Morgunblaðið - 22.12.1984, Side 35

Morgunblaðið - 22.12.1984, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 35 Jólasöngvar við kertaljós í Háteigskirkju Á MOKGUN, sunnudaginn 23. des., er kirkjudagur Háteigskirkju. Þá eru liðin 19 ár frá vígslu kirkjunnar. Há- teigssöfnuður gerir sér dagamun af þessu tilefni með því að halda fjöl- skyldu- og barnaguðsþjónustu kl. 11 árdegis og jólasöngva við kertaljós kl. 22.00 um kvöldið. í fjölskyldu- og barnaguðsþjón- ustunni munu börn úr ÆSKHÍ syngja og leika á blásturshljóðfæri undir stjórn Soffíu Vagnsdóttur og Jóns G. Þórarinssonar. Einnig munu böm úr Hlíðaskóla flytja helgileik. Jólasöngvar við kertaljós hefjast kl. 22.00 um kvöldið. Þar syngur Kirkjukór Háteigskirkju aðventu- og jólalög, dr. Orthulf Prunner stjórnar og leikur á orgel. Ræðu- maður er dr. Einar Sigurbjörnsson, prófessor. Auk þessa er almennur söngur. Á undanförnum árum eru það mjög margir, sem lagt hafa leið sína í Háteigskirkju á 4. sunnudegi í aðventu og átt þar goða stund við tilbeiðslu og íhugun. Verið öll velkomin. Sóknarprestarnir. Stór-aukið úrval af jökkum og kápum á stór-góðu verði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.