Morgunblaðið - 22.12.1984, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984
Verkfærasett.
Frá kr. 265.-
Góö þokuljós. Frá kr.
1876.- (sett).
Barnaöryggisstólar.
Barnabílbelti.
Barnabílpúöar.
Burðarrúmsfestingar.
Bílaryksugur 12V
Bílamottuúrval.
Spoiler framan.
Spoiler aftan.
Grill meö luktum.
Speglar
í úrvali.
'W9
Þvottakústaúrval,
sköft, sápa.
Frá kr. 64.-
Sóllúgur.
Ðremsuljós í glugga.
Frá kr. 570.-
Falleg og vönduö
sætaáklæöi.
Blá, grá og beige.
Ennfremur:
Hleöslutæki,
verkfæraúrval,
öryggisþríhyrningar,
blikkluktir,
mælar,
grill merki,
loftdælur,
rafmagnsverkfæri,
bílaviögerðarbækur,
rallyspiliö
og margt fleira.
Airpress á hliðar-
glugga. Frá kr. 795.-
>
#
j
1
f
\
Nýtt
hjólkoppaúrval.
Opiöídag
MkLiaoa
enau
Síðumúla 7-9
sthf
Sími 82722
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Sigur blasir við
Congress I og Rajiv Gandhi
unnar og hjarta hins svokallaða
Hindubeltis í Indlandi. Þar er
átt við sex norðurfylki en þau
eiga um 40 prósent þingmanna á
indverska þinginu.
Maneka Gandhi, mágkona
hans, sem hafði stofnað sinn eig-
in flokk nokkrum mánuðum áður
en Indira Gandhi lézt, hefur ekki
látið af baráttu sinni. En hún
hefur orðið að breyta málflutn-
ingi sínum. Flokkur hennar var
upprunalega byggður á því að
gagnrýna Indiru Gandhi, per-
sónulega og pólitískt og af eðli-
legum ástæðum hafa flestir
frambjóðendur talið hyggilegast
að stilla þeirri gagnrýni í hóf nú.
Maneka býður sig fram í sama
rfki og Amethi, sem er bænda-
kjördæmi í Uttar Pradesh. Þó
svo að morðið á Indiru hefði ekki
komið til, hugðu fáir sennilegt
að Maneka myndi vinna sigur á
Rajiv. Hins vegar voru menn
sammála um, að vegna fjölskyld-
unnar væri framboð Maneku
ákaflega óþægilegt og atlögur
hennar og árásir á Indiru höfðu i
byrjun töluverð áhrif. Ekki hvað
sízt meðal þeirra sem studdu
Sanjay eiginmann hennar og
töldu alveg sjálfsagt, að það yrði
hún sem tæki við af tengdamóð-
ur sinni í stað þess að hún leitaði
til Rajivs, sem var óþekktur og
ekki hneigður til stjórnmála-
afskipa að flestra dómi.
Þó svo að Rajiv Gandhi hafi
rekið kosningabaráttu sem hefur
um margt verið hófsamlegri og
skynsamlegri en aðrir forystu-
menn Indlands hafa gert fram
til þessa segja stjórnmálaskýr-
endur, að þeir geti ekki áttað sig
á hvernig leiðtogi hann muni
verða, þegar hann hefur fengið
opinbert umboð kjósenda. Þær
vikur sem eru liðnar frá láti
móður hans hefur varla reynt á
það. Og það hefur sýnt sig að
vitsmunir og góður vilji dugir
ekki til að stjórna þessu risa-
stóra og fjölmenna landi, þar
sem allt logar í trúar-, stétta- og
þjóðfélagsdeilum. Spurningin er
hvort Rajiv Gandhi hefur þann
kjark sem þarf til að hreinsa til
og endurskipuleggja allt póli-
tískt starf sem gæti svo aftur
stefnt til að Indland væri sam-
einað land þar sem raunhæfar
aðgerðir yrðu gerðar til úrbóta í
þjóðfélagsmálum. Það væri tími
til kominn.
(Heimildir Far Eastern Eco-
nomic Review, Newsweek o.fl).
Jóhanna Kriatjónsdóttir er blm. í
erlendri fréttadeild Mbl.
