Morgunblaðið - 22.12.1984, Page 1

Morgunblaðið - 22.12.1984, Page 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 253. tbl. 71. árg. . LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vestur-Þjóðverjar: Gefa Unesco frest í eitt ár Strompleikur Það gerðist í borginni Sacramento í Kaliforníu aðfaranótt sl. fimmtudags, að slökkviliðsmenn voru kallaðir að veitingastað nokkrum og beðnir að athuga undarleg óp, sem bárust innan úr skorsteininum. Datt sumum í hug, að jólasveininum hefði orðið eitthvað i í messunni en svo reyndist ekki vera við nánari athugun. Það var ólánsamur innbrotsþjófur sem var fastur í strompnum og hafði verið í nokkrar klukkustundir. Að strompleikn- um loknum var hann svo settur í steininn. Tekur Romanov við af Ustinov? Bobb. 21. dewBbn. AP. VESrrUR-MÓÐVERJAR hafa ikveðið að láta áframhaldandi veru sína í UNESCO, Menningarmála- stofnun SÞ, ráðast af því hvort starf- semi hennar verður endurskipulögð og raunverulegur árangur látinn sitja í fyrirrúmi fyrir pólitisku Danmörk: Bagalegt jóla- sveinahallæri tufBuuUll. 21. dcaenber. AP. MIKILL skortur er á jólasveinum í Danmörku, samkvemt upplýs- ingum margra aðila er reka vinnumiðlun fyrir jólasveina. Eft- irspurn eftir sveinstaulunum virð- ist nú miklu meiri en undanfarin ár. Frá vinnumiðlun námsmanna í Kaupmannahöfn eru gerðir út 10 jólasveinar og eru þeir full- bókaðir fyrir löngu. Áhugi námsmanna á jólasveinastarf- inu fer hins vegar þverrandi þótt tímakaupið sé 250 danskar krónur, eða um eitt þúsund ís- lenzkar. Kemur þar m.a. til að þeir verða að útvega búninginn sjálfir og borga akstur og þvi kann lítið að verða eftir af tekj- unum þegar kostnaður hefur verið greiddur. Rithöfundurinn Christian Kronman, sem verið hefur jóla- sveinn í stórverzlun í Kaup- mannahöfn um árabil, segir aukinn jólasveinaáhuga einkum vera hjá foreldrum. „Börnin hafa alltaf elskað jólasveininn. En það virðist sem foreldrarnir gefi gömlum hefðum f auknum mæli gaum á þessum kreppu- og tölvutímum," segir Kron- man. r Færa Israelar herinn sunnar? JrrÚHBk-m, 21. desember. AP. YITZHAK Shamir, utanríkisráðherra ísraels, sagði í dag, að ef ekki næðust um það samningar við Lfbanonsstjórn myndu ísraelar ákveða „á næstu vik- um“ að flytja herlið sitt á brott frá Líbanon að hluta. Að sögn kunnugra vex þeirri skoðun fylgi innan ísraelshers og stjórnarinnar, að rétt sé að flytja hernámsliðið sunnar f Lfbanon, jafnvel allt að Litani-fljóti, sem er 32 km sunnar en núverandi her- námslfna. Eftir sem áður héldu ísraelar stöðvum sínum f Bekaa- dal, andspænis víghreiðrum Sýr- lendinga. Viðræður Israela og Lfbana um brottflutninginn hafa strandað á þeirri kröfu þeirra fyrrnefndu, að liðssveitir Sameinuðu þjóðanna tækju að sér aukið eftirlit á þeim svæðum, sem ísraelar yfirgæfu. Shamir, utanrfkisráðherra, sagði f dag f viðtali við fsraelska útvarpið, að Israelar myndu á næstu vikum ákveða brottflutning hersins að nokkru marki ef ekki semdist fljótt við Lfbanonsstjórn. Hann kvaðst þó andvfgur þvf að flytja herinn alveg frá Líbanon. skæklatogi. Var frá þessu skýrt í Bonn í dag. Hans-Dietrich Genscher, utan- ríkisráðherra Vestur-Þýskalands, greinir frá þessu í bréfi, sem hann sendi nú í vikunni M’Bow, fram- kvæmdastjóra UNESCO, en þar krefst hann þess, að bundinn verði endi á „pólitfskt óráðshjal og um- ræðu“ um hvernig unnt sé að hindra eðlilegan fréttaflutning vestrænna fjölmiðla af málefnum þriðjaheimsríkja. Hann hvatti einnig til, að framlög aðildarrikj- anna yröu ekki hækkuð meðan þessi mál væru í deiglunni og sagði, að Vestur-Þjóðverjar myndu hafa biðlund með stofnun- inni í eitt ár en ekki lengur. Jurgen Sudhoff, talsmaður v-þýsku stjórnarinnar, sagði í dag, að Genscher hefði sent fram- kvæmdastjóra SÞ, Perez de Cuell- ar, annað bréf þar sem hann segði, að vestur-þýsku stjórninni fyndist það „óviðunandi með öllu, að tugmilljónum dollara