Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 Fri nóttamannabúðunum í Bati fyrir norðan Addis Ababa, sem Alþjóða Kauði krossinn rekur. I»ar hafa um 100 manns látist á degi hverjum að undanförnu. RáðstefnuhöUin í Addis Ababa: Ákvörðunin kom á óheppilegum tíma New York, 20. desember. AP. PEREZ de Cuellar, aðalfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að samþykkt allsherjar- þingsins í fyrradag, að verja 73,5 milljónum Bandaríkjadala til að reisa ráðstefnuhöll í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, hefði komið á óheppilegum tíma. Du Cuellar, sem nýlega ferðað- ist um þurrkasvæðin í Eþíópíu þar sem talið er að allt að 6 milljónir manna líði hungur, sagðist ekki leggjast gegn því að ráðstefnuhöll- in yrði reist í Addis Ababa, en tímasetningin hefði verið röng. Ráðstefnuhöllin á að hýsa Efna- hagsnefnd Afríku, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Jeane Kirkpatrick: Kynhrokinn geng- ur ljósum logum New York, 20. desember. AP. JEANE Kirkpatrick sagði í dag, að hún vsri undrandi á öllu því kynjamisrétti sem hún hefði kynnst í þau fjögur ár er hún hefði verið sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. „Kynhrokinn gengur ljósum logum innan veggja hjá Samein- uðu þjóðunum, í bandarísku rík- isstjórninni og í bandarískum stjórnmálum," sagði hún á fundi hjá kvennahreyfingunni í New York. Kirkpatrick kvaðst hafa búist við að finna fyrir því í starfi sínu hjá Sameinuðu þjóðunum að hún væri fyrsta konan sem gegndi forystuhlutverki í sendinefnd stórþjóðar, þar sem starfsbræð- ur hennar þar væru margir hverjir frá löndum þar sem jafn- rétti kynjanna væri ekki til stað- ar. Jeane Kirkpatrick En hún kvaðst hafa orðið agn- dofa, þegar á reyndi. Fyrstu tvö árin fann hún ævinlega fyrir undrun og óánægju karlanna yf- ir því, að kona skyldi vera nær- stödd á þessum vettvangi. Og þegar reynt var að tala niður til hennar og ráðskast með hana, sagði hún þrjóskuna hafa gefist best. „Ég er alveg sannfærð um að Alexander Haig (þáverandi utanríkisráðherra) hélt að hann mundi geta þurrkað mig út á fyrstu níu mánuðunum, en það gat hann nú ekki,“ sagði Kirk- patrick með augsýnilegri vel- þóknun. Hins vegar kom George Schultz í stað Haigs og tók upp alúðlegri samstarfshætti við Kirkpatrtick, sagði hún. Kirkpatrick ráðgerir að hætta störfum sem sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun- um í janúar, og kvaðst hún vera sæl með að snúa aftur til einka- lífsins. Fágæt lífsfórn Verkfallið gæti , . staðið árum saman einkabamsins LuBdúnam, 20. desember. AP. HÁTTSETTUR verkalýðsleiðtogi í Bretlandi, Norman Willis, sagði í dag, að verkfall kolanámumanna í Bretlandi, sem staðið hefur yfir í 9 mánuði, kunni að dragast áfram árum saman ef ekki náist sam- komulag milli verkafallsaðila og stjórnvalda. „Kolanámurekendur gera sér vonir um að nógu margir verk- fallsmenn muni snúa aftur til vinnu til þess að þvinga verka- lýðsfélagið til að ganga til at- kvæðagreiðslu um hvort verk- fallinu skuli haldið áfram. Þetta er hættulegt verkalýðsfélaginu og verkfallsmenn ættu að vara sig á þessu," sagði Willis meðal annars. „Tugir þúsunda verk- fallsmanna munu ekki snúa aft- ur til vinnu nema að það verði samið og því gæti verkfallið staðið árum saman, en ekki bara í nokkrar vikur eða mánuði," bætti hann við. í Bretlandi er um 189.000 námuverkamenn að ræða og 50.000 þeirra hafa unnið sleitu- laust í gegn um verkfallið. Um 16.000 til viðbótar hafa snúið aftur til vinnu eftir að hafa ver- ið í verkfalli. Það er því enn nokkuð í land að meiri hluti námuverkamanna sé hættur í verkfalli. Þó hafa fjölmargir verið að snúa aftur til vinnu síð- ustu vikurnar og gæti því allt gerst. Dallaa Texas, 20. desember. AP. 16 ÁRA Pólverji lék aðalhlutverkið í hjartnæmum mannlegum harmleik sem er nýlega lokið í Texas. Pilturinn, Padwel Sitarz, var einkabarn miðaldra pólskra hjóna sem fluttust nauðug til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum. Faðir Padwels var Samstöðuleiðtogi og þau hjónin töluðu ekki stakt orð í ensku. Fengu þau landvistarleyfi til reynslu og treystu þau mjög á Padwel að fleyta sér yfir erfiðustu hjallanna. Padwel lést úr krabbameini í gær og það vissi ekki nokkur maður að honum sjálfum undanskildum að hann gekk ekki heill til skógar. Padwel vissi nefnilega að foreldr- Samhliða þessu öllu saman stund- ar hans höfðu ekki efni á læknis- meðferð fyrir sig og því ákvað hann að halda hrakandi heilsu sinni leyndri og fórna sér fyrir foreldra sína. Hann sá um bankaviðskiptin fyrir fjölskylduna, tryggingarmál og innkaup, auk þess sem hann fylgdi móður sinni til vinnu á lúx- usgistihúsi til þess að hjálpa henni við tungumálaörðugleikana, Padwel talaði nefniiega dálítið í ensku. aði hann skóla og var þar vinsæll. Gekk hann undir nafninu „Paul“. Þegar Padwel varð þess áskynja að hann gat ekki lengur falið sjúk- dóm sinn var hann það langt lei- ddur að hann átti aðeins fáa daga eftir ólifaða. Var líkami hans þá fullur af krabbameini, sérstaklega maginn og lungun. Kennarar og bekkjarfélagar Padwels urðu því þrumulostnir er sjálfsögunin bilaði og hann fór að hósta upp blóði í miðri kennsiustund. Var hann færöur þaðan til skólalæknisins og loks á sjúkrahús þar sem hann and- aðist fáeinum dögum síðar. „Hann bað afsökunar á því að vera veikur, afsökunar á því að sóða út vaskinn hjá mér, afsökunar á því að eyða tíma mínum og yfirleitt afsökunar á öllu sem nafni er gefandi. Þegar hann fór frá mér hafði hann mestar áhyggjur af því að sjúkrahúsvistin myndi ríða foreldrum sinum að fullu," sagði skólalæknirinn. Padwel hafði vakið hrifningu og aðdáun flestra ef ekki allra þeirra sem kynntust honum, festa hans, frjálsmannleg og glaöleg fram- koma, hógværð og kurteisi. Klementínurnar feikivinsælu frá Marokkó © ve rö\ Sláturfélag Suðuriands Austurveri. tra K\- 13 20-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.