Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 37 The Times/Brian Harris. FlótUfólk frá Tigre-héradi í norðurhluta Eþíópíu á leið til Súdan. Herþotur Eþíópíustjómar: Vörpuðu sprengj- um á flóttafólk HERÞOTUR Eþíópíustjórnar vörpuðu hinn 3. desember sl. sprengjum á flóttafólk frá hungursvæðunum í Tigre í norðurhluta Eþíópíu, sem var að reyna að komast til Súdan. Þar eru fyrir hundruð þúsunda flótU- manna frá Eþíópíu og Chad. Fréttir um þennan óhuganlega atburð bárust ekki til Vesturlanda fyrr en nú í vikunni. í árásinni létust 18 manns, þar af mörg börn. Fleiri en 50 særð- ust. Embættismenn marxista- stjórnarinnar í Addis Ababa hafa vísað fréttinni um sprengjuárásina á bug, en sendi- fulltrúar vestrænna ríkja og talsmenn hjálparstofnana hafa staðfest hana. Mengistu Haile Mariam, leið- togi Eþíópíustjórnar, kom til Austur-Berlínar i dag, en hann er í tveggja daga opinberri heim- sókn í Austur-Þýskalandi. Til Berlínar kom hann frá Moskvu þar sem hann ræddi horfur í al- þjóðamálum og aðstoð við hungraða í Eþíópíu við sovéska ráðamenn. Borgundarhólmur: Tímasprengja und- ir eyjarskeggjum Borgundarhólmi, 19. desember. AP. EMBÆTTISMENN Borgundarhólms, dönsku klettaeyjunnar í Eystrasalti, veltu fyrir sér í dag, hvort þeir ættu að taka málin í eigin hendur, eftir að yfirvöld varnarmála og umhverfismála höfðu tjáð þeim, að þeir sætu á þýskri sinnepsgas-tímasprengju frá síðari heimsstyrjöldinni. Var þar átt við neðanjarðar- byrgi, þar sem geymd eru tvö tonn af sinnepsgassprengjum, sem sjó- menn hafa losað sig við á síðasta ári einu. í næstum 40 ár hafa þeir verið að draga sprengjur þessar upp í netunum, en Sovétmenn hentu yf- ir 100.000 tonnum af þeim í Eystrasalt i stríðslok í því skyni að lama getu Þjóðverja til að hefja stríð á nyjan leik. Nokkrir sjómenn hafa brennst illa, og tveir þeirra liggja enn á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn með slæm brunasár og áverka í lung- um eftir slys sem varð 1983. Ýtti þetta slys undir umhverfis- yfirvöld að fyrirskipa að sprengj- unum skyldi safnað saman og þær geymdar í neðanjarðarbyrgi á Borgundarhólmi, þar sem þær yrðu gerðar óvirkar, í stað þess að henda þeim útbyrðis jafnóðum, eins og gert hafði verið fram að því. En nú segja embættismenn, að sprengjurnar séu orðnar hættu- legar vegna sprengihættu, eftir að þær þornuðu upp, auk þess sem efnasamband í þeim geti valdið krabbameini. Jens K. Brandt, einn af ráða- mönnum Borgundarhólms, kvaðst þess atbúinn að láta henda sprengjunum í sjóinn aftur, ef þær væru eins hættulegar og af væri látið. Chile: Ritstjóra rænt Santiaito, ('hile. 20. desember. AP. TALSMAÐUR stjórnvalda í Chile greindi frá því í dag, að „vinstri sinnaðir skæruliðar" hefðu rænt ritstjóra dagblaðsins La Nacion og væri ekkert vitað um afdrif hans. Það gerðist í morgun, er rit- stjórinn Sebastiano Bertolone var á leið til vinnu, að fjórir grímuklæddir og vel vopnum búnir menn svifu á hann og höfðu á brott með sér. Þeir rændu einnig eiginkonu hans og ungu barni, en slepptu þeim skömmu síðar. Talsmaðurinn, Francisco Cuadra, sagði að engar kröfur hefðu borist frá mann- ræningjunum og því ekkert vitað um afdrif Bertolone. Neyðar- ástandinu í landinu hefur verið framlengt til þriggja mánaða. ítölsk rúmteppi frá QMvC8MB) sérstæð, efnismikil, fislétt - draumateppi -. Mikið úrval af teppum á hjónarúm og barnarúm Þú gengur að gæðunum vísum. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartúni 29 Simi 20640 AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK City of Perth 2. jan. Laxfoss 18. jan. Bakkafoss 24. jan. City of Perth 1. febr. NEW YORK City ot Perth 28. des. Laxfoss 16. des. Bakkafoss 22. des. City of Perth 30. jan. HALIFAX Laxfoss 21. des. Laxfoss 21. jan. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Alafoss 6. jan. Álafoss 13. des. FEUXSTOWE Eyrartoss 31. des. Álafoss 7. jan. Eyrarfoss 14.jan. ANTWERPEN Eyrarfoss 2. jan. Álafoss 8. jan Eyrarfoss 15. jan. ROTTERDAM Eyrarfoss 2. jan. Álafoss 9. jan. Eyrarfoss 16. jan. HAMBORG Eyrarfoss 3. jan Álafoss 10. jan. Eyrarfoss 17. jan. GARSTON Helgey 28. des. LISSABON Skeiðsfoss 28. jan. LEIXOES Skeiðsfoss 29. jan. BILBAO Skeiösfoss 30. jan. NORDURLOND/- EYSTRASALT BERGEN Reykjafoss 28. des. Skógafoss 4. jan. Reykjafoss 11. jan. Skógafoss 18. jan. KRISTIANSAND Reykjafoss . 31. des. Skógafoss 7. jan. Reykjafoss 14. jan. Skógafoss 21. jan. MOSS Reykjafoss 2. jan. Reykjafoss 15. jan. HORSENS Skógafoss 9. jan. Skógafoss 23. jan. GAUTABORG Reykjafoss 3. jan Skógafoss 9. jan. Reykjafoss 16. jan. Skógafoss 23. jan. KAUPMANNAHÖEN Reykjafoss 4. jan. Skógafoss 10.jan. Reykjafoss 17. jan. Skógafoss 24. jan. HELSINGJABORG Reykjafoss 4. jan. Skógafoss 11. jan. Reykjafoss 18. jan. Skógafoss 25. jan. HELSINKI írafoss 27. des. GDYNIA irafoss 31. des. ÞÓRSHÖFN Reykjafoss 7. jan. NORRKÓPING Irafoss 31. des. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriöjudaga fra AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.