Morgunblaðið - 22.12.1984, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984
41
Kveðjuorð:
Guðmundur Jóns
son, Grímsey
Guðmundur Jónsson mágur
minn hefði orðið 64 ára í dag, 22.
desember, hefði honum auðnast
lff, en hann var jarðsunginn frá
Miögarðakirkju sunnudaginn 25.
nóvember. Mig langar aðeins með
nokkrum orðum að þakka honum
allar þær ánægjustundir sem fjöl-
skyldur okkar áttu saman. Við Al-
freð bróðir hans bjuggum í Siglu-
firði frá því að við giftum okkur og
þar til við fluttum til Grímseyjar
1957 með dætur okkar 4 á aldrin-
um 3ja til 12 ára. Ég hafði ekki
haft tækifæri til að kynnast þeim
hjónum Steinunni Sigurbjörns-
dóttur kaupfélagsstjóra og Guð-
mundi fyrr, aðeins hitt þau nokkr-
um sinnum. En þegar við komum
til Grímseyjar stóð heimili þeirra
okkur opið og var alla tíð kært
með þeim bræðrum. Kjörsonur
þeirra, Hafliði, var þriggja ára og
var hann leikfélagi dætra okkar
eftir það. Þau voru og mörg önnur
systkinabörn þeirra hjóna, sem
áttu þar sitt annað heimili, sér-
staklega á sumrin, því sumar hér í
Grímsey er börnunum heillandi
heimur með því fjölbreytta fugla-
lífi sem einkennir eyjuna. Þótt
hjónin í Nýja Sjálandi ættu aðeins
einn son var æskuhópur unga
fólksins stór sem fyllti heimili
þeirra með fjöri og gáska og þau
fylgdust náið og vel með þroska og
störfum þessara ungu ættingja
sinna. Guðmundur var mjög
heimakær, gestrisinn og mikill
heimilisfaðir. Hann fór ávallt
snemma á fætur og hellti þá strax
upp á kaffi sem stóð öllum til
boða, er voru á leið á sjó eða áttu i
öðrum erindagjörðum nálægt
heimili þeirra Guðmundar
snemma morguns og sama hress-
ing stóð öllum til boða, sem leið
áttu um heimilið um daginn.
í Nýja Sjálandi stóð fallegt
heimili, þar sem öllu var komið
fyrir af stakri smekkvísi, en fyrst
og fremst var það hið hlýja og að-
laöandi viðmót þeirra hjóna, er
sveipaði gesti og gangandi, sem
fundu ætíð að þeir voru velkomn-
ir. Þau Steinunn og Guðmundur
gáfu sér tíma til aö sinna öllum,
enda mikið um gestagang, eyja-
skeggja og aðkomufólks. Enginn
dagur leið svo eftir að við fluttum
til Grímseyjar, að ekki væru ein-
hver samskipti milli heimila
okkar. Nú á afmælisdegi Guð-
mundar mágs míns fer sólin að
hækka á lofti og eins og hún gleð-
ur og vermir með geislum sinum,
gleðir og vermir minningin um
góöan mág og tryggan vin á leið-
inni gegnum lifið til endaloka.
Ragnhildur Einarsdóttir,
Básum, Grímsey.
Minning:
Garðar Helga-
son Eskifirði
Fæddur 15. nóvember 1911
Dáinn 14. desember 1984
Vinur er dáinn, vinur hefur ver-
ið burtu kallaður, vinur horfinn
harmafregn. Mig setti hljóðan er
mér barst andlátsfregn vinar
mins Garðars Helgasonar bifreið-
arstjóra á Eskifirði. Ekki það, mér
var vel kunnugt um að i mörg ár
hafði Garðar ekki gengið heill til
skógar, heldur það að kallið kemur
alltaf svo óvænt. Fyrir fáeinum
dögum hafði Garðar kvatt okkur
hér á Akureyri, þá svo friskur og
fullur af lífsvilja. Eftir stóra að-
gerð á fæti hafði hann fulla
ástæðu til bjartsýni. Kvalirnar i
hnénu sem sett höfðu mark á lif
hans í mörg ár voru nú horfnar.
Hann gat nú með ánægju sýnt
hvernig hann gat orðið staðið upp
án þess að stingandi sársauki færi
um hnéð og án þess að styðja sig.
