Morgunblaðið - 21.12.1984, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
35
JOHANNA A.STWCRWSDOrnR
DAGURI
LÍFI DRENGS
{ senn aevintýraleg og tni-
veiðug saga um sex ára
gamlan dreng í ísienskri
sveit. Hann þarf oft að
una sér einn og gefur þá
hugarfluginu lausan
tauminn og lendir í aevin-
týram
Höf.: Jóhanna
Á. Steingrímsdóttir
TRÖLLA-
BÓKIN
Náttúran öðlast líf í
máli og myndum í þess-
ari bók sem er prýdd
stóram litmyndum í
hverri opnu.
Þorsteinn skáld frá
HATTUR OG
FATTUR
ROMNIR Á
KREIK
Hattur og Fattur lenda i
furðulegum aevintýram,
enda era þeir furðulegir
menn sjálfir — hverjir
nema þeir fljúga um á land-
nemavagni? Og hitta máf
með flugmannsgler-
augu og svín sem talar —
Ólafur Haukur Símonarson i
essinu sínu.
jGttur
KMtur
...komnir á
kreílv...
OtafurJ/aukur^'moniinon'
PÉSI
GRALLARA-
SPÓI OG
MANGI
VINUR HANS
Það er líf i tuskunum
þegar Þeir Pési og Mangi
bregða á leik. Höfundur
er hinn vlnsaeli Ole Lund
Kirkegaard sem samdi
Gúmmi-Tarsan. Albert.
Fróða og alla hina
grislingana.
GUMMI-
TARSAN
Gúmmí-Tarsan heitir
réttu nafn Ivar Ólsen.
ívar er ekki sérlega stór.
hann er í rauninni bæði
litill og mjór. Höfundur
hinn vinsaeli Ole Lund
Kirkegaard.
HIN FJÖGUR
FRÆKNU
Ævintýnn sem hin fjögur
fraeknu, Búffí. Lastík.
Dína og D >ksi lenda í era
oft með ólíkindum —
eins og vera ber í svo
spennandi teiknímynda
sögum.enda hafa höfundar
sagnanna um þau fjögur
varla frið fyiir spenntum
krökkum um allan heim
Hinrik og
Hagbarður
MEÐ
VÍKINGUM
FKAKKAKl
Hér segir Sigrún Eldjárn
börnum frá sömu sögu-
hetjum og í bókinni
Langafi drallumallar Þau
Anna litla og langafi era
óaðskiljanlegir vinir og
bralla margt saman.
Ný bók um aeringjann
Elias. fyrirmynd annarra
barna i góðum siðum
(eða hitt þó heldur).
Höfundur hin snjaÚa
Auður Haralds Brian
Pilkington myndskreytti
VÍSNABOKIN
ELÍASÍ
KANADA
Fimmta teiknimynda-
sagan um Hinrik og Hag-
baið. hirðmenn konungs
Hinrik og Hagbaiður
deyja ekki ráðalausir þótt
haettumar steðji að. Fyrri
baekumar um þá eiu
Svarta örin. Goðalindin.
Striðið um lindimar sjö
og Landið týnda.
Visnabókin hefur verið
eftirlaeti íslenskra bama
frá þvi að hún kom fyrst
út fyrir þrjátíu áram
Upplag bókarinnar skiptir
tugum þúsunda gegnum
árin Hér era vísumar
sem öll böm laera fyrstar
Halldór Pétursson
myndskieytti.
UMÞESSI
JOL
BRÆÐRABORGARSTÍG 16
121 REYKJAVÍK
SÍMI 2 85 55
Örstutt afmæliskveðja:
Benedikt Gísla-
son frá Hofteigi
í dag, 21. desember, er hann ní-
ræður bændahöfðinginn og fræði-
maðurinn frá Hofteigi, Benedikt
Gíslason, fæddur á Egilsstöðum í
Vopnafirði þennan dag 1894.
Þennan einstaka fræðimann
ætti að vera óþarft að kynna, enda
aðstaðan hér á heilsuhælinu í
Hveragerði óhæg til þess, en þessi
fáorða kveðja átti aðallega að vera
til þess umfram venjubundinna
heillaóska á merkisdegi að minna
okkur Austfirðinga á að þessum
fræðimanni eigum við meira upp
að inna en flestum öðrum. Fyrir
atbeina hans og aðstoð tókst að
ljúka við og gefa út á prenti af-
reksverk prófastsins á Hofi, séra
Einars Jónssonar, Ættir Austfirð-
inga, einstætt heimildarrit um
austfirska menn og menningu
fyrri alda — afreksverk sem aldr-
ei verður fullþakkað.
