema 70.000 tonnum. Að því kem-
ur, að þeir krefjast bóta fyrir hana
og verður það trúlega árið 1986
þegar sterkir árgangar koma inn.
Er búist við, að Sovétmenn vilji fá
ofveiðina „borgaða" með leyfi tii
að veiða smáfisk í trolli i sinni
lögsögu.
Færeyjan
Stjórnarmyndun-
arviðræður hafnar
undir forystu Jafnaðarflokks
ÞóraMfi, 23. BÓTember. Prá Jofru Arge, frétUmtara MbL
JAFNAÐARFLOKKURINN ( Færeyjum hefur hafið samningaviðræður
við alla fiokka, að undanskildum næststærsta fiokknum, Fólkaflokknum,
um myndun nýrrar landstjórnar.
Hefur Jafnaðarflokkurinn gef-
ið Fólkaflokknum til kynna, að
ekki sé sjálfgefið að flokkarnir
tveir vinni saman, og þess vegna
hafi ekki verið talið rétt, að
hefja stjórnarmyndunartilraun-
irnar með viðræðum þessara
flokka.
Flokkarnir sem Jafnaðar-
flokkurinn ræðir við nú eru
Sambandsflokkurinn, Sjálfstýri-
flokkurinn, Þjóðveldisflokkurinn
og Kristilegi þjóðarflokkurinn.
Fyrsta viðræðulotan fór fram
í gær, fimmtudag, og rakti Jafn-
aðarflokkurinn þá aðaldrætti
stefnu sinnar fyrir næsta kjör-
tímabil á fundum með fulltrúm
flokkanna fjögurra. Varð sam-
komulag um að láta kanna efna-
hagsástandið á þjóðarbúinu, svo
og fyrirliggjandi þjóðhagsáætl-
un.
Ekki hefur verið ákveðið,
hvenær næstu fundir verða
haldnir, en Lögþingið kemur
saman á þriðjudag til fyrsta
fundar eftir kosningar og er bú-
ist við, að samningaviðræðunum
verði þá fram haldið.
Samstaða með
PLO og Jórdaníu
Ammm, 23. ■ÍTember. AP.
Frelsisfylking Palestínumanna
(PLO) fagnar tillögum Husseins
Jórdaníukonungs um sameiginlegar
aðgerðir PLO og Jórdanfumanna
gegn ísrael. Kom þetta fram f ræðu
Salah Khalaf i þingi Palestfnuaraba
í Amman f dag, en hann er einn
nánasti samstarfsmaður Yassers
Arafat, leiðtoga PLO.
„Baráttan gegn ísrael er
óhjákvæmileg," sagði Khalaf á
fundi með fréttamönnum í dag.
Khalil Wazir, sem er næst æðsti
herforingi PLO, sagði einnig i dag,
að ekki yrði dregið úr hernaðarað-
gerðum gegn Israel, enda þótt
PLO og Jórdanía tækju höndum
saman.
Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar
er ekki talið ljóst hvort þær
endurspegli harðnandi afstöðu
PLO eða séu einungis bornar fram
til þess að gefa andstöðuhópum,
sem njóta stuðnings Sýrlendinga,
ekki færi á að halda því fram, að
uppgjafarandi sé tekinn að grafa
um sig í forystuliði Arafats.
DEMANTAHÚSIÐ
EÐALSTEINASÝNING
Demantahúsiö kynnir eöalsteina og handsmíöaöa skartgripi.
Sýningin er opin kl. 13.00—18.00, um helgar kl. 14.00—18.00.
DEMANTAHÚSIÐ, REYKJA VÍKURVEGI 62, HAFNARFIRÐI.
tf
FRAKKLAMDI:
GÍ^ésilegiÝ borð-
lampar í miklu úrvali.
Sannkölluð
stofuprýði sem
hentar vel til
tækifærisgjafa.
ILIS- OG RAFTÆKJADEILD
HEKIAHF
LAUGAVEGI 170- 172 SÍMAR 11687 - 21240
auglýsir breyttan opnunartíma hjá varahluta-
verslun sinni, Höföabakka 9, mánudaga til
föstudaga kl. 8—12 og 12.30—18.00.