væri varið til smíði ráðstefnuhallar f Addis Ababa á sama tima og hundruð þúsunda manna væru að deyja úr hungri í landinu“. Er þar átt við þá samþykkt SÞ að byggja höll yfir Efnahagsmálastofnun Afríku, sem kosta á 72 milljónir dollara. Var það ákveðið með atkvæðum rikja þriðja heimsins og kommún- istaríkjanna en vestræn riki voru ýmist á móti eða sátu hjá. Ediaborx, Moelmi, 21. deoember. AP. DMITRI F. Ustinov, varnarmála- ráðherra Sovétríkjanna og einn valdamesti maður í stjórnmálaráð- inu, lést í gær eftir mikil veikindi. Mikhail Gorbachev, sem verið hefur f opinberri heimsókn í Bretlandi, skýrði frá þessu í dag og varð fyrri til en Tass-fréttastofan. Að því búnu hraðaði hann sér heim til Moskvu. Ekki er búist við, að frá eftirmanni llstinovs verði greint fyrr en að út- förinni lokinni. Að sögn Tass-fréttastofunnar lést Ustinov í gær eftir mikil og erfið veikindi. Fékk hann lungna- bólgu í október sl. og síðan ýmsa sýkingu aðra enda heilsuveill fyrir. Verður Ifki hans komið fyrir á viðhafnarbörum í Húsi verka- lýðsfélaganna í Moskvu en útförin trúlega gerð á mánudag. Grigori V. Romanov, sem stundum er nefndur í sömu andrá og Gorbach- ev sem hugsanlegur eftirmaður Chernenkos, hefur verið skipaður formaður útfararnefndarinnar en slíkt embætti fær venjulega sá, sem á að taka við af þeim látna. Ekki er þó búist við opinberri til- kynningu um það fyrr en eftir út- förina. Gorbachev, sem síðustu viku ANNAR aðalriLstjóra eina stjórnar- andstöðublaðsins í Nicaragua hefur ákveðið að fara sjálfviljugur í útlegð til að mótmæla ritskoðun sandinista- stjórnarinnar. Var frá þessu skýrt í gær. í fréttatilkynningu seint í gær sagði, að Joaquin Chamorro Barr- ios, ritstjóri La Prensa, sem er eina stjórnarandstöðublaðið í Nic- aragua, hefði ákveðið að vera um kyrrt í Costa Rica þar til aflétt hefði verið ritskoðun f landinu. hefur verið í opinberri heimsókn f Bretlandi, kom í dag til Edinborg- ar í Skotlandi. Þar skýrði hann fréttamönnum frá láti Ustinovs áður en formleg frétt kom um það frá Tass og f Moskvuútvarpinu. Þykir það mjög óvenjulegt, jafnvel þótt um sé að ræða jafn háttsett- an mann og Gorbachev. Skot- landsheimsóknin varð þvf ekki lengri að sinni og sagði hann, að sem félaga i stjórnmálaráðinu væri sín þörf í Moskvu. Ustinov, sem var marskálkur að tign, var fyrsti yfirmaður sovéska hersins frá því Leon Trotsky leið, sem aldrei hafði haft herstjórn á hendi eða öðlast frama sinn í hernum. Var hann jafnan talinn til hinna hörðustu harðlínu- manna. I dag hafa leiðtogar Austur-Evrópurikjanna verið að tjá Sovétmönnum hryggð sfna með fráfall Ustinovs og haft um það mismörg orð. Ceausescu, Rúmenfuforseti, fæst en Honecker flest. Átti frétt um þetta að vera í La Prensa í gær en ritskoðarar sand- inista komu í veg fyrir það. Rit- skoðun hefur verið f Nicaragua f nærri þrjú ár, frá þvf í mars 1982, og er hún réttlætt með því, að La Prensa flytji „rangar fréttir“ og í öðru lagi með innrás Bandaríkja- hers, sem sandinistar hafa sagt yfirvofandi allan þennan tfma. Margoft hefur La Prensa ekki komist út vegna þess, að ritskoð- ararnir hafa ekki skilað ritskoð- uðu efninu fvrr en allt of seint. Gegn andlegri og efnalegri fátækt Jóhanncs Páll páfi II fiutti í dag hefðbundna árslokaræöu yfir þeim kardinálum aó prelátum, sem aðsetur hafa í Páfagarði. Lagði hann áherslu á baráttu kirkjunnar fyrir bættum kjörum fátæks fólks en áréttaði fyrri gagnrýni sína á frjálslyndu guðfræðina svokölluðu, sem leggur stundum minni áherslu á fagnaðarboðskapinn en pólitískar fræðikenningar eins og t.d. marxisma. Sagði hann, að ávallt færi þannig að lokum, að kenningin væri notuð til að réttlæta enn meiri kúgun. Hvatti hann kirkjunnar menn til að vinna gegn fátækt, ekki aðeins efnalegri, heldur einnig andlegri. Frekar útlegð en ritskoðun Mmipia. 21. deneniber. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.