Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
Kveðjuorð:
Þorsteinn Pjetursson
fv. framkvæmdastjóri
Fæddur 6. maí 1906
Dáinn 12. desember 1984
Þeim fækkar nú óðum, sem
ólust upp með aldamótakynslóð-
inni og því félagslega ölduróti í
íslensku þjóðlífi, sem var því sam-
fara.
Einn þeirra, sem tileinkaði sér
hugsjónir aldamótamannanna í
þeirri félagslegu vakningu, var
tvímælalaust Þorsteinn Pjeturs-
son, fyrrv. starfsmaður Fulltrúa-
ráðs verkalýðsfélaganna í Reykja-
vík, en því starfi gegndi hann um
langt árabil. Hann lést á sjúkra-
húsi hér í borg þann 12. desember
sl. 78 ára að aldri.
Allt frá æskuárum til hinstu
stundar var Þorsteinn hinn sívak-
andi starfsmaður þeirra, sem
minna máttu sín. Ávallt reiðubú-
inn til að berjast fyrir rétti ein-
staklinga og máttlítilla fjárvana
félaga fyrir samningsbundnum
rétti, enda mun hann hafa numið
þau fræði allt frá barnsaldri, en
faðir Þorsteins, Pjetur G. Guð-
mundsson, bókbindari og kennari,
var einn kunnasti kennimaður á
þann boðskap á sinni samtíð og
sparaði ekki uppfræðsluna til
ungu kynslóðarinnar.
f einkaviðræðum fór Þorsteinn
ekki dult með einlæga virðingu
sína á föður sínum fyrir braut-
ryðjendastarf og hvatningu í ræðu
og riti til að „velta í rústir og
byggja á ný“.
Eins og háttur er ungra manna,
hafði Þorsteinn róttækar skoðanir
um þá leið, er fara bæri til að öðl-
ast „réttlátt þjóðfélag" og vann
ótrauður að þeim æskuhugsjónum
sínum. Ferskar og fölskvalausar
hugsjónir ungs fólks verða oft
fyrir áföllum í ljósi hinna ísköldu
staðreynda lifsins og þá vilja oft
bregðast og bresta þær stoðir, sem
í blindri einlægni var e.t.v. um of
treyst á. Slík vonbrigði fóru ekki
fram hjá vegi Þorsteins fremur en
flestra annarra. Slík vonbrigði bar
Þorsteinn með karlmennsku og fór
þá ekkert leynt með, hvað það var
sem hann taldi hafa brugðist í
þjóðmálabaráttunni.
Hér er hvorki staður né stund
til að rekja efni þeirra fjölmörgu
greina, er Þorsteinn ritaði um fé-
lagsmál og stjórnmál. Þorsteinn
var ekki málskrafsmaður á
mannafundum. Ræður hans og
athugasemdir voru stuttar en
hnitmiðaðar og alltaf málefna-
legar, svo engum duldist skoðun
hans og vilji í hverju máli, enda
var Þorsteinn hafsjór af fróðleik
um allt, er skipti máli í hinni fé-
lagslegu þjóðmálabaráttu ís-
lenskrar alþýðu frá öndverðri öld-
inni til þessa dags.
Verðugt verkefni væri það ung-
um fræðimanni, sem áhuga hefði
á þróun þessara mála, að komast í
hið viðamikla fróðleikssafn Þor-
steins um baráttu frumherjanna
og þróun mála síðan. Auk hins
ómetanlega fróðleiks gætu kom-
andi kynslóðir áreiðanlega dregið
nauðsynlega lærdóma.
Með sanni má segja, að ekki hafi
starf Þorsteins Pjeturssonar í
þágu verkalýðsfélganna í Reykja-
vík verið öruggt fast starf eins og
sagt er. Hvort tveggja var, að
hreyfingin sem heild var á starfs-
tíma Þorsteins félítil og þó fremur
hitt, að fjárhagslega verst stöddu
félögin leituðu mest liðveislu hans
og fyrirgreiðslu. Sjálfur gekk
hann heldur aldrei eftir eða spurði
um laun, heldur hvert vandamálið
væri, sem úrlausnar biði.
