Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 253. tbl. 71. árg._________________________________FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Noregur: Síldarmjöl orðið helsta heilsufæðið Osló, 20. desember. Krá Jan Erik Laure, fréliaritara Mbl. SÍLDARMJÖL er á fjórum eða fimm dögum orðið það heilsufæði sem enginn Norðmaður getur verið án. Á tæplega viku hafa yfir tíu tonn af fiskmjöli selst í norskum mat- vörubúðum. Gn aðeins þrjú tonn seldust allt árið í fyrra. Það sem talið er að valdið hafi þessari ótrúlegu söluaukningu er grein sem birtist í vikublaði einu fyrir nokkru, þar sem rætt er um hversu heilsusamlegt sé að eta fiskmjöl. — Og meira þurfti ekki til að allir vildu mjölið eta, annaðhvort til að halda heilsunni eða bæta hana, segir Helge Möller hjá fisk- mjölsverksmiðjunni Norsildmel í Bergen. Fiskmjöl er afurð sem engrar athygli hefur notið í Noregi, segir Helge Möller enn fremur. Allar tilraunir sýna þó, að eggjahvítu- efnin, steinefnin og vitamínin í fiskmeltunni hafa fyrirbyggjandi áhrif á fjölda algengra sjúkdóma. Og nú leikur Norsildmel og fleiri mjölverksmiðjum í Noregi hugur á að vita, hvort síldarmjöl muni héðan í frá bætast við dag- lega fæðu fólks sem heilsusamleg- ur viðauki eða hvort hér hefur einungis flogið hjá ein af dægur- flugum hollustuheimspekinnar. Brezka kolaverkfallið: Vinna hafin í tveim- Nytum meira öryggis ef við hefðum geimvopnin — segir Weinberger, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna Wa.shington, 20. des. AP. BANDARÍKIN og bandalagsríki þeirra nytu meira öryggis, ef þau réðu yfir geimvopnum þeim, sem Reagan forseti hefur lagt til, að smíðuð verði í stað þess að byggja á hótuninni um stórfellda gagnárás með kjarnorkuvopnum gegn árás af hálfu Sovétríkjanna. Kom þetta fram í ræðu, sem Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, flutti í dag. Weinberger gerði lítið úr kjarn- orkuvopnahótuninni og lýsti henni sem „úreltri herfræðikenningu". Með henni hefði ekki tekizt að koma í veg fyrir vígbúnað Sovét- ríkjanna né að hindra brot þeirra á fyrri samningum um takmark- anir á því sviði. Með því að reiða sig eingöngu á eldflaugar og sprengjuflugvélar til þess að svara kjarnorkuárás „er- um við neydd til þess í framtíðinni að byggja öryggi okkar eingöngu á hótuninni um að hefna okkar, ef ráðizt verður á okkur,“ sagði Weinberger. „Öryggi okkar og bandamanna okkar ætti að byggj- ast á einhverju öðru og meira en gagnkvæmri ógnun." Herfræðiáætlun Reagans, sem Weinberger kennd hefur verið við „stjörnu- stríð“, gerir ráð fyrir umfangs- miklum rannsóknum og fram- leiðslu á varnarvopnum eins og „laser“-geislavopnum, sem komið yrði fyrir úti í geimnum til þess að skjóta niður kjarnorkuflaugar Sovétmanna. Mikhail Gorbachev, sem nú er í opinberri heimsókn í Lundúnum, en talinn er annar valdamesti maður Sovétríkjanna, hefur gefið í skyn, að í stað þess að fara að dæmi Bandaríkjanna um að koma á fót geimvopnakerfi, þá muni Sovétríkin finna leiðir til þess að brjótast í gegnum hvaða varnar- kerfi, sem Bandaríkjamenn kunni að koma á fót. Lét Gorbachev um- mæli falla þar að lútandi, er hann ræddi við leiðtoga brezku stjórn- arandstöðunnar i gær. Flugfar- gjöld lækka hjáBA Washington, 20. des. AP. