Morgunblaðið - 21.12.1984, Side 1

Morgunblaðið - 21.12.1984, Side 1
96 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 253. tbl. 71. árg._________________________________FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Noregur: Síldarmjöl orðið helsta heilsufæðið Osló, 20. desember. Krá Jan Erik Laure, fréliaritara Mbl. SÍLDARMJÖL er á fjórum eða fimm dögum orðið það heilsufæði sem enginn Norðmaður getur verið án. Á tæplega viku hafa yfir tíu tonn af fiskmjöli selst í norskum mat- vörubúðum. Gn aðeins þrjú tonn seldust allt árið í fyrra. Það sem talið er að valdið hafi þessari ótrúlegu söluaukningu er grein sem birtist í vikublaði einu fyrir nokkru, þar sem rætt er um hversu heilsusamlegt sé að eta fiskmjöl. — Og meira þurfti ekki til að allir vildu mjölið eta, annaðhvort til að halda heilsunni eða bæta hana, segir Helge Möller hjá fisk- mjölsverksmiðjunni Norsildmel í Bergen. Fiskmjöl er afurð sem engrar athygli hefur notið í Noregi, segir Helge Möller enn fremur. Allar tilraunir sýna þó, að eggjahvítu- efnin, steinefnin og vitamínin í fiskmeltunni hafa fyrirbyggjandi áhrif á fjölda algengra sjúkdóma. Og nú leikur Norsildmel og fleiri mjölverksmiðjum í Noregi hugur á að vita, hvort síldarmjöl muni héðan í frá bætast við dag- lega fæðu fólks sem heilsusamleg- ur viðauki eða hvort hér hefur einungis flogið hjá ein af dægur- flugum hollustuheimspekinnar. Brezka kolaverkfallið: Vinna hafin í tveim- Nytum meira öryggis ef við hefðum geimvopnin — segir Weinberger, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna Wa.shington, 20. des. AP. BANDARÍKIN og bandalagsríki þeirra nytu meira öryggis, ef þau réðu yfir geimvopnum þeim, sem Reagan forseti hefur lagt til, að smíðuð verði í stað þess að byggja á hótuninni um stórfellda gagnárás með kjarnorkuvopnum gegn árás af hálfu Sovétríkjanna. Kom þetta fram í ræðu, sem Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, flutti í dag. Weinberger gerði lítið úr kjarn- orkuvopnahótuninni og lýsti henni sem „úreltri herfræðikenningu". Með henni hefði ekki tekizt að koma í veg fyrir vígbúnað Sovét- ríkjanna né að hindra brot þeirra á fyrri samningum um takmark- anir á því sviði. Með því að reiða sig eingöngu á eldflaugar og sprengjuflugvélar til þess að svara kjarnorkuárás „er- um við neydd til þess í framtíðinni að byggja öryggi okkar eingöngu á hótuninni um að hefna okkar, ef ráðizt verður á okkur,“ sagði Weinberger. „Öryggi okkar og bandamanna okkar ætti að byggj- ast á einhverju öðru og meira en gagnkvæmri ógnun." Herfræðiáætlun Reagans, sem Weinberger kennd hefur verið við „stjörnu- stríð“, gerir ráð fyrir umfangs- miklum rannsóknum og fram- leiðslu á varnarvopnum eins og „laser“-geislavopnum, sem komið yrði fyrir úti í geimnum til þess að skjóta niður kjarnorkuflaugar Sovétmanna. Mikhail Gorbachev, sem nú er í opinberri heimsókn í Lundúnum, en talinn er annar valdamesti maður Sovétríkjanna, hefur gefið í skyn, að í stað þess að fara að dæmi Bandaríkjanna um að koma á fót geimvopnakerfi, þá muni Sovétríkin finna leiðir til þess að brjótast í gegnum hvaða varnar- kerfi, sem Bandaríkjamenn kunni að koma á fót. Lét Gorbachev um- mæli falla þar að lútandi, er hann ræddi við leiðtoga brezku stjórn- arandstöðunnar i gær. Flugfar- gjöld lækka hjáBA Washington, 20. des. AP. