Morgunblaðið - 25.11.1984, Síða 7

Morgunblaðið - 25.11.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 7 Sæluhús í Eemhof 29. des. - 3. jan. Þetta er tækifærið til að halda upp á áramótin með allri fjölskyldunni á hressilega óvenjulegan hátt! Við fljúgum til Amsterdam að morgni laugardagsins 29. des. og erum komin til Eemhof um miðjan daginn. Síðan búum við um okkur í hlýlegum og vel búnum sæluhúsunum og tökum til við skemmtilegheitin. Fyrir utan sundlaugarparadísina og alla þá frábæru aðstöðu sem boðið er upp á í Eemhof - þá verður auðvitað sérstök áramótadagskrá fyrir alla fjölskylduna: Mikið húllumhæ á vegum Hollendinganna sem mörg undanfarin áramót hafa skemmt sér konunglega í Eemhof - og íslenski fararstjórinn, hann Kjartan L. Pálsson, mun líka svo sannarlega sjá til þess að enginn íslendinganna gleymi þessum áramótum í bráð. Heim er svo komið að kvöldi fimmtudags 3. jan. Aðeins 2 vinnudagar tapast! Verðið er frábært! Aðeins frá kr. 9.800. (Barnafsláttur 1.200 kr.) Aftur til Sölden! Það er ómetanlegt að geta aftur boðið upp á þennan glæsilega skíðastað sem skíðatímarit í Evrópu eru sammála um að sé sá besti í Austurríki. Aðbúnaður gerist ekki betri: Brekkur fyrir alla, í allt að 3 km hæð, frábært lyftukerfi, fleiri hundruð skíðakennarar, fullkomnar merkingar, fjölbreytt hvíldaraðstaða, veitingastaðir, sundlaugar, gufuböð, nuddstof- ur, dískótek, næturklúbbar o.fl. o.fl., allt á sama fallega staðnum, Sölden. Beint leiguflug til Innsbruck. Verð frá kr. 18.700,- Brottfarir: 26. janúar 9. febrúar 23. febrúar Sérstök aðventuferð 6.-10. desember Ásthildur Pétursdóttir leiðir þessa huggulegu ferð, þar sem við gerum bragðkönnun á jólaglögginu danska og fáum okkur ekta „julefrokost". Fyrsta fiokks gisting á Hotel Royal SAS. Verð kr. 13.970,- (miðað við 2 m. herb.) Hópferð á Polar Cup í Osló 29. nóv. - 2. des. Snaggaraleg 4 daga hópferð með íslenska handknattleikslandsliðinu. Fjórir leikir á þremur dögum - við lið Ítalíu, Noregs, A-Þýskalands og ísraels í hinni skemmtilegu Polar Cup keppni Norðmanna. Fararstjóri Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ. Verð aðeins kr. 10.900. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SIMAR 21400 & 23727 AUGLÝSINGAÞJÓNUSTAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.