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkj- anna tilkynnti brezka flugfélaginu British Airways í dag, að það myndi ekki hindra fyrirhugaða fargjalda- lækkun félagsins um 35% á flug- leiðinni milli New York og London. Með þessu er leiðin rudd fyrir eina umdeildustu fargjaldalækkun sög- unnar á sviði flugsins. Brezka stjórnin haföi komið í veg fyrir þessa fargjaldalækkun í október sl., þar sem henni þótti skorta tryggingar fyrir því, að bandarísk stjórnvöld yrðu ekki til þess að lögsækja brezk flug- félög fyrir lögbrot af þessum sök- um, þar sem nokkrar líkur voru taldar á því, að þessi fargjalda- lækkun yrði talin brot á banda- rískum lögum gegn hringamynd- un. Eftir þessa lækkun verða Ap- ex-fargjöld British Airways á flugleiðinni London—New York 378 dollarar á virkum dögum en 428 dollarar um helgar. Nú nema þessi sömu fargjöld 579 dollurum á virkum dögum og 619 dollurum um helgar. ur námum í Yorkshire Mansfield. 20. de». AP. Eindrœgni á yfirborðinu Mynd þessi sýnir þá Moammar Khadafy, Líbýuleiðtoga, Felipe Gonzales, forsætisráðherra Spánar og Bruno Kreisky fyrrum kanslara, eftir fund þeirra f borginni Palma á Mallorca. Síðar kom Khadafy öllum á óvart með því að kalla ' tær af borgutn Spánverja í Afríku „arabískar borgir". Spánn afsali sér löndum í Afríku Framkvæmdaráð námaverka- manna í Nottinghamshire samþykkti í atkvæðagreiðslu í dag að segja skil- ið við Landssamband námaverka- manna í Bretlandi (NUM). Nær úr- sögn þessi til um 90.000 verka- manna. NUM hafði kraflzt dóms- úrskurðar um, að úrsögn af þessu tagi væri ólögleg, en niðurstaða rétt- arins var á þann veg, að svo væri ekki. Andstaða við verkfall kola- námamanna í Bretlandi hefur verið mest í Nottinghamshire. Hafa um 90% námamanna þar virt verkfallið að vettugi og haldið áfram að vinna. Ray Chadburn, forseti sam- bands námaverkamanna í Nott- inghamshire, sagði í dag, að þessi ákvörðun hefði verið tekin af ótta við að iandssambandið myndi beita þá menn viðurlögum, sem ekki vildu taka þátt í kolaverkfall- inu. 1 Yorkshire, þar sem verkfallið hefur notið órskoraðs stuðnings kolanámamanna til þessa, hófst vinna aftur í dag við enn eina kolanámuna. í þessu héraði hafði öll vinna legið niðri í kolanámun- um þar til í gær, að byrjað var að vinna við eina þeirra, þá fyrstu í héraðinu frá því að kolaverkfallið hófst fyrir 9 mánuðum. Madríd. 20. des. AP. MOAMMAR Khadafy, leiðtogi Lí- býu, kallaði tvær af borgum Spán- verja i Norður-Afríku „arabískar borgir" á fundi með fréttamönnum á Mallorra í dag. Var þar um að ræða borgirnar Cæuta og Melilla, sem Mar- okkómenn hafa gert tilkall til um skeið. Spænska stjórnin mótmælti þessum ummælum Khadafys harð- lega í dag með yflrlýsingu, þar sem sagði: „Þessar borgir eru spánskar og því verður ekki haggað." Khadafy sagði, að við innlimun Ceuta og Melilla í Marokkó „ætti ekki að þurfa að beita valdi“. Gerð- ist það eftir fund hans og Felipe Conzalez, forsætisráðherra Spánar, og Bruno Kreisky, fyrrum kanslara Austurríkis. Fundur þessi fór fram á Mallorca og voru málefni Norð- ur-Afríku þar til umræðu og þá einkum bandalag Marokkó og Líb- ýu, sem undirritað var í ágúst sl. Jólabónusi rænt Mancbester, 20. desember. AP. TVEIR MENN vopnaðir skammbyssum rændu öryggisvagn í úthverfl Manchester og komust undan með 480 þúsund sterlingspunda jólabón- us, eða jafnvirði tæpra 25 milljóna króna. Ræningjarnir óku bíl sínum Námu þeir um 40 peningatöskur aftan á peningaflutningabifreið- á brott með sér. Engum skotum ina svo hún hafnaði utan vegar. var hleypt af í ráninu og engin Tókst þeim að yfirbuga verðina slys urðu á mönnum. tvo og binda á höndum og fótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.