Morgunblaðið - 22.12.1984, Síða 40

Morgunblaðið - 22.12.1984, Síða 40
40 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984 Minning: Björgvin Jónsson Fæddur 11. júlí 1912 Dáinn 18. september 1984 Þvl miður hefur dregizt úr hömlu að minnast með nokkrum orðum ágætissamferðamanns, sem lézt 18. september sl. Um það leyti var algert blaðaleysi sökum verkfalla og er þar að leita þess dráttar, sem hér hefur á orðið. Hér var hins vegar um svo nota- legan félaga að ræða, að hans verður að geta sérstaklega að leið- arlokum. Björgvin Pétur Jónsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Reykjavík 11. júlí 1912. Voru for- eldrar hans þau hjónin Oddný Þorsteinsdóttir, ættuð úr Húna- þingi, og Jón Jónsson kaupmaður í Vaðnesi. Voru þau kunnir borgar- ar í Reykjavík á fyrstu áratugum þessarar aldar. Var Jón, sem ætt- aður var frá Vaðnesi í Grimsnesi, hinn mesti dugnaðarmaður og eins kona hans. Komust þau því í óvenjugóðar álnir á sinni tið. Árið 1916 reistu þau mikið og gott hús á Laugavegi 31 (á horni Laugavegar og Klapparstígs). Var verzlunin Vaðnes á jarðhæð, en húsbændur bjuggu uppi með fimm börnum sínum. Jón í Vaðnesi féll frá á bezta aldri i spönsku veikinni 1918 og eins einkadóttir þeirra hjóna, Oddný. Ekkjan stóð þá uppi með fjóra unga drengi: Jakob, Björgvin Pétur, Kristján og Þorstein. Allir komust þeir á legg og urðu þekktir borgarar, en eru nú horfnir af sjónarsviðinu. Varð Björgvin þeirra síðastur. Fjölskyldan í Vaðnesi ólst upp á þessari torfu við Laugaveg og Klapparstíg, og varð hún starfs- vettvangur Björgvins nær alla ævi. Oddný rak verzlunina áfram um skeið, en seldi hana síðan. Upp úr 1930 komst hún svo aftur í eigu þeirra bræðra, Björgvins og Þor- steins, mitt f kreppunni miklu. Þeir bræður erfðu hyggindi og dugnað foreldra sinna og því fór allt vel. Þeir fluttu verzlunina úr húsinu á Laugavegi 31 og að Klapparstig 30, en það hús hafði áður verið pakkhús verzlunarinn- ar. í þessu húsi var verzlunin síð- an rekin fram á síðustu ár, svo sem flestir Reykvíkingar muna vel. Oddný móðir þeirra mun hafa stutt dyggilega við bak allra sona sinna, meðan hennar naut við, en hún bjó alla tið með þeim á Laugavegi 31. Verzlunarreksturinn í Vaðnesi hefur ekki fullnægt athafnaþrá Björgvins, enda ekki óliklegt að sú verzlun hafi verið fullþröngur vettvangur fyrir þá bræður báða. Björgvin keypti þess vegna verzl- unina Regio á Laugavegi 11 og rak hana um skeið og eins rak hann Prjónastofuna Malín nokkur ár. Þetta hvort tveggja gerði hann samhliða störfum í Vaðnesi. Trú- lega hefur þetta ekki samrýmzt að öllu leyti, enda fór svo, að Þor- steinn tók loks algerlega við Vað- nesi og rak þá verzlun einn upp frá því. Um það leyti stofnaði Björg- vin verzlunina Grund og rak hana i húsi sínu á Laugavegi 31 fram á árið 1981, er hann hætti alveg þeim rekstri. Björgvin kvæntist 23. mai 1942 Huldu Guðrúnu Sigurðardóttur frá Hvassahrauni á Vatnsleysu- strönd og bjó hún honum hlýlegt og fallegt heimili, sem lengi stóð í Goðheimum 19. Eignuðust þau fimm bðrn, sem eru uppkomin og farin að heiman. Þau eru þessi: Oddný, Ársæll