Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984 55 DVERGRÍKI í DEIGLUNNI/Jón óttar Ragnarsson Grímseyjarsund mistekst Hannesi Hólmsteini svarað Góðir lesendur. Ég verð að biðjast velvirðingar á því að kvelja ykkur með fleiri pistlum um „frjálshyggju" Miltons Fried- man, en nú hefur mér loks tekist það sem ég stefndi að. Það var að fá einhvern af tals- mönnum þessarar kreddudruslu til þess að afhjúpa hinn raun- verulega kjarna í því æsiþreyt- andi trúboði sem hér hefur verið rekið um skeið. Og nú er sem sé komið svar. Það er sjálfur foringinn sem hef- ur snúist til varnar. Læt ég til gamans fljóta hér með bitastæð- ustu glefsuna úr svari hans (sjá úrklippuna). Boóskapurinn er einfaldur og dæmið nærtækt: Lítill minnihluti sækir Sinfóníutónleika. Ergó: Rík- ið má ekki reka hana. Það geta þeir sjálfir gert sem njóta þessara hlunninda. Það er akkúrat þessi smá- smuguiega og ófrjálslynda hugs- un, sem ég hefi leyft mér að kalla frækorn fasismans. Hygg ég að ýmsir muni taka undir það áður en yfir lýkur. Þúsundáraríkið skoðað En látum ekki þar við sitja. Förum og berjum þúsundárarík- ið augum þar sem engir ríkis- reknir spítalar (né Borgarspítal- ar!), skólar, eftirlit, lista- eða vísindastofnanir eru lengur við lýði. í þessu þjóðfélagi „framtíðar- innar“ gildir nú einfalda regla að hver maður er sjálfum sér næstur. Hafi hann sérvandamál eða sér- áhugamál getur hann slegist í stærri hóp ellegar... Þarf þá ekki að leita lengi til að sjá í hvílíkum hremmingum þeir geta lent sem komast í þá aðstöðu að verða minnihluti í þessari sérdeilis frumstæðu þjóðfélagsgerð. Tökum t.d. manninn sem er svo ólánssamur að verða öryrki með fátíðan sjúkdóm sem kallar á dýra meðferð. Á hvað á hann að treysta? Bankakerfið? Góðgerð- arstarfsemi peningafólks? Eða manninn sem var einn þeirra örfáu í Bhopal á Indlandi sem óaði eiturbrasið í verksmiðju einni í bænum. Á hvað átti hann að treysta? Eftirlit Union Carbide? Viðtal við forstjórann? Eða manninn sem vill vinna að rándýrum rannsóknum í þágu föð- urlandsins áður en samkeppnis- þjóðir fá forskot, en fáir trúa hon- um. Hvert á hann að snúa sér? Til Félags frjálshyggjumanna? Sinfónían og hafnarverkamaðurinn Það sem Hannes skilur ekki er það einfalda grundvallaratriði að það er til nokkuð sem heitir samhjálp: Aðstoði samfélagið ör- yrkjann getur jafnvel hann lagt eitthvað fram á móti. Það sem Hannes áttar sig ekki á Segjum sem svo að Jón Ottar sé i þeim mikla minnihluta landsmanna sem sækir reglulega sinfóniuhljómleika. Hvers vegna á hafnarverkamaðurinn, sem aldrei saekir slíka hljómleika, að greiða þá niður fyrir Jón Óttar með sköttum sínum? Hvers vegna á hann ekki að fá að velja fyrir sig og Jón Öttar fyrir sig? Eiga sumir að vera jafnari en aðrir? Þeir, sem vara við fas- isma i annarri hverri setningu, ættu að velta þvi fyrir sér, hvort ekki sé einhver keimur af fas- isma í þessu — fasisma þeirra, sem þykjast vita betur en aðrir, hvað þessum öðrum sé fyrir bestu. Hannes Hólmsteinn: Bitastæðasta glefsan. er að Sinfóníutónleikar eru að vísu sóttir af minnihluta þjóðarinnar, en allir íslendingar eru meira en velkomnir í þann stóra hóp. Það sem Hannes gleymir að taka með í reikninginn er að Sin- fóníuhljómsveitin spilar líka í út- varpið og sjónvarpið og auðgar þannig jafnt og þétt okkar sameig- inlega menningararf. Það sem Hannes kemur ekki auga á er að Sinfóníuhljómsveitin er um leð uppeldisstofnun fyrir unga músíkanta sem halda áfram að brciða út boðskapinn i hvern krók og kima þjóðfélagsins. Það