Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 Tidevand - Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Liv Ullmann: Tidevand Útg. Lindhardt & Ringhof 1984. Fyrsta bók Liv Ullmann For- andringen vakti verðskuldaða at- hygli hér sem annars staðar og því hlýtur næsta bók leikkonunnar ekki síður að vekja áhuga. Tide- vand segir frá framhaldi umbreyt- ingarinnar, baráttunni lauk ekki í þeirri bók eins og lesendur sáu náttúrlega. Það er sagt frá und- ursamlegu en dauðadæmdu ástar- sambandi Liv Ullman við tékkn- eskan blaðamann, sambúð þeirra, gleði og trega þegar þau horfast loks í augu við að þau eru ekki að leita þess hins sama og þar af leið- andi hlýtur samúð þeirra að enda. Sagt er frá samskiptum Liv Ull- ný bók Li Liv Ullmann mann við telpuna Linn sem er nú sem óðast að vaxa úr grasi, vernd- artilfinningu móðurinnar, löngun hennar til að vera vinur dóttur sinnar, nálgast hana, umbera og r Ullmann skilja. Og skilja líka að ein af þeim tilfinningum sem hún ber í brjósti er í ætt við angurværa öfund — vegna þess að Linn á allt það eftir sem fylgir’ æskunni þó svo að það valdi ekki síður kvöl og sorg en gleðinni. Og Liv segir frá starfi sínu í leik, og einnig frá ferðalög- um sínum á vegum UNICEF til ótal margra landa og þær frásagn- ir eru með því fegursta í bókinni, áhrifamiklar og einfaldar. Mér fannst þetta ákaflega vel gerð bók að mörgu ieyti. Að mörgu leyti er hún opnari og hressilegri en Forandringen, í henni er húmor sem Liv kemur notalega til skila. Manneskjuleg hlýja, áhugi á bág- indum, opinskáar en orðknappar lýsingar á munaðarlífinu sem hún lifir milli þess sem hún sækir heim sveltandi börn og horfir mið- ur sín á bágindi sem þarf mikla smekkvísi til að lýsa svo að ekki verði úr vella. Allt þetta er í bók- inni. Og því er gott að lesa hana. Bókmenntir Siguröur Haukur Guöjónsson Sjáðu, Madditt, það snjóar SJÁÐU, MADDITT, ÞAÐ SNJÓAR! Höfundur: Astrid Lindgren. Þýðing: Þuríður Baxter. Myndir: Ilon Wikland. Setning og filmuvinna: Frentstofa G. Benediktssonar. Frentað á Ítalíu. Útgefandi: Mál og menning. Þetta er undurfögur myndabók “fyrir unga lesendur. Sviðið er Sól- bakki, haust og snjór á jörðu, og aðalsögupersónurnar systurnar Madditt og Beta. Madditt er bund- in við rúmið en Beta heldur í kaupstaðinn til innkaupa með Öllu vinnukonu. Þær verða viðskila, og Andrés ekill flytur telpuna, óaf- vitandi, langt inn í skóg. Gæða- hjónin á Hóli finna anganóruna og koma henni heim á ný. Höfundur gerir úr litlu efni hugljúfa sögu, og með leikni sinni dregur hann til þeirrar spennu er hrífur unga les- endur. Þýðing Þuríðar er vel gerð, mál hennar látlaust og snjallt. Myndir bókarinnar snilldarvel gerðar, einar sér væru þær efni bókar. Prentverk vel unnið. Hér helzt allt i hendur: efni, þýðing, myndir og gerð, og niðurstaðan verður því prýðisbók, sem gaman verður að rétta barni. Hafi útgáfan þökk fyrir. Binna-bækur BINNI VILL EIGNAÍ?T HUND Höfundur texta: Anne-Marie Chap- outon Myndir eftir Ulises Wensell <k; BINNI FER ÍJT í RIGNINGU Höfundur texta: Ursel Scheffler Myndir eftir Ulises Wensell Þýðandi beggja hveranna er Magn- ús Kjartansson Þaer eru prentaðar á Ítalíu. Útgefandi: Bókaútgáfan Skjaldborg. Listavel gerðar myndir eru uppistaða þessara kvera. Sögu- hetjan í þeim báðum er snáðinn Binni. í þeirri fyrri er sagt frá draumi lítils drengs sem vill eignast vin í húsdýri. Foreldrum hans lízt ekk- ert á, og lítill drengur fær alltaf nei. I hinni síðari er sagt frá göngu- ferð Binna með ömmu sinni og hundi í úrhellis rigningu. Undur veraldar birtast spurulum huga, og lífsreynd amman leitar þeim svara. Þetta eru bækur fyrir þá sem rétt eru byrjaðir að lesa, eða þá bækur fyrir börn, sem eiga for- eldra, er hafa tíma til jæss að lesa textann fyrir þau, ræða myndirn- ar við þau. Vel þýdd, snotur kver, sem börn munu hafa gaman af að skoða og lesa. Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Þarf stál- taugar í hana þessa Metallica Ride the lightning Music for the Nations/Fálkinn Ég man að ég hafði það á orði þegar ég skrifaði um síðustu plötu Metallica fyrr á árinu að oft á tíðum væri æði stutt úr þungarokkinu þeirra yfir í ptönk- ið. Slíkur er hamagangurinn. Sú skoðun hefur ekkert breyst við að hlusta á þessa plötu. Sá er hins vegar gallinn á þessari afurð Metallica að þeir fjórmenningar hafa greinilega ekki lagt of mikla rækt við laga- smíðarnar. Á síðustu plötu var mikið um hröð og áheyrileg kaflaskipti en á þessari eru lögin miklu einhæfari og um leið ein- faldari. Hljómabreytingar sára „simplar" en keyrslan og lætin þeim mun meiri. Fyrir vikið vilja lögin renna saman í einn graut og slíku hefur enginn gaman af — ekki einu sinni ég. Með tveimur síðustu plötum sínum má þó allténd segja að Metallica hafi skapað sér tals- verða sérstöðu vestanhafs, a.m.k. rámar mig ekki í að hafa heyrt í nokkurri þarlendri sveit sem býður upp á önnur eins læti. Hvort það er svo eftirsóknarverð sérstaða er svo allt annar hand- leggur. Ég hafði mjög gaman af síðustu plötu Metallica en ekki næstum því eins af þessari. Það er erfitt að tína út einstök lög á Ride the Lightning. Eins og segir að framan vilja þau renna saman í eitt en með því aö hægja ferðina eilítið í nokkrum lag- anna og lagfæra útsetningar í nokkrum til viðbótar hefði mátt fá út mun heilsteyptari grip en raun ber vitni. Ég er hræddur um að þessi höfði ekki nema til grjótharðra aðdáenda. Góðir punktar en engin heild l)a.s Kapital Lili Marlene Gramm Bubbi Morthens er rriakalaus maður — sá makalausasti í ís- lenskri poppsögu (nei, ég gleymi ekki Gunna Þórðar og öllum hin- um). Það er sama á hverju geng- ur, hann virðist hreint ódrep- andi og er nú kominn fram á sjónarsviðið í enn einu gervinu, forsprakki Das Kapital. Auk Bubba eru í sveitinni þeir Mike Pollock/gítar, Jakob Magn- ússon/bassi og Guðmundur Gunnarsson/trommur. Mike lék m.a. áður með Bubba í Utan- garðsmönnum en þeir Jakob og Guðmundur léku lengstum sam- an í Tappa Tíkarrassi. Þótt Bubbi sé sérkapítuli út af fyrir sig er Das Kapital það ekki. Lili Marlene er fremur lítið spennandi plata. Á henni eru fá- ir toppar en þess á milli er um að ræða efni, sem er langt fyrir neðan þann „standard“ sem Bubbi setti sér framan af ferlin- um. Rokkið hjá Das Kapital er hrátt og kraftmikið oft á tíðum og 20 ára gamalt að auki. Enginn skyldi j)ó fordæma gamalt rokk, ég manna síst, en það er ekkert í það varið þegar það er illa fram sett eins og raunin er æði oft á Lili Marlene. Mér er til efs að Mike Pollock hafi átt öllu verra framlag á hjómplötu. Hann er gítarleikari sem fær mann ekki til að taka kollhnís af gleði, en getur marg- falt meira en á þessari plötu. Lengstum fannst mér Guðmund- ur ágætur trommari en hér bregst honum bogalistin. Iðulega hangir hann í „bítinu" og ýmist sleppur hann rétt fyrir horn eða þá ekki. Jakob skilar sínu ágæt- lega og út af fyrir sig er það ekkert auðvelt að elta trommu- leik eins og hjá Guömundi á Lili Marlene. Lögin hans Bubba hljóma orð- ið kunnuglega í eyrum Hest hver. Það er helst að Launaþrællinn og Snertu mig (heitir reyndar Er ha:gt að lækna brotið hjarta á plötumiðanum) standi upp úr auk titillagsins Lili Marlene. Þar er Das Kapital i essinu sinu og óneitanlega hefði verið gaman ef annað efni plötunnar hefði verið sambærilegt. Ekki er kannski neitt hægt út á það að setja þótt lög manns eins og Bubba hljómi kunnug- lega eftir 11 — 12 plötur á 4 árum. Menn skapa sér sinn eigin stíl og reyna svo að þróa hann þótt hér séu reyndar fá merki fram- þróunar eða tilrauna. Hitt þykir mér aftur verra hvað textasmíð Við lestur bókarinnar Maður og ástkonur eftir Má Krist- jónsson (ég leyfi mér reyndar að taka fram að við erum óskyld með öllu) hvarflaði að mér að þarna væri frelsið til tjáningar komið í sinni öfug- snúnustu mynd. Náttúrlega eigum við að