Morgunblaðið - 24.11.1984, Page 48

Morgunblaðið - 24.11.1984, Page 48
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SiMI 11633 HIEKKURIHBMSKEDJU LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. wmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmw^m Framfærsluvísitalan: Mælir 13 til 16% verðbólgu- hraða KAUPLAGSNEFND befur reiknað út vúritölu framfærslukostnaðar miðað Tið verðlag í nóvemberbyrjun. Reynd- ist hún vera 112 stíg, hafði hækkað um 1,28% frú október og 3,03% frá ágúst Hækkunin frá október sýnir 16,5% verðbólguhraða á 12 mánaða tímabili en hækkun vísitölunnar sl. þrjá mánnði sýnir 12,7% verðbólgu- hraða á 12 mánaða tímabili. 1 fréttatilkynningu frá Hagstofu íslands segir að hækkun vísitölunn- ar á milli október og nóvember stafí af hækkun húsnæðisliðs vísitólunn- ar (0,3%), af hækkun ýmissa þjón- ustuliða (0,5%) og af hækkun ým- issa vöruliða (0,5%). Háhyrningar til Brasilíu Morgunblaðið/Bjarni Eirfksson Tveir háhyrningar fóru í gær með Boeing 737-þotu Arnarflugs frá Kefla- vík til Frankfurt, en þaðan fara þeir með Lufthansavél tíl Sao Paulo í Brasilíu, þar sem þeir verða fyrstu hvalir til sýnis í sædýrasafni í S-Amer- íku. Háhyrningarnir eru karl- og kvenkyns, u.þ.b. þriggja til fjögurra ára og er hvor um sig rúmt tonn að þyngd. Þeir voru veiddir fyrir um ári og hafa verið síðan í Sædýrasafninu f Hafnarfírði. Hér er verið að fíytja háhyrningana um borð, en þotan var sérstaklega leigð til þessara fíutn- inga. Víkingar sigruðu VÍKINGUK sigraði spánska lið- ið Coronas í Evrópukeppni bik- arhafa f handknattleik í gær- kveldi með 28 mörkum gegn 21. í hálfíeik var staðan 15 mörk gegn 10, Víkingum í vil. Að sögn fréttamanns Morg- unblaðsins, sem var viðstadd- ur leikinn, voru Víkingar áberandi betri, en leikurinn fór fram í Tenerife á Kanarí- eyjum. Eftir þennan sigur eiga Víkingar góða möguleika á að komast áfram í keppninni, en sfðari leikur liðanna verður á sunnudagskvöld. Sjá nánar á síðu 47. Uglan mf Eldborginni er hin vinalegasta við matmóður sfna, Hildi Metús- alemsdóttur. Nokkuð er þó kvartað yfir matvendninni í henni, hún fúlsar við flestu öðru en hrárri kindalifur, en Hildur bauð henni einmitt upp á uppáhaldsmatinn þegar stilla þurfti upp fyrir Ijósmyndun. Ævar. Með uglu í brúnni KmmrM, 22. aiveaiber. SKIPVERJAR á Eldborginni fengu óvenjulegan gest í heimsókn er þeir vorn á loðnuveiðum norður í höfum. Var þetta ugla sem eitthvað virtist ama að. Handsömuðu þeir ugluna og kom í Ijós að hún var með feiti f fiðrinu. Var hún hjá þeim í brúnni f er sennilega brandugla og ætlar besta yfirlæti og undi sér bara Hildur að koma henni til fugla- vel. Þeir lönduðu aflanum á Eski- fræðings til hreinsunar á fiðrinu. firði eins og þeir hafa oftast gert Heldur borðar uglan lítið það er f haust og komu uglunni í land til helst að hún borði hráa kindalif- konu skipstjórans, Hildi Metúsal- ur. Hún er orðin gæf en þegar emsdóttur, og hefur uglan verið ókunnugir nálgast hana skellir þar í fóstri í nokkra daga. Þetta hún í góm og hvæsir. — Ævar. Hækka um 13 til 28% Bensrn og olía hækka í dag: — Bensínlítrinn kostar 25,80 kr. Á FUNDI verðlagsráðs í gær var samþykkt að heimila hækkun á bensíni, gasolíu og