Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 bæði í miðtaugakerfir.u og utan þess. Enn er þó allsendis óljóst, hvort eða hvernig hin vímugefandi verkun lýsergíðs tengist serótón- íni í miðtaugakerfinu. Þess skal getið, að meskalín má skoða sem afbrigði af boðefninu dópamíni. Dauðsföll beinlínis af völdum lýsergíðs virðast ekki vera þekkt fremur en dauðsföll af völdum tetrahýdrókannabínóls. Dauðsföll af völdum lýsergíðs óbeint eru hins vegar vel þekkt (t.d. vegna brenglaðs fjarlægðarskyns í lýs- ergíðvímu). Þá eru morð í lýserg- íðvímu þekkt (sbr. að framan). Óvíst er, hvort lýsergíð getur valdið langvarandi geðveikikennd- um viðbrigðum hjá þeim, sem heilir voru fyrir, eða aðeins „flett ofan af“ dulinni geðveiki. Allt er í óvissu um áhrif langvarandi töku lýsergíðs á getu manna til hug- vinnu, þegar neyslu er hætt eða á milli, eða á önnur líffærakerfi en miðtaugakerfið. Að líkindum veld- ur lýsergíð ekki fósturskemmdum hjá mönnum, né skaðar erfðaeig- indir. Því hefur verið haldið fram, að menn gætu fengið í sig lítið magn af lýsergíði með því að neyta korntegunda, sem sýktar hafa ver- ið af korndrjóla. Höfundur er hall- ur undir þá skoðun, að sum furðu- leg hópfyrirbæri mannkynssög- unnar megi að einhverju leyti skýra í þessu ljósi (galdraofsóknir, krossferðir, ofsatrúarhreyfingar o.s.frv.). Sennilega notuðu menn korndrjóla í Grikklandi til forna til þess að komast í annarlegt hug- arástand við trúarathafnir og fleiri athafnir. B. Önnur efni með lýsergíð- líka verkun Lýsergsýruamíð. í Mexíkó þekktist meðal innfæddra indíána (Aztekar, Mayar) að tyggja fræ villtra plantna, sem á ensku nefn- ist „morning glory“ (Ipomoea viol- acea og Rivea corymbosa), til þess að komast í snertingu við goð- mögn við trúarlegar athafnir. Hið virka efni í fræjum þessum er lýs- ergsýruamíð. Það verkar að flestu leyti eins og lýsergíð en tíu sinn- um veikar (venjulegur skammtur ca. 1 mg). Psílócín (psílócýbín). Psílócín og psílócýbín eru náskyld efni. Psíl- ócýbín breytist í líkamanum í psíl- ócín. Efni þessi finnast í sveppum af tegundunum Psilocybe og Con- ocybe, einkum Psilocybe mexic- ana. Neysla þessa svepps var þekkt í Mexíkó og víðar í Mið- Ameríku fyrir meira en 3000 árum að talið er. Þessi vímugjafi var notaður við ýmsar félagslegar og trúarlegar athafnir og enn fremur af læknum til þess að auðvelda þeim greiningu sjúkdóma og segja fyrir um meðferð sjúklinga (!). Psílócín verkar að flestu eða öllu leyti eins og lýsergíð, en 100—200 sinnum veikar í millígrömmum talið. Psílócín og psílócýbín eru lítt notuð nú á dögum. Indíánar í Mexíkó nota þó sveppi þessa að einhverju leyti enn. Meskalín. í peyote-kaktusi (Lophophora williamsii), sem vex í Mexíkó og í Bandaríkjunum suð- vestanverðum, svo og í annarri kaktustegund, er vex í Perú og Ekvador, er vímugefandi efni, sem fengið hefur nafnið meskalín eftir indíánaþjóðflokki nokkrum. Mesk- alín finnst einnig í berserkja- sveppi (Amanita muscaria). Mesk- alín hefur í aldaraðir verið notað sem vímugjafi við trúarathafnir í Mexíkó. Þaðan breiddist neysla þess út meðal indíána í Bandaríkj- unum. Það er nú löglegur vímu- gjafi í einu trúarsamfélagi í Bandaríkjunum (nefnt Native American Church of North Amer- ica). Meskalín verkar i stórum dráttum eins og lýsergíð, en um það bil 4000 sinnum veikar í millí- grömmum talið. Berserkjasveppir eru notaðir sem vímugjafi í norðaustanverðri Síberíu. Vímugefandi verkun þess- ara sveppa er margþætt, enda eru í þeim mörg vímugefandi efni. Víman minnir þó að sumu leyti á lýsergíð. Dímeltýltrýptamín (DMT) er efni með lýsergíðlíka verkun. Það er náskylt psílócíni að gerð. Það finnst í ýmsum plöntum (m.a. Piptadina peregrina), er vaxa f Mið- og Suður-Ameríku. Indiánar á þessum slóðum hafa í aldaraðir tekið í nefið duft, unnið úr plönt- um, er inniheldur dímetýltrýpt- amín. DOM (einnig nefnt STP) er samtengt efni (tilbúið í rannsókn- arstofum), sem leitt er af metýl- amfetamíni, en verkar að verulegu leyti sem lýsergíð. Stundum hafa borist til Rann- sóknastofu í lyfjafræði sýni með beiðni um að leita að sumum fyrrgreindra efna. Ekkert þessara efna hefur þó fundist í aðsendum sýnum til þessa. Fencýklídín (PCP; sbr. kafla VB) er stundum talið til lýsergíð- líkra efna. Verkanir fencýklídíns eru þó miklu margbreytilegri en svo, að slíkt geti talist réttlætan- legt. Dr. med. Imrkell Jóhannesson er prófessor í lyíjafræði í læknadcild Háskóla íslands. forstöðumadur Rannsóknastofu Háskóla íslands í lyfjafræði og formaður eiturefna- nefndar. ÞESSISTORGLÆSILEGI DODGE RAMCHARGER ÁRG. 1982 ER TIL SÖLU. Ekinn 24 þús km. Glæsileg innrétting. 4 tonna spil. Bíltölva — scanner — útvarp — segulband — 318 cub. — sjálfskiptur — litaö gler — radial-dekk. Bíllinn er sem nýr. Góö kjör. Uppl. í síma 92-2871. Spyrjið um barnaskóna meö kanínumerkínu. Skóverslun Kópavogs, Hamraborg 3, sími 41754. Dönsku barnaskórnir frá Uundpanl eru í hæsta gæöaflokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.