Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
Stöðugleikastaður
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Friðrik G. Olgeirsson: HUNDRAÐ
ÁR í HORNINU. 334 bls. Útg.
OlafsfjarðarkaupsUður. 1984.
Ókunnugum kemur þetta bók-
arheiti nokkuð einkennilega fyrir
sjónir. En það mun skírskota til
örnefnis og staðhátta heima á
Ólafsfirði. Þetta er þriðja kaup-
staðarsagan sem mér berst í hend-
ur á skömmum tíma. Fleiri munu
vera á leiðinni.
»Saga Ólafsfjarðar er um-
fangsmeiri en svo að hún verði
sögð í einni bók,« segir höfundur í
formála. Enda mun ætlunin að
auka við síðar.
Annars er ærið efni í þessari
bók. Og sem að líkum lætur er
fyrst og fremst tekið á þróun
byggðar og atvinnusögu. Bent er á
hversu vel Ólafsfjörður liggi við
fiskimiðum. Óvíða er skemmra til
góðra miða frá kaupstöðum norð-
anlands. Minnt er á »að fiskveiðar
voru um aldamót ein helsta for-
senda og undirstaða byggðar á
Ólafsfirði og átti þó mikilvægi út-
gerðar enn 'eftir að vaxa er á 20.
öldina leið.« Meirihluti þorpsbúa
voru þá sjómenn. Bændur í sveit-
inni réru líka á sjó þannig að sjó-
sóknin var alger undirstaða
mannlífs á þessum stað.
Höfn var léleg frá náttúrunnar
hendi á Ólafsfirði og því var
snemma ljóst að gera yrði mann-
virki, dýr og öflug, ef öruggur
grundvöllur ætti að skapast þar til
frambúðar fyrir útgerð. Hér er sú
saga ýtarlega rakin. Er merkilegt
hvernig fámennt byggðarlag gat
leyst þann vanda, að vísu með
ríkisaðstoð.
Friðrik G. Olgeirsson
Einhæft atvinnulif hefur sína
kosti fyrir fámennan kaupstað.
Þeim mun fremur er unnt að
beina samtaka kröftum að einu
markmiði. En hættan er þá líka
meiri ef óhöpp ber að höndum.
»Hvítasunnuhvellurinn« heitir
kafli í bók þessari. Þar segir frá
óveðri miklu sem skall yfir
Ólafsfjörð árið 1935 og olli stór-
tjóni á bátaflota þorpsbúa. Þegar
óveðrinu slotaði kom í ljós »að
fimm stórir bátar höfðu slitnað
upp og þá rekið á land og hvorki
meira né minna en 14 trillur höfðu
sokkið eða rekið upp.« Horfurnar
voru geigvænlegar, ekki síst ef
minnt er á að um þetta leyti voru
kreppuár. En Ólafsfirðingar unnu
sig út úr þeim vanda sem öðrum.
Þó stutt sé á milli Ólafsfjarðar
og Siglufjarðar er saga þessara
tveggja nágrannabæja svo ólík
sem hugast getur. Siglufjörður
hefur sveiflast milli þess að vera
nánast aðalauðsuppspretta þjóð-
arinnar og niður á það stig að
stórfyrirtæki bæjarins stóðu mik-
ið til óvirk.
Ólafsfjörður hefur aldrei verið
ævintýrastaður. Hann hefur verið
bær stöðugleika og samfelidrar
uppbyggingar. Með lögum frá 1944
voru bænum veitt kaupstaðarrétt-
indi er tóku síðan gildi 1. janúar
1945. Voru kaupstaðarbúar þá
ekki fleiri en svo að sveitin varð að
fylgja með til að réttindin fengj-
ust. Árið eftir varð Ásgrímur
Hartmannsson bæjarstjóri »og
hafði hann starfið með höndum
allt til 1974. Hafði þá enginn mað-
ur hér á landi verið bæjarstjóri
lengur.« Þess er svo getið að upp-
haflega hafi Ásgrímur verið feng-
inn til að gegna bæjarstjórastarf-
inu einungis til bráðabirgða!
