Morgunblaðið - 21.12.1984, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1984
„Húsið hefur
risið
fyrir bæn,
það er klárt“
Endurbyggingu 700 m2 einbýlishúss frá 1908
að ljúka í Vestmannaeyjum
Grein: ÁRNI JOHNSEN
Myndir: SIGURGEIR JÓNASSON
BreiAablik eins og það var fyrr á öldinni.
að spara kolin sem hún hafði til
umráða, en matseljurnar fundu
það fljótt, því þá datt niður suða
í pottunum þegar tungurnar
fóru í eldinn.
Gisting fyrir sjómenn Gísla J.
Johnsen var í kjallara hússins,
Svo og mötuneyti, en gisting
fyrir hjú í risi, þannig að stund-
um bjuggu yfir 30 manns í hús-
inu, þar af 15 sjómenn."
Fjölþætt starf
í stóru húsi
„Iðnaðarmannafélag Vest-
mannaeyja keypti Breiðablik
1934 og átti það til 1978, en þá
var það komið í algjöra niður-
níðslu og hafði staðið autt í
nokkur ár.
Flestallir eldri borgarar Vest-
mannaeyja hafa notið kennslu
eða einhverrar þjónustu í húsinu
og alls konar fólk hefur gist í
húsinu, m.a. margir þjóðhöfð-
llandmálaðar postulínsflísar fri fyrsta iratug aldar- Veggþiljur í einu af berbergjum Breiðabliks.
innar.
ingjar. f Breiðabliki hefur margs
konar starfsemi farið fram,
Gagnfræðaskólinni í Vest-
mannaeyjum starfaði þar um
árabil, Iðnskólinn, Stýrimanna-
skólinn í Vestmannaeyjum, ljós-
myndastofa, myndlistarskóli og
tómstundamiðstöð, svo nokkuð
sé nefnt. Oft voru haldnar ræður
af svöhim Breiðabliks á 17. júní.“
Loftskraut í einni af stofum Breiðabliks.
Óli Griinz, t.h., isamt Hjilmari Guðnasyni félaga og bróður í mannlífs-
róðrinum.
I*au vilja verða mörg handtökin við að endurbyggja gömul hús
og nær undantekningarlaust reynist það meiri vinna en menn
ætla þegar gengið er að verki með bjartsýni og áræði. En sem
betur fer er til margt fólk í okkar landi sem leggur mikið á sig til
að endurreisa gömul hús og hafa mörg spennandi viðfangsefni
verið tekin fyrir víða um land á undanfornum árum, sérstaklega
þó í Keykjavík og á Akureyri. Undanfarin 5 ár hefur eitt hús í
gamla stílnum verið í endurbyggingu í Vestmannaeyjum, Breiða-
blik, sem Gísli J. Johnsen konsúll, kaupmaður og útvegsbóndi,
byggði árið 1908 en þar er talið að fyrsta vatnssalerni hafi verið í
íbúðarhúsi á íslandi. Núverandi eigandi Breiðabliks er Ólafur
Gránts trésmíðameistari, en hann er þriðji eigandi hússins frá
upphafi. Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja átti húsið á eftir
Gísla.
Eftir mikið endurreisnarstarf
í 5 ár er fjölskylda óla að flytja í
húsið og þar með verður það ein-
býlishús á ný eftir áratugi í ýms-
um hlutverkum fyrir mannlífið í
Eyjum. Húsfriðunarnefnd fjall-
aði fyrir skömmu um Breiðablik
og það endurreisnarstarf sem
þar hefur verið unnið og þótti
nefndarmönnum mikið til koma,
að sögn Þórs Magnússonar þjóð-
minjavarðar, og eins hve vel
hefði verið vandað til verksins á
allan hátt. Mbl. ræddi við óla
Gránz um Breiðablik og vinnuna
við að koma húsinu í samt lag.
10 lóðir undir eitt hús
„Élg keypti húsið fyrir 5 árum,
árið 1978, af Iðnaðarmannafé-
lagi Vestmannaeyja, sem var
annar eigandi hússins frá upp-
hafi, á eftir Gísla J. Johnsen sem
byggði það 1908. Húsið er byggt í
Hólslandi og Gísli fékk úthlutað
10 húslóðum fyrir húsið og
byggði í kring um lóðina stein-
vegg allmikinn og voldugan, en
það er talið að mannvirkið um-
hverfis húsið hafi kostað meira
en húsið sjálft og er það þó engin
smásmíði, um 600—700 fermetr-
ar. Húsið var forunnið í Dan-
mörku árið 1907, þar sem allir
máttarstólpar og aðalviðir voru
unnir af dönskum handverks-
mönnum og númeraðir og
merktir saman með rómverskum
tölum að sið þess tíma. Burðar-
stólpar hússins eru unnir úr 6V4”
bjálkum, geirnegldum og töpp-
uðum saman og gólfbitar eru úr
3V4”x9” trjám, allt nótað saman.
