Morgunblaðið - 22.12.1984, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 22.12.1984, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 Reynt ad bjarga 27 námamönnum Orangeville, Utah. 21. denember. AP. BJÖRGUNAMENN vid kolanámu í Wilberg í Utah reyndu í dag ákaf- lega að bjarga 27 námumönnum sem komust hvergi eftir að eldur og sprenging lokuðu námunni. Síðast er fréttist hafði ekkert spurst til fólks- ins í 30 klukkustundir, en eigi að síður ríkti bjartsýni meðal björgun- armanna um að mennirnir hefðu komist í helli einn inn af námugöng- unum. 2,4 kílómetra inni í fjallinu. Björgunarmennirnir hafa hvorki fundið tangur né tetur af námumönnum þar sem síðast sást til þeirra. „Við erum enn vongóð- ir,“ sagði talsmaður þeirra. Hann bætti við að hellirinn sem talið er að námumennirnir hafi komist í sé líklega lokaður af frá göngun- um eftir sprengingarnar, því ættu þeir að vera óhultir fyrir eiturguf- unum í göngunum og hafa auk þess nóg súrefni til að halda út. Búið var nánast að slökkva eldinn síðast er fréttist og var verið að undirbúa frekari aðgerðir, m.a. að senda björgunarmenn til hellisins með nógu margar súrefnisgrímur til að hjálpa námumönnum upp á yfirborð jarðar. Mikið reykjarkóf tafði þó björgunaraðgerðir. Varaforsætis- ráðherra Sovét- ríkjanna í Kína Heimsókn hans þykir merki um batnandi samskipti ríkjanna Peking, 21. desember. AP. IVAN V. Arkhipov, varaforsætisráó- herra, sem er æðstur þeirra Sovét- manna er lagt hafa leið sína til Kína í 15 ár, sagði við komuna til Peking í dag, fóstudag, að nú gætti „jákvæðr- ar tilhneigingar" í þá átt að bæta samband Kína og Sovétríkjanna. „Við erum sannfærðir um, að það eru miklir möguleikar á að auka samstarf landanna," sagði Arkhipov í ræðu sem hann flutti í frostnepjunni á flugvellinum, „og þar á meðal má telja gagnkvæma viðskiptasamvinnu á mörgum sviðum, sem báðir aðilar geta haft hag af.“ Meðal þeirra sem tóku á móti Arkhipov voru Qian Qichen vara- utanríkisráðherra og Yoa Yilin varaforsætisráðherra. Heimsókn Arkhipovs þykir merki um batnandi samskipti Kína og Sovétríkjanna á viðskiptasviðinu, þrátt fyrir póli- tíska og hernaðarlega misklíð milli landanna. Arkhipov er æðsti sovéski embættismaðurinn sem kemur til Kína síðan Alexei Kos- ygin hitti starfsbróður sinn, Shou En-Lai, árið 1969. írakar sprengdu norskt olíuskip Muunu, Bahrain, 21. deaember. AP. ÍRAKAR gumuöu af því í dag, að hafa gert loftárásir á „tvö skot- mörk“ í Persaflóa skammt frá olíu- höfn frana við Kharg-eyju. Það fékkst staðfest að eitt risaolíuskip hefði orðið fyrir exocet-skeytum ír- aka, norskt skip, og stóð það í Ijós- um logum síðast er fréttist. Manntjón varð ekkert og fór 27 manna áhöfnin strax frá borði, en sneri aftur til skips nokkrum klukkustundum síðar, er tekist hafði að slökkva hluta af eldinum og mesta hættan var liðin hjá. Skipið norska, Thorshavet, í eign Thor Dals Rederi í Sande- fjörd, var nýlagt af stað frá Kharg-eyju með hráolíufarm er herþoturnar réðust á það. Var í fyrstu óttast að það myndi sökkva, svo glatt logaöi, og þá hefði hráolí- an farið í sjóinn. Irönum varð hins vegar vel ágengt í bardaganum við eldinn. Talsmenn Lloyd’s tryggingafé- lagsins segja að nú hafi 61 olíu- flutningaskip orðið fyrir flug- skeytum í Persaflóa síðan að írak- ar settu á „hafnbann" á Kharg- eyju. Langflest hafa frakar skemmt, en íranir sjálfir hafa skotið á nokkur skip í hefndar- skyni. Fimbulvetur í vestur- ríkjum Bandaríkjanna New York, 21. deoember. AP. Fimbulvetur ríkir í vesturríkjum Bandaríkjanna og veturinn þar fyrr á ferðinni en í venjulegu ári. Mæld- ist 21 stigs frost 1 Vakina í Wash- ington-ríki og er það mesta frost sem mælzt hefur í ríkinu, fyrra met var sett árið 1924. Djúpur snjór er í fjallahéruðum Utah og vegir ógreiðfærir og vara- samir til aksturs í Utah, Nevada, Colorado og Arizona. Annað óveð- ur var í uppsiglingu í norðvestur- ríkjunum með viðeigandi rigningu og snjókomu í