Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
Flug
Gunnar Þorsteinsson
Ferskir vindar
blása hjá Fokker
I’egar það spurðist út,
seint á sl. ári, að Fokker-
ilugvéiaverksmiðjurnar væru
að hanna tvær nýjar flugvéla-
gerðir, fannst mörgum að
það væri kominn tími til.
Nýju vélarnar eru Fokker
50-skrúfuþota og lítil far-
þegaþota sem kemur til með
að hieta Fokker 100. Með því
að ráðast í smíði þessara
flugvéla taka ferskir vindar
að blása að nýju hjá Fokker,
einmitt á þeim tíma þegar
Ijóst er að fyrirtækið var að
dragast hægt og rólega niður
í öldudalinn og í leiðinni aft-
ur úr keppinautum sínum í
smíði farþegaflugvéla.
Þrátt fyrir að hinar þaul-
reyndu, og traustu F 27 og F 28
voru — og eru enn — að seljast
og samsetning á hinni banda-
rísk-hönnuðu F 16-orustuþotu
hefur gengið mjög vel, er ljóst að
á næsta áratug verður stór
markaður fyrir nýjar og full-
komnar farþegaflugvélar í þess-
um stærðarflokki. Báðar nýju
Fokker-vélarnar verða nú hann-
aðar með það í huga að þær geti
verið í framleiðslu eitthvað fram
yfir næstu aldamót.
Fokker-verksmiðjurnar hafa
eftir sem áður mikinn áhuga á að
halda áfram framleiðslu ýmiss
konar geimbúnaðar, og þá gjarn-
an í samvinnu við önnur háþróuð
hollensk fyrirtæki. En Hollend-
ingar leggja mikið upp úr því að
vera virtir þáttakendur í þróun
gervihnattabúnaðar og geimbún-
aðar yfirleitt. í þessu sambandi
má geta þess að hollenskir vís-
indamenn verða í áhöfn Spacelab
3, snemma á næsta ári, og einnig
í áhöfn bandarísku geimferjunn-
ar Columbiu, síðla árs 1985.
Hingað til hefur ekkert flugfé-
lag pantað F 50-skrúfuþotuna, en
reiknað er með að úr rætist fyrir
árslok. Hinsvegar hefur svissn-
eska flugfélagið Swissair pantað
átta þotur af gerðinni F 100, og
lét skrá sig á óskuldbundinn
pöntunarlista fyrir öðrum sex.
Hljóðaði kaupsamningurinn upp
á andvirði tæpra fimm milljarða
íkr.
Swissair varð fyrst til að panta
nýju þotuna, og er Fokker mikill
hagur að því, vegna þess að flug-
félagið er mjög virt, og hefur
þann orðstír að þykja áreiðan-
legt, stundvíst, og síðast en ekki
síst er það þekkt fyrir framúr-
skarandi þjónustu.
Flugfélög eins og KLM i Hol-
landi, SAS, og hið bandaríska US
Air hafa látið í ljós áhuga sinn á
F 100-þotunni. T.d. hafa Swiss-
air, SAS og KLM mikið samstarf
í viðhalds- og tæknimálum, en
það gæti hugsanlega skipt miklu
máli við endurnýjun flugflota fé-
laganna. Þá hafa japönsk flugfé-
lög líka litið þotuna hýru auga,
og í því sambandi kann að skipta
máli að japönsk iðnfyrirtæki eru
undirverktakar hjá Fokker, og
munu framleiða hluti í vélina.
F 100 ætti að geta farið í
reynsluflug um mitt ár 1986, og
verða tilbúin til farþegaflugs ári
síðar. Hún á að geta borið allt að
107 farþega, og hafa 2200 km
flugdrægi. Vængflatarmálið
verður um 18% meira en á nú-
verandi F 28-þotum, og fræðilega
séð verður vængurinn um 30%
öflugri.
MorgunblaÖiÖ/Hergeir Kristgeirsson
Hreyflarnir, sem verða tveir,
verða staðsettir aftast á
skrokknum. Þeir verða af Rolls
Royce-gerð, svonefndir Tay-
hreyflar, og eru sagðir koma til
með að verða 15% hagkvæmari í
rekstri en fyrirrennarar þeirra,
og auðvitað hljóðlátari.
Undanfarin ár hafa Fokker-
verksmiðjunar unnið að 'þróun
samtrefjaefna, og verða þau nú
notuð í ríkum mæli við flugvéla-
smíðina. Það mun þýða sterkari
byggingu og minni þyngd.
Flugmælitæki, vökvakerfi,
lendingarbúnaður og loftræst-
ingarkerfi verður allt af nýjustu
gerð. Væntanlegir kaupendur
geta svo valið um margar mis-
munandi innréttingar.
