Morgunblaðið - 25.11.1984, Side 31

Morgunblaðið - 25.11.1984, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 31 Ásmundur Stefánsson foreeti ASÍ var gestur og ræðumaður á flokksþingi Alþýðuflokksins f fyrri viku, en f vettvangi er m.a. fjallað um ítök stjórnmálaflokk- anna í ASÍ. MorgunblaðiA/ólafur K. Magnússon ingsaðili gagnvart atvinnurek- anda. Til stuðnings þessum breyt- ingatillögum segir nefndin m.a. meginvankanta ríkjandi skipulags vera þá, að á einum vinnustað séu oft ekki færri en 6—8 félög, mis- jafnlega fjölmenn, sem hvert um sig geti sagt upp samningum, boð- að og framkvæmt vinnustöðvanir án alls samráðs við önnur félög á vinnustaðnum og án alls tillits til heildarhagsmuna starfsfólksins. efndin taldi á þessum tíma árið 1960 að tvær leiðir kæmu einkum til álita miðað við stað- hætti og starfsgreinaskiptingu til að ná því markmiði sem að var stefnt. I fyrsta lagi að komið yrði á staðbundnum atvinnugreinafé- lögum, er yrðu beinir aðilar að ASÍ og í öðru lagi að komið yrði á landssamböndum atvinnugreina- félaga, eftir nánari skiptingu, sem yrðu u.þ.b. 8—10, en landssam- böndin fengju beina aðild að ASÍ. Þá leið taldi nefndin heppilegri. Þá voru gerðar tillögur um eftir- farandi atvinnugreinaskiptingar: Fiskveiðar og flutningar á sjó og f lofti; flutningar á landi, fisk- vinnsla og skyld starfsemi; bygg- ingariðnaður; málmiðnaður; neyzluvöruiðnaður og skyld starfsemi; vefnaðar-, leður- og skóiðnaður; prent- og bókagerð; rafmagnsiðnaður; þjónustustörf. Samband fyrir verslunarmenn var ekki nefnt, en skýringin er sú að Landsamband ísl. verzlunar- manna var þá ekki orðið aðili að ASÍ. íðan þetta nefndarálit var kynnt hefur það eitt gerst í skipulagsmálum ASÍ, að ákveðið var að stofna landssambönd, en ekki á þann hátt, sem nefndin gerði ráð fyrir, þ.e. landssambönd, sem tryggðu að hver vinnustaður gæti átt aðild að einu landssam- bandi. Þess í stað voru stofnuð starfsgreinasambönd samkvæmt ríkjandi skiptingu, en þó bera þau nokkurn keim af áðurgreindri at- vinnugreinaskiptingu. Það er fyrst nú á síðustu tveimur árum, sem skipulagsmálin hafa komist aftur á dagskrá, en menn eru þar alls ekki á eitt sáttir. Á 35. ASÍ-þing- inu sem nú er að hefjast verður lögð fram tillaga frá skipulags- nefnd og ber hún augljós merki málamiðlana. Mbl. er kunnugt um, að skipulagsnefndin vildi ganga mun lengra í þá átt að stokka upp núverandi kerfi, en hún mætti mjög harðri andstöðu ýmissa for- vígismanna ASÍ. illagan gerir ráð fyrir að upp verði tekið aukið samstarf verkalýðsfélaga innan hinna ýmsu atvinnugreina, í því skyni að láta reyna á kosti eða galla atvinnu- greinaskipulags. Þá er lögð áhersla á að öll félög innan ASÍ eigi aðild að landssambandi. Hugmyndin á bak við tillöguna er að einstök félög geti á beinan eða óbeinan hátt skipt sér upp í deild- ir, bundnar atvinnugreinum og að á þann hátt megi smám saman breyta núverandi starfsgreina- samböndum í atvinnugreinasam- bönd. Fyrsta skrefið telja margir að sé að fá öll félög inn i lands- sambönd, en á móti benda aðrir á, að mörg „utangarðsfélögin" geti ekki leitað til neins landssam- bands samkvæmt núverandi starfsgreinaskiptingu. Þá gerir tillagan ráð fyrir, að verkalýðsfé- lög, sem hafa félagsmenn úr mörgum atvinnugreinum, skipti félögunum beint eða óbeint i deildir, eftir aðstæðum á hverjum stað. maímánuði sl. voru haldnar ráðstefnur á vegum ASÍ um at- vinnugreinaskiptingu með þremur atvinnugreinum, þ.e. fiskiðnaði, byggðingariðnaði og mannvirkja- gerð og i iðnaði. Mikill meirihluti var að sögn þeirra sem stjórnuðu ráðstefnunum fylgjandi atvinnu- greinaskiptingu, sem miðaði að deildaskiptingu í félögunum og að deildirnar gætu síðan orðið aðilar að landssamböndum. * Itillögunni sem lögð verður fyrir þingið er bent á að til þess að verkalýðsfélög geti gegnt hlut- verki sínu sem baráttutæki og þjónustustofnun, telji þingið nauðsynlegt, að þau verði að öðru jöfnu ekki fámennari en svo, að þau geti haft á sínum vegum 1—2 starfsmenn. Því feli þingið skipu- lagsmálanefnd og miðstjórn i samvinnu við landssamböndin að efla samstarf og samvinnu félaga þar sem landfræðilegar aðstæður gera það kleift. I ummælum manna um einstök félög kom fram, að þar væri víðast „hrein forneskja" ríkjandi, eins og einn viðmælandi komst að orði. Sem dæmi bentu menn á, að fáránlegt væri að Verkamannafélögin Dagsbrún og Framsókn i Reykja- vík skyldu ekki hafa verið samein- uð fyrir löngu. Hið sama ætti við i Hafnarfirði með Framtiðina og Hlíf. Aðspurðir um