Fáir draga í efa að Congressflokkur I muni bera sigur úr býtum í
þingkosningunum í Indlandi á mánudag, og ekki er þar aðeins
ástæðan frammistaða Rajivs Gandhi forsætisráðherra í kosningabarátt-
unni, heldur og líka er skýringin
sundruö og klofin í smábrot.
í sumum ríkjum eru allt að tíu
frambjóðendur um hvert eitt
þingsæti og í krafti hefðar,
langra valda og fjármuna hyllist
kjósandi til að óttast ringulreið
sem gæti fylgt í kjölfar of mikill-
ar dreifingar atkvæða, væntan-
lega til að veita Congressflokkn-
um I brautargengi. Það kosn-
ingabandalag þriggja flokka sem
var sett á laggirnar nokkru áður
en Indira Gandhi var myrt þann
31. október hefur reynzt sjálfu
sér sundurþykkt og því hefur
fjarri tekizt að vekja tiltrú hins
almenna kjósanda á stefnumál-
um sínum. Málflutningur stjórn-
arandstæðinga um spillingu inn-
an Congressflokksins I hefur
heldur ekki fengið eins mikinn
hljómgrunn og oft áður, einfald-
lega vegna þess hreina skjölds
sem Rajiv Gandhi hefur hvað
slíkt snertir. Væri móðir hans að
heyja kosningabaráttu myndi
þetta mál án efa vera ofar á
baugi en nú.
Því eru Rajiv og menn hans
nokkurn veginn vissir um að ná
nokkuð bærilegum meirihluta.
Fyrir morðið á Indiru höfðu
hneykslismál skekið Congress-
flokkinn og ýmsir stuðnings-
menn, margir virtir og þekktir,
snöruðust undan merkjum hans
vegna andstöðu við Indiru
Gandhi. Því var málum svo kom-
ið að um það leyti sem hún lézt
voru ýmsar raddir á kreiki, sem
spáðu því að hún myndi eiga erf-
itt uppdráttar í kosningabarátt-
unni sem var þá nýhafin. Fáir
efuðust að vísu um að Congress-
flokkur I myndi eftir sem áður
vera stærstur og öflugasti flokk-
ur landsins, en fylgistap þóttust
menn sjá fyrir.
Á kjörskrá eru um 390 millj-
ónir. Rajiv Gandhi hefur verið á
ferðinni óþreytandi að því er
virðist og fundir hans hafa dreg-
ið til sín tugþúsundir. Rajiv
Gandhi hefur þótt hófsamur í
málflutningi og traustvekjandi,
en hann hefur skiljanlega ekki
hikað við að færa sér í nyt lát
móður sinnar og það verður
varla láð honum. Hann hefur
hamrað á því að Congressflokk-
ur I sé einn megnugur að fara
með stjórn á Indlandi vegna
sundrungar stjórnarandstöð-
unnar og því hefur varla verið
hægt að mótmæla. Hann hefur
einnig ótvírætt gefið í skyn að
að stjórnarandstaðan er sem fyrr
sikharnir tveir sem skutu Indiru
til bana hafi aðeins verið einn
hlekkur í stórri samsæriskeðju
öfgaafla sem hafi stefnt að því
einu að auka á sundrunguna i
landinu sem er svo sem ærin
fyrir.
Kosningabaráttur á Indlandi
hafa aldrei farið fram með friði
og svo hefur heldur ekki verið
nú, þótt hún sé með öðrum brag
en áður. Ýmsum frambjóðend-
um, stjórnarflokks sem stjórnar-
Þessi mynd var tekin daginn fyrir
lát Indiru.
andstöðu, hefur verið hótað og
nokkur atvik gerzt sem þykja
heldur grunsamleg. í Gwalior
varð einn frambjóðandi stjórn-
arandstöðunnar Á.B. Vajpaynee
að fara á sjúkrahús vegna sára
sem honum voru veitt. Og í AIl-
ahabad slapp H.N. Bahuguna
naumlega, þegar gríðarmikill
vöruflutningabíll ók beint fram-
an á bíl hans. í Uttar Pradesh
var verkamaður nokkur kunnur
að andstöðu við Congress I
brenndur til bana.
Rajiv Gandhi hefur upp á síð-
kastið einbeitt sér að ríkinu Utt-
ar Pradesh, heimaríki fjölskyld-
Maneka á kosningafundi.
Rajiv Gandhi