Og þangað nær þessi bók, til
þess er bænum voru veitt kaup-
staðarréttindin. Upphaf þéttbýlis
á Ólafsfirði er hins vegar rakið
aftur til ársins 1883 en þá settist
þar að maður »til þess að fá þurra-
búðarleyfi og verða fjölskyldu
sinni úti um samastað.* Nú telst
sú fjölskylda hafa verið hinir
fyrstu Ólafsfirðingar. Sem sagt —
hundrað ára saga eins og nafn
bókarinnar minnir á.
Friðrik G. Olgeirsson hefur hér
með dregið saman mikinn fróðleik
um Ólafsfjörð, atvinnusagan, sem
hann rekur í þessari bók, er í
fyllsta máta nákvæm, t.d. víða
studd tölulegum gögnum.
En saga bæjarins eftir að hann
hlaut kaupstaðarréttindi er eftir,
einnig menningar- og félagsmála-
sagan. »Hundrað ára sagan er að-
eins hálfsögð með þessu riti,« seg-
ir Friðrik í formálanum. Vonandi
tekst honum að rekja sögu bæjar-
ins til enda jafn vel og hann hefur
byrjað.
RAUÐI KROSS
ÍSLANDS 60 ÁRA
Minnispeningur gefinn út
í tilefni 60 ára afmælis
Rauða kross íslands
10. desember 1984
Hönnun: Þröstur Magnússon o.fl.
Mynd ó framhlið penlngsins
er ..Fýkur yfir hæðir" eftir
Ásmund Sveinsson mynd-
höggvara.
Mótagröftur: A.B. Sporrong. Sviþjóð.
Slátta. ís-spor hf.. Kópavogi.
Stærð penings: 50 mm f þvermál.
Upplag: 2000 bronspeningar,
50 peningar f Sterling
silfri tll gjafa.
Hver peningur er tölusettur
á röndlna.
PER HUMANITATEM AD PACEM
Peningurinn er til sölu hjá:
Frímerkjamióstöóinni, Skólavörðustíg
21A. Frímerkja- og myntverslun Magna,
Laugavegi 15 og á skrifstofu RKÍ Nóatúni
21, sími 26722.
Þessi mynd er ekki úr Sögunni endalausu heldur kvikmyndinni með sama
nafni.
Fjarri raun-
veruleikanum
Bókmenntír
Jóhann Hjálmarsson
Michael Ende:
SAGAN ENDALAUSA.
Myndir og upphafsstafir eftir Ros-
withu Quadflieg.
Jórunn Sigurðardóttir þýddi.
Ljóðaþýðingar geröar af Böðvari
Guðmundssyni.
ísafoldarprentsmiðja 1984.
Sagan endalausa eftir Michael
Ende er frá 1979 og telst til þeirra
bóka sem kallast ævintýrabækur
handa börnum og fullorðnum.
Sagan hefur náð mikilli útbreiðslu
um allan heim, hún er dálítið á
þeirri bylgjulengd sem breski kall-
inn J.R.R. Tolkien stillti heiminn
inn á. Auk þess er hún með ýmiss
konar visku á dagskrá, m.a. sækir
hún heilræði til furðufuglsins Al-
istairs Crowley: Gerðu það sem þú
vilt.
Feiti strákurinn Bastían Balth-
asar Búx sem ofsóttur er af skóla-
félögum sínum flýr inn í forn-
bókaverslun, kynnist þar sér-
kennilegum kaupmanni og stelur
frá honum bók sem nefnist Sagan
endalausa. í stað þess að mæta i
tíma fer Bastían upp á háaloft í
skólanum og lætur fara vel um sig
meðan hann les söguna. Hann
hverfur inn í söguna smám saman,
tengsl hans við umhverfið verða
minni og minni uns hann er orð-
inn aðalpersónan í sögunni og far-
inn að vinna afreksverk og horfist
í augu við Barnslegu keisaraynj-
una og alls kyns dýr og ófreskjur.