sem Hannes getur ekki sætt sig við er að áður en yfir lýkur mun ekki aðeins minnihlutinn njóta þessa makalausa framtaks, heldur þjóðin öll, jafnvel „hafnarverka- menn“. Því góð Sinfónía, eins og góð Ópera og gott Þjóðleikhús er ásjóna íslands inn á við sem út á við og því aðdráttarafl fyrir alla, fjær og nær, íslendinga sem út- lcndinga, sem meta íslenska menningu að verðleikum. Þannig er öll þessi umræða hlægileg. En hlægilegust er hún fyrir þá sök að Hannesi Hólm- steini er fyrir munað að skilja að íslenskt þjóðfélag er ein samofin heild þar sem saman fer samhjálp og einkaframtak. í samanburði við okkar litla þjóðfélag er það „fram- tíðarland" sem Friedman, og Hannes, dreymir um sem eitt steinaldarríki frá forsögulegum tíma. Og að lokum: Ekki veit ég hvort mikill munur er á íslensk- um og breskum hafnarverka- mönnum, en ósköp er það dap- urlegt að heyra íslenskan menntamann gefa í skyn að hafnarverkamenn hljóti að vera frábitnari sinfónium en annað fólk. Annað var það ekki... í bili. Með jólakveðjum til ríkisháskól- ans í Öxnafurðu. Sudurland Jólablað Suður- lands komið út SelfoHsi, 18. dettember. ÞESSA dagana eykst blaðaútgáfa mjög hjá landsmálapressunni, hvert jólablaðið af öðru kemur út, misjöfn að þykkt, en öll í stærra lagi. Héraðsblaðið Suðurland, það stærsta á Suðurlandi, kom út í dag, 56 síður að stærð. Suðuriand hefur skipað sér ákveðinn sess meðal landsmálablaða og hefur forystu í fréttaflutningi á Suðurlandi. Blaðið kemur út hálfsmánaðarlega og flyt- ur fréttir úr Suðurlandskjördæmi. Meðal efnis í blaðinu eru viðtöl við nýliða í bændastétt, fólk sem flutt hefur úr Reykjavík og austur í sveit. Meðal viðmælenda blaðsins eru verkstjóri og starfsmannastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sem búa nú fétagsbúi að Ármóti f Rang- árvallahreppi. Á forsíðu blaðsins er litprentuð mynd af Þingvallakirkju sem varð 125 ára á þessu ári og í blaðinu er grein eftir sr. Eirík J. Eiríksson um kirkjuna. Suðurland er prentað í Eyja- prenti í Vestmannaeyjum, aðsetur blaðsins er að Austurvegi 24 á Sel- fossi. Ritstjóri blaðsins er Sigurður Jónsson. Sig. Jóns. Bridgo Arnór Ragnarsson Bridgefélag Hafnarfjarðar Jóiamót Laugardaginn 29. des. hefur félagið ákveðið að halda jólamót með Mitchell-fyrirkomulagi. Veitt verða vegleg verðlaun, en upphæðin ræðst nánar af þátt- töku. Spilamennskan hefst kl. 13 og er spilað í hinum ágæta fund- arsal íþróttahússins við Strandgötu. Skráning fer fram á staðnum. Síðasta mánudag var spilaður eins kvölds tvímenningur í til- efni jólanna. Sú nýbreytni var tekin upp að veita ekki eingöngu verðlaun fyrir efstu sæti heldur voru veitt verðlaun fyrir 8. og 9. sæti auk skammarverðlauna. Mæltist þessi breyting vel fyrir. Hefðbundnum verðlaunasætum náðu hins vegar eftirtalin pör: Guðbrandur Sigurbergsson — Kristófer Magnússon 263 Böðvar Magnússon — ölafur Gíslason 234 Ólafur Ingimundarson — Sverrir Jónsson 224 Bridgefélag Hvols- vallar og nágrennis Nýlokið er hrað-sveitakeppni félagsins. Úrslit urðu eftirfar- andi: Sveit Eyþórs Gunnþórssonar 177 SVeit Brynjólfs Jónssonar 169 Sveit Helga Hermannssonar 165 Sunnudaginn 30. des. nk. held- ur félagið tvímenningsmót fyrir Rangæinga, svonefndan baró- meter. Spilað verður í Héraðs- bókasafni Rangæinga Hvolsvelli og hefst keppnin kl. 12.00 stundvíslega. Kaupfélag Rang- æinga hefur gefið vegleg verð- laun, sem veitt verða fyrir þrjú efstu sætin. Þátttöku þarf að til- kynna í sima 8222 í siðasta lagi 26. des.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.