Handtakið þétta þegar kvatt var,
varð þá það síðasta.
Kynni okkar Garðars hófust
fyrir mörgum árum austur á Eski-
firði. Hann var þá þegar orðinn
bifreiðarstjóri, en það varð hans
ævistarf. Faðir minn var einnig
bifreiðarstjóri svo oft lágu leiðir
saman. Fljótlega varð Garðar
mikill fjölskylduvinur og mikils
metinn af foreldrum mínum og
systkinum. Það getur vart talist
tilviljun að Garðar varð bifreiðar-
stjóri að ævistarfi. Honum var
aksturinn i blóð borinn og enginn
dró í efa ökumannshæfileika hans.
Það, hvernig hann umgekkst bif-
reiðir sínar var til fyrirmyndar
svo til var tekið. Nokkru eftir að
foreldrar mínir fluttu frá Eski-
firði til Akureyrar hóf Garðar að
aka áætlunarbifreið milli þessara
staða. Hann var þá jafnan mikill
aufúsugestur á heimili okkar. Þá
var ekki neitt umsamið verð fyrir
fæði eða gistingu, en eitt var full-
víst, Garðar sá um að greiða fyrir
sig og gerði það rausnarlega.
Frásagnargáfu haföi Garðar með
ágætum og margar ferðasögur og
minningar komu fram sem unun
var á að hlýða.
Garðar var fæddur að Hlíð 1
Eskifiröi, sonur Helga Pálssonar
frá Sellátrum og konu hans, Jón-
ínu Guðrúnar Jónsdóttur. Þann
26. nóvember 1937 gekk Garðar
það gæfuspor að ganga að eiga
Jensinu Karlsdóttur frá Eskifirði,
fyrir eiginkonu. Börn þeirra urðu
þrjú: Helgi rafvirki á Eskifirði,
giftur Herdísi Hallbjörnsdóttur,
Agústa búsett á Eskifirði, gift
Helga Hálfdánarsyni og Jónína,
búsett í Reykjavík, gift Svavari
Svavarssyni. Tvo bræður átti
Garðar, þá Leif og Ásgeir, og eru
þeir báðir látnir.
Elsku Jensína. Ég vil fyrir hönd
okkar systkinanna og móður
okkar senda þér og börnunum og
barnabörnunum okkar dýpstu
samúðarkveðjur. Við munum
biðja góðan Guð að styrkja ykkur
öll i sorginni.
Við erum öll þakklát fyrir allar
góðar stundir og í minningunni
eigum viö margar fagrar myndir
um góðan og traustan vin. Minn-
ingu um traustan dreng sem kært
var að hitta og ávallt var tilbúinn
að rétta hjálparhönd þeim sem
með þurfti.
Verum fullviss orðanna sem
standa í Jóhannesar Guðspjalli,
11. 25.: Ég er upprisan og lífiö, sá
sem trúir á mig mun lifa þótt
hann deyi.
Blessuð sé minning hans.
Bogi Pétursson
Kveikt á Hamborgarjólatrénu
UM SÍÐUSTU helgi voru Ijósin tendruð á Hamborgarjólatrénu við Hafn-
arbúðir.
Tréð er gjöf frá klúbbnum
Wikingerrunde í Hamborg, sem
er Félagsskapur fyrrverandi sjó-
manna, blaðamanna og verzlun-
armanna í Hamborg.
Tréð afhenti Achim D. Möller
blaðamaður og eiginkona hans
kveikti á trénu. Gunnar B. Guð-
mundsson hafnarstjóri veitti
trénu viðtöku fyrir hönd Reykja-
vikurhafnar. Hér má sjá Gunnar
hafnarstjóra hjálpa frú Möller
við að kveikja og hjá þeim stend-
ur Achim D. Möller.
Morgunbltíift/ÓI.K.Miw.
ÚRKOM4
SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 3, S=11133
JÓLABÓKIN Á
BIBLÍUÁRINU
Biblían
er kjörin jólagjöf nú á ári Biblíunnar á
íslandi.
Fæst í bókaverslun og hjá kristilegu fólögunum.
HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG
Guöbrandsstofu
Hallgrímskirkju, Reykjavík
sími 17805, opiö 3—5 e.h.
Blaóió sem þú vakrnr vió!