Sagan verður æ ótrúlegri og líka
ruglingslegri eftir því sem á hana
líður, persónusafnið fjölskrúðugra
svo það liggur við að lesandi missi
þráðinn. En allt kemur heim og
saman undir lokin þegar Bastían
snýr heim úr Hugarheimum.
Þegar skotið er inn hvernig
bækur Bastían vill lesa, hefur
gaman af, er um leið verið að
skýra Söguna endalausu:
„Hugsanir Bastíans neituðu að
snúa til raunveruleikans á ný.
Hann var því feginn að Sagan
endalausa átti ekkert skylt við að-
stæður hans sjálfs. Hann hafði
ekkert gaman af bókum þar sem
sagt var frá hversdagslegum at-
burðum í hversdagslegu lífi
ofurhversdagslegs fólks á skap-
vonskulegan og smásmugulegan
hátt. Honum fannst nóg af slíku í
daglega lífinu og hvers vegna
skyldi hann þá vera að lesa um
það líka. í svoleiðis bókum var líka
stöðugt verið að tala um fyrir
manni eða reyna að fá mann til
einhvers á mismunandi opinskáan
máta.
Bastían hafði mesta unun af
bókum sem voru spennandi eða
fyndnar eða þannig að maður gat
látið sig dreyma um leið og maður
las þær. Bækur þar sem ímyndað-
ar persónur lentu í ótrúlegustu
ævintýrum og maður gat gert sér
allt mögulegt í hugarlund."
Michael Ende er auðvitað góður
höfundur. Það fer heldur ekki
milli mála að saga hans er sögð af
kunnáttu og mjög óvenjulega upp-
byggð þrátt fyrir það hve hún get-
ur virst ofhlaðin. Heimspeki bók-
arinnar er í anda hugarflugsins,
vinsæl og ekki áberandi frumleg.
Okkur ber að hyggja að því að fót-
umtroða ekki það líf sem liggur
fyrir utan alfaraleið og nærist á
ímyndunum. Það er fallegur
boðskapur.
Ég held að Sagan endalausa
höfði fyrst og fremst til barna og
unglinga. Þeir sem eru farnir að
vera einum of gagnrýnir og fullir
af hvers kyns efasemdum lesa
ekki Söguna endalausu til enda.
En þetta er vonandi misskilning-
ur.
Þýðandinn Jórunn Sigurðar-
dóttir hefur vandað sitt verk, að-
finnslur sem flokka mætti undir
nöldur verða ekki látnar á þrykk.
Böðvar Guðmundsson klæðir ljóð-
in í æskilegan íslenskan búning.
Er heimspeki
stærðfræði?
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Jón Friðrik Arason:
TVEIR FUGLAR OG LANGSPIL.
Á kostnað höfundar 1984.
Jón Friðrik Arason yrkir í Tveir
fuglar og langspil meðal annars
um heimspeki og leggur sitt til
mála í j>eim efnum:
ég veit að heimspeki
er stærðfræði
stærðfræði háspeki
háspeki frumspeki
frumspeki lífsspeki
og tvisvarsinnumtveir
eru fimm
Jæja. Eigum við að láta þessa
tilvitnun nægja? Nei, hér kemur
önnur úr Tveir fuglar og langspil:
hvert orð hver skýring
hvert tákn sérhver setning
nirvana
óleyst gáta
Þetta erindi segir svosum ekki
neitt. Orðið nirvana er varasamt
að nota nema í háðsskyni. En á
slíkum buxum er Jón Friðrik
Arason ekki. Hann yrkir um fugla
og dirrindí eins og það hafi aldrei
verið gert áður.
Tveir fuglar og langspil er í
rauninni ekki nema eitt ljóð. Ég
held að Jón Friðrik Arason geti
ort mun betur en þetta kver er til
vitnis um. En honum ber aftur á
móti að þakka fyrir vönduð vinnu-
brögð.