Það er oft sagt um okkur Islend-
inga, að lífsbaráttan hafi í tímans
rás gert okkur lokaða og nánast
sérlundaða og einangraða.
Vitnisburður erlendra ferða-
manna um lundarfar og skaphöfn
okkar er sá, að best sé að komast í
kynni við íslendinga, er þeir dvelj-
ist erlendis á ferðalögum. Hvað
sem satt reynist í slíkum vitnis-
burði þá er hitt staðreynd, að Is-
lendingar sjálfir kynnast oft best,
þegar þeir dveljast saman erlend-
is.
Því minnist ég á þessar fullyrð-
ingar nú, að við Þorsteinn höfðum
þekkst um nokkurra ára skeið,
þegar okkur barst upp í hendur
boð bandarísku verkalýðssamtak-
anna um 6 vikna kynnisferð um
Bandaríkin ásamt 6 öðrum félög-
um okkar fyrir 29 árum.
Á þessu ferðalagi fengu fyrri
kynni okkar á sig nýja mynd.
Kunningsskapur, sem varð að vin-
áttu, sem báðum entist síðan.
Á þessu ferðalagi kynntist ég í
raun hinni sönnu fróðleiksfýsn
Þorsteins, sem hvergi sparaði
spurningar sínar um allt, er að
verkalýðsmálum laut og nauðsyn
þess að kryfja hvern þátt þeirra
til mergjar. Þrátt fyrir óaðfinn-
anlega gestrisni gestgjafa okkar,
hafði ég það á tilfinningunni, að
þeim þætti á stundum alveg nóg
um hinar mörgu spurningar
Þorsteins, þótt þeir þreyttust
aldrei á því að gefa svör, hvort
heldur var í fundarsal eða á sögu-
stöðum.
Oft, að lokinni strangri dagskrá
og ferðalögum á landi og í lofti,
gafst næði til að ræða það sem
fyrir augu og eyru hafði borið. Þá
gafst einnig tækifæri til að meta
og vega. Þegar Þorsteinn var
spurður um ástæðuna fyrir sínum
mörgu spurningum, svaraði hann
efnislega á þá leið, að hann væri
staðráðinn í því að fá að vita sem
flest og gera marktækan saman-
burð á því, sem hann sæi nú og því
sem hann vissi fyrir um gang
verkalýðsmála í Evrópu.
Þann veg var Þorsteini farið,
hann var sístarfandi, námfús
nemandi í skóla alþýðunnar og
taldi sig ávallt hafa þörf fyrir að
vita meira.
Samfelld og einlæg leit hans að
öllu, sem að gagni mætti koma í
reynslu og starfi annarra, var
honum svo hjartfólgið verkefni, að
nánast flest annað varð lítilmót-
legt í hans augum.
Það háði Þorsteini nokkuð í
hans þrotlausu fróðleiksleit síðari
hluta ævinnar, að sjón og heyrn
hrakaði og gekk hann undir marg-
ar læknisaðgerðir af þeim ástæð-
um, án þess að um verulegan eða
sýnilegan bata væri að ræða.
Ekki verður svo skilist við þessi
fátæklegu minningarorð um Þor-
stein Pjetursson að ekki verði
minnst á þá baráttu hans að fá
frídag verkafólks, 1. maí, lögfest-
an sem hátíðisdag þjóðarinnar
allrar.
Ófáar ferðir gerði Þorsteinn í
ráðuneyti og Alþingi til að opna
augu manna fyrir þessu hjartans
máli sínu. Margir urðu til að meta
þau gagnrök gegn þessari skoðun,
að þetta væri óþarfi, þar sem dag-
urinn væri viðurkenndur í kjara-
samningum og yrði vart breytt.
Kjarasamningur er ekki lög
sagði Þorsteinn, og svo mikið hef-
ur verkalýðshreyfingin í yfir 40
ára baráttu lagt á sig til að fá 1.
maí viðurkenndan sem hátíðisdag
þjóðarinnar allrar, að allt annað
en bein löggjöf er til vansæmdar.
