Morgunblaðið - 21.12.1984, Side 24

Morgunblaðið - 21.12.1984, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 Skólasaga Bókmenntir Erlendur Jónsson Heimir Þorleifsson: SAGA REYKJAVÍKURSKÓLA. IV. 308 bls. Útg.: Sögusjóður MR. Reykja- vík, 1984. Rit þetta er orðið geysimikið að vöxtum og innihaldi; texti stór- mikill; myndir fjölmargar. Meðal annars er þarna að finna (í fyrri bindum) myndir frá frumstigi ljósmyndunar á íslandi. Margir áhrifamenn í stjórnmálum og menningarlífi koma þarna við sögu. Mynd er í þessu síðasta bindi af núverandi forsætisráðherra þar sem hann kveður skóla sinn. Úr Menntaskólanum í Reykjavík hafa löngum komið þeir sem þenkt hafa og ályktað fyrir þjóðina. Menntaskólinn í Reykjavík er alveg örugglega elsta mennta- Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Kugene O’Neill: Dagleiðin langa inn í nótt. Thor Vilhjálmsson þýddi á íslenzku. Útg. Menningarsjóður. Þetta fræga leikrit Eugene O’Neill var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir svona tveimur árum, ef ég man rétt. Hvort það fékk þá at- hygli sem það verðskuldar og hvernig sýningin var, veit ég því miður ekki. Eugene O’Neill er einn af jöfr- um bandarískra leikbókmennta, um það getur engum blandast hugur. Viðhorf hans einkenndust af bölsýni, oft og einatt grimmd í garð persóna sinna, persónurnar komast ekki upp með neina blekkingu þótt yfirborðið virðist snyrtilegt í byrjun. Það er kafað niður í sálarfylgsni af miskunn- stofnun landsins — og raunar hin eina slíka sem hægt er að kalla gamla og gróna á alþjóðlegan mælikvarða. Um aldur stofnunar- innar má auðvitað rökræða með ýmsu móti. Til að mynda mætti rekja upphaf skólans til þess árs er hann fór að heita menntaskóli. Eins til flutnings hans frá Bessa- stöðum til Reykjavíkur. Eða til upphafs skólahalds í Skálholti — eða jafnvel til upphafs skólahalds á íslandi, það er í Haukadal í Biskupstungum. Finnst mér það raunar eðlilegast. Þótt skólinn hafi flust til öðru hverju og skóla- hald fallið niður endrum og sinr.- um sýnist þráðurinn býsna heil- legur þegar á allt er litið. Hættur hafa oft steðjað að þessari elstu menntastofnun þjóðarinnar. Má örugglega telja að gengi skólans hafi farið eftir þjóðarhag — and- legum og efnalegum — hverju sinni. Eftir Iok seinna stríðs var sýnt arleysi og raunsæi, en ekki grimmd. Því að Eugene O’Neill ber þrátt fyrir allt og sem betur fer umhyggju fyrir hinum mörgu og ólíku persónum sem hann leið- ir fram. Leikritið gerist í sumarhúsi Tyrone-fjölskyldunnar og spann- ar tæpan sólarhring í lífi mið- aldra hjóna og sona þeirra tveggja. I byrjun kemur fram að Mary Tyrone hefur verið að koma af heilsuhæli, synir hennar tveir og maður hennar, sem er annars eða þriðja flokks leikari, eru áhyggjufullir vegna hennar, en reyna að trúa á að hún hafi aö þessu sinni náð sér. Framvindan er hæg, en smám saman magnast upp andrúmsloft svo áhrifamikið, þrúgandi, hræði- legt, allt í senn. Mary snýr sér á ný að eiturlyfjum, maður hennar er flak sem hefur aldrei megnað að veita konu sinni þann styrk sem hún þarfnast, yngri sonurinn Heimir Þorleifsson að gamla húsið við Lækjargötu dygði skammt til menntaskóla- halds í Reykjavík. Þá vöknuðu spurningarnar: Átti að stofna nýj- an skóla? Flytja gamla skólann til í borginni og byggja yfir hann á Edmond og líkast til málpípa höf- undar er berklaveikur, og hans bíður væntanlega ekki framtíð, Jaime sá eldri hefur brennt kerti sitt í báða enda og engin betri tíð er í vændum fyrir neitt þeirra. Eugene O’Neill er meistari stemmningarinnar og eftir sitja áhrif sem leita á löngu eftir að lestri leikritsins er lokið. Thor Vilhjálmsson hefur þýtt verkið og gert það að því bezt verður séð ákaflega vel, svo að O’Neill kem- ur til okkar hreinn og ómengað- ur. öðrum stað? Eða halda áfram að kenna í nýja húsinu og auka við húsnæði skólans með öðrum bygg- ingum á næstu grösum. Heimir