Morgunblaðið - 22.12.1984, Page 19

Morgunblaðið - 22.12.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 19 Fiskur í sjó Bókmenntir Erlendur Jónsson Sigfús Jónsson: SJÁVARÚTVEGUR ÍSLENDINGA Á TUTTUGUSTrU ÖLD. 307 bis. Hið ísl. bókmenntafélag. Reykjavík, 1984. Upplýst er í kápuauglysingu að höfundur bókar þessarar sé sveit- arstjóri á Skagaströnd, landfræð- ingur að mennt, og meira að segja doktor í þeirri grein. Ennfremur er tekið fram að rit þetta sé að nokkru leyti samið upp úr dokt- orsritgerðinni. Höfundurinn á því að hafa góðar aðstæður til að vega og meta viðfangsefni sitt — fræði- legur og hagnýtar. Rit þetta er talsvert sérfræði- legt. En þó ekki sérhæfðara en svo að það er vel læsilegt fyrir hvern sem er og auðvitað stórfróðlegt varðandi þann höfuðatvinnuveg okkar sem sjávarútvegurinn er. Margt sem tekið er fyrir í bókinni, hefur að vísu verið fréttaefni á líð- andi stund undafarna áratugi. En sá þarf að hafa víðtæka þekkingu á málefnunum og mikinn áhuga sem festir allt slíkt í minni jafnóð- um. Hitt er þó sýnu erfiðara að raða saman þvílíkum brotabrotum svo að úr verði greinileg heildar- mynd. Sú staðreynd hrópar til manns eftir lestur þessarar bókar að fiskurinn syndir um sjóinn og virðir oft að vettugi frómar óskir um að stefna beinustu leið á veið- arfærin. Saga sú, sem Sigfús segir af ferðalagi síldarinnar á sjöunda áratugnum svo dæmi sé tekið, er dapurleg í minningunni fyrir okkur Islendinga. Ekki var síldin eingöngu að flýja fullkomin veið- arfæri eða begmál frá fisksjám eins og sumir hafa haldið heldur átti kólnandi sjór allt eins sök á flótta hennar frá landinu. Síldin sá fslendingum ekki aðeins fyrir brýnustu lífsnauðsynjum á fyrri hluta þessarar aldar. Hún var líka ævintýri sem hafði sín áhrif á sál- arástand þjóðarinnar. Annar nytjafiskur okkar, þorsk- urinn, hefur ekki á sér slíkan ævintýrablæ. Það er kaldhæðni örlaganna að sjálfir vilja íslend- ingar helst ekki leggja sér það sælgæti til munns. Fram kemur í þessari bók að »árið 1954 veiddist mesti þorskafli sem fengist hefur úr sjó á fslandsmiðum, 546 þús. tonn«. Talið er að hrygningar- stofninn hafi þá verið rösk 900 þús. tonn. í byrjun þessa árs var sama tala komin niður í 300 þús. tonn. Á hverju eigum við þá að lifa? Þorskurinn er okkar verðmæt- asti nytjafiskur fyrir þá sök að af honum veiðist langmest. Ef t.d. lúða veiddist í jafnmiklu magni væri vafalaust hægt að koma henni í góðan pening. En af henni veiðast innan við tvö þúsund tonn á ári að meðaltali. Og sú tala veg- ur ekki þungt í þjóðarbúskapnum. En ekki er allt fengið með því að veiða fiskinn. Einn sækir aflann í sjó. Annar gerir að honum í landi. Sá þriðji selur vöruna. Og sú er oft þrautin þyngst. Sigfús minnir á að í sum- um löndum, t.d. í Suður-Evrópu, selji sjómenn oft afla sinn milli- liðalaust. Þá er um smáatvinnu- veg að ræða. Sigfús skiptir mörk- uðum okkar erlendis í þrennt: »1) Frjálsa markaði þar sem almenn- ar reglur um viðskiptahætti gilda. 2) Markaði sem háðir eru ýmsum hömlum opinberra aðila svo sem innflutningsleyfum eða kvótum. 3) Markaði þar sem hið opinbera fer Sigfús Jónsson með fullt vald til að ákveða hvað er keypt, hvenær, hvar og með hvaða skilmálum.