Jón, Björk, Sigrún og Már. Hér hefur verið hlaupið á hinu ytra í störfum Björgvins P. Jóns- sonar, en eftir er maðurinn sjálf- ur. Af framansögðu má ljóst vera, að Björgvini hefur kippt i kynið um dugnað og hyggindi, enda mun hann hafa efnazt vel um sína daga. Kunningjar segja, að hann hafi alla ævi verið bóngóður og greiðvikinn í viðskiptum og það hafi ekki allt skilað sér aftur i vasa hans. Slikt mun hann ekki hafa látið angra sig mjög, enda lundin létt og maðurinn óvilsam- ur. Björgvin hefur einnig þekkt ýmsar hliðar á lifinu og ungur varð hann að taka til hendinni með bræðrum sínum til að aðstoða móður sina. Hefur honum vafa- laust snemma lærzt það, að ver- aldargengið getur verið valt, og eins, að ekki er allt gull, sem glóir. Björgvin var mikill unnandi is- lenzkrar náttúru og ferðaðist viða um land á yngri árum og fram eftir aldri og ekki sfzt um hálendi landsins. Um skeið átti hann fjallabíl með góðum vinum sfnum til þess að geta haldið sem lengst inn á öræfin. Oft minntist hann á þessar ferðir og kom þá glampi i auga. Ekki er okkur alveg ljóst hve- Leiðrétting í minningargrein um Sigríði Jónsdóttur, sem birtist f Morgun- blaðinu þ. 18. þ.m., urðu þau mis- tök, að nafn móður Sigriðar var ekki rétt. Hún heitir Jórunn Norð- mann og allir aðrir aðstandendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. nær Björgvin hóf að stunda laug- arnar i Laugardal, en það mun ör- ugglega hafa verið fyrir rúmum 40 árum. Sá, sem hér stýrir penna, man hann í gömlu laugunum um 1960, en ekki tókust kynni á þeim árum. Hinir frægu heitu pottar komu með nýju laugunum 1964. Þar hafa menn setið fyrir og eftir sundspretti og rætt mál liðandi stundar, oftast i léttum dúr og án mikillar ábyrgðartilfinningar, þótt á stundum hafi ýmsum orðið heitt í hamsi. Björgvin lagði ekki alltaf mikið til málanna, en hlust- aði þeim mun fastar. Ef honum þótti hins vegar ætla að færast fullmikil alvara i leikinn, brá hann ævinlega á léttari strengi og á þann hátt, að menn hrifust með. Var ljóst, að hann átti auðvelt með að tengja ólika menn um skoðanir og lunderni saman. Af þvi mun það m.a. hafa leitt, að ýmsir menn tóku að drekka með honum kaffi eftir laugarferðirnar á Laugavegi 28 — og smám saman stækkaði hópurinn. Björgvin varð þannig eins konar tengiliður milli manna og það óhjákvæmilegur. Af þvi starfi hans mun einhver fynd- inn i hópnum hafa farið að kalla hann Foringjann og jafnvel nefnt Der Fúhrer að alkunnri þýzkri fyrirmynd. Ekki er ég grunlaus um, að honum hafi ekki beinlinis getizt að þeirra samlikingu og þess vegna breytti hann þvi f Das Fúhrer í munni félaga sinna. Þótti honum mun skárra að hafa það heiti nær hlutlaust á þennan hátt. Upp úr þessum morgunstundum á Laugavegi 28 tóku menn sfðan að hittast í kaffi hjá ýmsum mekt- armönnum innan hóps Foringj- ans, sem tök höfðu þá um leið að kynna starfsemi fyrirtækja sinna og stofnana. Foringinn sá um þessa útbreiðslustarfsemi og fylgdist grannt með þvi, að félag- arnir fengju vitneskju um þessar ferðir, þótt þeir slægju slöku við sund og bað. Var öllum okkar ljóst, að