Fyrir atbeina Benedikts og vel-
vilja til síns gamla skóla Eiða-
skóla var safnið ánafnað Eiða-
skóla til að efla lestur og bók-
menntarannsóknir við skólann. Er
það nú skólans að sjá um endur-
útgáfu Ættanna og rannsóknir í
sambandi við þær.
Flestum íslendingum eru kunn
fræðistörf Benedikts, sem flest
eru unnin í sambandi við athugan-
ir á íslenskri sögu, og hafa sumar
athuganir hans hlotið viðurkenn-
ingu færustu vísindamanna á sviði
sögurannsókna. Annað er það sem
færri er kunnugt um, en það er
ótrúleg þekking Benedikts á ís-
lenskri og erlendri hagsögu og
hefði hann hlotið forgyllingu lang-
skólanáms í hagfræði væri hann
óefað einn af allra þekktustu hag-
fræðingum sögunnar.
Eins og sagt var í upphafi þessa
máls átti þetta skrif að vera ör-
skömm afmæliskveðja, og því skal
að lokum Benedikt og ættingjum
hans óskað innilega til hamingju
með þessi tímamót og okkur Aust-
firðingum til hamingju með að
hafa eignast þennan mann fyrir
níutíu árum.
Irfrrarinn frá Kióum
Jafntefli í 34. skákinni:
Ekkert nýtt
í einvíginu
Skák
Margeir Pétursson
34. einvígisskák þeirra Karpovs
og Kasparovs í Moskvu lauk með
jafntefli í gær í 20. leikjum eftir að
keppendurnir höfðu þráleikið.
Kasparov hafði hvítt og byrjunin
varð drottningarbragð. Bftir 16.
leik Kasparovs virtist svo sem
hann myndi ná að tvístra svörtu
peðastöðunni, en Karpov reyndist
eiga gagnsóknarfæri þannig að
áskorandinn lét sér nægja að
endurtaka sömu stöðuna tvívegis
og var síðan samið jafntefli.
Eftir þetta er Ijóst að einvígið
verður hið lengsta í sögu heims-
meistaraeinvígja, en fyrra metið
áttu þeir Alekhine og Capa-
blanca. Einvígi þeirra í Buenos
Aires 1927 varð 34 skákir, en
þeir Karpov og Kasparov hljóta
að tefla 35 skákir hið minnsta.
Fleiri slík met hafa verið slegin I
einvígi þessu og eru þau ekki
methöfunum til mikils sóma.
Hvorki hafa áður verið gerð
jafnmörg jafntefli í röð í heims-
meistaraeinvígi, né heldur hefur
heildarfjöldi jafntefla verið
jafmikill áður. Þá hefur Kasp-
arov þann heiður að vera sá
skákmaður sem langflestar
skákir hefur teflt í röð í heims-
meistaraeinvígi án þess að vinna
eina einustu. Það var ekki fyrr
en í 32. skákinni að honum tókst
loksins að sigra. Karpov sló hins
vegar metið nú í skákfjölda án
taps.
Fyrri slík met voru sett í
heimsmeistaraeinvígi þeirra
Laskers og Marshalls árið 1907.
Það einvigi varð 15 skákir og
Marshall vann ekki eina einustu.
34. einvígisskákin:
Hvítt: Gary Kasporov
Svart: Anatoly Karpov
Drottingarbragð
1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 —
d5, 4. Rc3 — Be7, 5. Bg5 — h6, 6.
Bh4 0—0, 7. e3 — b6, 8. Be2 —
Bb7, 9. Hcl — dxc4
Karpov reynir strax að skapa
skýrar línur. Eftir 9. — Rbd7,10.
0—0 væri komin upp sama staða
og í 17. skákinni, en þá hafði
Kasparov svart.
10. Bxc4 — Rbd7, 11. 0—0 — a6,
12. a4 — c5, 13. De2 — cxd4, 14.
exd4 - Rh5!
Svartur léttir á stöðunni og
þessi riddari á mikið erindi yfir
áf4.
15. Bxe7 — Dxe7, 16. d5 —
Hvítur reynir að sjálfsögðu að
hagnýta sér valdleysi svðrtu
drottningarinnar.
16. — RT4,17. De3 — Df6,18. Re4
Hvorki hér né í næsta leik
væri skynsamlegt að reyna að
skemma svörtu peðastöðuna með
því að leika 18. dxe6, því eftir
fxe6 hefur svartur frábær sókn-
arfæri þar sem línur fyrir Bb7
og Hf8 hafa opnast að hvítu
kóngsstöðuni. Kasparov ákvað
þar af leiðandi að þráleika.
- Df5, 19. Kg3 - Df6, 20. Re4 -
DI5. Jafntefli.