vesturhluta Wash- ingtonríkis og norðurhluta Kletta- fjallanna. Byljóttur Kyrrahafs- vindur varð til þess að íbúar í grennd austurhlíða Klettafjall- anna norðanverðra voru hvattir til að halda sig innandyra. Jafnframt féll snjór á svæði umhverfis vötnin miklu og í Nýja Englandi. Fellibylurinn Lili, sem er aðeins fjórði desemberbylurinn frá því skýrsluhald hófst 1871, færðist suður á bóginn frá ströndu og var ekki búist við að hann ógnaði strandríkjum við austur- ströndina. Hafmeyjan hlakkar til jólanna Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn fer ekki í jólaköttinn um þessi jól eins og sjá má á myndinni. Einn dönsku jólasveinanna, sem að vísu eru ekki jafn fjölskrúðugur flokkur og þeir íslensku, kom til hennar færandi hendi og gaf henni heljarmikinn pakka, sem hún má að sjálfsögðu ekki opna fyrr en á aðfangadag. Afganistan: 9.000 Sovétmenn fall- ið og 16.000 særst Wufaington, 21. deaembor. AP. MANNTJÓN Sovétríkjanna fer vax- andi í Afganistan, en á þeim fimm árum sem liðin eru frá því að innrás- in hófst hafa alls 9.000 sovéskir her- menn fallið og 16.000 særst. Þrátt fyrir það halda yfirvöld í Moskvu áfram að senda þangað hermenn og þess sjást engin merki að draga eigi úr stríðsrekstrinum, þótt andspyrna afganskra frelsisherja hafi eflst á þessum tíma, að því er bandaríska utanríkisráöuneytið sagði á fimmtu- dag. „Ef einhvers staðar hefur fyrir- fundist sönn þjóðfrelsishreyfing, þá er það í Afganistan," sagði Michael H. Armacost, háttsettur embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu. „Jafnvel þótt hinn 27. desember séu liðin fimm ár frá sovésku inn- rásinni," sagði Armacost, „hefur yfirgnæfandi meirihluti afgönsku þjóðarinnar neitað að viðurkenna yfirráð Sovétmanna, og það sama má segja um samfélag þjóðanna, að ekki sé talað um Bandaríkin." Hann kvað sýnilegt, að Sovét- menn kærðu sig ekkert um að semja í deilu þessari, heldur vildu þeir halda áfram á sömu braut, enda þótt það væri þeim engan veginn hagfelldur kostur. Líbanon: Bílasprengja jafnaði skólahús við jörðu Tugir manna létust eða særðust Beirút, 21. denember. AP. MANNLAUS bifreið, sem lagt hafði verið við skólabyggingu drúsa í borginni Ras El Matin í fjöllunum í Mið-Líbanon, reyndist vera hlaðin sprengiefni. Hún sprakk og létu þrír lífið og 29 særðust, margir alvarlega, þar á meðal 19 skólabörn. í kjölfarið hófust gífurlegir fallbyssubardagar drúsa og falangista, svo miklir, að björgunarsveitir gátu vart athafnað sig á vettvangi sprengingarinnar. Útvarpsstöðvar drúsa og krist- inna manna greindu frá spreng- ingunni og sögðu báðar að skóla- byggingin hefði hrunið að mestu og margir bílar I nágrenninu hefðu skemmst, svo öflug hafi sprengjan verið. Það lá ekki ljóst fyrir í dag hverjir báru ábyrgð á tilræðinu, drúsar báru það upp á falangista sem sögðust hvergi hafa komið nærri, vísuðu á öfga- sinnaða shita sem eru alræmdir fýrir sprengjuárásir af þessu tagi. Ur ýmsum drúsahringum komu Ltmtlom. í HÓPI11 fjallagarpa, sem leggja til atlögu við Everest, hæsta fjall beims, í marz nk. er 45 ára kona, frú Julie Tullis, og verður hún fyrsta brezka konan sem klífur tindinn. Fyrir leiðangrinum, sem tekur þrjá mánuði, er skozki fjallagarp- urinn Mal Duff. Ætlar hópurinn að reyna klífa upp norðausturleið- ina, sem enginn hefur ennþá sigr- að. einnig ásakanir á leyniþjónustu stjórnarhersins, en talsmenn hersins fordæmdu drúsa fyrir að bendla herinn við svo mikið óhæfuverk. Á síðustu tveimur árum hefur frú Tullis, sem er kvikmyndagerð- armaður frá bænum Tunbridge Wells í Suðaustur-Englandi, klifið Nanga Parbat 1 Kasmír, K2 — annað hæsta fja.ll veraldar — og Broad Peak, nágranna K2. Er hún kíeif K2 varð hún fyrst brezkra kvenna til að klifra í yfir 8.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Brezk kona klífur Everest i izia uomo THORELLA Laugavegs Apóteki thorella Miðbæ við Háaleitisbraut 4 \. T iV >ltf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.