Morgunblaðið - 22.12.1984, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1984
51
VELVAKANDI
SVARAR Í SÍMA
10100 KL. 11-12
FRÁ MANUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
nt' i/jAmtoi''gjz'i/ n
Hleypum jóla-
gestinum
horarinn E. Jónsson skrifar:
Engum dylst að jólin eru í nánd.
Ljósaskreytingar í gluggum húsa
og á götum borgarinnar. Kveikt
hefur verið á jólatrénu á Austur-
velli og víðar í borginni. Allt er
þetta góðra gjalda vert. Sjálfsagt
er að fagna jólunum á þennan
hátt. Þegar friðarhöfðinginn
fæddist, í hvers minningu jólahá-
tíðin er haldin að kristnum sið, þá
birtist ljós hér á jörðu. Það ljós
var ekki kveikt af mannahöndum.
Því ljósi fylgdi birta er lýsti af,
sem um bjartan dag væri. Þá birt-
ust gestir, komnir af öðru vitund-
arstigi en því, sem við dveljum á,
plánetunni Jörð.
Þessu ljósi fylgdu himneskir
herskarar og sungu guði lof og
dýrð. í jólaguðspjallinu segir: „I
dag er yður frelsari fæddur. Krist-
ur drottinn í borg Davíðs." Engill-
inn tjáði fjárhirðunum einnig
hvar hið nýfædda barn væri að
finna. Eftir tilvísan engilsins
fannst það liggjandi í jötu, í gripa-
húsi. Þetta er gömul sögn, sem ég
trúi bókstaflega.
Ég fagnaði jólunum, það ég man
fyrst til, fimm ára gamall. Sjötíu
og átta ár liðin síðan. Ég man eftir
lágreistri baðstofu, sandskúruðu
gólfi. Ljósadýrðin lítil, samanbor-
ið við rafljós nútímans. Bezt man
ég eftir jólakertinu mínu á rúm-
stuðlinum. Kertaljósið var í mín-
um augum, fimm ára drengs, tákn
guðlegrar dýrðar. Þetta var fyrsta
kertaljósið sem ég minnist að hafa
séð. Skin þess var bjart og skin
þess varir enn.
Nú, árið 1984, minnir þetta litla
kertaljós mig á annað ljós. í
bernsku heyrði ég jólalesturinn
lesinn, sálma sungna. Ég sá fólkið
inn
íhugult, en skildi þá ekki íhygli
þess, byggða á lífsreynslu langrar
ævi. Nú skil ég þetta betur. Hina
einu sönnu jóiagleði að minnast
barnsins, liggjandi í jötunni.
„Dýrð sé guði í upphæðum,"
sungu þeir sem sendir voru
hingað, hin fyrstu jól. Engillinn
var sendur af alföður til að vitna
um barnið í jötunni. Ljósið eilífa
lýsir þá og lýsir enn, Jesús er hið
eilífa ljósið. Mannkynið á Jesú
Kristi allt að þakka, en leiðsögn
hans vill gleymast í ölduróti
mannlegs lífs. Margir ráfa um
ráðþrota og vegarvilltir. Þeir virð-
ast hafa misst sjónar á veginum
og Ljósinu eilífa.
„Leitið og þér munuð finna,"
segir Jesús Kristur. Jólin eru kom-
in. Kristur stendur við dyrnar og
knýr á. Opnum dyrnar. Lofum
jólagestinum að koma inn.
Höldum vínlaus jól
Árni Helgason skrifar:
Senn eru blessuð jólin gengin í
garð. Hátíð hátíðanna. Þeir eru
einkennilegir sem ekki hlakka til
þeirra. Þrá ylinn sem þá streymir
um allt og alla, fegurð og helgi
sem þá tekur við af erli og and-
streymi dagsins. Það er mikið
rætt um allt umstang sem jólin
hafa í för með sér, en vildum við
missa það? Er ekki alltaf tekið til
í húsunum þegar von er á góðum
gesti og hvernig er það þegar tign-
ir gestir heimsækja fósturjörð
vora, er þá nokkuð sparað til að
allt sé prýtt og fágað jafnt mat-
borð sem annað? Þá er nú ekki
talið neitt eftir. Er þá mikið þótt
við hreinsum og fágum og prýðum
allt, þegar tignasti gestur og bróð-
ir vor frelsari allra manna heim-
sækir hvert heimili og við getum
með sanni sagt Hvert fátækt
hreysi höll nú er, því guð er sjálf-
ur gestur hér. Og á hátíð hátíð-
anna, er þá til of mikils mælst að
helginni sé ekki spillt með ein-
hverju sem er andstætt boðskap
Jesú Krists?
Um jólin hlustum við á fréttirn-
ar. Það er eins og létti af fólki
þegar sagt er að jólin hafi farið vel
fram. Hvílíkar fréttir. Eins og það
sé ekki sjálfsagt. Og svo ef eitt-
hvað fer úrskeiðis er það alltaf í
sambandi við ölvun. Hvflík and-
stæða. Hvernig getur nokkur
hreyft við eitri þegar ljósið er að
koma í heiminn og okkur er boðað-
ur mikill fögnuður, koma Drottins
vors. Ég skil þetta ekki. Er hjart-
að svona hart, eða hvað er að þeg-
ar menn taka hina fölsku gleði
fram yfir jólagleðina. Hvers vegna
eru mennirnir sjálfir að leggja all-
ar þessar freistingar fyrir fólk
sem svo kaupir dýru verði að eitra
sina sál? Er nema von að spurt sé.
Áminnið hver annan, segir hin
heilaga bók. Áminnið um að hætta
göngunni um stiga vímu og eyði-
leggingar og gangið inn á blessun-
ar- og friðarbraut frelsarans.
Kæru landar. Hugleiðum
ástandið í dag. Landið okkar er
auðugt og ef við viljum hjálpast að
þarf enginn að líða skort. Hugsum
til hinna þjáðu um allan heim.
Fögnum þessum jólum með því
að láta flöskuna eiga sig og allt
það eitur sem hún geymir. Höld-
um nú heilög jól. Biðjum góðan
guð um hjálp og vernd. Látum
aldrei þurfa um þessa tíma að
segja að ölvun eyðileggi jólagleð-
ina. Vímulaus jól. Það er besta
gjöfin til frelsara vors, Jesú
Krists.
Guð gefi öllum landsmönnum
sanna farsæld og gleðileg jól.
MOSS
Málið er leyst
Þetta er stóllinn sem þú gefur sjálfum
þér í jólagjöf.
Hann er sterkur, þægilegur, hreyfanleg-
ur, Ijós eöa dökkur og svo fæst hann líka
á snúningsfæti og meö skammel.
EFNI: grind formbeygt beyki í viöarlit og
dökkbæsaö.
Mjúkt og sterkt 1. flokks leöur á setu,
baki og örmum. Gervileður á grind.
Stóllinn á myndinni verð kr. 7.9 0.-
Stóll á snúningsfæti verð kr. 9.650.-
Skammel verð kr. 2.720.-
7.950
i
Þú þarft ekki að
m leita lengur
Þú finnur livergi betri stól á
lægra verði.
■ ■
Öga:
cgk
BISGACNAHOLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-61199 OQ 81410