Morgunblaðið - 22.12.1984, Síða 23
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984
23
„Flesta útgefendur virðist
skorta áhuga á bókmenntum“
segir Sveinbjörn Baldvinsson, ljóðskáld
Heldur lítið hefur farið fyrir þeim
ljóðabókum sem gefnar hafa verið
út nú fyrir jólin og leiðir það hug-
ann að því hvort þetta listform eigi
ekki lengur upp á pallborðið hjá
þessari þjóð, sem löngum hefur
verið talin fádæma Ijóðelsk. Eitt
Ijóðskáld af yngri kynslóðinni,
Sveinbjörn I. Baldvinsson, gefur
nú út sína þriðju Ijóðabók, Líf-
dagatal.
„Það má segja að með módern-
ismanum hafi myndast djúp
milli fólks og ljóðanna, og
kannski eimir eitthvað eftir af
því,“ sagði Sveinbjörn I. Bald-
vinsson þegar blm. spjallaði við
hann. „Fólk er ef til vill enn
eitthvað hrætt við þetta form og
finnst það torskilið. Ég held hins
vegar að það ríki einhver upplýs-
ingakreppa. Þá gjá sem myndað-
ist milli fólksins og ljóðlistar er
löngu búið að brúa en fólk virðist
bara ekki enn vita hvar brúin er.
Nútímaljóð eru mjög vinsæl
hjá ungu fólki og ég hef heyrt
kennara segja að börnum og
unglingum sem fá verkefni finn-
ist mest gaman að nútímaljóð-
um. í því sambandi get ég sagt
frá því að ég fékk nýlega bréf frá
5. og 6. bekk í grunnskólanum á
Húsavík, en krakkarnir höfðu
verið að vinna með ljóð eftir
mig. Þau voru búin að semja lag
við það og sendu mér ljóðabók
eftir sig, sem var mjög skemmti-
hinu hefðbundna ljóðformi
má segja að innihaldið hafi oft
látið í minni pokann, t.d. þegar
ort er mjög dýrt. Hið nýja form
finnst mér miklu kröfuharðara,
umgerðin er ekki eins mikið
atriði og því ekki hægt að klæða
ljóðið í fínar umbúðir og fela það
á þann hátt.“
En er einhver ládeyða í ís-
lenskri ljóðlist um þessar mund-
ir?
„Það er margt mjög gott að
gerast í ljóðlistinni en það hefur
verið að gerast mjög hljóðlega.
Það er ekkert síður athyglisvert
það sem er að gerast þar en t.d. í
skáldsagnagerðinni. I skáldsög-
una er nú komin meiri tilfinning
aftur, en þar hefur verið ríkjandi
til skamms tíma mikil þjóðfé-
lagsgreining. 1 skáldsagnagerð-
inni er það staðreynd að menn
hafa unnið þar of hratt og hefur
það komið niður á gæðunum,
kannski vegna þess að höfund-
arnir hafa ekki haft efni á öðru,
og ef svo er þá er það dapurlegur
vitnisburður um hvernig búið er
að rithöfundum um þessar
mundir.
Núna hugsa útgefendur næst-
um eingöngu um bókmenntir
Sveinbjörn I. Baldvinsson, sem
gefur út sína þriðju Ijóðabók nú
fyrir jólin.
sem „bisness", einhverja vöru
sem verður að koma á markað-
inn, og virðist mér að flesta
skorti raunverulegan áhuga á
bókmenntum. Við þurfum ekki
annað en að virða fyrir okkur
bókaútgáfuna á þessu hausti til
að sjá hvaða augum bókaútgef-
endur líta bækur."
— Nú ert þú menntaður í bók-
menntafræði, geta slíkir sér-
fræðingar fært bókmenntirnar
nær almenningi?
„Ég verð að segja eins og er að
mér finnst þau fræði vera býsna
langt frá listinni, og sú bók-
menntagreining sem ég lærði í
háskólanum gerir ekkert fyrir
bókina og raunar breikkar bilið,
ef eitthvað er. Hættan er sú að
fólk fari að líta svo á að menn
verði að vera sérfræðingar til
þess að skilja bókmenntir. Aftur
á móti var mjög lærdómsríkt að
vera f bókmenntasögu og hug-
myndasögu. Skilningur á bók-
menntum dýpkar fyrst og fremst
með því að lesa sem allra mest.“
— Þú hefur skrifað leikrit, en
nú finnst manni oft stutt milli
ljóðsins og smásögunnar, hefur
þú ekki fengist við það form?