hafa leyfi til að setja fram skoðanir okkar, falli þær ekki öllum í geð, látum svo vera. En skyldi ekki nauðsyn- legt að gera einhvers staðar einhverjar lágmarkskröfur? Ég skal fúslega játa, að mér tókst ekki að komast nema einu sinni og með harmkvælum í gegnum þessa bók, og mér er ógerningur að segja um hvað Að þekkja ekki ljósið frá myrkrinu eða kunna ekki að kveikja það Bókmenntír Jóhanna Kristjónsdóttir Már Kristjónsson: MAÐUR OG ÁSTKONUR. Útg. MK forlag 1984. Það kemur sem betur fer ekki oft fyrir, að mér detti í hug við lestur aðskiljanlegra bóka, að það veitti ekki af að einhverjir ábyrgir aðilar fylgd- ust með því sem er látið ganga á þrykk hér á landi. Allir eiga auðvitað að fá að tjá hug sinn í ræðu og riti, það er bara hluti af lýðræðinu og elsku frelsinu. Og sjálfsagt er hlutfall þeirra hærra hér en víðast annars staðar sem einhvern tíma á lífsleiðinni senda frá sér bæk- ur. Bubba hefur hrakað. Margir textanna hafa að geyma góðar hugmyndir og skoðanir en þeir eru svo hroðvirknislega unnir að það hreinlega skemmir þá. Þessi frumraun Das Kapital er ekki að neinu leyti stórvirki á íslenskan poppmælikvarða. Hér eru góðir punktar af og til en ég er sannfærður um að Das Kapi- tal er færari um margfalt betri afurð en Lili Marlene. Of stór skammtur í einu Liraahl Don’t Suppose ... EMI/Fálkinn Ég man ekki í hverju bresku poppblaðanna ég las það fyrir skemmstu en þar fékk þessi breiðskífa Limahls aðeins brot út einni stjörnu i einkunn. Svo eru menn að segja að plötudóm- arar hér á íslandi séu óvægnir. Þótt ég gefi Limahl e.t.v. betri einkunn er brot ur stjörnu verð ég engu að síður að viðurkenna að heil breiðskífa frá honum í einu finnst mér allt of stór skammtur. Lögin hans á borð við Too Much Trouble og síðar Nev- er Ending Story, sem hljómað hafa ótæpilega úr hljóðdósum plötuspilaranna á rás 2 síðari hluta árs eru ágæt ein og sér og í hæfilegum skömmtum en Don’t Suppose ... er mér um megn. Reyndar verður það ekki af Limahl skafið að hann getur vel sungið. Efasemdirnar um að hún er. Guðlast og klám? Órar, sundurleitt röfl. Það kæmist kannski næst þvi. Söguþræði er ekki til að dreifa. Eiginlega eru hér ekki bara brotin lögmál skáldsögunnar, frásögunnar eða hvað sem höfundur vill nú kalla þetta tilskrif sitt. Það setur að manni dálitla velgju við lesturinn, ekki bara af því að hér er klæmst og guð- lastað og ruglað, vel að merkja allt þetta þrennt getur átt beinlínis rétt á sér. Og má gera það bæði listrænt og forvitni- legt ef um penna heldur höf- undur sem kann til verka og getur komið því á framfæri við lesendur á þann hátt að boðlegt megi teljast. Því er ekki fyrir að fara hér. Þetta er bara svo leiðinlegt. hann gæti náð að slá í gegn einn síns liös eftir að hann sleit sam- starfinu við Kajagoogoo hafa reynst óþarfar. Þessi léttskeggj- aði sveinn er nú eftirlæti allra meyja á gelgjuskeiðsaldrinum. Svo aftur sé vikið að Don’t Suppose ... er það helsti galli hennar hversu litlaus lögin eru. Ef ekki væru Too Much Trouble og Never Ending Story í lok fyrri hliðarinnar væri hún ein alls- herjar flatneskja. Þó vantar ekki að vinnsla er öll í fínu lagi þott mér finnist ofnotkun hljóm- borða dálítil. Þar kemur Fair- light-fárið enn í ljós í popp- tónlist nútímans. Síðari hliðin er litlu meira sannfærandi; í raun er hér að- eins spurning um hversu tækni- leg vinnubrögðin eru því laga- smíðarnar hlytu aldrei verðlaun — ekki einu sinni í Eurovision. Helst að Tar Beach standi upp- úr, en það er samt afar ófrum- legt. Eftir þessa reynslu mína af Limahl og aðstoðarmönnum held ég að ég láti mér eitt og eitt lag frá honum nægja í einu en eftirláti ungpíunum hann í allri sinni dýrð. Skrýtið safn en skemmtilegt Ýmsir flytjendur Endurfundir Spor Óneitanlega fannst mér það kyndugt lagavalið á þessari plötu er ég sá hana fyrst en menn segja mér að hún seljist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.