svartolíu í dag. Bensínlítrinn kostar nú 25,80 krónur, hækkaði um 13,6%. Gasolían hækkaði um 20,2% og svartolían 28,4% Hækkanirnar voru samþykktar með 5 atkvæðum gegn 3. Fulltrúar ASÍ og BSRB í ráðinu greiddu atkvæði gegn hækkununum. Fyrir verðlagsráði hefur um tíma legið beiðni olíufélaganna um hækkun á bensínlítranum úr 22.70 í 27,10 kr., eða um 19,4%. Samþykkt var að heimila hækkun í 25,80 kr. eða um 13,6%. Olíufé- lögin fóru fram á hækkun gasolíu- lítrans úr 8,90 í 12,40 kr. eða um 39,3% en samþykkt var að heimila þeim að hækka gasolíulítrann í 10.70 kr. eða um 20,2%. Þá óskuðu olíufélögin eftir að fá að hækka svartolíu úr 8.100 kr. í 12.000 kr. hvert tonn eða um 48,1% en verð- lagsráð heimilaði þeim hækkun í 10.400 kr. eða um 28,4%. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, sagði í samtali við blaðamann Mbl. í gær að meginástæða þess- arar hækkunar bensín- og olíu- verðs væri hækkun Bandaríkja- dollars, hann hefði hækkað um 35% síðan bensín- og olíuverð hefði siöast verið ákveðið. Sagði hann að mismunur á beiðni olíufé- laganna og verðlagsráðs fælist fyrst og fremst í því að verðlags- ráð gerði ráð fyrir hægari endur- greiðslu þess halla sem er á svo- kölluðum innkaupajöfnunarreikn- ingi olíufélaganna. Olíufélögin hefðu í áætlunum sínum miðað við að hallinn yrði jafnaður á 3 mán- uðum en verðlagsráð hefði lengt þann tíma í 9 til 10 mánuði. Þá sagði Georg að álagning olíufélag- anna á bensín og olíu hefði verið skert nokkuð eða um það bil 20 aura á hvern bensín- og gasolíu- lítra. Ahríf olíuveröshækkunar á rekstrarafkomu útgerðar: ar um 400 milljónir kr. — Hugmyndir uppi á LÍU-þingi um stofnun olíufélags útgerðarmanna HÆKKUN gasolíu um 20 % og svart- olíu um 28% hefur í för með sér 400 milljóna króna útgjaldaaukningu fyrir útgerðina, að sögn Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ. Á að- alfundi LÍÚ, sem stóð yfír í gær, var samþykkt að mótmæla hækkun þessari harðlega og beina því til full- trúa LÍÚ I verðlagsráði sjávarút- vegsins að samþykkja ekki fiskverð, nema tryggt verði, að það standi undir þessum kostnaðarauka. Miklar umræður urðu á aðal- fundinum um olíuverð og kom þar meðal annars fram hugmynd um olíufélag útgerðarmanna, „OLlÚ“. Á fundinum var tillögu frá Emil Thorarensen á Eskifirði þess efnis vísað frá, en hann sagði, að út- gerðin hefði ekki lengur efni á því, að halda uppi þremur olíuforstjór- um. Rétt væri að sameina olíufé- lögin í eitt, hugsanlega með yfir- stjórn LÍÚ. Eins og málum væri nú háttað væru nánast í hverju þorpi ein kirkja, skóli, félagsheim- ili og þrjár olíustöðvar. Það gæti ekki verið þörf fyrir þær allar. Einar Kristinsson frá Keflavík sagði, að rétt væri að stefna að því að stofna olíufélag útgerðar- manna. Misvitrir stjórnmálamenn hefðu hingað til og ennþá skellt skuldinni á stöðu útgerðarinnar, bæði með ákvörðunum um stjórn- un, gengisfellingum og ýmiskonar hagsmunapoti. Nú væri staða út- gerðarinnar þannig, að gripu út- gerðarmenn ekki í taumana, kæm- ist hún á vonarvöl. Það yrði að koma í veg fyrir að útgerðarmenn yrðu hengdir f stað stjórnmála- mannanná, sem bæru alla ábyrgð- ina. Eykur útgjöld útgerð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.