Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 Hugleiðingar um nýja bók Selfossskáldsins eftir Brynleif H. Steingrímsson Vinur minn Guðmundur Daní- elsson rithöfundur og skáld færði mér fyrir nokkru nýútkomna bók sína Krappur dans, en það er ævisaga Jóhanns Vilhjálms Daní- elssonar, léttadrengs, vinnu- manns, sjómanns og kaupamanns. Saga þessa manns hefst í sand- hyl og gaddhörku þegar orðinn var sauðfellir í Kaldárholti í Holtum í Rangárþingi. Því þurfti að fækka á fóðrum þar í heimilinu og Jóa Vaff, eins og höfundur kallar Jó- hann frænda sinn, er sagt, ungl- ingi óhörðnuðum, að nú eigi hann að fara fótgangandi suður á Nes og hitta þar góðkunningja föður síns en honum mun hafa verið fengin þar vist sem léttadrengur. Þetta voru þung spor barnungum drengnum enda yfir fljót að fara og veglausa heiði. Nestið var ekki þyngra en svo að vel gat hann bor- ið það. En örlög þessa drengs eru samofin fjölskyldu hans og stríði föðurins. Landkostirnir leyfðu engan hégómaskap í Landsveit og Hoitum á siðari hluta nítjándu aldar. Því hefur Guðmundur Uaníelsson lýst í bók sinni Dómsdagur og er ævisaga Jóa Vaff í rauninni framhald eða við- auki við þá sögu, þó að annað sé hér sögusviðið löngum en sömu persónulýsingarnar koma hér fram í upphafi bókarinnar. Rammefldur kraftur og karl- mennska, sem ekki lætur bugast þó að á móti blási og „gnístandi frerinn leiftraði í kringum hann“. í bókinni verður Jói Vaff að Guðmundur Daníclsson dáðríkri persónu. Hann er jarð- bundinn, áræðinn og eins og sál- fræðingar kalla það nú, „valid", þ.e. gengur hiklaust til allra sinna starfa og lætur honum ekki að láta tilfinningar né smámuni tefja för sína. Hinn rauði þráður þess- arar ævisögu verður óneitanlega það, að verða sjálfstæður, leita sér og sínum farborða, eignast bú og björg. Það var ekki auðsótt til fanga í lok síðustu aldar. Þá voru ár ekki einu sinni brúaðar, engir bílar, ekkert rafmagn en bæir flestir úr timbri, torfi eða grjóti. Þegar Jói Vaff hleypir heimdrag- anum 1882 draup ekki smjör af hverju strái á íslandi. Um langt skeið hafði verið kalt og mikill uppblástur hafði orðið, einkum í Landsveit, svo að jarðir fóru í eyði en heytekju sína urðu margir bændur að sækja í aðrar sveitir. Enginn Bjargráðasjóður var til þess að bæta lélega kartöfluupp- skeru í þeirri sveit. Sagan er því góð þjóð- og lífs- háttalýsing en þó að hún sé sönn og trúverðug þeim sem til sögu þjóðarinnar þekkja, mun hún verða ótrúleg hinni svokölluðu „eftirstríðskynslóð", sem aldrei hefur gengið í heimagerðum gúmí- skóm hvað þá skinnskóm saumuð- um af mömmu eða ömmu. Jói Vaff ratar víða í leit sinn að fé og frama. Hann rær til fiskjar og fer í kaupavinnu norður í land, skárar þar dagsláttur af jötunmóð enda gnótt af vinnumönnum í þá daga. Alls staðar virðist hann hafa lagt mikla elju í vinnu sína og ekki verður annað séð en að hann hafi verið hinn besti verk- maður. En sá sem fékk á sig það orð einu sinni átti léttara með að fá vinnu en stúdentar nú á tímum. Saga Jóa Vaff fléttast að nokkru lífi útvegsbónda á Suður- nesjum og bregður þá fyrir skrýddum embættismönnum og drykkjusiðum þeirra. En útvegs- bóndi þessi seldi bæði salt og brennivín og hafði Jói Vaff það að starfa að selja hvort tveggja. Hann kynntist því ungur kaup- mennsku en það átti eftir að verða honum örlagaríkt síðar á ævinni. Það reyndist um Jóa Vaff eins og margan, að römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til. Hann hvarf aftur til Suðurlandsins (hins eiginlega) og vitjaði heit- konu sinnar í Ölfusinu. Byrjaði að hokra en lenti i jarðskjálftanum 1896 og flutti þá á argvítlegasta kot í Flóa þar sem hvorki stóðu hús né voru almennilegar slægjur. Því var haldið til strandar og Stokkseyrar. Þar dafnaði verslun- in og nokkuð gróskuríkt mannlíf. Þá vaknaði kaupmannseðlið í Jóa Vaff. Bókin greinir nú frá ýmsum verslunarháttum um síðustu alda- mót. Greinilegt er af sögunni að erfitt hefur verið að versla á þess- um árum. Viðskipti við útlönd ótrygg en kaupmáttur fólksins lít- ill. Vöruskiptaverslun tíðkaðist mest á þessum tíma. Jóhann Vilhjálmur hefur haft verslunar- vit, á því er enginn vafi. Hann hef- ur og verið mjög reglusamur mað- ur og hirðusamur en þeir munu vera aðalkostir þess sem vill stunda þessa atvinnu. Það sem gefur ævisögu hans gildi er sú spenna sem greinilega myndaðist í kringum verslunina á Eyrarbakka. Þegar litið er á þennan kafla sögunnar frá þjóðháttarlegu sjón- armiði er það auðskilið mál að kaupmaðurinn varð eins og kóng- ur í ríki sínu, þarna meðal þurra- búðarfólksins. Allir þurftu til hans að leita. Ef kaupa átti sér færi eða kandís þurfti að fara til kaupmannsins. Ekkert var gert án hans. En kóngar eiga sér oft öf- undsmenn og svo var greinilega einnig um Jóhann V. Daníelsson. Ingólfsbruninn, eins og hann var kallaður, er reyfarakennt mál en þó í öllu rétt frá greint í sög- unni. Málið er enn óupplýst og verður sennilega alltaf. En það er þó lærdómsríkt í mannfræðilegum og sálfræðilegum skilningi. Kóngurinn og kaupmaðurinn, Jóhann V. Daníelsson hafði greinilega ekki hlotið krýningu allra heldur átti sér óvini og óvildarmenn. Hann var mótaður í fátækt og basli, natinn og iðinn og sennilega gjörhugull. Slíkan mann krýnir al- þýðan aldrei til konungs. Ævisaga Jóhanns V. Daníels- sonar er merkileg og vel skrifuð bók. Hún færir lesandanum heim sanninn um það, að góður rithöf- undur getur grafið úr gleymsku lífshlaup manns, svo að það lifi skeið sitt á ný og öðlist skilning meira að segja þeirra sem lifa líf- inu hundrað árum seinna. Brynleifur H. Steingrímsson Blysganga á laugardag — 11 friðarhreyfingar efna til blysfarar undir kjöroröinu: „Island gegn ELLEFU friðarhreyfingar munu j næstkomandi laugardag, 22. des- ember, efna til blysgöngu undir kjörorðinu „ísland gegn kjarnorku- vá“. Safnazt verður saman á Hlemmtorgi klukkan 17, þar sem seld verða blys. Gengið verður niður Laugaveginn undir söng Hamrahlíð- arkórsins og Háskólakórsins og end- að á Austurvelli með fjöldasöng. Frá þessu er skýrt í fréttatil- kynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá þeim 11 friðar- hreyfingum, sem að göngunni standa. Samtímis verður blysför af sama tilefni á Húsavík og verð- kjarnorkuvá“ ur gengið frá sundlauginni að kirkjunni, þar sem ávarp verður flutt. Eftirtalin samtök standa að þessum blysförum, „Friður á jól- um 1984“: Friðarhópur einstæðra foreldra, Friðarhópur fóstra, Frið- arhópur kirkjunnar, Friðarhreyf- ing íslenzkra kvenna, Friðarsam- tök listamanna, Hin óháðu friðar- samtök framhaldsskólanema, Menningar- og friðarsamtök ís- lenzkra kvenna, Samtök her- stöðvaandstæðinga, Samtök ís- lenzkra eðlisfræðinga gegn kjarn- orkuvá, Samtök lækna gegn kjarn- orkuvá og Samtök um friðarupp- eldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.