þetta átti vel við Björg- vin. Eins mun hann hafa átt drjúgan þátt í, að oft var merkis- afmæla pottmanna minnzt með ýmsum hætti og skemmtilegum. Þá var og ekki gleymt að minnast þeirra, sem hurfu úr hópnum, á tilhlýðilegan hátt. Síðan varð það fastur punktur í tilverunni nú um allmörg ár að hittast á Esjubergi á laugar- dagsmorgnum og drekka saman kaffi og ræða um innlend málefni líðandi stundar. Foringinn hafði að sjálfsögðu sæti sitt við borðs- endann og leit þaðan yfir hópinn. Fórst honum þetta allt svo vel úr hendi, að menn löðuðust að kaffi- borðinu. Gerðu menn sér jafnvel sérstaka ferð á Esjuberg án laug- arferðar til þess að hitta Foringja sinn og félaga. Urðu úr þessu slík- ar græskulausar skemmtistundir, að við, sem höfum tekið þátt í þeim, viljum ógjarnan missa af. Ljóst var, að Björgvin gekk ekki alveg heill til skógar hin sfðustu ár, enda þótt hann með gaman- semi og hæfilegri léttúð eyddi um- ræðum um allt veikindatal. Fyrir allmörgum árum fékk Björgvin snert af hjartakveisu, en náði sér aftur vel á strik. Þó hygg ég, að til þessa áfalls megi rekja það, að hann tók að draga seglin saman 1 umsvifum sínum og fara sér hægt I störfum. t sumar og haust þótt- ust menn greina ýmis þreytu- merki á Foringjanum, en hann gerði lítið úr. Þó fór svo, að hann leitaði læknis 18. september sl. að morgni dags, en um nónbil var merkið fallið og foringi okkar all- ur. Er því verulegt skarð fyrir skildi og það vandfyllt I röðum okkar. Engan veginn væri það þó I anda Björgvins, að við hættum þessum laugardagsfundum, enda eru þeir enn með svipuðu sniði og áður. En auðfundið er þegar, að hér hefur orðið veruleg breyting á, og nú er borðsendinn auður. Ljóst er nú að leiðarlokum, hver áhrif Björgvin P. Jónsson hefur haft á sundfélaga sina og raunar fleiri, enda þarf áreiðanlega all- mikið lag og einstaka lund til að sameina hóp okkar til græsku- lausra kaffifunda, svo ólíkir sem við erum að allri gerð og þjóðfé- lagsstöðu. Þetta finnum við bezt, þegar Foringinn er horfinn úr hópnum. Fyrir allt það, sem hann var á meðal okkar, viljum við þakka, þegar leiðir skilur. Jafn- framt flytjum við konu hans og börnum samúðarkveðjur okkar. Sundfélagar Hvað er Hel? Öllum Hkn, sem lifir vel engill, sem til ljóssins leiðir Ijósmóðir, sem hvílu reiðir heitir Hel. (Matthías Jochumsson) Þetta erindi kemur oft í huga minn, er ég frétti lát vina og sam- ferðafólks, sem verða margir, er á ævina líður. Það er þó nokkur timi liðinn síöan Björgvin P. Jónsson, kaupmaður, andaðist snögglega og þá er hugurinn kominn 50 ár aftur í tímann hvað aðstæður snertir I þjóðfélaginu. Á þeim tíma heyrði ég fyrst getið Björgvins I Vaðnesi og kynntist honum, þar sem hann kom inn I fjölskyldu tengsla- og vinafólks míns. Samgangur og kynni voru náin I þá daga og síð- an, þó vík væri milli vina, eins og gengur í dagsins önn hjá stórum fjölskyldum. Þar kynntist fjölskyldan góðum dreng, glöðum og léttum, sem var alltaf tilbúinn að taka þátt í leikj- um og glensi, jafnt þeirra yngri sem eldri, og hans var beðið með óþreyju af yngri kynslóðinni, enda átti hún þar