Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 80
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ
KL. 11.45 - 23.30
AUSTURSTRÆTI 22
INNSTRÆTI. SiMI 11633
TIL DAGLEGRA NOTA
FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
V axtabreyting-
ar um áramót
BANKASTJÓKN SeAlabankans hefur
ákveAið vaxtabreytingar, sem taka
gildi I. janúar nk. Vextir af almennum
sparisjóósbókum hækka meó breyting-
unni um 7% úr 17% í 24%. I»á hefur
ríkisstjórnin og ákveðið, að vextir af
ógengLstryggðum afurðalánum hækki
úr 18% í 24%. Höskuldur Ólafsson
bankastjóri í Verzlunarbanka íslands
sagði í viðtali við blm. Mbl. í gær-
kvöldi, að hann teldí það augljóst að
innlánsstofnanir myndu taka ákvarð-
anir um vaxtahækkanir næstu daga í
kjölfar þessara breytinga Seðlabank-
ans. Hann tók þó fram, að hann hefði
ekki fengið í hendur ákvarðanir Seðla-
bankans og gæti því ekki tjáð sig um
málið í einstökum liðum, og af sömu
ástæðu hefðu málin ekki verið rædd
innan bankans.
Ókeypis
í strætó
Á FUNDl borgarstjórnar Reykjavík-
ur í gær var samþykkt samhljóða
tillaga Davíðs Oddssonar borgar-
stjóra að fargjald þurfi ekki að
greiða með strætisvögnum borgar-
innar frá og með deginum í dag og
til og með 26. desember næstkom-
andi.
Er borgarstjóri fylgdi tillögunni
úr hlaði lét hann svo um mælt, að
líta mætti á þetta sem eins konar
jólagjöf frá borgarstjórn til borg-
arbúa. í umræðum kom fram að
þetta gæti létt á umferð í miðbæn-
Aðrar vaxtabreytingar eru eftir-
farandi: Vextir af verðtryggðum
lánum lækka um 3% og verða 4% af
lánum allt að 2'A ári en 5% af lengri
lánum. Þá verður tekið upp breytt
fyrirkomulag dráttarvaxta, þannig
að þeir verða hér eftir 5% hærri en
skuldabréfavextir bankanna. Verða
þeir framvegis reiknaðir sem dag-
vextir, og heimilt að færa þá mán-
aðarlega, í stað þess að teknir séu
dráttarvextir heils mánaðar fyrir
brot úr mánuði. Þá verður eftir ára-
mót gefin út mánaðarlega af Seðla-
banka tilkynning um viðmiðunar-
vexti af almennum skuldabréfum en
tekin verður upp sú regla að þessir
vextir fylgi meðalvöxtum af nýjum
skuldabréfum.
Þá segir í fréttatilkynningu frá
Seðlabankanum að innlánsstofnun-
um verði áfram heimilt að ákveða
aðra vexti, enda komi samþykki
Seðlabankans til. Mun Seðlabank-
inn stuðla að því, að vaxtabreyting-
um innlánsstofnana verði stillt í
hóf.
Sjá fréttatilkynningu Seðlabankans
á miðopnu, bls. 40.
Hvað er ípokanum?
Morgunblaftið/Bjarni
Jólasveinunum var innilega fagnað er þeir heimsóttu barnaheimilið Skógarborg í gær. Poki jólasveinsins þótti
forvitnilegur í meira lagi og tókst einum drengjana að ná honum af karli. Jólasveinar hafa hins vegar ráð undir
rífi hverju og var Hurðaskellir ekki lengi að ná pokanum aftur.
Krabbameinsrannsóknir á íslandi:
Beinar útsend-
ingar í Ólafsvík
Beinar sjónvarpsútsendingar
hófust í Olafsvík í vikunni er sýnt
var frá litlu jólunum í grunnskól-
mm.
Einnig verður sýnt beint frá
jólaguðsþjónustu i Ólafsvíkur
kirkju ef leyfi fæst hjá sóknar-
presti. Hugmyndir eru uppi um
frekari útsendingar og þjónustu
við notendur.
Sjá nánar á bls. 10.
Vísbendingar um stjórn
á krabbameinsgenum
Dr. Valgarður Egilsson læknir
hefur unnið að því á undanfornum
mánuðum á Kannsóknastofu Há-
skólans við Barónsstíg að rannsaka
stjórn vissra erfðavísa eða gena í
gerfrumum, sem með frumuskipt-
ingu hafa að gera og hafa jafnframt
vissa samsvörun við „krabbameins-
gen“ í æðri dýrum. Tekist hefur að
sýna fram á að áðurnefnd gen eru
undir stjórn tveggja annarra gena,
annars vegar í kjarna frumu og hins
vegar í genum staðsettum í orku-
kornum í umfrymi frumunnar. Er
þessi uppgötvun skref í áttina til að
skilja orsakir krabbameins.
Við rannsóknir þessar hefur dr.
Valgarður notað lágfrumur eða al-
kunnar gerfrumur. Þær eru ein-
frumungar, sem hafa alla helstu
grunneiginleika kjarna fruma, en
eru auðveldari til rannsókna yfir-
leitt en spendýrafrumur eru.
