Morgunblaðið - 24.11.1984, Síða 45

Morgunblaðið - 24.11.1984, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS -U I? Borgarfógetaembætt- ið tölvuvæðist í Morgunblaðinu sunnudaginn 18. nóvember sl. birtist í Velvakanda bréf, þar sem þjónusta hjá borgar- fógetaembættinu í Reykjavík var gagnrýnd og þeirri spurningu varpað fram, hvers vegna tölvuvæðing hefði ekki haldið innreið sína í stofnun- ina, eins og svo víða annars staðar. í framhaldi af fyrirspurn bréfritara leitaði Velvakandi til Jóns Skafta- sonar yfirborgarfógeta í Reykjavík og spurði hann hvernig þessum mál- um væri háttað hjá embættinu og birtist hér svar hans við þeirri gagn- rýni sem fram kemur í bréfinu: „Við hér hjá borgarfógetaemb- ættinu yrðum manna kátastir ef stofnunin yrði tölvuvædd strax i dag. Þetta hefur verið baráttumál okkar nokkur undanfarin ár, en lögum samkvæmt er það dóms- málaráðuneytið sem tekur endan- lega ákvörðun um hvenær af þessu getur orðið. í bréfi dagsettu 26. júní síðastliðinn fengum við stað- festingu á því að dómsmálaráðu- neytið myndi beita sér fyrir fjár- veitingu í þetta á fjárlögum næsta árs, en mikil undirbúningsvinna hefur átt sér stað hjá embættinu. Við teljum, að með þessu bréfi sé dómsmálaráðuneytið út af fyrir sig búið að taka ákvörðun um að tölvuvæða hér hjá embætti borg- arfógeta, og þeirri ákvörðun fögn- um við. Starfsfólkið hér hefur lagt sig fram um að gera allt sitt besta, þrátt fyrir erfiðar aðstæður og ég get vel tekið undir það sjónarmið að það er fyrir löngu kominn tími til að tölvuvæða hér hjá embætt- inu til að létta undir með þeirri miklu vinnu og þjónustu sem hér er innt af hendi. En fólk gerir sér ekki grein fyrir hversu mikið magn hér er um að ræða, af alls kyns vottorðum og pappírum, að afgreiðsla þeirra tekur sinn tíma. Við höfum legið undir gagnrýni vegna þessa, en ég tel að sú gagn- rýni eigi ekki rétt á sér, því að þessi verkefni verða ekki unnin á annan hátt en nú tíðkast, með því vinnulagi sem nú er. Þess vegna hljótum við að fagna því, og vænt- anlega viðskiptavinir okkar líka, að nú skuli hafa verið tekin ákvörðun um að tölvuvæða hér. Hins vegar vil ég minna á, að tölvuvæðingin leysir ekki allan vanda, og reynsla er fyrir því er- lendis frá, þar sem tölvuvæðing hefur verið tekin upp, að af- greiðslutími á þinglýsingum getur dregist upp í allt að hálfan mánuð, sem er miklu lengri tími en tíðk- ast hefur hér hjá okkur þótt tölvu- lausir séum,“ sagði Jón Skaftason yfi rborgarfógeti. Hvers vegna er ekki tölvuvætt? Hulda hringdi: mesta furöa, aö enginn starfs- Hvernig stendur á því, aö á manna skuli hafa tekið eftir þvi, þessum framfaratímum, þegar svo mjög sem þeir dýrka tölurn- flestar opinberar stofnanir ar þar). Látum nú veröa af þvi tölvuvæöast til aö geta unniö aÖ tölvuvæöa embættiö og gera verkin fljótt og vel, þá eru veö- öllum léttara fyrir._ ..