Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.12.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBIyAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 Gott er að yrkja Bókmenntír Sveinbjörn I. Baldvinsson Jón úr Vör: GOTT ER AÐ LIFA IjóA, 109 bls. Bókaútgifa Menningarsjóðs »Gott er að lifa“ er tólfta Ijóðabók Jóns úr Vör. Enda þótt hann hefði ekki látið frá sér fara einn einasta stafkrók fyrir utan „Þorpið" (1946) bæri honum hiklaust sæti meðal mestu skálda þjóðarinnar á þessari öld. En það er öðru nær. Vísast er Jón þvert á móti eitthvert af- kastamesta skáld sinnar kyn- slóðar. Sérstaka athygli vekur að hann hefur sent frá sér þrjár Ijóðabækur frá árinu 1978. Eng- in þreytumerki er að sjá á skáld- inu. Þessi nýja bók skiptist í fimm kafla sem heita: Um fóstra minn, Skáldfuglar, Myndasafnið, Bréf til vorsins og Nútíð og saga. Fyrsti kaflinn er helgaður minningu Þórðar Guðbjartsson- ar fóstra skáldsins og birtast í þessum Ijóðum svipmyndir af gömlum íslenskum alþýðumanni og minningabrotum hans. Ljóð Jóns eru mun verðugri minnis- varði en flestar þær ævisögur sem nú líta dagsins ljós. Og segja ekki minna um manninn og líf hans: Ekki man ég það sjálfur, sagði fóstri minn. En móðir mín sagði mér að það hefði verið sín bitrasta stund þegar valdsmaðurinn hreif mig grátandi úr fangi hennar og fól mig vandalausum til uppeldis. („Hreppstjórinn" (brot) bls. 22) Og eftirfarandi lýsing á heimi manns sem tapað hefur sjón sinni er mun ítarlegri en margar blaðsíður af óbundnu máli: Berfættur geng ég í grasinu til þess að vita hvernig hefur sprottið í nótt. (Bls. 26). Ljóð Jóns úr Vör eru mörg mjög einföld og auðskilin, stund- um minningaleiftur, stundum ljóðræn svipmynd. Dæmi um hið fyrrnefnda er ljóðið „Ung kona og rauður hestur", þar sem ger- ast kannski nokkuð óglögg skilin milli ljóðs og prósa, en það skipt- ir bara engu máli. Myndin sem Jón bregður upp er sterk í öllum sínum einfaldleik. Mér finnst þetta eitthvert besta Ijóðið í bók- inni, svo fjarska blátt áfram en þó þrungið sögu og dramatík. Veruleikinn er ekkert óspenn- andi. Það er bara ekki öllum gef- ið að geta snúið honum í bók- menntir. Jón úr Vör heldur ótrauður áfram að yrkja og verður von- andi svo lengi enn. Það er engin ástæða til að þegja ef maður hef- ur eitthvað að segja. Svo er ekki nóg með að það sé gott að lifa, heldur er líka gott að yrkja vel. Bæði fyrir skáldið og lesend- urna. Það eru mörg snjöll ljóð í þessari bók. Eitt þeirra er „Vaxmyndasafnið", þar sem klassískar ástir verða Jóni að yrkisefni á sérlega skemmtileg- an hátt. I Ijóðinu eru þessar lín- ur Ríki okkar er ekki af fagnaðarheimi okkar fornu stunda. Farandlýður og fátæk börn telja fram smámynt nýrra tíma, gjalda fyrir að góna á okkur. hví bræðir ekki ást okkar vaxið, Kleópatra ... ? (Bls. 101-102) í öðru ágætu ljóði, „Dular- gervi", fullvissar skáldið sig um að ellibelgurinn sé aðeins dul- argervi og að það („ég“) muni einhvern morguninn „Stökkva úr þessum / ónáttúrulegu tötr- um / og hampa æsku minni. Eins og nafn bókarinnar bera þessar línur vott um bjartsýni skáldsins og þrótt. Hvort tveggja á það til í ríkum mæli og er það vel. Þrjár jólasýningar á „Skjaldbakan kemst þangað líka“ ÞRJAR sýningar veröa milli jóla og nyárs á leikriti Árna Ibsen, „Skjaldbakan kemst þangað líka“. Viöar Eggertsson í hlutverki sinu. Leikritið samdi Árni sérstak- lega fyrir Eggleikhúsið og setti á svið. Uppselt hefur verið á allar sýningar. „Skjaldbakan kemst þangað líka“ segir frá