Með harðfylgi sínu fékk Þor-
steinn þessu áorkað og árið 1967
varð 1. maí löggiltur sem einn af
hátíðisdögum þjóðarinnar. Þessi
sigur fór hljótt og þótti víst ekki
tíðindum sæta. Þeir sem muna
baráttuna og köpuryrðin, sem
verkafólk varð að þola í yfir 40 ára
baráttu til viðurkenningar þessum
eina degi ársins, sem helgaður
væri störfum þess, skilja þessa
baráttu Þorsteins Pjeturssonar.
I einkalífi sínu var Þorsteinn
gæfumaður. Eftirlifandi eigin-
kona Þorsteins er Guðmunda L.
Ólafsdóttir, sem dyggilega studdi
Þorstein til allra starfa, sem hug-
ur hans stóð til og reyndist honum
trúr förunautur, þegar veikindi og
andstreymi lífsins sótti að og
hvikaði hvergi, þótt veraldargæði
væru á stundum af skornum
skammti.
Manna á milli, í lífsgæða-
kapphlaupi nútíðarinnar, er lítið
gefið fyrir starf hugsjónamanna,
þar fer matið á manngildi fram á
öðrum vogarskálum.
Um leið og nú eru færðar þakkir
fyrir ómetanlega samfylgd og vin-
áttu, þá er mér ljóst að verka-
lýðshreyfingin á að baki að sjá
enn einum hugsjónamanninum úr
sínum röðum.
Blessuð sé minning Þorsteins
Pjeturssonar.
Eggert G. Þorsteinsson
í dag, föstudaginn 21. desember,
verður til moldar borinn Þor-
steinn Pjetursson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna í Reykjavík.
Með þessum fáu línum vil ég f.h.
fulltrúaráðsins flytja þakkir til
minningar um mann sem helgaði
stórum hluta ævi sinnar verka-
lýðsmálum og mörg verkalýðsfé-
lögin í Reykjavík standa í mikillri
þakkarskuld við.
Þorsteinn Pjetursson vann í
tugi ára mikið og óeigingjarnt
starf sem framkvæmdastjóri full-
trúaráðsins og í þágu verkalýðs-
hreyfingarinnar í heild. Sérstak-
lega var Þorsteinn vinnufús fyrir
smærri verkalýðsfélögin í Reykja-
vík, en þau félög höfðu ekki á þeim
tíma neina starfsmenn til að
hugsa m.a. um gerð kjarasamn-
inga og úthlutun atvinnuleysis-
bóta, svo eitthvað sé nefnt. Þau
eru mörg handtökin sem hann
innti af hendi og oft ekki spurt
hve launin væru. Það var ómetan-
legt fyrir verkalýðshreyfinguna að
eiga menn að eins og Þorsteinn
Pjetursson, alltaf boðinn og búinn
til starfa og hjálpar, og verður
seint fyllt það skarð sem hann
skilur eftir.
Síðustu árin hefur Þorsteinn
verið sjúklingur en alltaf var hann
með hugann við fulltrúaráðið og
hvað þar væri að gerast. Eftir að
hann hætti störfum hjá fulltrúa-
ráðinu, starfaði hann við að koma
Minning:
Jón Askelsson
Fæddor 31. október 1915
Dáinn 2. desember 1984
„Dáinn, horfinn!" — Harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit, að látinn lifir.
Það er huggun harmi gegn.
Þannig kvað listaskáldið góða
um Tómas Sæmundsson jafnaldra
sinn sem hann mat framyfir alla
aðra samtíðarmenn sína, fyrir
gáfur og þá ekki síður fyrir að
vera landi sínu og þjóð trúr og
dyggur, en Tómas dó á besta aldri.