Hollensku ríkisstjórninni er
mjög í mun að halda uppi at-
Þannig kemur nýja Fokker-100-
þotan til með að líta út Swissair
varð fyrsta flugfélagið til að kaupa
vélina, samtals átta vélar, og jafnvel
aðrar sex síðar. Fokker-100-vélarnar
leysa 14 gamlar Douglas DC 9
Swissair-þotur af hólmi.
vinnu hjá Fokker-verksmiðjun-
um, sem eru leiðandi fyrirtæki í
flug- og geimiðnaði Hollands, og
er ríkisstjórnin jafnframt stað-
ráðin í að gera allt sem í hennar
valdi stendur til að stór verkefni
tengd þessum málaflokkum verði
leyst innanlands. Vegna þessarar
stefnu hefur stjórnin þurft að
leggja fram bróðurpartinn af
fjármagninu sem þarf til að þróa
og smíða nýju flugvélarnar.
Reyndar hefur hún nú þegar út-
vegað 8 milljarða íkr. lán.
Fokker-fyrirtækið skilaði 177
milljón íkr. hagnaði á sl. ári eftir
undanfarandi margra ára tap.
Talsmenn fyrirtækisins búast við
að hagnaður verði einnig á
rekstrinum á þessu ári.
(Heimildir: Flight, Air Tran.sport World,
Financial Times og Fokker.)
Saudia-flugfélagið kaupir glænýjar breiðþotur f tugatali um þessar mundir. Fyrir hálfum mánuði var gengið frá
kaupum á 10 Boeing 747/300 risaþotum. A myndinni sést ein af ellefu nýjum Airbus 300/600 breiðþotum sem Saudia
hefur fest kaup á. Fyrsta þotan af þessari gerð var tekin í notkun fyrir flmm mánuðum og hafa þær reynst vel í
rekstri.
Farþegarými Fokker-100 verður bjart og býður uppá mikil þægindi. Vélin
getur rúmað 107 farþega mest, en Swissair verður með þrjú farrými og með
því fyrirkomulagi rúmar hún 87 farþega.
10 risaþotur fyrir olíu
Andvirðið greitt á 7 dögum
Einn sérstæðasti samningur
sem gerður hefur verið um
flugvélakaup var undirritaður
fyrir skömmu. Flugfélagið Saudi
Arabian Airlines, sem er ríkis-
flugfélag konungsdæmisins
Saudi-Arabíu, gekk frá kaupum
á 10 Boeing 747/300 risaþotum
er verða knúnar Kolls Royce KB
211 — 524D4 hreyflum.
Það merkilega við þessi við-
skipti er að þau fara fram með
vöruskiptum, og þess eru engin
dæmi að svona stór vöruskipta-
samningur hafi verið gerður á
flugvélamarkaðinum. Auðvitað
hafa flugvélaframleiðendur oft
þurft að taka eldri vélar upp í and-
virði nýrra. En vöruskipti á flug-
vélum og annari vöru eru fremur
sjaldgæf. Þess eru þó dæmi, að
fyrir nokkrum árum skipti
McDonnell Douglas á DC 9-þotum
og júgóslavnesku svínakjöti, og
Rolls Royce hefur skipt þotu-
hreyflum fyrir tölvubúnað.
Saudia-flugfélagið greiðir vél-
arnar, 10, og hreyflana, 50, með
hráolíu. Boeing og Rolls Royce fá
samtals 34 milljón tunnur af olíu,
sem samkv. markaðsverði í dag er
jafnvirði einnar billjón banda-
ríkjadala. Fyrirtækin ætla síðan
að endurselja olíuna til vissra
olíufélaga, en talið er víst að ara-
barnir ráði miklu um endursölu-
verðið til að reyna að forðast
hugsanlegt offramboð, og röskun
á heimsmarkaðinum.
Samkv. upplýsingum sem blm.
Mbl. fékk hjá íslensku olíufélög-
unum má ganga út frá því sem
vísu, að meðal dagsframleiðsla
Saudi-Arabíu á olíu, núna, sé um
4,7 milljónir tunnur. Og þá greiða
þeir flugvélarnar upp á sjö dögum
og nokkrum klukkustundum.
Tveimur spurningum er þó enn
ósvarað: Hvað fá milliliðirnir
greitt fyrir þessi viðskipti, og hvað
ætlar Saudia að gera við risaþot-
urnar, því efasemdir eru um að
flugfélagið þurfi nauðsynlega á
þeim að halda næstu árin. Sam-
tals verða vélarnar með 3830 sæti,
en það er mjög mikil sætaaukning.
Fyrsta flugvélin, af þessum tíu,
verður tekin í notkun í júní á
næsta ári.