^aUiðMiduÉÉiuaMUUUHaHH Of mikil knattspyrna Katrín skrifar: Eg má til með að láta i ljós þá skoðun mína, að allt of mikið sé um ensku knattspyrnuna i sjón- varpinu. Laugardaginn 17. nóv- ember byrjaði dagskráin á ensku knattspyrnunni og stóð það í rúma 3 klukkutima, síðan kom dönsku- kennsluþátturinn um Hildi og loks komu íþróttir. í íþróttaþættinum var sýndur handbolti, skauta- Fyrirspurn til Sigurður Þorleifsson, Karlsstöð- um, skrifar: Það virðist því miður vera venja starfsmanna RARÍK á Austur- landi að rjúfa straum á sveitalín- um án tilkynninga. Oft á óheppi- legasta tima dagsins, þ.e. á milli kl. 9 og 12 f.h. en að visu taka þessar viðgerðir ekki nema eina til þrjár klst. en nógu óþægilegt samt. Þar að auki veldur þetta mjólkurframleiðendum miklum vandræðum og skemmir ókælda íþróttir og að auki enska knatt- spyrnan! Hvernig væri að gera frekar sérstakan þátt um fim- leika, það eru margir sem hafa gaman af þeim ekki siður en af enska boltanum. Að lokum langar mig til að koma því á framfæri, að mér finnst að fréttaþulirnir í sjónvarp- inu ættu ekki alltaf að vera svona alvörugefnir. rafveitustjóra mjólk í tönkum. Ég álit það skyldu starfsmanna RARÍK að vinna að þessum við- gerðum á þeim tima sólarhrings- ins sem veldur notendum hvað minnstum óþægindum og tilkynna það þá áður. Að síðustu kemur spurningin: Er hægt að fá þessu ófremdar- ástandi breytt f það horf að það sé sæmandi bæði starfsmönnum RARÍK og íbúum sveitanna? Mannleg samskipti í molum Kona í Breiðholtinu skrifar: Eg er sammála einni af eldri kynslóðinni sem skrifaði í Velvak- anda fyrir skömmu og talaði um að ungt fólk væri margt ókurteist. Hún segir hins vegar að ungt fólk sé fróðara og betur menntað en þeir sem eldri eru, en undir það get ég ekki tekið. Eldra fólkið á sína menntun og menningu. Sjálf er ég ekki af eldri kynslóðinni en heldur ekki af þeirri yngstu. Ég bý í Breiðholti. Á veturna eru rúður mínar sifellt grýttar með snjó en ég á ekki i útistöðum við neinn. Á göngustígunum hérna má maður hafa sig allan við til að verða ekki undir reiðhjólum. Á róluvellinum hér rétt hjá er há- reysti fram eftir nóttum svo erfitt er að sofa, en á vellinum halda unglingarnir sig. Svona má lengi telja. Það eru einnig margir sem spila tónlist hátt á nóttunni, smíða jafnvel um miðjar nætur og taka ekkert tillit til nágranna sinna. Ef mótmælt er verður allt vitlaust. Mannleg samskipti eru i molum. Verði manni á að segja vingjarn- legt orð við ókunnugan, t.d. úti i búð, er maður litinn tortryggnis- augum. GROHE Ladylux - Ladyline: Nýtt fiöltueft helmllistæKI i eldhuslö B.B. byggingavOkur hk IVIunið leóurstuðið Opið í dag laugardag kl. 9—4 BISG&6NAHÖLLIN BlLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK « 91-81199 og 81410 Steinsteypueiningar Framleiöum allar helstu geröir steinsteypu- og strengjasteypueininga og bjóöum allar geröir einingahúsa. HP Holplötur RP Rifjaplötur SRP Risplötur ESP Útveggir SP Innveggir IB Bitar RB Stoðir o.fl. lönaöarhús Fiskvinnsluhús Vöruskemmur Verslunarhús Skrifstofuhús íþróttahús Skólar íbúöarhús Haldgóö tækniþekking byggö á meira en 20 ára reynslu og samvinnu viö fremstu einingarverk- smiöjur í Evrópu og Ameríku tryggir örugga framleiöslu, ódýrar og notadrjúgar byggingar. BYGGINGARIÐ3AN HF SÍMI 36660, PÓSTHÓLF 4032 BREIOHÖFÐI 10, 124 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.