Mér brá ekkert þegar ljósvakinn
hvíslaði því að mér, að Jón Ás-
kelsson minn kæri vinur, væri all-
ur. Ég vissi eins og svo margir
vinir hans, að heilsan hékk á blá-
þræði og að hver stundin gat orðið
sú síðasta. Hafði svo verið um ára-
bil og Jón oft búinn að vera á spít-
ala og fyrst í stað fékk hann nokk-
urn bata. Hann vann svo mikið og
lengi sem hann mátti, því að ekki
var sofið á verðinum fremur
venju. Ég hafði haft spurnir af
Jóni og mér verið sagt, sem ég líka
vissi, að hans ágætu félagar hlífðu
honum, eins og þeir gátu, við öll-
um snöggum átökum, sem honum
voru annars svo töm. Hann hafði
oft orð á því við mig hve vinnufé-
lagar hans voru honum góðir og
báru svo gott skyn á hans veikindi.
Síðustu árin vann Jón hjá Slátur-
félagi Suðurlands.
Fyrstu kynni okkar Jóns báru
að á spaugiiegan hátt. Það var ár-
ið 1929, en ég hafði flutt nokkru
áður til Akureyrar. Ég mun hafa
verið á leið inn á Torfunefs-
bryggju að fá mér fisk í soðið og
geng upp Strandgötu. Heyrist þá
hávaða rifrildi milli unglings um
fermingu, að mér sýndist, og harð-
fullorðins jaka. Drengurinn hang-
ir utaní sendiferðahjóli og sé ég
ekki betur en að maðurinn ætli að
ráðast á krakkann. Ég geng þar að
svo að hann snýr við. f því er kall-
að á drenginn inn í Alaskabúðina,
þá labba ég yfir götuna og er kom-
inn inn á uppfyllinguna sem svo
var kölluð þegar hjólað er upp að
hlið mér, stutt á öxl mína og ég
spurður um nafn. Þar er þá kom-
inn drengurinn sem hafði verið að
rífast við manninn. Ég held ferð
minni áfram en hann hjólar með
og heldur um öxl mína og segir
brosandi: „Ætiaðir þú að hjálpa
mér ef Ari hefði ráðist á mig?“
„Kannski" segi ég, „en ætli þessi
maður hefði ekki bara flengt
okkur báða, umferðinni til gam-
ans.“ Þá hlær Jón mikið og lengi,
og segir: „Þú ert þá svona gaman-
samur“. Þvínæst klappar hann
mér á bakið og segir: „Eigum við
ekki að verða vinir?" Ég tók boð-
inu með sannri ánægju, því ég
þóttist sjá hvað í snáðanum bjó.
Fyrirheitin sem gefin voru á þess-
ari stundu rofnuðu aldrei. Tíminn
leið. Jón þroskaðist og við unnum
saman fjölda ára, bæði á sjó og
landi og skemmtum okkur þess á
milli og fögnuðum sigrum þegar
þeir unnust. Jón var með allra
duglegustu mönnum sem ég hefi
unnið með. Þar fór saman bæði
þrek og þol og segja má um Jón
eins og Örn Arnarson skáld kvað
um Stjána bláa: „Betri þóttu
handtök hans heldur en nokkurs
annars manns,“ og betri félaga
var ekki hægt að kjósa sér. Hann
var svo traustur, sveik aldrei og
ekki man ég eftir að Jón legði
manni illt til, sérstaklega ef sá
hinn sami var fjærri. Hann reyndi
fremur að bæta úr ef með þurfti.
Jón var mikill skapmaður og fór
ekkert dult með það, ef svo bar
við. Hann þoldi mjög illa rætni
eða illt umtal. Þegar Jón var með
víni var vissara að kasta ekki að
honum óverðskulduðum hnútum
eða núa sér upp við hann með
miklum fyrirgangi, því þá var
hann viss með að hrinda frá sér
svo um munaði.
Jón Áskelsson fæddist í Banda-
gerði, Glæsibæjarhreppi, sonur
sæmdarhjónanna Áskels Sigurðs-
sonar og Sigríðar Jónsdóttur bú-
andi í Bandagerði í mörg ár, þar
til þau fluttu til Akureyrar og
voru þar meðan lifðu. Áskell vann
að mestu hjá Kaupfélagi Eyfirð-
inga við margvísleg störf. Börn
þeirra hjóna voru fimm: Jón, Sig-
rún, Ásgerður, Sigurður og Unnur.