Fruma er gerð af kjarna um-
luktum umfrymi, og frumuvegg
yst. í kjarnanum eru litningar
með tugþúsundum gena á, sem
stýra lífi frumunnar. Helmingur
litninganna er fenginn að erfðum
frá móður og helmingur frá föður.
Hækkun á rafmagni um áramót:
Allt að 14 % hækkun á
rafmagni í Reykjavík
GJALDSKKÁR rafmagnsveitna
hækka um eða eftir áramótin í fram-
haldi af 14% gjaldskrárhækkun
Landsvirkjunar 1. janúar, sem til-
kynnt var í gær. Gjaldskrá Kafm
agnsveitu Keykjavíkur mun t.d. að
líkindum hækka um allt að 14% að
því er Aðalsteinn (iuðjohnsen, rafm-
agnsveitustjóri, sagði ■ samlali við
Mbl.
„Þessi hækkun á gjaldskrá
Landsvirkjunar ein og sér hefur í
för með sér um 9% hækkun á
gjaldskrá okkar en síðan þarf að
koma til viðbótarhækkun vegna
hækkunar lána, launa og fleiri liða,
þannig að hækkunin gæti orðið allt
að 14%,“ sagði Aðalsteinn. „Hækk-
unin hjá öðrum veitum verður
sjálfsagt misjafnlega mikil, mig
Gæti oröið meira
hjá veitum RARIK og
Orkubúi Vestfjarða
grunar að ríkisveiturnar og Orkubú
Vestfjarða þurfi að hækka sína
gjaldskrá eitthvað meira. Það er
rétt að taka fram, að gjaldskrár
veitnanna hafa ekki hækkað mjög
lengi."
í frétt Landsvirkjunar um hækk-
unina til almenningsveitna segir
m.a., að skuldir Landsvirkjunar ha-
fi hækkað um alls 2,5 milljarða
króna vegna gengissigsins í haust
og gengisfellingarinnar 20. nóvemb-
er. Af þeim sökum hækki vextir og
afskriftir um 390 milljónir á árinu
1985 en fjármagnskostnaður nemi
um 85% af rekstrarkostnaði fyrir-
tækisins.
Síðan segir: „Ef reiknað er með
14% hækkun á verði til almenn-
ingsveitnanna frá og með 1. janúar
1985 og síðan óbreyttu verði til ársl-
oka er áætlað að gjaldskrárverð
Landsvirkjunar til almenningsrafv-
eitna hafi í árslok 1985 lækkað að
raungildi um 24% frá 1. ágúst 1983
að telja. Til samanburðar skal þess
getið, að á sama tímabili er áætlað
að raungildi verðsins til ÍSAL
hækki um 100%.“
—Sjá fréttatilkynningu
Landsvirkjunar í heild á bls. 4.
Dr. Valgarður Egilsson
í umfryminu eru tugir svonefndra
orkukorna á sveimi og geymir
hvert þeirra smálitningastúf eða
erfðaefni. Erfðaefni orkukorna
eru einungis erfð frá móður og eru
óháð litningum í kjarna að gerð.
Á síðustu árum hafa uppgötvast
yfir 20 svokölluð krabbameinsgen
eða onco-gen og er eitt eða fleiri
þeirra að finna í hverri frumu lík-
amans. í illkynja æxlum er þau
einnig að finna, ýmist skemmd eða
engar skemmdir sjást. Allmikið er
vitað um efnafræðilega samsetn-
ingu þeirra, en sáralítið um stjórn
á þeim, hvenær þau eru notuð,
hvenær ekki, né hvaða skemmdir
á frumunni gera þau krabba-
meinsvaldandi.
Dr. Valgarði hefur tekist að
sýna frammá að eitt gen það í ger-
frumunni er virðist samsvara
krabbameinsgeni stjórnast af að
minnsta kosti tveimur öðrum gen-
um frumunnar. Annað er í kjarna
hennar og hefur með sykurneyslu
frumunnar að gera. Hins vegar
hefur erfðaefnið í orkukornunum
einnig áhrif á krabbameinsgenið.
Morgunblaðið spurði dr. Val-
garð um hvað þessi uppgötvun
þýddi: „Um stjórn á onco-genum
eða svonefndum krabbameinsgen-
um er nánast ekkert vitað í dag,
svoleiðis að allar nýjar upplýs-
ingar eru verðmætar. Með þessu
er búið að ákvarða tvo stjórn-
punkta fyrir þetta gen og út frá
þeim má vinna frekar í framtíð-
inni. Kortlagningu frumu og
frumustarfsemi má Jíkja við land-
mælingar. Hér eru komnir punkt-
ar sem síðan má miða sig út frá
við frekari rannsóknir," sagði dr.
Valgarður.
Ástæðuna fyrir því að minna er
vitað um stjórn en efnafræðilega
gerð gena, sagði dr. Valgarður
kannski vera þá að um flóknara
viðfangsefni væri að ræða.
Dr. Valgarður er frumulíffræð-
ingur og skrifaði doktorsritgerð
um áhrif krabbameinsvaldandi
efna á orkukorn. Sjá miðsíðu.
DAGAR
TIL JÓLA