« Til síðast talda flokksins telur Sigfús Nígeríu, Sovétríkin og önn- ur lönd Austur-Evrópu. Þessi viðskiptalönd eiga þó ekki nema að nokkru leyti heima í sama flokki, t.d. hefur Nígeríumarkað- urin verið ótryggur vegna óstöð- ugs stjórnmálaástands þar í landi. Við Austur-Evrópulöndin hafa á hinn bóginn verið gerðir lang- timasamningar, og þá jafnframt um gagnkvæm vöruskipti þannig að þeir markaðir hafa reynst bæði stöðugri og tryggari. »Árið 1950 urðu Bandaríkin mikilkvægasta markaðsland fyrir íslenskar sjávarafurðir og hafa verið það æ síðan,* segir Sigfús. Hann fræðir okkur líka á hvað verði af fiskinum sem fer til Bandaríkjanna. Gagnstætt því sem margur mundi ætla fer mjög lítill hluti hans í verslanir, lang- mest til veitingahúsa og mötun- eyta. En markaðshorfurnar þar vestra eru ekki að öllu leyti bjart- ar: »Síðan 1980 hefur útflutningur Islendinga á freðfiski til Banda- rikjanna dregist mikið saman,« segir Sigfús. Stundum hafa tilteknar fiskaf- urðir verið mun eftirsóttari en aðrar. Til að mynda var gífurleg eftirspurn erlendis eftir íslensk- um síldarlýsi á stríðsárunum og fyrstu árunum eftir stríð. Sigfús tiltekur dæmi þess hvernig tslend- ingar reyndu að nota sér þessa eft- irspurn: Hann segir að 1947 hafi verið gripið til þess ráðs »að semja við Breta og Rússa um kaup á 1 smálest af frystum fiski fyrir hverja 1 'k smálest af síldarlýsi er þeir fengju*. Þetta bragð heppn- aðist þó ekki, því síldveiðarnar brugðust. Margs konar tölulegar upplýs- ingar eru í riti þessu. Eftir lestur þess skilst betur en áður hvernig á því stendur að við íslendingar lif- um, einir sjálfstæðra þjóða í heiminum, góðu lífi af veiðum. En jafnframt hlýtur maður að sann- færast um að þessi höfuðatvinnu- vegur okkar getur naumast orðið undirstaða viðunandi lifskjara í landinu um alla framtíð. Við ráð- um ekki verðinu sem aðrar greiða fyrir fiskinn. En fyrir það verð, hvort sem það er hátt eða lágt, verðum við að kaupa allar okkar lífsnauðsynjar. Sigfús segir meðal annars í stuttum eftirmála: »Á meðan margur sér ekki, „flotann" fyrir „bátum“ og skammtímasjónarmið einkenna umræðuna hefur höf- undur þessa rits lagt áherslu á heildaryfirsýn um langtímaþróun þessara mála.« Að því marki sem undirritaður hefur vit á er rit þetta hlutlægt og vissulega til þess fallið að auka skilning á efni því sem það fjallar um. Erlendur Jónsson PS: Mig langar að leiðrétta prentvillu í greininni Skólasaga sem birtist í blaðinu 21. desember sl. I miðri grein stendur: Eða halda áfram að kenna í nýja hús- inu... Þarna á að standa: Eða halda áfram að kenna I gamla húsinu... EJ. BARNAHÚSGÖGN PANTER Panter stóll kr. 769.- Panter borö kr. 1.290.- Zorilla teiknipappírsrúlla kr. 489.- Bubbla leiktjald kr. 1.695.- Hamster sófi kr. 790.- Borö kr. 739.- Bekkur kr. 595.- [ikeÁ] HAGKAUP SKEIFUNNI 15. SlMI 68-65-66 Lennart kr. 495.- Mickel kr. 329.- Maður, kona, barn er eftir höfund „Love Story“ Erich Segal. Fullkomnu hjónabandi, sem allir öfunda, er skyndilega og óvænt ógnað af rödd frá fortíðinni. Bob Beckwith stærðfraeðiprófessor er hamingjusamur ^ölskyldufaðir, þar til í ljós kemur að eina hliðarspor hans í hjónabandinu hefur haft óvæntar afleiðingar. Maður, kona, bam er langbesta skáldsaga Erich Segals, og jafnvel ennþá áhrifameiri en „Love Story“. Skáldsagan TIM er eftir Colleen McCullough höfund Þyrnifuglanna sem nú er framhaldsmynd í sjónvarp- inu. Bókin segir frá Mary sem var komin yfir fertugt, menntuð kona sem naut velgengni í starfi og bjó ein. Tim var tuttugu og fimm ára og glæsileg- ur eins og grískur guð en með bams- huga.... Hjartnæm og fullkomlega trúverðug saga sem yljar manni um hjartaræt- umar án þess að verða væmin. Margir þeirra, sem hlustað hafa á bamasögur Guðrúnar Sveinsdóttur í útvarpinu á liðnum ámm, hafa beðið þess með óþreyju að sögur hennar birt- ust á prenti. Jólasvemaljölskyldan á Grýlubæ segir frá Grýlu, Leppalúða og jólasveinunum. Þetta er auðvitað alþekkt fjölskylda, en við verðum þess þó vör, þegar við lesum söguna, að okkur hefur verið margt óljóst um lífið á Grýlubæ og annars staðar í Trölla- byggð. Margar myndir prýða bókina og gerir það hana enn skemmtilegri fyrir yngstu lesenduma. ÍSAFOLD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.