samskiptum banda- risku skáldanna William Carlos Williams og Ezra Pounds og fjall- ar í meginatriðum um tvo vini sem fara ólíkar leiðir að sama mark- inu. Og verkið lýsir hvernig þeirri vináttu reiðir af gagnvart hug- myndakerfum sem stangast á, þvi vinátta Pounds og Williams var einstök og komst ósködduð í gegn- um ótrúlegustu þrengingar. Guðrún Erla Geirsdóttir gerði leikmynd og búninga, Lárus H. Grímsson samdi tónlist, Árni Baldvinsson hannaði lýsingu og höfundur leikstýrði. Með hlutverk skáldanna fara Viðar Eggertsson og Arnór Benónýsson. Sýningarnar verða í Nýlista- safninu við Vatnsstíg, föstudaginn 28. des., laugardaginn 29. des. og sunnudaginn 30. des. og hefjast kl. 21.00. Árni Björnsson, tónskáld, situr viö hljóöfærið í heimili sfnu í Hörgshlfö þar sem viðurkenningin var veitt. Hjá standa f.v. Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri þjóðkirkjunar, Jón Norðdahl, skólastjóri Tónlistarskólans f Reykjavík og Jón Oskar, rithöfundur. Árni Björnsson heiöraöur af Tónlistarsjóði þjóðkirkjunnar Tónlistarsjóöur Þjóðkirkjunnar hefur veitt Árna Björnssyni tón- skáldi viöurkenningu og afhentu for- ráðamenn sjóösins tónskáldinu viö- urkenningu á heimili hans í Reykja- vík þ. 19. þ.m. í stjórn tónlistarsjóö- sins eru þeir Haukur Guölaugsson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Jón Norðdahl, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjavíkur, og Jón Óskar, rithöf- undur. Sagði Haukur Guðlaugsson í samtali við blm. Mbl. að hlutverk sjóðsins væri tvíþætt, annars veg- ar að panta hjá listamönnum tón- verk eða bundið mál til flutnings og hins vegar að verðlauna tónlist- armenn, eins og nú var gert. Við- urkenningin er í formi peninga- verðlauna og nema þau 50.000 krónum. „Það þótti vel við hæfi að Árni hlyti þessa viðurkenningu," sagði Haukur. „Hann er löngu þjóð- kunnur af verkum sínum, sem mörg hver eru í þjóðlegum stíl og hann er sísemjandi ennþá, þótt heilsa hans yrði fyrir áfalli fyrir nokkru. Hann semur sín verk oft á göngu og þarf aldrei að taka I hljóðfæri þegar hann er að semja, frekar en ýmsir aðrir meistarar.“ Haukur gat þess einnjg, að á næsta ári yrði Arni áttræður. „Á þvi mikla tónlistarári, en þá eru liðin 300 ár frá fæðingu Bachs, Handels og Dominico Scarlattis, sem allir voru fæddir árið 1685.“ Hin nýja skáldsaga Más Kristjónssonar, Maður og ástkonur, gefur fyrri bók hans ekkert eftir. Hún rígheldur athygli lesandans frá fyrstu til síðustu síðu. Þetta er bók sem gneistar af. M.K. Forlag. Sími 621507 gerist í Reykjavík og segir frá viðkvæmni sögumanns fyrir kvenlegum þokka og þeim hrakföllum er af þeirri áráttu leiðir. Auk þeirra kvenna, sem söguhetjunni verða hvað áleitnastar, spretta ýmsar aðrar persónur upp af síðum bókarinnar, margar hverjar broslegar og þó með þeim hætti að lesendur fá ósvikna sam- úð með þeim, en allar með þvf yfirbragði að þær snerta verulega við lesendum. Sagt er af lifandi fjöri frá margvíslegum atburðum ýmist meinfyndnum eða dap- urlegum. Tök höfundar á máli og stíl bregðast aldrei og hann leikur á alla strengi spaugs og angurs. Guðmundur Gíslason Hagalín sagði í Morgunblaðinu um bók sama höfundar, Glöpln grimm, meðal annars: „Og þess lengur sem ég las jókst hvort tveggja: undrun mín og gleðin yfir þvi að þarna væri ég kominn i kynni við veigamikið sagnaskáld. - Mér flaug í hug við lestur- inn að þama væri komin íslensk hlið- stæða bókar Hamsuns, Konerne ved vandposten". MAÐUR 0C ÁSTK0NUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.