vin sem hægt var að leita til engu síður en þeir eldri. Þetta var sú hlið á Björgvin, sem við kynntumst og tókum tryggð við. Þó samband við hann og fjöl- skyldu hans hafi ekki verið mikið seinni ár, var alltaf jafn ánægju- legt að hitta þau hjón og blanda við þau geði á góðum stun^um. Margar eru minningar frá fyrri tíð er börn okkar voru ung og dvalið var á bernskustöðvum. Og þá má leita lengra til bernsku- og unglingsáranna, Hulda mín, að dýrmætum fjársjóði vináttu for- eldra okkar með þeim ánægju- stundum, sem ekki er hægt að gleyma. Þegar Björgvin kom svo til sögunnar, féll hann vel að þess- um fjölskyldutengslum og virtist njóta þeirra, þó að hann kæmi úr öðru umhverfi, og það er sá Björgvin, sem við þekktum og þótti vænt um að kynnast og mér fannst vilja „vera öllum góður og vaxa inn I himininn — þar sem kærleikurinn býr“. E.A. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, HELGA SIGURDARDÓTTIR, áöur lil heimilis á Grsttisgötu 68, andaöist á Hrafnistu 8. þ.m. Utförin hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er auösýndu okkur samúö og vinarhug Sérstaklega þökkum viö starfsfólki á Hrafnistu fyrir frábæra umönnun. Geir J. Geirsson, Eybjörg Siguróardóttir, Pálfna Jónsdóttir, Guöjón Jónsson, Karla Jónadóttir, Kristjana Jónsdóttir, Stofán Kristjánsson, Jóhanna og Erling Edwald, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum af alhug samúö og vinarhug viö andlát og útför elginmanns mins og fööur okkar, HELGA GUDMUNDS80NAR, Sævióarsundi 58, Roykjavfk. Hrafnhildur Thoroddson, Mjöll Holgadóttir, Holgi H. Holgason, Atli G. Holgason, Stoinar Holgason, Drffa Jenný Holgadóttir. t Innilegar þakkir færum vlö öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu viö andlát og útför GUDBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Mjósundi 1, Hafnarfirói. Guö gefi ykkur gleöilega jólahátíö. Fyrir hönd vandamanna, sonarsynir. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför HJÖRVARS KRISTJANSSONAR, Skipasundi 89, Roykjavfk. Fyrir hönd okkar systkinanna og annarra aöstandenda, Kjartan Hjörvarsson. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför QUÐMANNS KRISTINS ÞORGRÍMSSONAR, Tungufolli, Svarfaöardal. Börn hins látna. Útför Einars Magn- ússonar, Stykkishómi Stjkknkólnli, I5. destmber. í DAG fór fram frá Stykkishólmskirkju jarðarför Einars Magnússonar verk- stjóra í Stykkishólmi, en hann lést í Reykjavlk 9. þ.m. Var jaróarförin ein sú fjölmennasta sem hér hefir farið fram. Séra Glali Kolbeins jarðsöng, ar var sonur hjónanna Kristlnar kirkjukór Stykkishólmskirkju Jóhannesdóttur og Mgnúsar Ein- söng undir stjórn Jóhönnu Guð- arssonar verkamanns hér. Hann mundsdóttur og Bjarni Lárentsin- var kvæntur Guðnýju Aðalbjörns- usson söng einsöng. dóttur og áttu þau tvo syni. Einar fæddist I Stykkishólmi 10. sept. 1933 og var því 51 árs er Ýmsum trúnaðarstörfum hann lést. Hann var lengi sjómað- gegndi hann hér I Hólminum en ur hér og eins seinustu árin verk- hér dvaldi hann alla slna ævi. stjóri hjá Sig. Ágústssyni hf. Ein- Árni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.