Morgunblaðið - 21.12.1984, Side 61

Morgunblaðið - 21.12.1984, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 61 röð og reglu á ýmis skjöl varðandi verkalýðshreyfinguna og var það hans takmark að skrifuð yrði saga fulltrúaráðsins frá upphafi, en því miður entist ekki heilsa hans né aldur til. Þegar að leiðarlokum er komið vil ég f.h. Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Reykjavík þakka Þorsteini Pjeturssyni fyrir allt það mikla brautryðjendastarf sem hann innti af hendi fyrir full- trúaráðið og verkalýðshreyfing- una. Um leið og ég persónulega þakka Þorsteini samfylgdina hjá fulltrúaráðinu, flyt ég eftirlifandi eiginkonu hans, Guðmundu Ólafsdóttur, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þorsteins Pjeturssonar. F.h. Fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna í Reykjavík, Hilmar Guðlaugsson Einn ágætur æskuvinur minn er látinn, Þorsteinn Pjetursson. Hann lést 12. þessa mánaðar eftir langa vanheilsu. Þorsteinn fædd- ist hér í borg 6. mái árið 1906, sonur hjónanna Ágústu Þor- valdsdóttur og hins merka gáfu- manns, Pjeturs G. Guðmundsson- ar bókbindara og fjölritara. Kynni okkar Steina P., eins og hann var oft nefndur meðal vina, hófust upp úr 1930 og af þeim kynnum tel ég mig hafa mikið lært. Þó hann væri ekki nema þrem árum eldri en ég fannst mér hann búa yfir svo miklum fróðleik og átti hann gott með að miðla honum. Við vorum herbergisfélag- ar í rúm tvö ár. Oft var mann- margt hjá okkur og margt bar á góma bæði gaman- og alvörumál. í fari hans mátti finna fjölbreyti- lega kosti. Hann var glaðsinna og með afbrigðum spaugsamur, svör hans og hnittin orðatiltæki léku oft á vörum hans. Þó var hann alvörumaður innst inni og kom það einna helst fram í fastmótuð- um lífsskoðunum hans. Þegar ég var í stjórn Málara- sveinafélagsins naut ég oft hans góðu ráða varðandi félagsmál, en þar var hann manna fróðastur og ávallt fús að miðla mér af þekk- ingu sinni og reynslu á því sviði. Þorsteinn mun ekki hafa verið gamall þegar hann fór fyrst að taka þátt í félagsmálum verka- manna, þá sem félagi í Dagsbrún. Hann var af heilum hug málsvari þeirra er minna máttu sín í lífs- baráttunni, dagiaunamannsins, og var óvæginn í dómum um þá er hann taldi að gengju á rétt þeirra. Hann var fyrst og fremst félags- hyggjumaður, harðduglegur mála- fylgjumaður, rökfimi var honum í blóð borin. Hann hafði mjög gott vald á íslensku máli, enda kom það ljóst fram bæði í ræðuformi sem og í rituðu máli. Hann bar ótakmarkaða virðingu fyrir dag- launamanninum, hinum láglaun- aða þjóðfélagsþegn, og féiagsmál þeirra voru mestu áhugamál hans alla ævi. Þorsteinn starfaði lengst hjá Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Þar mun hann hafa notið sín vegna þekkingar og reynslu í félagsmálum. Eg held hann hafi verið einn fróðasti mað- ur um sögu verkalýðsstéttarinnar á ísiandi. Nú þegar þessi gamii góði vinur er allur minnist ég hinna mörgu samverustunda sem við áttum alía tíð. Ég færi honum þakkir fyrir samfylgdina, öll hans góðu ráð og langa og trausta vináttu. Eiginkonu hans og börnum sendum við hjónin samúðarkveðj- ur. Sæmundur Sigurðsson GOTT TÆKIFÆRI GOTT VERÐ GOÐ VARA Nú gefst tækifæri til hagstæðra innkaupa á ýmsum hlutum viðkomandi tölvum. Eftirfarandi verðlisti sýnir einingaverð á nokkrum þeirra. Disketta 1 kr. 239.- Disketta 2D kr. 279,- Disketta 2D í PC kr. 212.- Litaband í PC kr. 336,- 500 bls. A4 pappír kr. 207,- Að sjálfsögðu býðst enn betra verð með magn- kaupum eða t.d. PC pökkum. PC-pakki I PC-pakki II 20 stk. diskettur 2D 30 stk. diskettur 2D 500 bls. A4 pappír 500 bls. A4 pappír 2 stk. litabönd á kr. 4.560.- 3 stk. litabönd á kr. 6.950,- Gríptu þetta tækifæri, hafðu samband í síma 91-68 73 73, það borgar sig. = ~m., =. £= IBM á íslandi, Skaftahlíð 24, = ==F ==== Reykjavík, sími (91) 68 73 73. Það kostar sitt að framleiða eingöngu vandaðar og góðar matvörur iV ss SS hefur alltaf leitast við að svara kröfum neytenda um nýjungar í framleiðslu, úrvinnslu og frágangi SS lærir af dómi neytenda, og breytir eftir honum SS ber virðingu fyrir neytendum . SS lækkar ekki verðlag á framleiðslu sinni, með því að gera minni gæðakröfur: Neytandinn á aðeins skilið það besta, jafnvel þótt það kosti meira Sérþjálfað starfsfólk SS tryggir vönduð vinnubrögð SS treystir gæðaeftirlitið með góðu skipulagi og stjórnun á öllum stigum vinnslunnar SS kappkostar að eiga gott samstarf við bændur og stjórnendur framleiðslubúa SS vill kosta miklu til svo neytendum standi ávallt til boða matvörur í hæsta gæðaflokki á sanngjörnu verði Gleðileg jól og farsælt komandi ár — -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.