Þorleifsson rekur þá sögu ítarlega. Meðal annars var stungið upp á að rífa gamla húsið. Nemendur og fleiri risu upp og mótmæltu. Hundrað ára gamalt hús skyldi njóta verndar og friðhelgi. Hitt gerðist furðuhljóðalaust að stofn- unin sjálf er stórskert um sömu mundir, bekkjum fækkað um tvo og þar með vegið að því sjálfstæði sem skólinn hafði notið frá fyrstu tíð. Dæmigert fyrir íslendinga: að ríghalda í stoðir og sperrur úr tré en depla augum í skilningsleysi þegar menningarverðmæti eru fótum troðin! Heimir Þorleifsson skiptir þessu bindi í kafla eftir stjórnar- tíð rektora, byrjar á síðustu rekt- orsárum Pálma Hannessonar en endar á fyrstu rektorsárum Guðna Guðmundssonar. Fyrstu áratug- irnir eftir stríð einkenndust af stöðugleika. »Kennsla og um- gengnishættir breyttust lítið á þessum árum þrátt fyrir fjölgun nemenda,* segir Heimir Þorleifs- son. » ... Enn þótti sjálfsagt, að menntaskólanemendur gengju í betri fötum í skóla, piltar í jakka- fötum og með bindi og stúlkur í pilsum eða kjólum.« Þetta mun lítið hafa breyst fyrr en með árinu 1968 sem oft er kennt við stúdentauppreisnir eða námsmannahreyfingar, en þá varð alger stökkbreyting í viðhorfi til skóla og menntunar yfirhöfuð. »Kynslóðabil og fjölmiðlun voru meðal tízkuorða á 8. áratugnum* segir HeimiV Þorleifsson, »og þau fyrirbæri, sem að baki voru, héldu auðvitað innreið sína í Reykjavík- urskóla. Nemendur klæddust öðruvísi, töluðu öðruvísi og höfðu annars konar hárgreiðslu en eldri kynslóðin. Þetta gat valdið sam- búðarerfiðleikum með hinum eldri og hinum yngri á hefðbundnum samkomum eins og jólagleði og árshátíðum.« Auk hinnar eiginlegu skólasögu er hér langur kafli um leiklistar- iðkanir nemenda sem byggir á margra alda hefð — ef rakið er til Hólavallar og Skálholts. Ritið endar svo með nafnaskrá geysimikilli. Heimir Þorleifsson hefur hér með unnið gott verk og þarft. Brot bókanna þykir mér vera óhönduglegt í meira lagi. Annað, sem lýtur að útliti og frá- gangi, sýnist mér vera með ágæt- um. Stökk fram á við Hljóm plotur 9 Queensryche The Warning FMI America/ Fálkinn Queensrýche sendi frá sér fjögurra laga plötu árið 1982 og fjallaði ég um hana i loks mars, m.a. með þeim orðum að á köfl- um líktist hljómsveitin Iron Maiden mjög, sér í lagi söngur Geoff Tate. Jafnframt lét ég þess getið, að framfarir hlytu að hafa orðið hjá sveitinni og þær koma berlega í ljós á þessari fyrstu breiðskífu Queensryche. Allur hljóðfæraleikur er miklu jafnari en fyrr og þá um leið ag- aðri. Sóló skemmtilega upp- byggð og þeim stillt í hóf og miklu öruggari samspil tromma og bassa. Söngur Tate ekki eins líkur Bruce Dickinson og áður og er það vel því þótt ekki sé leiðum að líkjast ávinna menn sér ekki virðingu með eftirhermum. Þá hefur orðið geysileg breyt- ing á allri meðhöndlun tónlistar- innar í hljóðveri frá því á 4-laga plötunni. Þar voru upptökur fremur einfaldar og á stundum kastað til þeirra höndunum. Hér kveður við annan tón. Val Garay, sá snillingur við takkana, sér um hljóðblöndun en hann hefur m.a. gert stórvirki með Motels og Kim Carnes svo dæmi séu nefnd. Þótt auðvitað verði engin sveit fræg á „sándinu" einu saman getur það óneitan- lega skipt sköpum á plötum, ekki hvað síst tímamótaplötum eins og þessari. Ég er nefnilega sannfærður um að Queensryche á eftir að verða nafn, sem hljóma mun vítt og breitt um heiminn á meðal þungarokkara á næstunni. The Warning hefst á sam- nefndu lagi, sem er mjög sterkt, og framhaldið er í svipuðum dúr. Ekki veikan punkt að finna og hæst rís platan í lögum á borð við NM 156 og Take Hold of The Flame auk titillagsins. Sannar- lega athyglisverð sveit á hraðri uppleið. Fortíðin er líðandi stund Tvær með of- sóknarbrjálæði Árni Þórarinsson AÐDÁUN og tilbeiðsla sem breytist í drápshug og eyðilegg- ingarhvöt er algengt ferli í kvikmyndum og skáldskap ekki síöur en lífinu sjálfu. Ein birt- ingarmynd