Morgunblaðið - 24.11.1984, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.11.1984, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984 23 - Slmamynd AP. Stórkostlegur demantur Þessi æsilegi demantur var til sýnis í dag hjá Zale-fyrirtækinu i INew York. Gengur hann undir nafninu Zale-demanturinn og er hann hvorki meira né minna en 890 karöL Umhverfis hann hefur verið stráð dem- öntum sem samtals telja 890 karöt Til stendur ad skera þennan glæsilega gimstein og má búast við að hann verði þá stærsti slípaði demantur veraldar. Pólland: Hækkun á matvælum snemma á næsta ári Skömmtun verður aflétt af öllu nema kjöti og súkkulaði Vaiqá, 23. aórember. AP. PÓLSK stjórnvöld hyggjast hækka verð á matvælum snemma á næsta ári í tengslum við áform um að aflétta skömmtun á flestum tegundum mat- væla ■ landinu. Skýrði Jerzy Urban, talsmaður pólsku stjórnarinnar, frá þessu I gær og sagði, að hækkunin yrði sennilega 9 til 13 %. Skömmtun yrði væntanlega aflétt af öllum matvælum nema kjöti og súkkulaði. Bensín yrði sennilega skammtað áfram. Skömmtun á mat- vörum eins og hveiti, hrisgrjónum, smjörliki og smjöri hefur verið i gildi i Póllandi frá 1981. Sykur hef- ur verið skammtaður þar allt frá árinu 1976. Kommúnistastjórnin i landinu hefur hækkað verð á matvælum þrisvar sinnum frá þvi að herlög voru sett í desember 1981. Tilkynn- ingar stjórnvalda um verðhækkanir á matvælum með litlum fyrirvara urðu til þess að koma af stað óeirð- um á meðal verkamanna 1970 og 1976. Árið 1980 urðu viðtæk verkfðll i landinu af sömu orsökum og var Samstaða, samtök frjálsra verka- lýðsfélaga í landinu, stofnuð i kjöl- farið. Honecker kommúnistaleiðtogi í A-Þýzkalandi: Aðskilnaður nauðsynleg- ur friði og öryggi í Evrópu VWÍjR-þýX^ríkLtjórnin hafnaði þeirrí kenningu Erich Honeckers, for- seta Austur-Þýzkalands, að skipting þýzku ríkjanna værí nauðsyn til að viðhalda friði i Evrópu. „Að okkar mati rikir ekki raun- verulegur friður í Evrópu meðan all- ir Þjóðverjar búa ekki við sjálfs- ákvörðunarrétt," sagði f yfirlýsingu stjórnarinnar í Bonn. V-Þjóðverjar halda fast við þá kröfu að allir Þjóð- verjar verði sameinaðir í einn ríki. Honecker, sem er formaður aust- ur-þýzka kommúnistaflokksins, sagði á fundi miðstjórnar flokksins að tvö sjálfstæð riki Þjóðverja væru algjör forsenda friðar og jafnvægis i Evrópu. Austur-Þjóðverjar hafa lengi sóst eftir að hljóta fulla viðurkenningu i Bonn sem sjálfstætt ríki og eru um- mæli Honeckers talin endurspegla þá ósk hans. I ræðunni itrekaði Honecker þá kröfu að stjórnin i Bonn viðurkenndi austur-þýzkan borgararétt og að ræðismannsskrif- stofunni í A-Berlfn verði breytt í sendiráð með aðsetri sendiherra. Honecker hefur viðrað þessar kröf- ur nokkrum sinnum og itrekað þær með meiri þunga eftir að hann hætti við ferð sfna til V-Þýzkalands í sept- ember. IheklahfI í HEKLUBÍLASALNUM Laugardag frá kl. 10-17 Sunnudag frá kl. 13 -17 yiH SÝNUM ÞÝSKU KOSTAGRIPINA FRÁ VW OG AUDI ■JN 260I AUDI — Bíll hinna vandlátu — SANTANA — Kjörinn bíll ársins í fyrra — GOLF og JETTA á sérlega hagstædu verái þrátt fyrir gengisfellingu Gullfallegur gæöavagn Lúxus fyrir lítiö — "Z-* 6ÁRA ■_______________ RYÐVARNARÁBYRCÐ JETTA — Sígildur fjölskyldubíll — Þægilegur og sparneytinn TRANSPORTER — „Rúgbrauöiö'' frá vw, sem allir hafa reynt aö stæla,— GOLF — Einn söluhæsti bíllinn á heimsmarkaönum í 11 ár — Allirmuna eftirþýska tækniundrinu v.w. „bjöllunni" — ÞÝSKA TÆKNIUNDRIÐ ER ENN AÐ GERAST — IhIhekla Laugavegi 170 -172 Sír HF Sími 21240

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.