„Ég hef ekki fengist mikið við
smásöguna en mér finnst það
mjög heillandi form. Ég varð að
vísu þess heiðurs aðnjótandi ný-
lega að smásögu eftir mig var
hafnað af virðulegu tímariti hér
í bæ á þeirri forsendu að hlutur
kvenna væri fyrir borð borinn í
sögunni. Mér fannst þetta mikill
heiður því mér sýnist ég eiga þá
samleið með mörgum snillingn-
um sem sakaðir hafa verið um
hið sama!
Núna hef ég frekar lítinn tima
til að sinna ritstörfum en er að
búa í haginn fyrir verkefni, er
t.d. með leikrit sem er að taka á
sig nokkra mynd.“
— Ein spurning í lokin, hver
er Jón Steinsson?
„Hann er persóna í skáldsögu
sem ég er að fara að skrifa, auk
þess sem hann hefur komið fram
í nokkrum textum við lög sem ég
hef gert. þá er ég líka búinn að
segja allt sem ég kæri mig um að
segja um hann, að þessu sinni
a.m.k.“.
Okkarjóia-
skreytingar eru oðruvisi
)4 Híasintuskreytingar
'A Kertaskreytingar
Hurðaskreytingar
>4 Veggskreytingar
^ Leiðisskreytingar
Allt í jólaskreytinguna
og á jólatréð
Fullar búðir
af sérkenniiegum
gjafavörum
full skentrna
^fjoíatijam
Heitt á könnunni og appelsín fyrir börnin
Opnurtarttmar:
Opið á laugardag til kl. 23.
Sunnudag 8-22.
Á aöfangadag er opið i Hafnarstræti til kl. 14 en á Miklatorgi til kl. 16.
Annan i jólum er opið á Miklatorgi frá 10 til 18. lokað i Hafnarstræti.
Blómaúrvalið er hjá okkur
•BIiMUÁVIXnR
VIÐ M í KLATORG Hatnarstræti 3.
Þessi bók lýsir Sölva Helgasyni frá
nýju sjónarhomi og nú loks nýtur hann
sannmælis, snillingurinn misskildi,
Sólon Sókrates Húmbolt Philo-
mates Voltaire Hegel Newton
Beethoven Göthe Spinoza Helga-
fóstri Islandus, eins og hann kallaði
sig stundum. Margar nýjar heimildir
hefur Jón Óskar fundið og komist í
gegn um handrit Sölva, skrifuð með
undursmárri skrift.
Bókina prýðir fjöldi litprentaðra
mynda Sölva.
Falleg bók, vegleg gjöf.
Þegar söguhetja þessarar bókar,
Bastían Balthasar Búx, hóf að lesa
Söguna endalausu, fór hann bráðlega
að lifa sig inn í efni hennar og taka þátt
í atburðarásinni. Þessi unglingabók
hrífur alla með sér og þeir sem lesið
hafa gefa hentii ýmsar einkunnir:
„meiriháttar", „geðveik", „frábær" o.
s. frv., enda margföld verðlaunabók.
Allir unglingar þekkja lagið „The
Neverending Story“ en kvikmyndin
sem lagið er úr er einmitt gerð eftir
fyrri helmingi bókarinnar. Myndin
er jólamynd í Bíóhöllinni. Tvímæla-
laust sú bók sem hittir best í mark hjá
unglingunum fyrir þessi jól.
RAUNI-LEENA LUUKANEN
DAUÐINN
EREKKITIL
Þessi bók er sú fyrsta sinnar tegundar
eftir norrænan lækni - höfundurinn er
héraðslæknir í Finnlandi. Bókin skipt-
ist í tvo hluta, í fyrri hlutanum er fjallað
um mál sem menn deila oft um - hin
ýmsu fyrirbæn dulsálarfræðinnar. I
síðari hlutanum er fallegur boðskapur
sem Rauni-Leena Luukanen ritaði með
ósjálfráðri skrift. Þessi boðskapur á
erindi til allra og skiptir þá ekki máli
hverrar trúar menn eru. Þessi bók varð
strax metsölubók í heimalandi höfund-
arins, síðan á hinum Norðurlöndunum
og er nú komin út í íslenskri þýðingu
Bjöms Thors.
ISAFOLD