þessarar kenndar er hin ófullnægða ást úr fjarska — dýrkun manneskju sem viðkom- andi þekkir í rauninni ekki nema sem ímynd, skurðgoð eða gyðju langt úr seilingarfjarlægð; hinn elskaði verður aðeins tákn fyrir villuráfandi ást, eða öllu heldur ástarþörf. Úr fréttum þekkjum við fjölda dæma um hugsjúkt fólk sem fremur ódæðisverk í þágu „ástar" sinnar, færir fórn á stall þeirrar manneskju sem það tilbiður. Jafnvel er þeim elskaða sjálfum fórnað þegar ástin er óendurgold- in. Fyrir slíku verður ekki síst það sem kallað er „frægt fólk“. Dæmi af handahófi: Maðurinn sem reyndi að myrða Reagan Bandaríkjaforseta til að vekja at- hygli gyðjunnar sem hann dýrk- aði, kvikmyndaleikkonunnar Jod- ie Foster. Hér kemur til sögunnar sú þversögn að smæð og einsemd manna í risasamfélögum eins og stórborgum vex um leið og fjöl- miðlar rjúfa einangrun þeirra með því að flytja fólk og atburði inn á stofugólf. Átrúnaðargoð hafa auðvitað alltaf verið til, fyrst og fremst hjá unglingum, en þegar fullorðið fólk flytur ófull- nægða sambandsþörf sína yfir á t.d. fræga fjölmiðlapersónu er geðveikin á næsta leyti. Frægasta og magnaðasta túlkun slíkrar stórborgarfirringar er kvikmynd Martin Scorsese Taxi Driver (1976), þar sem Robert DeNiro leikur leigubílstjóra í New York sem smátt og smátt missir veru- leikaskynið með ofbeldisþrungn- um afleiðingum. Og á mynd- GamU stjarnan Lauren Bacall leikur gamla stjörnu með hættu- legan aðdáanda í The Fan. bandamarkaðnum má fá tvo ný- lega þrillera sem byggja á þessu stefi um vitfirrta aðdáendur á höttunum eftir átrúnaðargyðjum sínum. Myndirnar eru báðar banda- rískar gerðar árið 1981. í The Se- duction fjallar mér ókunnur handritshöfundur og leikstjóri David Schmoeller um kunna sjónvarpsfréttakonu sem verður fyrir áreitni ungs manns. í The Fan (Aðdáandinn) er það fræg leikkona á efri árum sem verður skotspónn hinnar hættulegu til- beiðslu. The Fan hefur notið tölu- verðra vinsælda hér á mynd- bandamarkaðnum, enda mun betri mynd, skýrt stíluð af leik- stjóranum Edward Bianchi, þokkalega skrifuð, prýdd góðri kvikmyndatöku Dick Bush og ógnvænlegri tónlist Pino Donagg- io. í báðum myndum er byggt upp svipað hegðunarmynstur: Hinir ástsjúku ungu aðdáendur byrja sem sannir kavalerar — reyna að nálgast „elskurnar" sínar með gjöfum og bréfum — en þegar þeim er æ ofan í æ hafnað og hin flekklausa ást þeirra niðurlægð af fjaldsamlegu, skilningsvana fólki breytist herfræðin í blóði drifna hefnd. f báðum þessum þrillerum, sem í eðli sínu teljast sálfræðiþriller- ar, eru efnislegar gloppur; það vantar í þær sálfræðilegar og fé- lagslegar forsendur. Hvorug þessara mynda hefur haldbæra skýringu eða túlkun á hlutskipti aðdáendanna. Þeir eru báðir ung- ir og myndarlegir. Félagsleg staða þeirra er ekki svo erfið; annar er ljósmyndari (The Se- duction), hinn afgreiðir í verslun (The Fan). Við fáum annars veg- ar ekkert að vita um bakgrunn þeirra eða uppvöxt (The Seduc- tion), hins vegar mjög litið (The Fan). Þótt bæði Andrew Stevens í The Seduction og Michael Biehn í The Fan leiki með tilþrifum dugir það ekki til að fá áhorfanda til að „kaupa“ einsemd þeirra og firr- ingu. Á hinn bóginn er heldur ekki mjög auðvelt að festa trú á dýrkun á blóðlítilli barbídúkku eins og sjónvarpsfréttakonan verður í meðförum Morgan Fair- child í The Seduction og hinni hrjúfu, gömlu leikstjörnu sem Lauren Bacall leikur reyndar ágætlega í The Fan. The Seduction er í heild fremur slappur rútínuþriller, en hefur sér til ágætis óvænta lokafléttu þegar sjónvarpsfréttakonan snýr vopninu í höndum aðdáandans; það verða hlutverkaskipti — að- dáandinn verður sá ofsótti. En The Fan er á margan hátt úrvals spennumynd um ofsókn og brjál- æði sem fylgir annars vegar þrúgandi einsemd og hins vegar mikilli frægð. Stjörnugjöf: The Fan -trtr'/4 The Seduction tr'/t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.