Morgunblaðið - 22.12.1984, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 22.12.1984, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 5 , MorpinbUAió/FriAþjófur. Ragnheiður Gunnaradóttir og Olöf ÁsU Ólafsdóttir, sem eru í hópi þeirra 30 hjúkrunarnema sem útskrifast í vor. Viljum vinna við hjúkrun, en verðum líka að lifa — segja Ragnheiður Gunnarsdóttir og Ólöf Asta Ólafsdóttir, sem eru í hópi 30 hjúkrunarnema, sem auglýstu eftir vinnu „ASTTÆÐAN fyrir þessari auglýs- ingu er meóal annars sú, að við viljum vekja athygli á því ófremd- arásUndi sem ríkir í launamálum hjúkrunarfrsðinga,“ sögðu þær Ragnheiður Gunnarsdóttir og Ólöf AsU Ólafsdóttir er blaðamaður Morgunblaðsins rsddi við þsr vegna auglýsingar í Morgunblað- inu sunnudaginn 16. desember síð- astliðinn, þar sem 30 verðandi hjúkrunarfrsðingar auglýsa eftir atvinnu. Auglýsingin vakti Uls- verða athygli, ekki síst þar sem að í sama blaði birtust auglýsingar frá nokkrum sjúkrahúsum, þar sem auglýst var eftir hjúkrunarfrsðing- um. Ragnheiður og Ólöf ÁsU eru báðar nemar á fjórða ári og Ragnheiður er formaður Félags hjúkrunarfrsðinema í Háskóla Is- lands. í auglýsingunni er tekið fram, að vorið 1985 útskrifist 30 hjúkr- unarfræðingar með B.Sc.-próf í hjúkrunarfræði frá Háskóla ís- lands. Þar er upptalning á náms- greinum og óskað eftir tilboðum um atvinnu, ásamt upplýsingum um laun og kjör. Ragnheiður og Ólöf Ásta voru spurðar nánar út í ástæður þess, að hinir verðandi hjúkrunarfræðingar auglýsa eft- ir atvinnu á sama tíma og skort- ur er á hjúkrunarfræðingum á spítölum víða um land: „Við vildum vekja athygli á því að við erum að útskrifast í vor, með þessa menntun, og við viljum kanna þá möguleika sem við höfum. Það liggur auðvitað í augum uppi, að eftir langt og strangt háskólanám óskum við fyrst og fremst eftir því að starfa við hjúkrun, til þess vor- um við að leggja á okkur þetta nám. En við verðum líka að geta lifað af laununum. Eins og ástandið er í dag teljum við hæp- ið að hægt sé að lifa af þeim launum sem hjúkrunarfræðing- um er boðið upp á. Til samanburðar má benda á, að þetta nám er jafnlangt verk- fræði- og viðskiptafræðinámi og við ljúkum sambærilegri há- skólagráðu. Við byrjum hins vegar í launaflokki 106, með rúmar 18 þúsund krónur í mán- aðarlaun, en verkfræðingar og viðskiptafræðingar hjá ríkinu byrja í 110 launaflokki. Sjúkra- þjálfar, sem eru yngri stétt en hjúkrunarfræðingar, byrja í launaflokki 107. Með þessu erum við ekki að segja að þetta fólk sé of sælt af launum sínum hjá rík- inu, en þetta er bara eitt dæmi um ástandið og við viljum vekja athygli á þessu ósamræmi enda teljum við, að okkur beri hærri laun eftir fjögurra ára háskóla- nám. Með auglýsingunni viljum við einnig vekja athygli á að það er ekki sjálfgefið að hjúkrunar- fræðingar vinni á sjúkrahúsum. Erlendis er það orðið algengt að hjúkrunarfræðingar eru ráðnir til fyrirtækja, þar sem þeir vinna jöfnum höndum við heilsugæslu starfsfólks og fyrir- byggjandi aðgerðir. Við viljum þó taka skýrt fram, að með aug- lýsingunni erum við fyrst og fremst að vekja athygli á að þessi hópur lýkur námi nú í vor og hefur menntað sig til hjúkr- unarstarfa. Þó útilokum við ekki önnur störf enda er námið víð- tækt og alhliða og nýtist á fleiri sviðum. I þessu sambandi má lka minna á, að það er verið að veita fjármunum í að flytja inn hjúkr- unarfræðinga frá Norðurlönd- um, greiða fyrir þá far og hús- næði í stað þess að leggja þessa peninga i að bæta kjörin hjá okkur. Okkur finnst þetta óskilj- anleg afstaða yfirvalda. Mennt- un okkar kostar þjóðfélagið mikla peninga, en með því að fæla okkur frá þessum störfum er verið að kasta þeim peningum á glæ. Við teljum hins vegar að sjúklingar í þessu landi eigi heimtingu á eins góðri umönnun og kostur er á og við teljum okkur betur í stakk búin til að veita slíka ummönnun en aðrir, þar með taldir erlendir hjúkrun- arfræðingar, þar sem tungu- málavandamál geta meðal ann- ars komið upp í starfi þeirra. Við viljum þó taka það skýrt fram að við höfum ekkert á móti þessu fólki, heldur bendum við á, að þetta einungis skammtímalausn. Það verður að taka á þessum málum með festu nú þegar og skapa innlendum hjúkrunar- fræðingum viðunandi starfsskil- yrði og laun í samræmi við menntun og starfsábyrgð," sögðu þær Ragnheiður og Olöf Ásta. Gjafehlutir úrítölsku eöalstáti Kjörgripir til gjafa, eöa bara til þess aö gleöja sjálfan sig og fjölskylduna. — Þú gengur að gæðunum vísum. ESPRESSO KAFFIKÖNNUR ÚR STÁLI Sérverslun með listræna húsmuni Borgartún 29 Sími 20640 STÁLKETILL ■s

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.