Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 61 röð og reglu á ýmis skjöl varðandi verkalýðshreyfinguna og var það hans takmark að skrifuð yrði saga fulltrúaráðsins frá upphafi, en því miður entist ekki heilsa hans né aldur til. Þegar að leiðarlokum er komið vil ég f.h. Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Reykjavík þakka Þorsteini Pjeturssyni fyrir allt það mikla brautryðjendastarf sem hann innti af hendi fyrir full- trúaráðið og verkalýðshreyfing- una. Um leið og ég persónulega þakka Þorsteini samfylgdina hjá fulltrúaráðinu, flyt ég eftirlifandi eiginkonu hans, Guðmundu Ólafsdóttur, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þorsteins Pjeturssonar. F.h. Fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna í Reykjavík, Hilmar Guðlaugsson Einn ágætur æskuvinur minn er látinn, Þorsteinn Pjetursson. Hann lést 12. þessa mánaðar eftir langa vanheilsu. Þorsteinn fædd- ist hér í borg 6. mái árið 1906, sonur hjónanna Ágústu Þor- valdsdóttur og hins merka gáfu- manns, Pjeturs G. Guðmundsson- ar bókbindara og fjölritara. Kynni okkar Steina P., eins og hann var oft nefndur meðal vina, hófust upp úr 1930 og af þeim kynnum tel ég mig hafa mikið lært. Þó hann væri ekki nema þrem árum eldri en ég fannst mér hann búa yfir svo miklum fróðleik og átti hann gott með að miðla honum. Við vorum herbergisfélag- ar í rúm tvö ár. Oft var mann- margt hjá okkur og margt bar á góma bæði gaman- og alvörumál. í fari hans mátti finna fjölbreyti- lega kosti. Hann var glaðsinna og með afbrigðum spaugsamur, svör hans og hnittin orðatiltæki léku oft á vörum hans. Þó var hann alvörumaður innst inni og kom það einna helst fram í fastmótuð- um lífsskoðunum hans. Þegar ég var í stjórn Málara- sveinafélagsins naut ég oft hans góðu ráða varðandi félagsmál, en þar var hann manna fróðastur og ávallt fús að miðla mér af þekk- ingu sinni og reynslu á því sviði. Þorsteinn mun ekki hafa verið gamall þegar hann fór fyrst að taka þátt í félagsmálum verka- manna, þá sem félagi í Dagsbrún. Hann var af heilum hug málsvari þeirra er minna máttu sín í lífs- baráttunni, dagiaunamannsins, og var óvæginn í dómum um þá er hann taldi að gengju á rétt þeirra. Hann var fyrst og fremst félags- hyggjumaður, harðduglegur mála- fylgjumaður, rökfimi var honum í blóð borin. Hann hafði mjög gott vald á íslensku máli, enda kom það ljóst fram bæði í ræðuformi sem og í rituðu máli. Hann bar ótakmarkaða virðingu fyrir dag- launamanninum, hinum láglaun- aða þjóðfélagsþegn, og féiagsmál þeirra voru mestu áhugamál hans alla ævi. Þorsteinn starfaði lengst hjá Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Þar mun hann hafa notið sín vegna þekkingar og reynslu í félagsmálum. Eg held hann hafi verið einn fróðasti mað- ur um sögu verkalýðsstéttarinnar á ísiandi. Nú þegar þessi gamii góði vinur er allur minnist ég hinna mörgu samverustunda sem við áttum alía tíð. Ég færi honum þakkir fyrir samfylgdina, öll hans góðu ráð og langa og trausta vináttu. Eiginkonu hans og börnum sendum við hjónin samúðarkveðj- ur. Sæmundur Sigurðsson GOTT TÆKIFÆRI GOTT VERÐ GOÐ VARA Nú gefst tækifæri til hagstæðra innkaupa á ýmsum hlutum viðkomandi tölvum. Eftirfarandi verðlisti sýnir einingaverð á nokkrum þeirra. Disketta 1 kr. 239.- Disketta 2D kr. 279,- Disketta 2D í PC kr. 212.- Litaband í PC kr. 336,- 500 bls. A4 pappír kr. 207,- Að sjálfsögðu býðst enn betra verð með magn- kaupum eða t.d. PC pökkum. PC-pakki I PC-pakki II 20 stk. diskettur 2D 30 stk. diskettur 2D 500 bls. A4 pappír 500 bls. A4 pappír 2 stk. litabönd á kr. 4.560.- 3 stk. litabönd á kr. 6.950,- Gríptu þetta tækifæri, hafðu samband í síma 91-68 73 73, það borgar sig. = ~m., =. £= IBM á íslandi, Skaftahlíð 24, = ==F ==== Reykjavík, sími (91) 68 73 73. Það kostar sitt að framleiða eingöngu vandaðar og góðar matvörur iV ss SS hefur alltaf leitast við að svara kröfum neytenda um nýjungar í framleiðslu, úrvinnslu og frágangi SS lærir af dómi neytenda, og breytir eftir honum SS ber virðingu fyrir neytendum . SS lækkar ekki verðlag á framleiðslu sinni, með því að gera minni gæðakröfur: Neytandinn á aðeins skilið það besta, jafnvel þótt það kosti meira Sérþjálfað starfsfólk SS tryggir vönduð vinnubrögð SS treystir gæðaeftirlitið með góðu skipulagi og stjórnun á öllum stigum vinnslunnar SS kappkostar að eiga gott samstarf við bændur og stjórnendur framleiðslubúa SS vill kosta miklu til svo neytendum standi ávallt til boða matvörur í hæsta gæðaflokki á sanngjörnu verði Gleðileg jól og farsælt komandi ár — -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.