Húsið var flutt til Íslands með
dönsku skipi og síðan borið upp á
lóð Breiðabliks, en þá hafði und-
irbúningur farið fram og kjallari
Breiðablik í dag, en eftir er að ganga frá skrauti yfir gluggum og undir
þakskeggi.
verið reistur. Húsið var síðan
reist á forgrunninum árið 1908
undir stórn Magnúsar ísleifsson-
ar byggingarmeistara. Svo mikið
þótti til hússins koma að það var
eitt af því fyrsta sem ferða-
mönnum til Eyja var sýnt á
þeim tíma.
í húsinu var eitt fyrst a
vatnssalerni á íslandi ásamt
vatnshitakerfinu. Ágreiningur
reis milli eiganda og verktaka
sem neitaði að setja það sem
hann kallaði kamar inn í íbúð-
arhús, en á þeim tíma var helzta
salernisaðstaða Eyjamanna
undir pöllum eins og sagt var, en
það var í fjörunni undir bryggju-
skúrum og aðgerðarhúsum sem
voru byggð á stólpum fram við
sjó.“
Herbergísleigan
var umsjón með
skyrtum og flibbum
„Gömul sögn er um það að
þegar Matthías Finnbogason á
Litlu-Hólum gekk frá hitalögn í
húsið hafi frúin óskað eftir ofni
á svalir hússins. Það varð úr en
ofninn frostsprakk um veturinn.
Á salerni hússins voru og eru
ennþá handmálaðar flísar, sem
voru sérstaklega gerðar fyrir
Gísla J. Johnsen í Danmörku, og
í rúðum í svalahurðum var
fangamark GJJ sérstaklega
teiknað af listamanni. Það sem
var m.a. sérstakt við húsið var
að vatnslögn og frárennslislögn
var inn í hjónaherbergið þannig
að hjónin höfðu hvort um sig
rennandi vatn við hjónarúmið.
Meðan Gísli bjó í húsinu var
þar maður sem hafði það starf
að kynda húsið með kolum og
dæla vatni upp í hæðarbox í risi,
10 metra hæð. Kona ein hélt
þarna herbergi um áratuga skeið
og leigugjaldið var það að hún sá
um skyrtur og flibba GJJ. Hún
bjó í vesturkvisti hússins, en það
herbergi hefur verið 5 fm og
græjurnar sem hún hafði var
straubolti með lausum tungum.
Hún notaði ýmsa klæki til að
læða tungunum inn í eldavélina
þegar matseld stóð yfir, til þess
Safnaði 10 tonnum
af ofnum
„Það hafa margir lagt hönd á
plóginn við uppbyggingu húss-
ins, vinir og vandamenn, og
vinnan er ómæld. Ofnar í húsinu
eru af gamalli gerð, en þeim var
safnað víðs vegar um landið til
þess að ná pottofnum með gamla
laginu eins og þeir voru í húsinu.
Ég náði 10 tonnum af ofnum og
það nægði til þess að unnt væri
að ná nógu mörgum nothæfum
ofnum, sem síðan voru allir
hreinsaðir upp og málaðir aftur.
Það fóru 100 rúmmetrar af ein-
angrun, steinull, í veggi og út-
veggi og þök hússins, en það er
klætt að utan með bárujárni eins
og það var í upphafi. Þá er útflúr
og útskurður unnið í tré eins og
var á frumbyggingunni, en eftir
er að ganga frá hluta af skreyt-
ingu fyrir ofan glugga og undir
þakskeggi.
Eftir 5 ára þrotlaust starf þar
sem margir hafa hjálpað til sér
nú fyrir endann á ævintýrinu, —
hún Kolla mín vonast til þess að
geta flutt inn fyrir jól, en vissu-
lega hefur þetta verið margfalt
meiri vinna en ég reiknaði með
og líklega hefði maður aldrei
farið út í þetta, ef maður hefði
gert sér grein fyrir umfanginu.
Konan er búin að vinna á tveim-
ur stöðum allan tímann frá því
við keyptum húsið og hver eyrir
fyrir þá vinnu hefur farið í hús-
ið. Það hefur ræst á þessu húsi
það orð í Biblíunni, sem segir að
ef „Drottinn byggir ekki húsið,
þá erfiða smiðirnir til ónýtis",
því að fjölskylda okkar er sann-
færð um það að húsið hefur risið
fyrir bæn, það er klárt. Þegar
allt hefur ætlað að stranda, hef-
ur vantað bæn, og með bæninni
hefur ræst úr öllu.“
— á.j.