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkj- anna tilkynnti brezka flugfélaginu British Airways í dag, að það myndi ekki hindra fyrirhugaða fargjalda- lækkun félagsins um 35% á flug- leiðinni milli New York og London. Með þessu er leiðin rudd fyrir eina umdeildustu fargjaldalækkun sög- unnar á sviði flugsins. Brezka stjórnin haföi komið í veg fyrir þessa fargjaldalækkun í október sl., þar sem henni þótti skorta tryggingar fyrir því, að bandarísk stjórnvöld yrðu ekki til þess að lögsækja brezk flug- félög fyrir lögbrot af þessum sök- um, þar sem nokkrar líkur voru taldar á því, að þessi fargjalda- lækkun yrði talin brot á banda- rískum lögum gegn hringamynd- un. Eftir þessa lækkun verða Ap- ex-fargjöld British Airways á flugleiðinni London—New York 378 dollarar á virkum dögum en 428 dollarar um helgar. Nú nema þessi sömu fargjöld 579 dollurum á virkum dögum og 619 dollurum um helgar. ur námum í Yorkshire Mansfield. 20. de». AP. Eindrœgni á yfirborðinu Mynd þessi sýnir þá Moammar Khadafy, Líbýuleiðtoga, Felipe Gonzales, forsætisráðherra Spánar og Bruno Kreisky fyrrum kanslara, eftir fund þeirra f borginni Palma á Mallorca. Síðar kom Khadafy öllum á óvart með því að kalla ' tær af borgutn Spánverja í Afríku „arabískar borgir". Spánn afsali sér löndum í Afríku Framkvæmdaráð námaverka- manna í Nottinghamshire samþykkti í atkvæðagreiðslu í dag að segja skil- ið við Landssamband námaverka- manna í Bretlandi (NUM). Nær úr- sögn þessi til um 90.000 verka- manna. NUM hafði kraflzt dóms- úrskurðar um, að úrsögn af þessu tagi væri ólögleg, en niðurstaða rétt- arins var á þann veg, að svo væri ekki. Andstaða við verkfall kola- námamanna í Bretlandi hefur verið mest í Nottinghamshire. Hafa um 90% námamanna þar virt verkfallið að vettugi og haldið áfram að vinna. Ray Chadburn, forseti sam- bands námaverkamanna í Nott- inghamshire, sagði í dag, að þessi ákvörðun hefði verið tekin af ótta við að iandssambandið myndi beita þá menn viðurlögum, sem ekki vildu taka þátt í kolaverkfall- inu. 1 Yorkshire, þar sem verkfallið hefur notið órskoraðs stuðnings kolanámamanna til þessa, hófst vinna aftur í dag við enn eina kolanámuna. í þessu héraði hafði öll vinna legið niðri í kolanámun- um þar til í gær, að byrjað var að vinna við eina þeirra, þá fyrstu í héraðinu frá því að kolaverkfallið hófst fyrir 9 mánuðum. Madríd. 20. des. AP. MOAMMAR Khadafy, leiðtogi Lí- býu, kallaði tvær af borgum Spán- verja i Norður-Afríku „arabískar borgir" á fundi með fréttamönnum á Mallorra í dag. Var þar um að ræða borgirnar Cæuta og Melilla, sem Mar- okkómenn hafa gert tilkall til um skeið. Spænska stjórnin mótmælti þessum ummælum Khadafys harð- lega í dag með yflrlýsingu, þar sem sagði: „Þessar borgir eru spánskar og því verður ekki haggað." Khadafy sagði, að við innlimun Ceuta og Melilla í Marokkó „ætti ekki að þurfa að beita valdi“. Gerð- ist það eftir fund hans og Felipe Conzalez, forsætisráðherra Spánar, og Bruno Kreisky, fyrrum kanslara Austurríkis. Fundur þessi fór fram á Mallorca og voru málefni Norð- ur-Afríku þar til umræðu og þá einkum bandalag Marokkó og Líb- ýu, sem undirritað var í ágúst sl. Jólabónusi rænt Mancbester, 20. desember. AP. TVEIR MENN vopnaðir skammbyssum rændu öryggisvagn í úthverfl Manchester og komust undan með 480 þúsund sterlingspunda jólabón- us, eða jafnvirði tæpra 25 milljóna króna. Ræningjarnir óku bíl sínum Námu þeir um 40 peningatöskur aftan á peningaflutningabifreið- á brott með sér. Engum skotum ina svo hún hafnaði utan vegar. var hleypt af í ráninu og engin Tókst þeim að yfirbuga verðina slys urðu á mönnum. tvo og binda á höndum og fótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.