Árið 1939 verða þáttaskil í lífi
Jóns en þá kvænist hann ungri og
glæsilegri konu frá Ólafsfirði,
Margréti Þorsteinsdóttur Þor-
kelssonar útgerðarmanns. Mar-
grét var falleg kona og eftir því
góð og mikil húsmóðir og eftirlát
bónda sínum. Hún varð elskuleg
vinkona okkar hjóna eins og bóndi
hennar og vorum við oft þeirra
gestir og þau okkar. Hjónaband
þeirra varð svo sorglega stutt, að-
eins tæp tvö ár, en þá dó hún af
uppskurði. Okkur var kunnugt á
þessu sorgartímabili að Jón vinur
okkar þurfti þá oft að taka á hon-
um stóra sír.um. Jón og Margrét
eignuðust ekki börn. Nokkrum ár-
um síðar kvæntist Jón Dorotheu
Finnbogadóttur frá Eskifirði. Við
kynntumst Dúddu sem svo er köll-
uð ágætlegra greindri og dugmik-
illi konu. Þau eignuðust einn efni-
legan son, Áskel, sem varð við-
skiptafræðingur að mennt. Síðar
slitu þau Jón og Dorothea sam-
vistir. Tíminn líður og i þriðja
sinn kvænist Jón eftirlifandi konu
sinni Jónínu Sigtryggsdóttur frá
Akureyri, myndarlegri og góðri
konu sem reyndist honum eins og
best varð á kosið. Ekki hvað síst í
veikindunum sem hafa að sjálf-
sögðu krafist mikils. Mér var líka
kunnugt um, eftir hans eigin sögn,
að hann elskaði hana og virti að
verðleikum. Guð blessi hana og
þeirra 18 ára sambúð, sem aldrei
bar skugga á.
Jón var mjög vel greindur mað-
ur, gekk vel í skóla, fljótur að læra
og hafði gaman af bókum. Sigurð-
ur bróðir hans var lögfræðingur
að mennt. Þess vegna spurði ég
Áskel föður þeirra, hvers vegna
hann hefði ekki látið Jón ganga
menntaveginn. Hann svaraði:
„Nonna mínum gekk ekki síður í
barna- og unglingaskóla en Sigga,
og ég bauð honum að fara sömu
leið en hann svaraði á þessa leið:
„Ég kann betur við mig í neðri
stiganum." “ Hugur einn það veit
er býr hjarta nær. Svo mætti
segja um Jón, því hann var opinn
fyrir öllu sem var veikburða,
hjálparvana og minnimáttar.
Einu sinni vorum við Jón á gangi
að kvöldi til í kalsa veðri. Þá
hleypur lítil telpa 3ja—4ra ára
gömul fram fyrir okkur og dettur
á svellharða götuna og fékk
sprungu á vörina svo að blóð rann
úr sárinu. Þá var Jón fljótur að
koma til bjargar. Hann reisti telp-
una á fætur, sem var hágrátandi
og hrædd, tekur upp vasaklútinn
sinn og ætlar að stoppa blóð-
rennslið, en þá rífur hún sig frá
honum og hleypur grátandi í burt
og kallar svo sárt á mömmu sína
sem ekki var í sjónmáli. Auðvitað
hljóp Jón á eftir henni og nær litlu
manneskjunni, en hún snýr sig af
honum strax aftur. Þá kemur
mamma hennar út úr verslun og
tekur við henni. Þegar Jón kom til
baka þá var hann sárklökkur. Já
sumir jötnar hafa barnshjarta.
Eins og áður segir þekkti ég Jón
frá öllum hliðum og ég veit að
hann var að minnsta kosti þing-
mannaleið fyrir ofan alla meðal-
mennsku.
Að endingu þakka ég Jóni vini
mínum ógleymanlega samleið og
óska honum velfarnaðar. Börnin
mín biðja mig fyrir innilega
kveðju og þakkir. Að lokum votta
ég ástríkri eiginkonu, syni og
systrum dýpstu samúð.
Bjarni M. Jónsson