ástæður sögðu menn hana augljósa i Reykjavik. Alþýðubandalagið réði rikjum i Dagsbrún, en Alþýðuflokkurinn í Framsókn og gætu menn sjálfir sagt sér, að forustumennirnir vildu ekki missa þá góðu bita. „Vandamál forustumannanna" sagði einn viðmælandi blaðsins. „Þeir eru líka hræddir við deilda- skiptinguna, að þeir missi tökin til smákónga í deildunum." enn eru einnig hræddir við hreina atvinnugreinaskipt- ingu, þ.e. að allir verði í því landssambandi sem þeir tilheyra. Bent er á hinn gífurlega fjölda ófaglærðra, sem til dæmis er í Verkamannasambandinu, en ætti samkvæmt atvinnu sinni að vera í t.d. Málm- og skipasmíðasam- bandinu, Landssambandi iðnað- armanna o.s.frv. Með uppstokkun kæmu til miklar tilfærslur og óttuðust forustumennirnir minnk- andi völd. Nokkrir viðmælenda bentu á að forusta í verkalýðs- hreyfingunni hefði ekki verið svo fáum stökkbretti til áhrifa og valda í þjóðfélaginu og fékk undir- rituð ósjaldan upptalningu á nöfn- um þingmanna, borgar- og bæj- arfulltrúa því til sönnunar. innig er bent á að núverandi félagaskipting úti á lands- byggðinni sé oft með þeim ein- dæmum, að félögin séu gjörsam- lega óhæf til að sinna hlutverki sínu vegna smæðar. Þar telja menn að skipulag, eins og er t.d. i Siglufirði, eigi að koma til. f Siglu- firði er eitt verkalýðsfélag, deild- askipt, og eiga deildirnar aðild að landssamböndum eftir atvinnu- greinum. ingfulltrúar voru yfirleitt á einu máli um það, að þetta ASl-þing myndi ekki gera róttæk- ar breytingar i skipulagsmálum, en miklu skipti að umræðan logn- aðist ekki út af á ný. Varðandi tillögurnar frá 1960 töldu menn að þróa yrði skipulagið í þá átt að einfalda það og margir höfðu á orði að fyrirkomulagið í ÍSAL og ríkisverksmiðjunum, þar sem samið er beint við eina heild væri til mikillar fyrirmyndar, en því mætti koma á víðar, án þess að riðla núverandi skipulagi algjör- lega. Þeir verkalýðsíeiðtogar, sem staðið hafa í samningagerð með starfsfólkinu í ÍSAL, en fólkið er líka i stéttarfélögum, þó samið sé beint við vinnuveitandann, segir að innanhússsamningarnir þar hafi gefið mjög góða raun. í upp- hafi var launamismunur þar milli hæstu og lægstu launa um 100%, en í dag er hann aðeins 40%. Þetta nefna menn einnig því til sönnun- ar, að með því að koma ófaglærð- um, sem yfirleitt skipa lægstu launaflokkana, i landssambönd með faglærðum í sömu atvinnu- greinum, hljóti það að verða til hagsbóta fyrir hina lægst launuðu og reyndar einnig hina. ér verður ekki drepið á fleiri atriði, þó af nógu sé að taka, svo fylla mætti margar síður. Við- mælendur Mbl., sem sitja ASÍ- þingið höfðu margir á orði, að betra væri að fara sér hægt í skipulagsbreytingum og vera fyrst fullvissir um að breytingarnar yrðu til bóta. Enginn mælir með breytingum breytinganna vegna, en hér verður kafli úr nefndaráliti skipulagsnefndarinnar frá 1960 gerður að niðurlagsorðum: „Öllum hugsandi mönnum i verkalýðs- samtökunum er ljós nauðsyn þess að samtökin hagi skipulagi sínu og starfsháttum á hverjum tíma þannig, að afl það, sem þau geta ráðið yfir, nýtist sem best fólki þvi, er samtökin skipa, til hags- bóta. Þeir, sem viðurkenna þessar augljósu staðreyndir, hljóta einn- ig að gera sér grein fyrir því, að núverandi skipulag — eða öllu heldur skipulagsleysi — samtak- anna, er ekki i neinu samræmi við þá atvinnubyltingu, sem átt hefur sér stað hér á landi siðustu ára- tugina." Bandarísk sól- arorkuflugvél innan áratugar ÓMÖNNUÐ sólarorkuflugvél sem getur verið á lofti árum saman kann að verða að veruleika innan áratug- ar. Bandarísku Lockheed-verksmið- jurnar skýrðu nýlega frá því, að stjórn bandarísku geimferða- stofnunarinnar, NASA, hefði fengið þeim það verkefni að búa til slika flugvél, eins konar „sólknúna háloftastöð". Er m.a. ætlunin að nota flugvél- ina til að vaka yfir uppskerusvæð- um. Hún á að geta náð 90 km hraða á klst. og komist upp i 20 kilómetra hæð. Vænghaf verður 100 metrar og þyngd um 900 kg. Vélin á að geta haldist á lofti i a.m.k. eitt ár með aðstoð sólar- orkurafgeymis, að sögn talsmanna Lockheed. f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAfí Del Monte — Appelsínur Outspan — App- Fuenmora — Klementínur Fuenmora — Klementlnur spænskar — Epli USA Extra Fancy — Epli gul, frönsk — Sítrónur spænskar — Greipaldin Jaffa — Greipaldin rautt — Melónur Galía — Mel- ónur gular — Vínber gr»n — Vínber blá — Perur — Kókoshnetur — Kiwi — Ananas — Einnig mikiö úrval grænmetis SSON HF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.